Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 218. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Gaman að hlaupa Hvernig skal haga lokaundirbúningi fyrir Reykjavíkurmaraþon? | 16 Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignir | Nýja Morgunblaðshúsið  Tilraunahús við Ægisíðu  Viðhald sólpalla Íþróttir | Undirbúningur fyrir Spánarleikinn hafinn  Liverpool fékk skjöldinn  Rússar sigursælir á EM í Gautaborg LAX úr Skógá undir Eyjafjöllum, sem merktur var í vor af rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum, fór á ferðum sínum um úthafið miklu dýpra en hingað til hefur verið talið að laxar fari. Laxinn, sem er hængur, skil- aði sér aftur í ána í byrjun ágúst. Rafeindafiskmerki er hann bar sýndi að hann synti ítrekað með hraði frá yfirborði niður í djúp Norður-Atlantshafsins og dýpst fór hann niður á um 600 metra dýpi. Uppsjávareðli laxins var þó á sínum stað því mest hélt hann sig í efstu lögum sjávar og gjarnan alveg við yfirborð að kvöldi og nóttu, að sögn Jóhannesar Sturlaugssonar, líffræðings hjá Laxfiskum. Annar mæli- merktur lax frá fyrirtækinu, sem merktur var í Botnsá í Hvalfirði, stakk bakinu og um leið merki sem hann bar, ítrekað upp fyrir yfirborð sjávar á ferðum sínum á kvöldin og nóttunni. Skráningar mæli- merkjanna frá þessum tveimur löxum sýna öfgar í lífi laxins allt frá öldutoppum og niður í myrkvuð undirdjúp. Synti í suðvestur Þegar ferðir mælimerkta laxins úr Skógá eru skoðaðar sést að hann synti úr ánni í vor og á hlý mið í hafinu suður og suðvestur af landinu. Á hringferð sinni hef- ur laxinn að lágmarki lagt að baki mörg hundruð kílómetra. „Á slíkum langferðum sem geta náð upp í þúsundir kílómetra, er annáluð ratvísi laxins eitt af lykilatrið- unum sem við sögu koma,“ segir Jóhannes. „En hluti þeirra miklu sunddýfa sem mæld- ar hafa verið hjá laxi í rannsóknum mínum endurspegla ákveðið atferli sem hann beit- ir til að átta sig og rata, svo sem þegar hann fer um straumaskil.“ | 6 Hængurinn úr Skógá var orðinn vænn eft- ir sumarfríið í úthafinu þar sem hann kaf- aði ítrekað niður á allt að 600 metra. Öfgar í lífi laxins í hafinu KIRKJUBEKKIR Hallgrímskirkju voru þétt setnir í svonefndri Regnbogamessu sem fram fór í gær. Lauk Hinsegin dögum formlega með guðsþjónustunni. Séra Pat Bumgardner prédikaði og var öllum vel- komið að sækja guðsþjónustuna. Jafnframt tóku nokkrir íslenskir prestar þátt í athöfninni auk fjölda tónlistarfólks. ÁST – Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf stóð að Regnbogamessunni í samvinnu við Hinsegin daga. | 40 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gerður af meistarans höndum ÞEIM Bretum sem eiga sjónvarp með plasma-flatskjá fjölgar hratt en þessi þróun veldur stóraukinni orkuþörf, að sögn breska dagblaðs- ins The Guardian. Nýju plasma- sjónvörpin geta þurft allt að fjórum sinnum meira rafmagn en gömlu túbutækin. Hefur blaðið eftir dr. Joseph Reger, yfirmanni tækni- mála hjá Fujitsu Siemens- tölvufyrirtækinu í München í Þýskalandi, að aukna orkuþörfin svari til þess að reisa verði tvö kjarnorkuver í Bretlandi eingöngu vegna plasmaskjánna. „Ef allir plasmaskjáirnir [í Bret- landi] væru í gangi samtímis þyrftu þeir um 2,5 gígavött,“ segir Reger. „Þessa orku væri hægt að fram- leiða með tveim kjarnorkuverum.