Morgunblaðið - 14.08.2006, Side 22

Morgunblaðið - 14.08.2006, Side 22
22 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is H ólaskóli verður sjálf- stæður háskóli verði frumvarp sem Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra ætlar að leggja fram á haustþingi að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að frumvarpið yrði lagt fram, sagði Guðni í ræðu sinni á hátíðarsamkomu í reiðhöllinni á Hólum í gær. „Ég tilkynni ykkur hér, ágætu Hóla- menn, að ríkisstjórnin ákvað […] í þessari viku að leggja fyrir Alþingi frumvarp um að landbúnaðarskólinn hér verði með lögum frá hinu háa Al- þingi frá næstu áramótum háskóli, og beri það fallega nafn Hólaskóli – há- skólinn á Hólum,“ sagði Guðni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Hólaskóla kraftmikinn skóla sem í dag væri í samstarfi við aðra skóla að útskrifa nemendur af há- skólastigi. „Það er talið að hægt sé að efla skólann með því að gera hann að löglegum háskóla.“ Guðni segir að sérstaða skólans sé einkum áhersla á íslenska hestinn, fiskeldið og ferðaþjónustuna. Skólinn hafi nú tækifæri til að dafna og eflast og verða staðnum lyftistöng í framtíð- inni. „Það er mikil aðsókn að skólanum í dag og komast færri að en vilja. Þetta mun auðvitað efla skólann enn meir.“ Gissur Ísleifsson, biskupinn sem stofnaði Hólaskóla, vann með því merkt starf í þágu byggðamála, sagði Guðni í ræðu sinni. Ljóst sé að skólar á framhalds- og háskólastigi séu mik- ilvægir byggðunum, þótt þeir séu ekki stórir, til að fólk festi þar rætur. „Þess vegna ber okkur að fara að fordæmi Gissurar Ísleifssonar og styrkja Norðurland með nýjum hætti í gegnum menntastofnanir, og með því að byggðatengja með nýjum hætti. Samgöngur eru mikilvægasta málið, það þarf að hugsa samgönguæðarnar upp á nýtt,“ sagði Guðni. „Það þarf að þétta Norðurland með vegum frá Blönduósi um Þverárfjall, um Sauðárkrók hér um Hjaltadal, með göngum í gegnum Hofsdal í Barkárdal um Hörgárdal til Akureyrar. Önnur göng um Vaðlaheiði til Húsavíkur, og Frumvarp um Hólum á Alþi Þarf að endurskoða samgönguæðar á Norðurlandi segir landbúnaðarráðherra Fjölmenni var á Hólum í gær, m.a. voru þar Sigurbjörn Einarsso Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti Jóni Aðalsteini Bald Í FORNRITASAFNI Ragnars Fjalars Lárussonar, sem Geir H. Haarde forsætisráðherra gaf Hóladómkirkju í gær fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, er fjöldi bóka, sem eru ófáanlegar, til að mynda hin merka Þorláksbiblía, sem prentuð var á Hólum árið 1644. Geir sagði að í safninu væru 486 guðfræðirit, auk margra annarra merkra rita og bóka, en um 280 þeirra eru prentaðar í Hólaprentsmiðju. Þarna sé því samankomið á einum stað ein- stakt og fágætlega fagurt sýn- ishorn af Hólaprenti hinu forna. Í safninu er fjöldi bóka sem prentaðar voru á 16., 17. og 18. öld og safnið því afar verðmætt, sögulega og heimildarlega. Mikilvægt er að varðveita safnið á einum stað þar sem það getur verið aðgengilegt bæði ferðamönnum og almenningi og þess vegna sagði Geir ánægju- legt að nefna áhuga stjórnvalda og fulltrúa atvinnulífsins um að taka höndum saman um að reisa á Hólastað verðuga umgjörð um safnið sem yrði menningar- miðstöð á hinum sögufræga stað. Geir afhenti