Morgunblaðið - 14.08.2006, Page 9

Morgunblaðið - 14.08.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 9 FRÉTTIR Mánudagur 14. ágúst Eðalbuff m/sætri kartöflu Þriðjudagur 15. ágúst Aloo-Saag spínatpottur Miðvikudagur 16. ágúst Fyllt paprika m/brokkólísalati Fimmtudagur 17. ágúst Ítalskur pottur m/pastasalati Föstudagur 18. ágúst Próteinbollur m/cashewhnetusósu Helgin 19.-20. ágúst Karrý korma m/nanbrauði SEXTÁNDA Pæjumótið í Siglufirði fór fram um helgina. Þar mættu tæplega 1.300 stelpur á aldrinum 5– 13 ára og léku fótbolta, alls 550 leiki. Liðin sem voru um 130 talsins komu víðsvegar að af landinu og einnig voru blönduð lið frá tveimur stöðum sem hvorugur náði í full- skipað lið. Það er mikil barátta á mótum sem þessu og mikil stemn- ing á hliðarlínunni þar sem for- eldrar og forráðamenn liðanna hvetja sína menn og gefa óspart skipanir inn á völlinn til leikmanna. Mótið hófst á föstudegi í leið- indaveðri en á laugardag og sunnu- dag hélst þurrt og var bærilegt veð- ur. Vellirnir voru því blautir og þungir eftir mikla vætu und- anfarnar vikur. Aðalatriðið að hafa gaman af þessu Sigursælasta liðið á mótinu var Stjarnan í Garðabæ. Þær hömpuðu alls fimm gullverðlaunum í mótslok og auk þess tvennum silfur- og tvennum bronsverðlaunum. ÍR náði tvennum gullverðlaunum og einum silfurverðlaunum og KS á Siglufirði og Fjölnir náðu einum gull- verðlaunum hvort félag. Auk þess hlaut KS ein silfurverðlaun. Þrjú efstu lið í hverjum flokki fengu bik- ar í verðlaun og allir keppendur fengu verðlaunapening. Einnig fékk prúðasta liðið í hverjum flokki við- urkenningu. En í þessu móti gildir það sem einn þjálfarinn sagði í leikslok þegar hann huggaði einn leikmanninn. „Þið stóðuð ykkur frá- bærlega. Það geta ekki allir unnið enda er aðalatriðið að hafa gaman af þessu. Á næsta ári verðið þið enn betri og þá tökum við bikarinn.“ 1.300 stelpur tóku þátt í Pæjumóti í Siglufirði Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Stelpurnar í Þrótti Neskaupstað voru prúðasta liðið í 7. flokki. FLUGFÉLAG Íslands hefur tekið í notkun tvær 37 sæta DASH 8-flugvélar sem sinna munu ýmsum verkefnum fyrir félagið. Nemur heildarfjárfesting í tengslum við kaup á vélunum um 10 milljónum Bandaríkja- dala og er því um verulega stórt skref að ræða fyrir Flugfélag Íslands. Eru kaupin stærsta fjárfesting félagsins frá því það var stofnað árið 1997, að sögn Árna Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra félagsins. Segir í tilkynningu frá félaginu að grunn- urinn að fjárfestingunni liggi í góðum rekstri félagsins á undanförnum árum og þeim samn- ingum sem gerðir hafa verið um notkun nýju vélanna. Hefur félagið samið við grænlensku heima- stjórnina um flug til austurstrandar Græn- lands til næstu 5 ára auk þess sem félagið hefur flogið til vesturstrandar Grænlands á vegum Arctic Travel Group. Flugrekstur í miklum blóma „Þessi fjárfesting sýnir að innanlandsflug og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli er í miklum blóma. Ef til vill ólíkt því sem margir halda,“ segir Árni. „Við erum að leggja út í þessar fjárfestingar með tilliti til þess að vel sé búið að rekstri félagsins til frambúðar.“ Í tilkynningunni segir að farþegafjöldi Flugfélags Íslands í innanlandsflugi hafi vax- ið um rúmlega 30%. Fjöldi farþega á flugleið- inni milli Reykjavíkur og Egilsstaða hafi tvö- faldast og fjöldi farþega milli Reykjavíkur og Akureyrar annarsvegar og Reykjavíkur og Ísafjarðar hinsvegar vaxið á þessu tímabili um hátt á annan tug prósenta. Flugvélarnar koma til viðbótar þeim vélum sem fyrir eru í flota félagsins sem eru af gerðinni Fokker og Twin Otter. „Framleiðslu á Fokker-vélunum hefur verið hætt og við gerum því ráð fyrir því að DASH- vélarnar muni taka við þeirra hlutverki þegar endurnýjunar verður þörf,“ segir Árni, en auk 37 sæta véla er hægt að fá vélar með 50 sæt- um og 78 sætum af gerðinni DASH. Segir í tilkynningu frá flugfélaginu að DASH 8-vélarnar hafi ýmsa eiginleika sem ekki hafa verið í boði á íslenskum flugmark- aði. Þær þurfi stutta flugbraut, þoli meiri krossvind en sambærilegar vélar auk þess að taka meiri frakt. Flugfélag Íslands festir kaup á tveimur nýjum flugvélum ELÍN Arnar hefur verið ráðin ritstjóri tímaritsins Vikunnar. Elín er kvik- myndagerðarmaður að mennt og hefur unnið fjöl- miðlatengd störf um nokk- urt skeið, auk þess sem hún hefur skrifað tvær barna- bækur. Elín tekur við af Kristjáni Þorvaldssyni, sem hefur ritstýrt Vikunni síðan í júlí, en hann mun snúa sér að öðr- um verkefnum hjá tímaritaútgáfu Fróða. Elín segist munu halda því sem nú sé þegar til staðar í blaðinu auk þess sem til standi að bæta við fréttum af konum og endur- spegla það sem er að gerast í þjóðfélaginu frá kvenlegu hliðinni. „Það er von mín að okkur takist að hleypa rödd- um að sem hingað til hafa ekki átt greiðan aðgang að fjölmiðlum“ er haft eftir Elínu í til- kynningu vegna ráðningarinnar. Nýr ritstjóri Vikunnar Elín Arnar HRINGFERÐ ungu hjólreiðakapp- anna þriggja sem hjóluðu kringum Ísland til að kynna starfsemi Spes- samtakanna lauk í gær þegar Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri tók á móti þeim á Ingólfs- torgi. Ásamt því að kynna starfsemi Spes-samtakanna söfnuðu piltarnir framlögum og áheitum fyrir sam- tökin. Af því tilefni mun borgarstjórinn líka tilkynna um rausnarlega gjöf til samtakanna, en allt fé sem Spes aflar rennur til byggingar barna- þorps fyrir foreldralaus börn í Tógó í Vestur-Afríku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spes-ferð í kring- um landið lokið EVRÓPUMÓTIÐ í brids hófst í Varsjá í Póllandi á sunnudag. Ís- lenska landsliðið í opna flokknum tapaði fyrir Búlgaríu, 9:21, í fyrstu umferð en vann Írland, 18:12, í annarri umferð en alls eru spilaðir 34 leikir á mótinu Eftir tvær umferðir eru Íslend- ingar um miðjan hóp með 27 stig en Ítalir eru efstir með 45 stig. Í dag spilar íslenska liðið við Tyrki, Portúgala og Rússa. Keppni í kvennaflokki hefst á fimmtudag. Evrópumótið í brids í Póllandi Tap og sigur fyrsta daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.