Morgunblaðið - 14.08.2006, Page 8
8 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skráðum einkahluta-félögum hefurfjölgað mjög hér á
landi á undanförnum ár-
um, eins og fram kom sl.
miðvikudag í fréttaskýr-
ingu Morgunblaðsins um
skattamál. Lög um einka-
hlutafélög tóku fyrst gildi
árið 1994 en árið 2004 fór
fjöldi félaganna í fyrsta
sinn yfir 20 þúsund. Í dag
er 25.631 einkahlutafélag
skráð hjá ríkisskattstjóra,
en stærstur hluti þessara
einkahlutafélaga er stofn-
aður utan um rekstur ein-
yrkja. En hver eru áhrif fjölgunar
einkahlutafélaga á tekjur ríkisins
og á tekjur einstakra sveitarfé-
laga?
Að sögn Indriða H. Þorláksson-
ar ríkisskattstjóra hefur ekki ver-
ið gerð úttekt á því hver áhrif laga
um einkahlutafélög og fjölgun
þeirra hafa haft á tekjur ríkisins.
„Í sjálfu sér má reikna með því að
með fjölgun félaganna hafi tekjur
ríkisins af hlutafélögum aukist, en
á móti kemur að rekstur í öðru
formi, þ.e.a.s einstaklingsrekstur,
hann hefur dregist saman,“ segir
Indriði. Heildaráhrif þessa hafi
ekki verið metin. Fram kemur í
tölum á vef ríkisskattstjóra að
fjöldi starfandi einstaklinga, sem
reikna sér endurgjald [laun] hefur
minnkað með árunum. Í tölum um
rekstrarhagnað einstaklinga, sem
þeir telja til tekna af atvinnu-
rekstri fyrir utan hið reiknaða
endurgjald, er einnig um minnkun
að ræða, bæði í krónum talið sem
og hlutfallslega. Árið 1993 nam
reiknað endurgjald einstaklinga
rúmum 12,6 milljörðum króna, en
2004 var það 11,6 milljarðar
króna. Séu tölur um hreinar
tekjur af atvinnurekstri skoðaðar
komi hið sama í ljós. Árið 1993
námu þær 5,5 milljörðum króna,
en voru 4,1 milljarður króna árið
2004. Indriði segir þessar tölur
sýna að á tímabilinu 1993–2004
hafi tekjur af atvinnurekstri sem
koma til skattlagningar hjá ein-
staklingum minnkað verulega.
„Þetta er fyrst og fremst afleiðing
af því að þessir aðilar, sem áður
störfuðu sem sjálfstætt starfandi
einstaklingar, hafa fært sinn
rekstur yfir í hlutafélög. Þá kem-
ur skattlagningin fram hjá félög-
unum og er partur af skýringunni
á því að tekjur af félögum hafa
aukist. Að hluta til er það bara til-
færsla á milli. Hvort tekjur hjá
einstaklingum hafi minnkað meira
eða minna heldur en aukningin
hjá félögunum, það hefur ekki
verið kannað,“ segir Indriði.
Skatttekjur m.a. aukist
vegna einkavæðingar banka
Skatttekjur ríkisins af rekstr-
arhagnaði hlutafélaga hafa aukist
á undanförnum árum en þær fóru
úr 4 milljörðum króna árið 1991 í
13,6 milljarða árið 2004, að sögn
Indriða, en skatthlutfallið lækkaði
úr 30% í 18% árið 2002. Indriði
segir erfitt að útskýra með ein-
földum hætti hvers vegna skatt-
tekjur af rekstrarhagnaði hluta-
félaga hafi hækkað. Hluti
skýringarinnar sé þó sá að félög-
unum hafi fjölgað mjög mikið,
meðal annars vegna þess að ein-
staklingsrekstur hafi færst yfir í
þau. „Annað er að á þessum árum
eru að koma inn í skattgreiðslur
stóru félögin, þ.e.a.s fjármála-
stofnanir. Meðan bankarnir voru
reknir sem ríkisbankar og störf-
uðu með allt öðrum hætti voru
þeir nánast engir skattgreiðend-
ur,“ segir Indriði.
Ríkissjóður geri ráðstafanir
Fram kom í fréttaskýringu
Morgunblaðsins á miðvikudag að
þegar einstaklingar eru eingöngu
með fjármagnstekjur, eða reikna
sér lágmarkslaun í gegnum einka-
hlutafélagið sitt og taka afganginn
sem fjármagnstekjur, verði sveit-
arfélögin af tekjum vegna útsvars
sem þau hefðu fengið ef þessir
einstaklingar hefðu eingöngu
launatekjur. Var haft eftir Gunn-
laugi A. Júlíussyni, sviðsstjóra
hag- og upplýsingasviðs Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, að
sennilega verði sveitarfélögin í
landinu af um 800–1.000 milljón-
um á ári vegna þessa.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, segir bæjar-
félagið ætla að skoða þessi mál
næstu daga, meðal annars vegna
þeirrar umræðu sem átt hafi sér
stað. „[Við] höfum að sjálfsögðu
þungar áhyggjur af þessu eins og
önnur sveitarfélög,“ segir Elliði,
sem telur líklegt að Vestmanna-
eyjabær hafi orðið fyrir umtals-
verðum tekjumissi vegna útsvar-
smissis. Talsvert sé um
einkahlutafélög í kringum útgerð-
ir og í iðnaði í Vestmannaeyjum.
Hann kveðst telja „mjög mikil-
vægt að ríkissjóður grípi til ráð-
stafana til að vega upp á móti
þessum tekjumissi sveitarfélag-
anna“ komi það í ljós að sveitar-
félögin séu að verða af tekjum
vegna þessa fyrirkomulags. „Þá
er það alveg ljóst að það þarf að
vega upp á móti tekjumissi sveit-
arfélaganna, hvort sem það er
með breytingu á skiptingu útsvars
og skatts eða með öðrum leiðum.