Jóni Aðalsteini Baldvinssyni vígslubiskupi eina bók úr safninu sem tákn um þennan gjörning. Jón Aðalsteinn sagði að sér væri orða vant af gleði yfir þeim merka viðburði er nú væri orðinn, að hið merka fornbókasafn Ragnars Fjalars Lárussonar væri komið heim til Hóla. Hann færði ríkisstjórn Ís- lands þakkir Hóladómkirkju og allra þeirra annarra sem mundu njóta þessarar höfðinglegu og góðu gjafar. Þá þakkaði hann Herdísi Helgadóttur, ekkju séra Ragnars, hennar hlut í þessu merka atburði. Sagði vígslubiskup að fyrs sinn yrði safnið varðveitt í A unarstofu, þar sem vel færi u það, en þar væri þó ekki sú a staða til rannsókna og fræði- starfa og sýninga á hinum fá gætu bókum sem þurfa þætt væri það gleðiefni að lýst he verið vilja til að búa safninu umgjörð sem væri við hæfi. Ólafur Ragnar Grímsson, f seti Íslands, flutti ávarp á há arsamkomu í reiðhöllinni á H um í gær. Hann sagði m.a. íslenska tungu eiga Hólum m að þakka; fyrir biblíur á móð urmáli og sálmakver og aðra texta sem fylgt hafi þjóðinni langri leið. Hólar, höfuðstaðu Norðurlands í margar aldir, sönnun þess að hugurinn sé ugasta orkuverið. Áhugi á að byggja upp menningarsetur á Hólum í samvinnu Fjöldi ófáanlegra bó ELDSNEYTI OG HVALFJARÐARGÖNG Halldór Friðgeirsson verk-fræðingur skrifaði umhugs-unarverða grein í Morgun- blaðið í gær þar sem hann sagði m.a.: „Flestir vita, að þeir, sem ítrekað taka þátt í rússneskri rúllettu enda fyrr eða síðar með byssukúlu í hausn- um. Sjálfsagt gera færri sér grein fyrir því, að í Hvalfjarðargöngum spila samgönguyfirvöld nokkurs kon- ar rússneska rúllettu. Munurinn er hins vegar tvíþættur: Líkindin á að illa fari eru minni og þeir sem leika sér að eldinum eru ekki í hættu held- ur vegfarendur um göngin. Slysið í Ljósavatnsskarði nýlega minnir illi- lega á möguleika á stórslysi í Hval- fjarðargöngunum. Benzínflutninga- bíll lendir í óhappi og afleiðingarnar eru stórslys ef það er á slæmum stað eins og í Hvalfjarðargöngum.“ Allt er þetta rétt. Morgunblaðið hefur ítrekað gert að umtalsefni hina miklu umferð flutningabíla um land- ið, sem hafa leitt til þess, að vegfar- endur á venjulegum bílum eru í stór- hættu í hvert sinn, sem þeir mæta þessum stóru flutningabílum, sem í sumum tilvikum eru með tengivagna aftan í sér, sem auka enn á hættuna. Svardagar útgerða þessara bíla, um að öllum reglum sé fylgt, standast ekki. Það vita allir þeir, sem aka um þjóðvegi landsins, sem eru ekki byggðir fyrir þessa umferð flutninga- bíla. Það liggur jafnframt í augum uppi að þeir bílar, sem flytja eldsneyti og önnur hættuleg efni, skapa enn meiri hættu á vegunum en hinir almennu flutningabílar. Þegar þessir sömu bílar fara um Hvalfjarðargöngin er enn meiri hætta á ferðum eins og Halldór Friðgeirsson réttilega bend- ir á. Það eru til tvær leiðir til þess að taka á þessum vanda. Önnur er sú, að banna flutningabílum, sem flytja eldsneyti eða önnur hættuleg efni, að fara um Hvalfjarðargöng. Hin að tak- marka umferð þeirra um göngin við þann tíma sólarhrings, sem minnst umferð er t.d. um nætur en í því til- viki er þó hætta á ferðum fyrir bíl- stjórana sjálfa. Raunar er það íhug- unarefni varðandi flutningabílana almennt, hvort ekki er hægt að beina umferð þeirra um þjóðvegina á þann