Morgunblaðið - 14.08.2006, Side 6
6 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LAX úr Skógá undir Eyjafjöllum,
sem merktur var í vor af Jóhannesi
Sturlaugssyni, líffræðingi hjá rann-
sóknafyrirtækinu Laxfiskum, sýndi
að laxar fara miklu dýpra á ferðum
sínum í úthafinu en hingað til hefur
verið talið. Rafeindafiskmerki er lax-
inn, sem er hængur, bar, sýndi að
hann synti ítrekað með hraði frá yf-
irborði niður í djúp Norður-Atlants-
hafsins og dýpst fór hann niður á um
600 metra dýpi eða sem samsvarar
hæð Hallgrímskirkju ríflega sjö sinn-
um. Uppsjávareðli laxins var þó á sín-
um stað því mest hélt hann sig í efstu
lögum sjávar og gjarnan alveg við yf-
irborð að kvöldi og nóttu. Að deginum
fór fæðuöflunin yfirleitt fram á 20–50
metra dýpi.
Annar mælimerktur lax frá rann-
sóknamerkingum Laxfiska, sem
merktur var í Botnsá í Hvalfirði,
sýndi enn sterkar þá tilhneigingu
laxa að fara um nálægt yfirborði sjáv-
ar. Þannig sýndu mælingar selt-
unema sem merki þess fisks bar að
laxinn stakk bakinu og um leið merki
sínu ítrekað upp fyrir yfirborði sjávar
á ferðum sínum í sumar að kvöldi og
nóttu sem vísar til þess að eitthvert
góðgæti hafi þá verið í boði í bláyfir-
borðinu, að sögn Jóhannesar.
Skráningar mælimerkjanna frá
þeim tveimur löxum sem þegar hafa
verið endurheimtir í sumar sýna öfg-
ar í lífi laxins allt frá öldutoppum og
niður í myrkvuð undirdjúp og allt þar
á milli.
Sótti á hlý mið
Þegar ferðir mælimerkta laxins úr
Skógá eru skoðaðar sést að hann
synti úr ánni í vor og á hlý mið í haf-
inu suður og suðvestur af landinu. Á
því ferðalagi komst hann í feitt, ef svo
má að orði komast, því hann þyngdist
um tæp tvö kíló í „sumarfríinu“.
Hann sneri svo aftur í ána nú fyrir
skömmu. Á þessari hringferð sinni
hefur laxinn að lágmarki lagt að baki
mörg hundruð kílómetra. „Á slíkum
langferðum sem geta náð upp í þús-
undir kílómetra, er annáluð ratvísi
laxins eitt af lykilatriðunum sem við
sögu koma,“ segir Jóhannes. „En
hluti þeirra miklu sunddýfa sem
mældar hafa verið hjá laxi í rann-
sóknum mínum endurspegla ákveðið
atferli sem hann beitir til að átta sig
og rata, svo sem þegar hann fer um
straumaskil.“
Mælt á 30 sekúndna fresti
Þær niðurstöður sem nú þegar eru
komnar í hús hjá Laxfiskum yfir
heildarsjóferðir laxa telja hundruð
þúsunda skráninga frá hundruðum
skráningadaga þar sem atferli og um-
hverfi laxins er mælt, stundum á allt
að 30 sekúndna fresti. Mælitækin
sem fiskarnir báru eru frá íslenska
fyrirtækinu Stjörnu-Odda. Merkin
mæla fiskdýpi og hitastig og sum
einnig seltu. Upplýsingar gefa færi á
að kortleggja ýmsa hegðun laxanna
sem og dreifingu þeirra í hafinu. Um
leið gefst tækifæri til að álykta um
ýmsa þætti því tengdu sem snerta
ferðalag fiskanna í hafi bæði samhliða
ætisleit þeirra og einnig hvað varðar
ferðir þeirra aftur heim í árnar til
hrygningar.
Að sögn Jóhannesar eru rannsókn-
ir fyrirtækisins Laxfiska þær fyrstu á
heimsvísu þar sem náðst hefur að
mæla ferðalag Atlantshafslaxins í
sjónum í heild með hliðsjón af fisk-
dýpi og umhverfishita allt frá því að
hann yfirgefur ána og heldur á æt-
isslóð í hafi þar til hann gengur á ný í
ána til hrygningar.
Að sögn Jóhannesar fengust fyrstu
gögnin af þessum toga á síðasta ári
og nú eru frekari gögn væntanleg.
