Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 11
MJÖG mikið er og hefur verið af norsk-íslenzku síldinni innan lögsögu Íslands í sumar. Mælingar hafrann- sóknastofnana Noregs og Íslands sýna það og veiðar íslenzku skipanna í sumar sömuleiðis. Í nýafstöðum leið- angri norsku Hafrannsóknastofnun- arinnar þar sem farið var yfir haf- svæðið milli Íslands og Noregs kom fram að mikið af stórsíld var innan ís- lenzku lögsögunnar, en smærri síldin hélt sig sunnar og austar. Þetta er í töluverðu samræmi við það göngu- mynstur síldarinnar, sem var á árum áður, áður en stofninn hrundi í lok sjö- unda áratugarins. Samráðsfundur í næstu viku Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræðing- ur á Hafrannsóknastofnuninni, segir þetta afar jákvæðar fréttir. Það sé ljóst samkvæmt leiðangri Norðmanna að mikið af síld er innan íslenzku lög- sögunnar og það sama hafi komið fram í leiðangri okkar í vor. Jafnframt sýni veiðarnar í sumar þetta sama. „Í næstu viku verður samráðsfund- ur þeirra þjóða sem hafa verið að nýta síldina og rannsaka hana haldinn hér í Reykjavík. Þá koma hingað fulltrúar Norðmanna, Rússa, Færeyinga, Dana og Íra til að bera saman bækur sínar eftir rannsóknir og veiðar sumarsins. Þá sjáum við betur þá þróun sem er að eiga sér stað og tengjum rannsóknir og veiðar saman. Það verður því gam- an að sjá heildarmyndina að því loknu. Ýmislegt bendir til þess að hún geti verið okkur hagstæð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson. Mikil breyting á veiðunum Síldarafli íslenzku skipanna í sumar er orðinn um 68.000 tonn, eða tæpur helmingur leyfilegs heildarafla. Veið- arnar hafa breytzt mikið frá því í fyrra. Þá var höfuðáherzlan lögð á frystingu úti á sjó. Nú eru markaðir fyrir frysta síld erfiðir, en verð á fiski- mjöli og lýsi í sögulegu hámarki. Fyrir vikið er nú lögð áherzla á veiðar í bræðslu í landi. Til að auka afköstin eru flest skipanna á svokölluðum tví- lembingi, það er draga tvö saman eitt troll. Við það eykst veiðigeta þeirra og olíukostnaður minnkar. Skipin kæla síldina um borð og sigla síðan með hana í land. Í gær voru íslenzku skipin komin inn í færeysku lögsöguna en lengst af í sumar hafa þau verið í Síldarsmug- unni og innan íslenzku lögsögunnar. Stærri síld vestast Leiðangur Norðmanna, sem stóð yfir frá miðjum júlí til 5. ágúst, snerist um að mæla útbreiðslu síldarinnar, en ekki magn eða stofnstærð. Helztu niðurstöður leiðangursins eru þessar: Norsk-íslenzka síldin hélt sig á mjög stóru svæði í Noregshafi, svæðinu frá Noregi í austri, vestur til Íslands og í suðri frá Færeyjum og norður fyrir Jan Mayen. Á suður- og austurhluta svæðisins var tiltölulega lítið af síld, mest árgangarnir frá 2001 og 2002. Á vestur- og norðvesturhluta svæðisins fannst stærri síld sem að- allega er af árgöngunum frá 1998 og 1999 með blöndu af síld úr 1992 ár- ganginum. Síld í ætisleit hélt sig mest í útjöðrum svæðisins í Íshafinu, en göngusíldin hélt sig í Atlantshafinu. Síldin er byrjuð að ganga til suð- austurs og virðist hafa lokið ætisleit að miklu leyti. Gönguhraðinn er hálf- ur til einn hnútur og gera norsku fiski- fræðingarnir ráð fyrir að hún gæti verið komin á vetursetustöðvarnar úti fyrir Vesteralen í september. Útbreiðsla makríls og kolmunna var einnig könnuð. Mest af kolmunn- anum fannst í kaldari sjó úti fyrir Norðausturlandi. Mest var um ár- gangana frá 2001 til 2003. Mikið af stórri síld innan íslenzku lögsögunnar Ýmislegt bendir til þess að norsk-íslenzka síldin sé að taka upp fyrra göngumynstur og haldi sig þá á Rauðatorginu                   !  "### $                        !"   #  $%&'( %& ( )**+                                                                          ,   !    '      -            . /!       01  !    " 0    !)!  0#  Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 11 FRÉTTIR „ÞAÐ er vissulega góðs viti að síldin skuli enn halda sig svo vestarlega og innan ís- lenzku lög- sögunnar. Á þessum árs- tíma er hún venjulega á hraðri leið á vetur- setustöðv- arnar við Noreg,“ seg- ir Jakob Jak- obsson, fiskifræðingur og fyrrum forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar. Jakob var helzti sérfræð- ingur Íslands í síldarrann- sóknum á ævintýraárunum svokölluðu upp úr 1960. Hann segir að á þeim árum hafi síldin haft vetursetu á Rauða torginu, 50 til 60 sjómílur austur af Gerpi. Eftir að stofninn hrundi í lok sjöunda áratugarins hafi hún síðan haft vetursetu við Noreg. Vegna þessa hafi síldin alla- jafna stoppað mjög stutt inn- an íslenzku lögsögunnar, þeg- ar hún hafi komið þangað. „Það er mikilvægast fyrir okkur Íslendinga að síldin taki upp fyrra göngumynstur og hafi vetursetu á sínum gömlu slóðum austur af land- inu. Hvort það gerist núna er ómögulegt að segja til um. Það liggur kannski ljósar fyr- ir eftir síldarsamráðsfundinn í næstu viku,“ segir Jakob. Vissulega góðs viti ÚR VERINU EIRÍKUR Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir lykilatriði í allri umræðu um menntamál hér á landi hvort stjórnvöld séu tilbúin að lengja kennara- nám úr þremur árum í fimm. Slík tillaga liggi nú fyrir frá nefnd á vegum Kennara- sambandsins, menntamálaráðu- neytisins, háskóla og sveitarfélag- anna. „Ætla menn að stíga þetta skref?