tíma, sem minnst almenn umferð er um þá. Ef alvarlegt slys af þessu tagi yrði í Hvalfjarðargöngum, með því mann- tjóni sem slíku slysi mundi fylgja, yrði göngunum umsvifalaust lokað fyrir umferð bíla með eldsneyti og önnur hættuleg efni. Er nauðsynlegt að bíða eftir slíku slysi? Í lok greinar sinnar segir höfund- ur: „… hljótum við að álykta að veru- legar líkur séu á, að bruni/ar verði í Hvalfjarðargöngum fyrr eða síðar. Umfang bruna þar hlýtur að ráðast af því hversu mikill eldsmatur er til staðar. Eldsneytisflutningabíll gæti valdið þar álíka miklum eða meiri skaða en varð í Mont Blanc-göngun- um.“ Það er full ástæða fyrir samgöngu- yfirvöld og forráðamenn Spalar ehf. að hlusta á þessi varnaðarorð. Fyrr eða síðar kemur að því að slíkt slys verði í Hvalfjarðargöngum að óbreyttu. Það er engin ástæða til að bíða eftir því slysi. NAUÐSYNLEGT EFTIRLIT Til þessa hafa litlar upplýsingarborizt um hvað það var, sem leiddi til þess að upp komst um áform hryðjuverkamanna um að sprengja í loft upp allt að tíu farþegaþotur á svipuðum tíma yfir Atlantshafi, sem leitt hefði til dauða nokkur þúsund manna. Þó eru vísbendingar um, að símahleranir hafi komið þar við sögu. Í kjölfarið á atburðunum í Banda- ríkjunum hinn 11. september árið 2001 var margvíslegt eftirlit m.a. með flugfarþegum aukið mjög og reyndar í svo ríkum mæli, að mörgum þótti nóg um. Jafnframt hafa undanfarin ár verið töluverðar umræður um, að bandarísk stjórnvöld hafi notfært sér atburðina fyrir fimm árum til þess að herða eftirlit með borgurunum en með því sé lýðræðislegri stjórnskipan stofnað í hættu. Það eru mörg rök, sem mæla með þeim sjónarmiðum og auðvitað ljóst, að það þarf að hafa mikið eftirlit með eftirlitsmönnunum sjálfum til þess að koma í veg fyrir að eftirlit þeirra fari úr böndum. Í Bandaríkjunum eru til mörg dæmi um slíkt. Á seinni árum hafa komið fram upplýsingar um stórkostlega misnotkun æðstu stjórnenda alríkislögreglunnar FBI á þeirri aðstöðu, sem þeir voru í. Í ljós kom að rannsóknir og eftirlit FBI beindist m.a. að stjórnmálamönnun- um sjálfum, sem höfðu veitt alríkis- lögreglunni þetta vald. Hvað sem því líður er margt sem bendir til þess, að bæði símahleranir og annars konar eftirlit sé óhjá- kvæmilegt í þeirri veröld, sem við bú- um í. Hefðu símtöl á milli Bretlands og Pakistan ekki verið hleruð eru minni líkur á því, að upp hefði komizt um þau áform, sem fyrr var vikið að. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur lagt fram ítarlegar tillög- ur um, að búið verði svo um hnútana hér að aðstaða verði til þess að standa að nauðsynlegu eftirliti. Þessum til- lögum hefur ekki verið illa tekið, þótt sitt sýnist hverjum. En það er alveg ljóst, að við getum ekki gengið út frá því sem vísu að við verðum um alla ei- lífð eyja í norður-Atlantshafi, þar sem ekkert illt geti gerzt. Þess vegna hljótum við að gera ráð- stafanir til þess að hafa eftirlit með því, sem gerist í okkar landi um leið og nauðsynlegt er að rækilega verði fylgzt með því eftirliti. Veruleikinn sækir okkur Vestur- landabúa alltaf við og við heim með harkalegum hætti. Það þýðir ekkert annað en horfast í augu við þann veruleika, þótt hann sé á stundum erfiður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.