Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Valgeir Matt-híasson fæddist á Siglufirði hinn 21. mars 1947. Hann lést á heimili sínu 29. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Katrín Júlíusdóttir frá Siglufirði, f. 28. ágúst 1919, d. 30. sept. 2005, og Matt- hías Helgason frá Hnífsdal, f. 11. apr- íl 1918, d. 6. maí 1983. Systkini Val- geirs eru: Júlíus Anton, f. 9. sept. 1945, maki Maríanna Har- aldsdóttir; Hörður, f. 22. apríl 1948; og Ásdís, f. 4. ágúst 1950, sambýlismaður Egill Thoraren- sen. Valgeir kvæntist Jóhönnu Georgsdóttur 8. nóv. 1980. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Georg Alexander, f. 11. mars 1980, sam- býliskona Tinna Halldórsdóttir, þau eiga soninn Halldór Snæ. 2) Helena Dögg, f. 20. des. 1984, hennar börn eru Andri Snær og Lilja Dís. 3) Ra- móna Lísa, f. 16. nóv. 1987. Fyrir átti Jóhanna dótt- ur, Elísabetu Við- arsdóttur, f. 18. des. 1973. Valgeir stundaði sjómennsku framan af ævi. Hann starfaði um árabil á Kópavogshæli sem gæslumaður og síðar sem bíl- stjóri. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu ár ævi sinnar. Valgeir verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Valli minn, nú ertu farinn frá okkur öllum og þín er sárt sakn- að. Þær eru ógleymanlegar stund- irnar sem við áttum saman, liðin eru 32 ár frá því að við kynntumst. Það var yndislegt þegar við öll í fjölskyldunni löbbuðum upp Esjuna þar sem Georg hélt á Mónu Lísu á herðunum. Allar bústaðarferðirnar voru þitt heitasta áhugamál, enda varst þú mjög duglegur að ferðast með okkur öllum. Auðvitað voru tímarnir misgóðir eins og hjá öllum. Tíminn hefur flogið frá okkur og nýttum við hann misvel. Þú fékkst hana Elísabetu sem fósturdóttur. Mér finnst svo stutt síðan við eign- uðumst okkar fyrsta barn, hann Georg, þú varst svo stoltur af frum- burðinum. Það eru 26 ár síðan, og var samband ykkar alveg sérstakt. Svo komu fleiri gullmolar í heiminn og varst þú jafnstoltur af þeim öll- um. Ég trúi hreinlega ekki að þetta hafi í rauninni gerst. Þetta er svo erfitt, mér finnst ég bara hálf manneskja. Það eru 13 ár frá því að við skildum, en við slitum í rauninni aldrei samvistum, þú varst alltaf með okkur. Elsku Valgeir minn, ég kveð þig nú með þessum orðum. Þín er sárt saknað, sjáumst seinna, elsku Val- geir minn. Þín Jóhanna Georgsdóttir. Jæja, elsku pabbi minn, þá er komið að kveðjustund, þetta er ekki einfalt, dauðinn gerir sjaldan boð á undan sér eins og þú sagðir gjarn- an, maður sér það núna og áttar sig á því að maður verður ávallt að vera í góðu sambandi við ástvini sína. Ég naga mig í handarbökin af samviskubiti yfir að hafa ekki verið duglegri að hringja og heimsækja þig, ég vildi að ég hefði komið strax til þín þegar ég kom að utan, þá hefði ég kannski getað bjargað þér, maður veit aldrei. Við áttum svo margar góðar stundir saman þegar ég var lítill. Þú bjóst til nöfn fyrir okkur systkinin og kallaðir mig allt- af pabbastrút, þú varst mjög söng- elskur og hafðir mjög gaman af tón- list og man ég eftir því þegar þú settir strumpana á fóninn og hélst mér á háhesti og labbaðir með mig fram og til baka, ég hef sennilega ekki verið eldri en fjögurra ára. Þú settir líka Vilhjálm Vilhjálmsson á fóninn og spilaðir lagið Lítill dreng- ur, þér fannst eins og textinn væri saminn fyrir þig og ég væri þessi litli og ljóshærði drengur sem vildi kúra hjá föður sínum. Þú táraðist alltaf þegar þú hlustaðir á lagið, þú varst svo stoltur af mér. Já, við