“ En Reger segir að þegar allt sé tínt til í stafrænu byltingunni sem sé að ganga í garð á heimilinu, þ. á m. ný- ir DVD-spilarar og upptökutæki, geti aukin orkuþörf Breta orðið allt að sex gígavött samanlagt. Um fjórðungur allrar losunar á koltvísýringi í andrúmsloftið stafar af orku til heimilisnota eða álíka hlutfall og vegna samgangna. Margir skilja sjónvarpstæki sín og DVD-spilara eftir í biðstöðu en slökkva ekki á þeim; þetta eitt út af fyrir sig merkir að milljón tonn af koltvísýringi að auki fara út í loftið árlega. Reger er þó bjartsýnn og segir að hagkvæmari tækni muni leysa plasmaskjáina af hólmi en það geti tekið allmörg ár. Aukin umhverf- isvitund meðal almennings muni valda því að fólk kaupi framvegis tæki með merkingu eins og „Sér- lega lítil rafmagnsnotkun í bið- stöðu“. Orkubruðl að nota plasmaskjá Boulogne-Sur-Mer. AFP. | Tugir lög- reglumanna, sumir vopnaðir haglabyssum, reyna nú að finna dularfullt, svart kattardýr sem sést hefur á sveimi í norðanverðu Frakklandi. Aðgerðin hófst sl. miðvikudag þegar felmtri slegið fólk sagðist hafa séð pardusdýr á vinsælli baðströnd við borgina Boulogne-Sur-Mer. Um 80 lögreglumenn og þyrla voru send á staðinn og ströndinni var lokað en ekkert fannst. Belg- ískir ferðamenn og fólk sem býr á staðnum sagðist um helgina hafa séð dýrið. Lögreglumaður sá það loks í sjónauka. „Þetta er dökkt eða svart kattardýr, býsna stórt, ekki mjög hátt en langt. Þetta er ekki pardusdýr en stórt kattardýr, a.m.k. metri að lengd,“ sagði einn lögreglumannanna. Dýrið flýr ávallt inn í skóga þegar reynt er að ná því. Ekki er vitað hvaða teg- und er um að ræða og sirkus í grenndinni segist ekki hafa misst nein dýr frá sér. Dularfullt kattardýr á sveimi JAFNT Ísraelar sem Hizbollah-samtökin heita því að virða vopnahléið sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag en ljóst er að ólík túlkun deiluaðila á skilmálunum getur orðið til að átökin haldi áfram. Klofningur var í ríkisstjórn Líbanons í gær vegna deilna um framkvæmd vopnahlésins en það á að taka gildi klukkan fimm fyrir hádegi í dag að ísl. tíma. Var stjórnarfundi slitið án samkomulags. Skilmálar vopnahlésins um afvopnun vígasveita Hizbollah sunnan Litani-ár í Suður-Líbanon eru sagðir valda deilunum. Hizbollah, sem hefur tvo ráðherra af 15 í stjórninni, hefur barist við ísraelskt innrásarlið á svæðinu síðustu vikurnar og skotið fjölda flugskeyta á Ísrael. Stjórn Ísraels samþykkti tillöguna um vopnahlé í gærmorgun en hefur krafist þess að sveitir Hiz- bollah verði afvopnaðar, fyrr yfirgefi Ísraelsher ekki svæðið. Ályktun öryggisráðsins á föstudag var Brown, aðstoðarframkvæmda- stjóri SÞ, sagði í gær í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að tekið gæti allt að mánuð fyrir gæsluliðið að koma sér fyrir á svæðinu. Ísraelar héldu uppi hörðum árásum á skotmörk í Líbanon í gær, þ. á m. í Týrus og höfuð- borginni Beirút. Var fullyrt að þeir hefðu talið Nasrallah vera í húsaþyrpingu sem þeir sprengdu í tætlur en sjón- varpsstöð Hizbollah sagði hann ekki hafa verið á staðnum. Ljóst virðist að þorri þeirra Líbana sem hafa fallið eru óbreyttir borgarar. Hafa bæði Ísr- aelar og háttsettir embættismenn SÞ sakað Hiz- bollah-menn um að reyna eftir mætti að hafast við innan um óbreytta borgara, nota þá sem „mann- lega skildi“ til að gera erfiðara fyrir Ísraelsher að hlífa óbreyttum borgurum. Alls hafa rösklega 1.100 manns fallið í átökunum síðustu vikurnar, um 1.000 Líbanar og vel á annað hundrað Ísraelar. túlkuð svo að samtímis því sem Ísraelar hyrfu með her sinn frá S-Líbanon myndu líbanski herinn og væntanlegt, erlent friðargæslulið afvopna sveitir Hizbollah sunnan Litani. Gæti tekið mánuð að koma alþjóðlega friðargæsluliðinu á staðinn Líbanska stjórnin sagði þegar á laugardag að hún samþykkti vopnahlé. En sama dag lét leiðtogi Hizbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, svo um mælt að liðsmenn hans áskildu sér rétt til að berjast gegn ísraelskum hermönnum „meðan þeir eru á ferli í landi okkar, gera þar árásir eða hernema það“. Allmargar þjóðir hafa þegar boðist til að leggja fram hermenn í friðargæsluliðið. En Mark Malloch Segjast virða vopnahlé SÞ Klofningur í Líbanons- stjórn vegna skilmála um afvopnun Hizbollah Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hassan Nasrallah ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.