Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 12
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Sekt Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline mun greiða um 5 milljarða ís-
lenskra króna vegna ásakana um of háa verðlagningu á lyfjum.
BRESKA lyfjafyrirtækið Glax-
oSmithKline hefur fallist á að
greiða 70 milljónir bandaríkja-
dollara, um 5 milljarða íslenskra
króna, í dómsátt í Bandaríkjun-
um vegna ásakana um of háa
verðlagningu á lyfjum fyrirtæk-
isins. Einstaklingar, trygginga-
félög og sex ríki höfðu sett fram
ásakanir á hendur fyrirtækinu.
Frá þessu er greint í frétt á
fréttavef BBC-fréttastofunnar.
Í september á síðasta ári
greiddi GlaxoSmithKline 150
milljónir dollara, eða tæplega 11
milljarða króna, til bandarísku
alríkisstjórnarinnar vegna verð-
lagningar á lyfjum sem heilbrigð-
isstofnanir höfðu keypt af fyr-
irtækinu.
Í frétt BBC segir að þótt Glax-
oSmithKline hafi samþykkt að
greiða umræddar greiðslur til að
ljúka þeim málum sem höfðuð
hafi verið gegn fyrirtækinu, þá
felist ekki í því viðurkenning á
cut-ríkis, Richard Blumenthel, að
þessi málalok séu sigur fyrir þá
sem hafi höfðað mál á hendur
fyrirtækinu.
því að það hafi gert eitthvað
rangt. Aðalatriðið sé að ljúka
þessum málum. Hins vegar er
haft eftir saksóknara Connecti-
Greiða bætur vegna of hárr-
ar verðlagningar á lyfjum
andi gengi norsku krónunnar hefðu
haft áhrif á afkomuna. Christian
Rynning-Tønnesen, forstjóri
Norske Skog, sagði í morgun að
fækkað yrði í hópi yfirmanna hjá
félaginu en einnig verði starfsfólki
fækkað í verksmiðjum. Ekki kom
fram hvar uppsagnirnar yrðu mest-
ar, en fyrirtækið sagði að dregið
yrði úr framleiðslu í Suður-Kóreu
þar sem eftirspurn eftir dagblaða-
pappír hefði minnkað um 20% á
undanförnum fjórum árum.
NORSKI dagblaðapappírsframleið-
andinn Norske Skogindustrier ASA
tilkynnti fyrir helgi að tap á öðrum
ársfjórðungi hefði numið 180 millj-
ónum norskra króna og 20-faldast
frá sama tímabili í fyrra. Gripið
yrði til víðtækrar endurskipulagn-
ingar á rekstrinum og fækkað yrði
um 1.000 störf hjá fyrirtækinu en
alls vinna 9.400 manns hjá fyrir-
tækinu.
Fyrirtækið sagði að kostnaðar-
söm endurnýjun tækja og hækk-
Norske Skog segir upp
þúsund starfsmönnum
Morgunblaðið/Jim Smart
Uppsagnir Vegna taps mun norski pappírsframleiðandinn Norske Skov
segja upp um 1.000 starfsmönnum, en nú starfa um 9.400 hjá fyrirtækinu.
12 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● JAPANSKI bílaframleiðandinn
Honda stendur í ströngu þessa dag-
ana þar sem verið er að setja á
laggirnar
rekstrarein-
ingu í Banda-
ríkjunum,
Honda Airc-
raft Company,
sem ætlað er
að hafa um-
sjón með fram-
leiðslu fyrstu Honda-þotunnar en
áætlað er að hún muni taka á loft
árið 2010, að því er segir í frétt á
fréttavef BBC. Þotan mun vera sjö
sæta en einingin er undir stjórn
verkfræðingsins Michimasa Fujino,
sem hefur haft smíði Honda-
þotunnar á sínum snærum síðustu
20 árin.
Honda er eitt af mörgum fyr-
irtækjum sem telja einkaþotumark-
aðinn álitlegan þessi misserin, þar
sem breyting hefur orðið á ferða-
máta forstjóra fyrirtækja í Banda-
ríkjunum, sem notast nú í auknum
mæli við einkaþotur í starfi sínu vítt
og breitt um landið.