En hins vegar er það rétt sem
komið hefur fram að þetta eru við-
kvæmar breytingar ef gera á og
betra að stíga varlega niður.“
Fréttaskýring | Fjölgun einkahlutafélaga og
tekjur ríkis og sveitarfélaga
Heildaráhrif
ekki metin
Skatttekjur af rekstrarhagnaði hlutafélaga
aukast þótt skatthlutfall hafi lækkað
Frá Vestmannaeyjum.
Skoðað hvort sveitarfélög
fái hluta virðisaukaskatts
Halldór Halldórsson, bæj-
arstjóri Ísafjarðar, segir bæinn
telja sig hafa orðið af útsvar-
stekjum vegna fjölgunar ein-
staklinga sem eru aðeins með
fjármagnstekjur eða reikna sér
lágmarkslaun í gegnum einka-
hlutafélag sitt og taka afganginn
sem fjármagnstekjur. Skoða
þurfi hvort sveitarfélögin í land-
inu eigi ekki að fá hlutdeild í
virðisaukaskatti eða fjármagns-
tekjuskatti. Nauðsynlegt sé að
víkka tekjustofn sveitarfélag-
anna.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
EVRÓPUMEISTARAMÓTINU í mýrarbolta á Ísafirði
2006 er lokið en það fór fram í Tungudal um helgina.
Mótið fór fram í blíðskaparveðri og heppnaðist vel og
voru keppendur ánægðir með daginn, segir á heima-
síðu Mýrarboltafélags Íslands, myrarbolti.com. Alls
tóku 26 lið þátt í því, sautján karlalið og níu kvenna-
lið. Samtals voru 242 keppendur í þessum liðum. Á
heimasíðu félagsins kemur fram að mýrarknatt-
spyrna eigi rætur sínar að rekja til sumaræfinga
finnskra gönguskíðakappa sem vildu fá fjölbreytni í
æfingarnar yfir sumartímann. Í skóglendi N-
Finnlands er að finna talsvert mýrlendi sem myndast
á auðum blettum í skóginum, eftir að tré hafa verið
höggvin. Á einu slíku svæði var byrjað að spila knatt-
spyrnu á litlum velli. Í upphafi var þetta eingöngu til
skemmtunar en þróaðist fljótlega yfir í keppni þar
sem lítil mót voru haldin á svæðinu. Fyrir fjórum ár-
um var byrjað að skipuleggja stærra mót í kringum
þessa furðulegu íþróttagrein og í stuttu máli er þetta
í dag orðið einn stærsti viðburðurinn í N-Finnlandi
yfir sumartímann. Alls 270 lið taka þátt í „heims-
meistaramótinu“ árlega.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Barist um boltann í mýrinni
UM 40 þúsund manns komu saman
á Dalvík um helgina, á Fiskideg-
inum mikla sem þar var haldinn í
sjötta sinn. Aldrei áður hafa svo
margir sótt Dalvíkinga heim á
Fiskidegi. Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, var heið-
ursgestur dagsins að þessu sinni.
Hann lauk miklu lofsorði á Dalvík-
inga í ávarpi sínu, gestrisni þeirra
væri einstök, en fjölmargir bæj-
arbúar opnuðu heimili sín og buðu
gestum upp á fiskisúpu á föstu-
dagskvöld. Það hefði verið þeim
hjónum ógleymanlegt, að fá tæki-
færi til að líta inn á heimili og
njóta gestrisni heimamanna. Svo
hefði tekið við heilmikil fiskiveisla,
tugir tonna af fiski voru á boð-
stólum fyrir gesti og þetta bæri
vott um mikinn stórhug heima-
manna. Fiskidagurinn væri óður til
hafsins, hann líkti hátíðinni við það
að sjómannadegi og 17. júní hefði
verið steypt saman í eina stórhátíð,
þjóðinni allri hefði verið boðið til
matarveislu. Fiskidagurinn væri
eins konar kraftaverk.
Bökuðu saltfiskvöfflur
Alls var boðið upp á 14 fiskrétti,
m.a. rétti sem hvergi fyrirfinnast
annars staðar í heiminum, en sem
dæmi má taka að opnað var heil-
mikið saltfiskvöffluhús á hafn-
arbakkanum og stóðu margir sjálf-
boðaliðar vaktina. Bökuðu
saltfiskvöfflur ofan í þakkláta gesti,
sem flestir kunnu vel að meta
þessa nýjung. Þá var slegið Ís-
landsmet, en framleidd var asísk
fiskisúpa á staðnum í stærsta potti
landsins. Skemmtidagskrá var í
gangi allan daginn á tveimur svið-
um og tróðu fjölmargir skemmti-
kraftar upp við mikinn fögnuð
gesta. Um 300 sjálfboðaliðar voru
að störfum á Fiskideginum, enda
veitti ekki af að þjónusta allan
þann fjölda gesta sem sótti bæinn
heim. Hvarvetna þar sem auðan
blett var að finna hafði fólk komið
sér fyrir, lagt húsbílum á bílaplön
og tjaldbúðum komið upp á túni
kringum Dalvíkurkirkju, þegar
tjaldstæði bæjarins var orðið yf-
irfullt.
Aldrei fjölmennara á
Fiskideginum mikla
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, eiginkona
hans, voru meðal þeirra sem sóttu Fiskidaginn mikla á Dalvík.
Fjölmargir gestir hátíðarinnar skemmtu sér konunglega á Dalvík.