Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræðan – daglegt málþing þjóðarinnar á morgun UMFERÐARÓHAPP varð í Hval- fjarðargöngunum á sjötta tím- anum seinni partinn í gær er fólksbifreið var ekið utan í gang- avegg. Lögregla segir að óveru- legar tafir hafi orðið á umferð sökum þess að óhappið átti sér stað þar sem þrjár akreinar eru í göngunum. Því hafi verið hægt að beina umferð í suðurátt inn á vest- ari akreinina sem ætluð er umferð í norður. Minniháttar meiðsl urðu á fólki í slysinu. Ók utan í ganga- vegg í Hvalfirði F yrir rúmlega ári skráði tveggja barna móðir úr Hafnarfirði, Rebekka Guðleifsdóttir, sig sem notanda á ljósmyndav- efnum flickr.com í þeim tilgangi að hýsa þar portrettmyndir sem hún hafði verið að dunda sér við og vildi fá viðbrögð fólks við. Ljósmyndir not- enda vefjarins vöktu smám saman at- hygli hennar og hún fór að leika sér með ofureinfalda stafræna myndavél í kjölfarið. Þegar hún fór að birta af- raksturinn létu viðbrögðin ekki á sér standa og sífellt jókst fjöldi þeirra sem skoðuðu síðu Rebekku. „Í kjölfarið af því fékk ég mér almennilega mynda- vél og hellti mér í þetta. Ég varð gjör- samlega heltekin af þessu,“ segir Re- bekka. Síðan þá hefur gestum síðunnar fjölgað gríðarlega og nú er svo komið að á annan tug þúsunda gesta lítur á síðuna á hverjum degi til þess eins að líta myndir Rebekku.S- íðan er sú vinsælasta innan flickr.- com-samfélagsins og talið að 1,6 millj- ónir manna hafi lagt leið sína þangað á rúmu ári. Rebekka hefur einnig feng- ið viðbrögð við listsköpun sinni utan netsamfélagsins og í sunnudagsblaði breska dagblaðsins The Guardian, Observer, auk þess sem Wall Street Journal setti hana á lista yfir helstu áhrifavalda innan samfélags nýrra miðla eða „New Media Power List“ eins og blaðið kallaði listann. Á þeim lista mátti meðal annars finna fyr- irsætuna Christine Dolce, sem rekur eina vinsælustu myspace-síðuna. Áttaði sig ekki á möguleikum ljósmyndunar sem listmiðils „Ég ákvað að verða einhvers konar listamaður á unga aldri og hef verið að teikna síðan ég man eftir mér,“ segir Rebekka. Hún hafði hins vegar aldrei íhugað þann möguleika að verða ljós- myndari, enda ekki litið á ljósmyndun sem listmiðil út af fyrir sig fyrr en hún kynntist henni af eigin raun. „Ég nálgast ljósmyndun á annan hátt en blaðaljósmyndari svo dæmi sé tekið. Fyrst bý ég til myndina í huganum og svo vinn ég með hana eins og málverk. Ég skoða litasamsetningarnar í þaula og virkilega leik mér að þeim áður en ég lít á þær sem kláraðar,“ segir Re- bekka. En það er ekki nóg að hafa list- rænt innsæi, tæknikunnáttan verður einnig að vera fyrir hendi þegar ljós- myndir eru teknar og unnið er með þær áfram í tölvu. Rebekka segist hafa lagt mikla áherslu á að læra allt sem viðkemur tæknilegu hliðinni og að undanförnu hafi hún smátt og smátt uppgötvað hina miklu mögu- leika sem ljósmyndun býður upp á og hún hafði ekki minnstu hugmynd um að væru framkvæmanlegir fyrir rúmu ári. „Sem dæmi má nefna næt- urmyndatökurnar mínar sem fólki virðist líka mjög vel við. Ég rakst á mann sem var að taka myndir í kol- niðamyrkri og spurði hann út í tæknina. Í kjölfarið lagði ég mig fram við að læra þetta og með því að hafa ljósop vélarinnar opið í lengri tíma að nóttu til fá myndirnar draumkenndan blæ,“ segir Rebekka. Mikið lagt á sig til að skapa hrífandi stemmningu Listsköpunin á hug Rebekku allan og hún leggur margt á sig til þess að gleðja aðdáendur sína og standa undir orðstínum. „Ég hef margoft legið and- vaka í sumarbirtunni og verið með hugmynd í hausnum sem ég hef ekki getað losnað við. Þetta endar með því að ég tek með mér föt til skiptanna, myndavélina mína, ljósastandinn og þrífótinn og dríf mig af stað,“ segir hún og heldur áfram „svo er ég að ves- enast í tvo til þrjá tíma við að stilla upp flassinu mínu og búa til furðu- legar senur.