Forsvarsmenn Honda segja að
þotan verði rúmbetri, hraðskreiðari
og sparneytnari en hefðbundnar
einkaþotur. Hafist verður handa við
að taka á móti pöntunum í október
næstkomandi þegar verð þotunnar
verður gefið upp, að því er segir í
frétt BBC.
Fyrsta Honda-þotan
tekur á loft árið 2010
● Búist er við því að Baugur Group
leggi á næstu dögum fram form-
legt yfirtökutilboð í House of Fra-
ser að því er kemur fram í frétt
The Daily Telegraph. Samkvæmt
heimildum breska blaðsins mun
tilboðið hljóða upp á 148 pens á
hlut, eða 350 milljónir punda (um
47 milljarða íslenskra króna) sam-
tals. Áreiðanleikakannanir hafa
verið í gangi frá því í vor og er bú-
ist við því að tilboð Baugs verði
lagt fram í síðari hluta þessarar
viku.
Samstarfsaðilar Baugs í yfirtök-
unni eru HBOS bankinn, FL Group
og Kevin Stanford, annar stofn-
enda Karen Millen keðjunnar.
Verði tilboðið samþykkt mun Don
McCarthy verða stjórnarformaður
House of Fraser, en hann seldi
verslanakeðjuna Rubicon til Mosa-
ic Fashions í síðasta mánuði.
Styttist í yfirtöku-
tilboð Baugs á HoF
● DAGBLAÐASTRÍÐIÐ í Danmörku
mun vara nokkur ár og verður
danskur dagblaðamarkaður aldrei
samur að því loknu, að því er segir
í frétt Berlingske Tidende. Segir
þar að morgunblöðin muni lifa af
átökin, en framtíð eftirmiðdagsblað-
anna sé ekki eins örugg. Sérfræð-
ingar segja að úrslitin muni ráðast
á auglýsingamarkaðnum, og að
stóru dönsku blöðin, eins og Berl-
ingske og Politiken, sem nú stefna
á útgáfu fríblaða, hyggist nýta sam-
legðaráhrif slíkrar útgáfu við sölu
auglýsinga.
Áralöng barátta
danskra dagblaða
fram undan
HANDBÆRT fé frá rekstri ríkis-
sjóðs eftir fyrri árshelming 2006
jókst um 29,7 milljarða króna, sem
er sextán milljörðum hagstæðari út-
koma en á sama tíma í fyrra. Þá er
útkoman 35 milljörðum hagstæðari
en gert var ráð fyrir í áætlun.
Tekjur reyndust um 17 milljörð-
um hærri en í fyrra meðan gjöldin
hækkuðu um 1,3 milljarða. Hreinn
lánsfjárjöfnuður er jákvæður um
27,5 milljarða króna sem er 1,6 millj-
örðum betra en á sama tíma í fyrra.
Kemur þetta fram í Vefriti fjármála-
ráðuneytisins.
Innheimtar tekjur ríkissjóðs
námu 183 milljörðum króna á fyrri
helmingi þessa árs. Það er rúmum 17
milljörðum meira en á sama tíma í
fyrra, eða 10,4% aukning. Ef tekið er
tillit til tilfærslu milli mánaða vegna
tekjuskatts lögaðila nemur aukning-
in 8,5%. Skatttekjur og trygginga-
gjöld jukust um rúm 14% að nafn-
virði. Á sama tíma hækkaði almennt
verðlag um 5,7% og raunaukning
skatttekna og tryggingargjalda var
því 8%.
Fjármagnstekjuskattur
eykst um 43%
Skattar á tekjur og hagnað námu
65 milljörðum króna og jukust um 16
milljarða frá síðasta ári, eða 33%.
Þar af jókst tekjuskattur einstak-
linga um 12% og lögaðila um 98% og
fjármagnstekjuskattur um 43%.
Innheimt tryggingagjöld jukust um
15% milli ára, eða 6,2% umfram
hækkun launavísitölu á sama tíma.
