Morgunblaðið - 14.08.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 17
DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Lið-a-mót
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
ÁSkólavörðustíg var nýlegaopnuð fyrsta snyrtistofan áÍslandi sem notar eingöngu
lífrænar snyrtivörur.
„Sérstök hugmyndafræði liggur á
bak við snyrtivörurnar frá Dr.
Hauschka sem við notum og unnið
er út frá heildrænum sjónarmiðum,
við horfum á heildina en ekki húðina
í andlitinu sem afmarkað fyrirbæri,“
segir Inga Stefánsdóttir snyrtifræð-
ingur og annar eiganda snyrti- og
nuddstofunnar Dr. Hauschka „Húð-
in er lifandi vefur í sífelldri end-
urnýjun og viðkvæm fyrir innri og
ytri áhrifum, s.s streitu, mengun og
lifnaðarháttum okkar almennt og
ekki síst þeim efnum sem við setjum
á hana. Við greinum því ekki í
ákveðnar húðgerðir eins og þurra
eða feita húð eins og almennt er
gert, heldur metum ástand húðar
hverju sinni með það að markmiði
að hvetja húðina sjálfa, með hjálp
náttúrulegra efna, að leiðrétta
ástand sitt og komast í jafnvægi. Við
vinnum frá grunni, horfum á rót
vandans en meðhöndlum ekki bara
einkenni. Dr. Hauschka styður eðli-
lega og náttúrulega starfsemi húð-
arinnar og við lítum svo á að heil-
brigð húð sé falleg húð, sama á
hvaða aldri hún er,“ segir Inga og
bætir við að allar vörurnar frá Dr.
Hauschka séu án allra aukaefna, lit-
ar og rotvarnarefna og það séu ein-
göngu notaðar hreinar olíur, mjög
virkar lífrænar jurtir og ilmolíur,
sem gagnast húðinni á einhvern
hátt, í vörurnar.
Húðin vinnur á nóttunni
„Ýmislegt í notkun á vörunum er
frábrugðið því sem við eigum að
venjast t.d. eru ekki notuð næt-
urkrem, húðin á að vera hrein á
nóttunni því þá er hennar tími til að
vinna, hún þarf að hreinsa sig, anda
og endurnýjast eftir að hafa verndað
okkur yfir daginn. Við notum krem
sparlega og teljum að mikið af feit-
um og ríkulegum kremum, til dæmis
á þurra húð, hafi frekar þau áhrif að
letja húðina til að vinna sitt eðlilega
starf og geti gert hana jafnvel enn
þurrari og háðari kremunum. Hjá
Dr. Hauschka er sérstök meðferð til
að hjálpa feitri og óhreinni húð, eng-
in þurrkandi efni eða kornakrem
eru notuð heldur hreinsandi og
græðandi jurtir og olíur í stað
krema. Þegar næg fita er á yfirborði
húðar fær hún þau skilaboð að
draga úr eigin fituframleiðslu og
kemst smám saman í jafnvægi, “
segir Inga en hún rekur snyrtistof-
una á Skólavörðustígnum ásamt
Sigrún Másdóttir. Inga og Sigrún
eru einu tveir snyrtifræðingarnir á
Íslandi sem eru með réttindi til að
nota Dr. Hauschka vörur. Á snyrti-
stofunni er boðið upp á alla almenna
snyrtingu, nudd og svæðanudd með
vörunum, aðalsérstaða stofunnar er
þó andlitsböðin, en hægt er að velja
um tveggja klukkustunda and-
litsbað, 75 mín. og 60 mínútna húð-
hreinsun.
Örvar sogæðakerfið
„Andlitsböðin hjá Dr. Hauschka
eru ólík öðrum andlitsböðum, við
vinnum með manneskjuna sem
heild. Mikilvægt er að skapa gott
andrúmsloft þar sem einblínt er á
meðferðina og einstaklinginn sem
þiggur hana. Oftast næst fram ein-
stök slökun og áhersla er lögð á
mjúkar, léttar og taktfastar hreyf-
ingar, en meðferðin hefst með hit-
andi ilmolíu fótabaði og léttu fót-
anuddi en heitir fætur hafa mikil
áhrif á hvernig manneskjan tekur á
móti andlitsbaðinu."
SNYRTING | Fyrsta snyrtistofan sem er eingöngu með lífrænar snyrtivörur
Eyþór/Morgunblaðið
Inga segir að heitir fætur skipti máli þegar farið er í andlitsbað.
Falleg húð er heilbrigð
Hægt er að fá nánari upplýsingar
hjá Dr. Hauschka snyrti- og nudd-
stofunni í síma 564 5455.
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara
Ýmislegt áhugavert fyrir safnara
Borðstofuhús ögn
Stakir skápar
Fréttir á SMS