áttum frábærar stundir, allar veiðiferðirnar, gönguferðirnar í kringum veiðivötnin, tjald- og bú- staðaferðirnar, þú hafðir svo gaman af því að ferðast og vera með fjöl- skyldunni. Veiðiferðirnar voru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér þó við veiddum nánast aldrei neitt, það var bara félagsskapurinn og stemn- ingin á bak við þetta allt. Elsku pabbi minn. Nú eru þetta einungis minningar, þetta er tími sem maður fær aldrei aftur. Þú varst yndislegur og frábær faðir sem ég elti hvert fótmál. Ég studdi ávallt við bakið á þér eins og þegar þú og mamma slituð samvistum, þá var það ég sem kom með þér, tím- arnir voru ekki alltaf auðveldir þá. Þú áttir við veikleika að stríða, þér fannst sopinn allt of góður. Ég var alltaf á varðbergi þegar þú fékkst þér í glas, fór t.d. mörgum sinnum inn í herbergið þitt á nóttunni, bara til þess að athuga hvort þú værir á lífi. Ég lifði fyrir þig, pabbi minn. Ég hafði svo miklar áhyggjur af þér og hef haft þær frá því að ég man eftir mér. En svo kom að því, tím- inn sem ég hef alltaf kviðið fyrir, þú hefur nú yfirgefið þessa jarðvist og ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna, pabbi minn. Nú standa eftir góðar minningar og líka mikil sorg sem maður verður að láta tím- ann græða. Ég elska þig af öllu hjarta, pabbi minn, og ég þakka þér fyrir allan þann frábæra tíma sem við áttum saman. Minningarnar lifa og ætla ég að reyna hvað ég get að endurlifa þær með litla drengnum mínum og vona að hann öðlist einn- ig ógleymanlegar minningar. Þinn sonur, Georg. Elsku pabbi minn, nú eru þetta lokaorðin sem ég ætla að segja við þig, hversu heitt ég elska þig og hversu sárt er að vita það að þú sért farinn frá okkur öllum. Það er alveg rosalega sársaukafullt að þurfa að setjast niður og skrifa minningargrein um frábæran pabba sinn eins og þú varst. Við áttum yndislega tíma saman, við fórum oft í sumarbústað öll fjölskyldan saman því þú elskaðir að ferðast í faðmi fjölskyldunnar og labba í kringum vötnin og veiða. Þú varst nýkominn úr ferðalagi. Þú og mamma og Móna fóruð í bústað á Illugastöð- um. Það var ekki nema mánuður sem þú varst í honum þar til þú kvaddir okkur. Maður spyr sig: Af hverju, af hverju þú, svona góður maður sem áttir lífið framundan, ekki nema 59 ára að aldri? En lífið er oft óréttlátt eins og þegar guð valdi að taka þig til sín eins og sagt er, þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Við eigum svo ótrúlegar minn- ingar um þig, ég var nýbúin að skutla þér. Ekki datt mér í hug að sá rúntur væri sá síðasti. Þú gast aldrei verið án okkar, þú hringdir mörgum sinnum á dag í okkur en því miður gat ég ekki alltaf hlaupið til þín og gert þér greiða eins og Móna og mamma gátu, því ég á tvo litla gullmola sem ég þurfti að hugsa um en þú varst svo skýr maður að þú skildir það alltaf. Ég mun láta afabörnin þín vita hversu yndislegur pabbi þú varst, það er svo ótrúlega erfitt að sætta sig við það að fá aldrei að tala við þig eða hitta þig. Mér finnst þetta ennþá vera svo óraunverulegt, en ég man nokkrum dögum áður en þú kvadd- ir okkur þá varstu að segja mér hversu mikið þér þætti vænt um mig, þessi orð gleymast aldrei. Það eru svo margar minningarn- ar sem við eigum saman, við fórum oft bara dagsrúnt, bara að skoða Seljalandsfoss og Skógarfoss og Gullfoss og Geysi og keyrðum út á land eins og Kirkjubæjarklaustur og bara út um allt. Það eru ógleym- anlegir tímar og þeir koma aldrei aftur. Þú sagðir við