“ Rebekka hefur verið með krónískt kvef síðustu vikurnar eftir að hafa hoppað berfætt í dögg- votu grasi á köldu sumarkvöldi, til þess eins að skapa réttu stemmn- inguna fyrir eina mynd. En hvað er það sem erlendir gestir heimasíðu Rebekku sjá við myndir hennar? „Ég virðist hafa stíl sem fólk þekkir svo það tengir sjálft sig kannski svolítið við myndirnar mínar, enda nota ég oft sama viðfangsefnið. Ég nota til að mynda sjálfa mig mjög oft sem mótíf myndanna og ég held að fólk hreinlega tengi sig við mig og finnist það sem ég er að taka mér fyrir hendur spennandi,“ segir hún. Að jafnaði setur hún eina mynd inn á vef- inn á hverjum degi og á annan tug þúsunda skoðar hana og mörg hundr- uð manns skilja eftir athugasemdir um myndina og Rebekku er ýmist hrósað í hástert eða dáðst að þokka og útliti hins íslenska áhugaljósmyndara. Rebekka er heldur ekki í nokkrum vafa um að íslenskt landslag og norð- urskautsbirtan hafi aðdráttarafl. „Fólk sér ævintýraheim sem það þekkir ekki í myndunum mínum, sér- staklega þeir sem hafa aldrei komið til Íslands,“ segir hún. „Fólk skilur held- ur ekki hvers konar land þetta er, að ung stúlka geti farið út um hádimma nótt og dundað sér undir berum himni, án þess að eiga það á hættu að verða rænd,“ segir Rebekka. „Þetta er mín köllun“ En hvað skyldi taka við hjá hinni ungu Hafnarfjarðarmær sem hefur skotið sér á stjörnuhimininn á ör- skotsstundu? „Ég er í Listaháskól- anum núna og ætla að einblína á það. Það er gott að vera í námi og geta gert tilraunir í stað þess að einblína á það að fara vinna strax,“ segir Rebekka sem hefur þó fullan hug á að gera ljós- myndun að atvinnu sinni. Rebekka hefur engu að síður tekið nokkur skref í átt að atvinnumennsku. Hún hefur séð um myndatöku fyrir tíma- ritið Lífsstíl auk þess sem hún er nú að vinna verkefni fyrir Toyota á Ís- landi sem hún getur lítið tjáð sig um að svo stöddu. „Svo er heilmikil eft- irspurn á síðunni eftir útprentunum af myndunum mínum þar sem þær eru ekki í sérstaklega miklum gæðum á síðunni. Ég hef hug á að koma upp einhvers konar netverslun þar sem fólk gæti pantað myndir sem ég mundi prenta og senda út,“ segir Re- bekka. „Annars gerist þetta allt svo hratt. Ég hef ekkert verið að rembast við að fá vinnu út á þetta, ég er bara að læra og koma mér á framfæri. Þetta er mín köllun, það er ekki nokk- ur spurning,“ segir hinn upprennandi ljósmyndari sem er gangandi sönnun töfra netsins sem samskiptaforms. Rebekka Guðleifsdóttir þykir hafa sérstæðan stíl og hefur getið sér gott orð fyrir ljósmyndir sínar Gleður augu tug- þúsunda gesta á degi hverjum Ljósmyndir/Rebekka Guðleifsdóttir Þessa mynd tók Rebekka af sonum sínum, þeim Hauki og Bjarka. Rebekka beið tímunum saman til að ná að mynda einlægan hlátur hestanna. Sjálfsmynd listamannsins. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is NETIÐ hefur valdið gríðarlegri byltingu á sviði miðlunarmenn- ingar og gert fjölda fólks kleift að koma list sinni á framfæri sem hefði án atbeina netsins safnað ryki í geymslum fólks. Einn þeirra vefja sem listamenn nota til að kynna efni sitt fyrir öðrum listamönnum og almenningi er ljósmyndavefurinn flickr.com. Vefurinn er uppbyggður eins og hinn feikivinsæli myspace-vefur og þar getur fólk sem hefur áhuga á ljósmyndum skoðað myndir hvert annars, skilið eftir skilaboð um hverja mynd og þar með vakið athygli á sjálfu sér og sinni nálgun á ljósmyndalistina. Þannig leiðir eitt af öðru og til verður stórt netsamfélag þar sem hver og einn ljósmyndari á sér sína félaga sem sækja vefinn heim á degi hverjum og skilja eft- ir skilaboð. Netsamfélag ljósmyndara SLAGSMÁL brutust út á skemmti- stað við Vegamótastíg á sjötta tímanum aðfaranótt sunnudagsog var einn af gestum staðarins sleg- inn og snúinn niður með þeim af- leiðingum að nokkrar framtanna hans losnuðu. Sá slasaði var flutt- ur á slysadeild LSH til skoðunar og aðhlynningar. Ofbeldismað- urinn flúði af vettvangi og hefur ekkert spurst til hans að sögn lög- reglu. Ekki er vitað hvort menn- irnir þekktust áður. Tennur slegnar úr manni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.