Þau munu gera það mögulegt að stað-
setja laxinn innan þeirra hafsvæða
sem hann fer um. Staðarákvörðun
laxanna í sjó er gerð með samanburði
á þeim sjávarhita sem laxinn upplifir
á ferðum sínum við önnur sjávarhita-
gögn, m.a. frá sniðmælingum Haf-
rannsóknastofnunar og frá mæling-
um gervitungla. Með því móti hefur
m.a. mátt sjá að laxarnir voru snöggir
að koma sér á haf út eftir að ánni
sleppti, segir Jóhannes.
Upphaf rannsóknanna var styrkt
af Rannís og Fiskræktarsjóður
styrkti merkingarnar 2006.
Hængurinn var um 2 kg þegar
hann var merktur í Skógá í vor en
var orðinn tæp fjögur kg þegar
hann veiddist í ánni í byrjun ágúst.
Fyrirtækið Laxfiskar rannsakar atferli og umhverfi laxa í sjó með rafeindafiskimerkjum
Synti ítrekað
með hraði nið-
ur á 600 m dýpi
SJÓSUNDKAPPINN Benedikt S.
Lafleur, sem hyggst synda Erm-
arsundið til þess að vekja athygli
á mansali, þurfti að hverfa frá
sundi á laugardaginn þegar hann
synti annan áfanga Reykjavík-
ursundsins. Í kjölfarið ákvað
Benedikt að hætta við að synda
þriðja áfanga sundsins, þar sem
það þjónaði engum sérstökum til-
gangi lengur. Benedikt komst í
hann krappan á laugardaginn
þegar hann ætlaði synda frá
bækistöð Lýsis í Örfirisey að
Bakkavör á Seltjarnarnesi. Eftir
rúmlega 5 km sund var skyggni
orðið svo lélegt að hann tapaði
áttum og björgunarsveitarmenn
sem fylgdu honum gátu ekki
lengur ábyrgst öryggi hans.
„Sundið gekk mjög vel framan af
og ég fékk vind sem ýtti mér
nánast að Gróttu. Það fór hins
vegar mikill tími og orka í að
synda fram fyrir Gróttu og þá
straumakvörn sem þar er og eftir
það fór skyggnið að leika okkur
björgunarsveitarmenn grátt,“
segir Benedikt. Hann segir að
þótt sundið hafi ekki tekist hafi
hann öðlast ómetanlega reynslu
og nýja þekkingu sem muni reyn-
ast honum dýrmæt í Ermarsund-
inu. Hann segist nú búa yfir
auknu úthaldi og kuldaþoli og
hafa aukna reynslu af glímunni
við sjávaröflin auk þess sem hann
hafi fundið nýja og betri leið til
þess að nærast á meðan á sund-
inu stendur. „Það er gríðarlega
mikilvægt fyrir sjósundmenn að
finna rétta fæðu á sundinu þar
sem ógleði gerir vart við sig
vegna seltu sjósins og næring-
arskorts“ segir Benedikt og kveð-
ur leynivopnið við sjávarógleði
vera blöndu af aloe vera og tei.
Benedikt heldur út til Englands á
morgun þar sem hann mun meðal
annars þreyta sex tíma sundpróf
sem allir sem hyggjast synda yfir
Ermarsundið þurfa að taka. 26.
ágúst kemur samstarfsfólk Bene-
dikts til Englands og í kjölfarið
mun hann gera tilraun til þess að
komast yfir sundið.
Mikill áhugi og hlýhugur
Sundleiðin um Ermarsund er á
milli 32 til 35 km löng og tekur
það þaulvana sjósundmenn frá 11
til 16 klukkutíma að synda yfir.
Benedikt segist hafa fundið fyrir
miklum áhuga á sundinu og hlý-
hug bæði frá fyrirtækjum og ein-
staklingum sem hafa styrkt hann.
Talsvert vanti þó upp á almennan
fjárstuðning til þess að endar nái
saman hjá sér. Benedikt segist
þess þó fullviss að Íslendingar
muni taka við sér þegar hann
syndir Ermarsundið og sýni því
verðuga málefni sem hann hefur
vakið athygli á dyggan stuðning.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Benedikt S. Lafleur lét engan bilbug á sér finna í ísköldum sjónum.