mig, sem ég mun aldrei gleyma: Ef einhver fer illa með þig, Helena mín, þá er mér að mæta,“ og manneskjan mundi sjá eftir þessu alla ævi. Þú vildir aldrei að neinn gerði börnunum þínum eitthvað illt því við vorum gimsteinarnir þínir. En það er svo sorglegt að vita það að núna værum við á fullu að hjálpa þér að flytja því þú varst búinn að kaupa þér íbúð rétt hjá okkur öllum en færð víst ekki að njóta þess að vera í nýju íbúðinni. Hún Lilja Dí, litla afastelpan þín, sagði við mig: ,,Afi veikur heima,“ því hún skildi ekki neitt í öllum löggubílunum og mönnunum sem voru hjá þér dag- inn sem þú kvaddir okkur en núna segir hún mér að afi búi hjá guði. Ég man þegar þú hringdir í mig og talaðir við mig, þá varstu alltaf að fíflast í mér og biðja mig um að skipta við þig um íbúð því þú varst alltaf að dást að íbúðinni minni, en þú varst sko með húmor í lagi, elsk- aðir að segja brandara og fíflast í öllum en því miður varstu bara orð- inn mikið veikur og gast ekki sleppt sopanum. Vonandi ertu kominn á betri stað þar sem þér líður betur, ég veit þú átt eftir að fylgjast með okkur hinum megin frá og varð- veita okkur. Þín verður sárt saknað og mun ég geyma minningarnar í hjarta mér að eilífu um frábæran pabba. Sjáumst síðar, elsku pabbi minn. Hvíldu í friði. Þín dóttir og pabbablóm, Helena Dögg. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn frá okkur öllum, ég vil ekki trúa þessu, að ég eigi ekki eftir að njóta góðu stundanna okkar sem við átt- um saman, gullið mitt. Það er svo sárt að sitja við skrifborðið og skrifa minningargrein um pabba. Þú vildir allt fyrir mig gera, sama hvað það var, elsku pabbi. Allar ferðirnar okkar voru svo dásam- legar, sumarbústaðarferðirnar voru margar og yndislegar. Þegar þú varst með betri heilsu hékkstu í trjánum eins og api, það er svo sannarlega ógleymanlegur tími en veiðin var í miklum metum hjá þér enda fór góður tími í hana. Ég keypti mér sjálf veiðistöng til að fara með þér að veiða en þegar ég átti sjálf ekki veiðistöng leyfðir þú mér að kasta nokkrum sinnum út í vatnið og þar veiddi ég Maríufisk- inn minn. Þá varst þú svo glaður að sjá litlu stelpuna þína með fisk á. Við áttum góða tíma með þér þegar þú og mamma voruð að metast um hvort væri í betra formi, þá var mamma að sýna hvað hún væri lið- ug (enda var hún í æfingum) en þá varst þú mun liðugri en mamma. Svo tókstu stóran kodda, stilltir honum upp við hurð og stóðst á haus. Enginn vandi fyrir þig, rús- ínan mín, en þið mamma voruð dug- leg að metast þegar þið tókuð ykk- ur til. En síðasta bústaðarferðin þín var nú bara fyrir mánuði síðan, þegar þú, ég og mamma fórum í seinustu bústaðarferðina. Ekki bjóst maður við því að þær yrðu ekki fleiri, elsku pabbi. Þú fórst allt of fljótt frá okkur, en því miður þurftir þú að kveðja þennan heim langt um aldur fram út af veikind- unum og sopanum sem hrjáði þig. Elsku engillinn minn, ég mun ávallt hugsa um hversu yndislegur faðir þú varst pabbi minn. Mig langar til að enda þetta með ljóði sem þú samdir fyrir mig fyrir nokkrum árum. Þú varst ofboðslega duglegur að semja ljóð, eins og þín söngrödd var góð. Það var svo dýr- mætt þar sem þú og ég vorum að syngja saman heima hjá mér og þér, hvor okkar næði laglínunni betur, elsku gullið mitt. Ég kveð þig með þessu ljóði eftir þig. Sjáumst síðar. Þetta litla ljóð er eftir þig, pabbi minn. Líf í nýju landi er kvaddi ég mitt föðurland með von í hjarta. Mig hreif sú mynd um tíma betri og bjarta að vera