Innheimta eignarskatta nam 5,5
milljörðum króna sem er 27% minna
en á sama tímabili í fyrra.
Innheimta almennra veltuskatta
gefur nokkuð góða mynd af þróun
innlendrar eftirspurnar. Hún nam 82
milljörðum króna á fyrri helmingi
ársins og jókst um 10% að nafnvirði
frá fyrra ári eða 4% umfram hækkun
vísitölu neysluverðs. Tekjur af virð-
isaukaskatti hafa aukist um rúm 7%
sem jafngildir tæplega 2% raun-
aukningu.
Lántökur nema 16,2 milljörðum
Af helstu einstökum liðum veltu-
tengdra skatta er enn mest aukning í
vörugjöldum af ökutækjum en þau
skiluðu 15% meiri tekjum en á sama
tíma í fyrra. Nýskráningar bifreiða á
fyrri helmingi ársins voru 4,4% fleiri
en á sama tíma 2005.
Greidd gjöld nema 153,2 milljörð-
um króna og hækka um 1,3 milljarða
milli ára, eða 0,8%. Mest munar um
2,5 milljarða hækkun heilbrigðis-
mála og 1,9 milljarða í almanna-
trygginga- og velferðarmálum. Þá
hækka greiðslur til menntamála um
1,6 milljarða. Samtals vega þessir
þrír málaflokkar tæplega 2⁄3 af heild-
argjöldum ríkissjóðs fyrir utan vexti.
Greiðslur vegna almennrar opin-
berrar þjónustu hækka um 1,3 millj-
arða og greiðslur til löggæslu hækka
um 1 milljarð milli ára. Greiðslur til
efnahags- og atvinnumála standa í
stað milli ára.
Lántökur ársins nema 16,2 millj-
örðum króna en afborganir lána eru
38,9 milljarðar. Greiðslur vegna al-
mennrar opinberrar þjónustu
hækka um 1,3 milljarða og greiðslur
til löggæslu hækka um 1 milljarð
milli ára. Greiðslur til efnahags- og
atvinnumála standa í stað milli ára.
Afkoma ríkissjóðs mun
betri en búist var við
Hækkun Tekjur ríkissjóðs reyndust um sautján milljörðum króna hærri en
á sama tíma í fyrra, en gjöldin hækkuðu um 1,3 milljarða króna.
Morgunblaðið/Ásdís
● Í frétt Morgunblaðsins á laugardag
var ranglega farið með tölur varðandi
aukningu á eignarhlut Eyris Invest
ehf. í Marel hf. Hið rétta er að eftir
kaupin er eignarhlutur Eyris 33,5%
og var andvirði kaupanna 780 millj-
ónir króna miðað við lokagengi bréfa
Marel.
Leiðrétting
KANADÍSKA frystigeymslufyrirtækið
Atlas Cold Storage hefur ákveðið að
selja eina frystieiningu til að minnka
skuldir og draga úr vaxtagreiðslum, en
eins og áður hefur komið fram hefur
Avion Group gert kauptilboð í félagið að
andvirði 574 milljóna kanadískra dala,
sem samsvarar um 36 milljörðum
króna.
Ekki er víst hvort sala Atlas á eining-
unni muni hafa áhrif á kauptilboð Av-
ion, en í frétt Globe and Mail segir að
einingin sé sú þriðja sem fyrirtækið set-
ur á sölulista á árinu.
Tilboð Avion Group hljóðar upp á sjö
kanadíska dollara á hlut en gengi bréf-
anna var 7,55 dalir á hlut á föstudaginn.
Eru skiptar skoðanir um hvort tilboð
Avion Group sé sanngjarnt, en Magnús
Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion,
hefur sagst tregur til að greiða hærra
verð fyrir fyrirtækið.
Sjóðsfyrirtækið ABC, sem á 3,1 millj-
ón hluta í Atlas Cold Storage telur hins
vegar að kauptilboð Avion Group sé of
lágt og endurspegli ekki virði félagsins.
Atlas Cold
Storage selur
eina einingu