Benedikt neyddist
til að hætta sundi
AÐ BAKI verkefnavali Íslensku
friðargæslunnar virðist ekki liggja
nein greining á því hvar Íslendingar
geta gert mest
gagn, að sögn
Þórunnar Svein-
bjarnardóttur,
þingmanns Sam-
fylkingar og full-
trúa í utanríkis-
málanefnd
þingsins. Hún
segir verkefna-
valið bera það
með sér að það
sem hafi stýrt því á undanförnum
árum séu „kröfur annarra til okkar
um að taka þátt í samvinnu og þá
fyrst og fremst á vegum Atlants-
hafsbandalagsins, en ekki stefnu-
mótun heima fyrir um hvernig við
viljum beita okkur í friðargæslumál-
um eða friðaruppbyggingu hvers
konar“, segir Þórunn. Íslendingar
hafi hvorki þjálfun, burði né þekk-
ingu til að sinna friðargæslustörfum
sem krefjast vopnaburðar. Það geri
hins vegar velflest þeirra verkefna
sem Íslendingar hafi kosið að taka
þátt í og þetta komi til vegna þess að
unnið sé með NATÓ. „Verkefnin
hafa valið okkur en við ekki þau,“
segir Þórunn. Hún segir Samfylk-
inguna margoft hafa bent á að til
séu alls kyns önnur nærtækari verk-
efni sem flokkist til uppbyggingar
og friðaruppbyggingar að loknum
stríðsátökum. Um sé að ræða verk-
efni í stjórn-, veitu- og upplýsinga-
kerfum og í menntun, heilsugæslu
og öðru slíku. „Þar höfum við
reynslu og þekkingu og getum beitt
okkur mjög vel,“ segir Þórunn.
573 milljónir renna til Íslensku
friðargæslunnar á árinu
Þórunn bendir á að háar fjárhæð-
ir renni til Íslensku friðargæslunn-
ar. Á fjárlögum þessa árs nemi þær
573 milljónum króna og þetta sé
verulegur hluti þess sem stjórnvöld
reikni til þróunarsamvinnu. Nefna
megi að samkvæmt fjárlögum ársins
renni 660 milljónir króna til þróun-
armála og alþjóðlegrar hjálparstarf-
semi.
„Síðan þegar eitthvað gerist, en
auðvitað getur alltaf eitthvað komið
fyrir í hættulegum verkefnum, er
eins og menn vakni upp við vondan
draum og það rennur upp fyrir ráða-
mönnum og öðrum að þetta geta
verið mjög hættuleg verkefni. Það
er auðvitað ábyrgðarhluti að senda
fólk í slík verkefni og það hefur
komið í ljós að þegar menn lenda í
hættu eru menn hér heima ekki eins
tilbúnir til þess að styðja við þessi
verkefni og þeir væru ella,“ segir
Þórunn.
Um norrænu friðargæslusveitirn-
ar á Sri Lanka segir Þórunn að
verkefnið þar hafi gengið mjög vel,
en hins vegar hafi aðstæður breyst
mjög mikið. Það sé þó nokkuð sem
menn verði að búa sig undir að geti
gerst. „Ég er ekki endilega viss um
að það séu rétt viðbrögð að segja að
nú verðum við að hætta þessu því
þetta sé orðið of hættulegt. En það
verður hins vegar að fara mjög vel í
gegnum það hvað við getum gert
þarna eða hvort ástandið í landinu
kalli á það að það þurfi að kalla fólk
heim og það á þá væntanlega við um
alla friðargæsluliða sem eru þar.“
Segir enga greiningu hafa verið gerða á hvar Íslendingar geti gert mest gagn í friðargæslu
Verkefnaval mótast af kröfum annarra
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
VALGERÐUR Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra mun eiga fund með
Jonas Gahr Störe, utanrík-
isráðherra Noregs, í dag, þar sem
ástandið á Sri Lanka verður meðal
umræðuefna, en rætt hefur verið
um þörfina á að fjölga íslenskum og
norskum friðargæsluliðum eftir að
hin Norðurlöndin drógu sig út úr
friðargæslu í landinu. Að sögn Sig-
fúsar Inga Sigfússonar, aðstoð-
armanns Valgerðar, verða málefni
friðargæslunnar rædd á fundinum,
en þar verður ekki tekin ákvörðun
um hvort íslenskum friðargæslulið-
um verði fjölgað. Hann segir að
ákvörðun um það verði þó líklega
tekin í þessari viku.
Ekki tekin ákvörðun um friðargæslu