fjarri mínu hrjáða landi sem ég skildi eftir spor í gljúpum sandi. Þín dóttir og pabbablúnda, Ramóna Lísa. Nú er Valgeir frændi minn búinn að kveðja langt fyrir aldur fram. Hann fæddist og ólst upp á Siglu- firði, næstelstur af fjórum systk- inum. Þar lauk hann grunnskóla- prófi þess tíma og ef aðstæður hefðu leyft hefði hann hugsanlega stefnt að frekara námi en hann var bókhneigður að eðlisfari. Fyrstu fullorðinsárin var hann á sjó og þótti duglegur til vinnu. Síðar fékkst hann við ýmislegt, vann m.a. á Kópavogshæli og sem skólaliði í grunnskóla. Alveg frá því að hann stofnaði fjölskyldu og eins eftir að hann varð einn lagði hann áherslu á að búa í eigin húsnæði. Rétt áður en hann dó hafði hann gengið frá skiptum á íbúð til að vera nær sín- um nánustu sem hann treysti á. Valgeir var ræktarsamur að eðl- isfari og ég man eftir því að þegar hann sem unglingur á Siglufirði hafði fengið vinnulaun greidd átti hann til að koma færandi hendi með gjafir til mömmu sinnar og einnig til ömmu og afa. Hann vissi að þar átti hann líka hauka í horni. Þegar aldur færðist yfir móður hans var hann mjög natinn við hana og tilbú- inn til hjálpa henni á ýmsa lund eft- ir því sem heilsa hans leyfði. Valgeir velti mikið fyrir sér til- gangi lífsins sem honum fannst oft fara um sig ómjúkum höndum og var hann stundum ósáttur við al- mættið. Síðustu ár hefur hann verið mjög heilsuveill auk þess sem sjón hans hafði hrakað mikið. Mér finnst gott að eiga þá minn- ingu að þegar ég talaði við hann síðast rúmri viku áður en hann dó þá var hann léttari en oft áður. Hann var nýkominn úr ferðalagi með fjölskyldunni og hafði auðheyr- anlega haft mjög gaman af því. Eins batt hann vonir við að augn- aðgerð sem hann var að bíða eftir myndi færa honum betri sjón. Þá eins og svo oft áður í okkar sam- tölum kom hann því að hvað hann væri ánægður með og stoltur af börnunum sínum. Einnig var hann mjög þakklátur Jóhönnu, fyrrver- andi konu sinni, fyrir umhyggju hennar í veikindum hans. Valgeiri frænda mínum bið ég blessunar á guðs vegum og sendi aðstandendum hans samúðarkveðj- ur. Ingibjörg. VALGEIR MATTHÍASSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTHILDUR TEITSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Hjarðarfelli, Snæfellsnesi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstu- daginn 4. ágúst, verður jarðsungin frá Fáskrúðar- bakkakirkju laugardaginn 12. ágúst kl. 14.00. Guðbjartur Gunnarsson, Harpa Jónsdóttir, Högni Gunnarsson, Bára K. Finnbogadóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Michel Sallé, Hallgerður Gunnarsdóttir, Sturla Böðvarsson, Teitur Gunnarsson, Lilja Guðmundsdóttir, Þorbjörg Gunnarsdóttir, Erlendur Steinþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, ÁGÚSTA S. JÓNSDÓTTIR ROSARIO, (Dúva), andaðist á heimili sínu, 8100 Mona Avenue, Nor- folk WA 23518, miðvikudaginn 10. maí. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Romeo D. Rosario, Ágústína G. Ágústsdóttir, Romeo A. Rosario, Kemberly Rosario, Ágústína Sara Epps Rosario, Sverrir F. Rosario, Tamy Rosario, Gísli B. Jónsson, Kristrún B. Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HANNESDÓTTIR, Kópavogsbraut 1A, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Ásgeir Pétursson, Guðrún Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Þórður Kristinsson, Pétur Ásgeirsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Andrés Pétur Rúnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.