“ spyr Eiríkur og bendir á að fyrir um tíu árum hafi Kennaraháskólinn haft í hyggju að lengja kennaranám í fjögur ár en ekki hafi fengist fjármagn til þess. „Ef þessum tillögum er stungið undir stólinn núna þá er verið að bjóða því heim að eftir fimm til tíu ár komi skýrsla þar sem segi að hér hafi ekki orðið framfarir á við það sem gerist annars staðar,“ segir hann og bætir við að oft sé vitnað í stöðu mála í Finnlandi en talsverður munur sé á þar og hér. „Menn horfa mjög til Finnlands um gæði kennslu og ég spyr því hvort ein- hver telji þriggja ára kennaranám hér á landi sambærilegt við fimm ára nám í Finnlandi,“ spyr Eiríkur. Um 20% fjölgun frá 1998 Eins og fjallað var um í Morgun- blaðinu í gær hefur OECD kynnt efnahagsskýrslu fyrir Ísland árið 2006 þar sem meðal annars er fjallað um stöðu menntamála. Í skýrslunni er bent á að leggja verði áherslu á að bæta gæði kennaranáms og einnig er bent á að kennurum hafi fjölgað und- anfarin ár. Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um fjölda kenn- ara hér á landi á grunn- og framhalds- skólastigi og kemur þar meðal annars fram að starfsfólki við kennslu í grunnskólum hafi fjölgað um 20% á árunum 1998–2005. Heildarfjölgun starfsfólks í grunnskólum nam hins vegar tæplega 23% á sama tímabili. Á framhaldsskólastiginu fjölgaði starfsfólki við kennslu á tímabilinu frá 2000–2004 um tæp 11% en starfsfólki alls um rúm 9%. Ekki eru til upplýs- ingar um fjölda starfsfólks í fram- haldsskólum árið 2005 hjá Hagstof- unni. Eiríkur segir að fjölgun kennara á þessum tíma megi einkum skýra með tvennu, annars vegar hafi verið að vinna til baka þá skerðingu á kennslu- stundum sem nemendur urðu fyrir í upphafi tíunda áratugarins og hins vegar hafi þar áhrif fjölgun kennslu- daga sem hafi leitt til fleiri stöðugilda. „Að verulegu leyti er þetta vegna þess að það er verið að skila til baka niðurskurðinum frá 1992 og síðan er tekin ákvörðun um fjölgun kennslu- daga um tíu á ári árið 2001. Hvorug þessara breytinga var farin að skila sér inn í skólastarfið þegar könnun [OECD] var gerð árið 2003,“ segir Ei- ríkur. Hann bendir á að ef könnun yrði gerð árið 2011, þegar allar þessar breytingar hefðu skilað sér og heill árgangur farið í gegnum skólakerfið í þeirri mynd, yrðu niðurstöðurnar að öllum líkindum allt aðrar. Aðspurður hvort Kennarasam- bandið sé ósátt við skýrslu OECD, segir hann ekki svo vera en að hann telji hlutina hafa verið einfaldaða um of. Til að mynda verði að hafa í huga þegar talað er um fjárframlög til menntakerfis hér á landi að mikið fjármagn hafi farið í að byggja upp kennsluhúsnæði og mötuneyti í skól- um. „Menn verða hins vegar að nýta sér þá gagnlegu punkta sem fram koma í skýrslunni. Ég lít svo á að kominn sé fram stuðningur við áform um að lengja kennaramenntun,“ segir Ei- ríkur. Formaður Kennarasambands Íslands segir fimm ára kennaramenntun lykilatriði „Ætla menn að stíga þetta skref?“ % % % % % % % % % % % % %    & % % % %             !&   -    -                   '  ! " !  #    !  !   ! Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Eiríkur Jónsson HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt 25 ára karlmann í eins árs fangelsi fyrir þrjá bíl- þjófnaði síðla árs 2005 og skilorðs- rof vegna fyrri dóms. Níu mánuðir refsingarinnar voru skilorðs- bundnir. Maðurinn játaði sakir en hann hefur hlotið 8 refsidóma og tvisvar gengist undir lögreglustjórasáttir. Ákærða var fyrst gerð skilorðs- bundin refsing í október 2001. Það skilorð rauf hann og var það dæmt upp með dómi 6. mars 2003 þegar hann fékk aftur dóm á skilorði. Það skilorð rauf ákærði einnig og var það dæmt upp með dómi 26. janúar 2006. Var sá dómur einnig skilorðsbundinn í tvö ár. Með hliðsjón af sakarferli ákærða og síendurteknum þjófn- aðarbrotum svo og dóma vegna ráns og gripdeildar þótti dóminum ekki annað fært en að líta til þess að brot sem dæmt er fyrir í þessu máli hefðu haft áhrif á refsi- ákvörðun í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 26. janúar 2006. Að þessu virtu þykir nú refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Ástríður Grímsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Sækjandi var Ólafur Helgi Kjartansson lög- reglustjóri á Selfossi. Eins árs fangelsi fyrir þjófnaði og skilorðsrof

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.