Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 23
SÍENDURTEKNU kalli Morg-
unblaðsins eftir hægri grænum
áherslum hefur loks verið svarað. Sá
sem svarar kallinu er Illugi Gunnarsson,
sem hefur að vísu ekki þótt sérlega
grænn í málflutningi sínum hingað til.
Ekki er lengra síðan en í Silfri Egils í
febrúar að hann lét í ljós efasemdir sín-
ar um að hlýnun loftslags
væri af mannavöldum.
Nefndi hann máli sínu til
stuðnings danskar rann-
sóknir sem bentu til að
hækkun hitastigs væri af
völdum aukinnar sól-
argeislunar. Líklega á
hann þar við Knud Lassen
og Peter Thejll en nokkur
ár eru síðan þeir við-
urkenndu veikleika í nið-
urstöðum sínum og að
hina miklu hækkun hita-
stigs eftir 1980 væri ekki
hægt að útskýra með auk-
inni sólargeislun.
Illuga er þó vorkunn því
hann hefur lengi verið
undir sterkum áhrifum frá
fyrrverandi yfirboðara sín-
um – hinum mikla leiðtoga
hægrimanna á Íslandi og
einum helsta efasemd-
armanni heims í loftslags-
málum, Davíð Oddssyni.
Á flokksþingi Sjálfstæð-
isflokksins 13. október
2005 sagði Davíð meðal annars:
„Kyoto-samþykktin byggir vissulega
á afar ótraustum vísindalegum
grunni … Því miður hefur sú umræða á
köflum verið borin uppi af óræðri tilfinn-
ingasemi og í versta falli innantómum
áróðri fremur en rökum.“
Fullyrðing Davíðs er algerlega órök-
studd enda vandfundinn sá vís-
indamaður sem mótmælir hinum sterka
vísindalega grunni sem Kyoto-
samþykktin byggir á. Það er því von að
maður gjaldi varhuga við því þegar fyrr-
verandi aðstoðarmaður hans og skoð-
anabróðir í loftslagsmálum þegar síðast
var vitað klæðist skyndilega grænu.
Náttúruvernd og nýting
Davíð sagði einnig á fyrrnefndu
flokksþingi:
„Náttúruvernd og skynsamleg nýting
verða ekki að fullu í sundur skilin. Í
þeim efnum er meðalhófið best. Það var
með þessa hugsun að leiðarljósi sem við
Íslendingar ákváðum að skrifa ekki und-
ir Kyoto-samþykktina nema við fengjum
auknar undanþágur sem tryggðu að við
gætum nýtt hagkvæmar orkulindir
landsins.“
Illugi ætlar sér greinilega, ef marka
má grein hans í Lesbók Morgunblaðsins
29. júlí sl., að nota áfram línu meistarans
um náttúruvernd og nýtingu. Hann er
hins vegar lentur í klemmu á milli hægri
skoðana sinna og þjónkunar við stór-
iðjustefnu eigin flokks. Þetta kemur vel
fram í skrifum Illuga um Landsvirkjun
þar sem hann er varaformaður. Meg-
inástæður klemmunnar eru þessar:
* Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er
ekki nægilega mikil sem sést vel á
því að enginn einkaaðili vildi fjár-
magna hana.
* Virkjunin er fjármögnuð með nið-
urgreiddum lánum en Illugi er á
móti ríkisafskiptum af því tagi.
* Orkuverðið er leyndarmál sem Ill-
ugi er í prinsippinu mótfallinn hjá
opinberu fyrirtæki.
* Framtakið er risavaxin og miðstýrð
byggðaaðgerð – forsjárhyggja af
verstu gerð samkvæmt kennisetn-
ingum Illuga.
Nú þegar hann er orðinn grænn nátt-
úruvinur hlýtur sú staðreynd einnig að
naga samviskuna að engin tilraun var
gerð til að meta fórnarkostnað þeirra
náttúruverðmæta sem eyðilögð verða
með virkjuninni. Og samt er arðsemin
svona slök.
Björgunarsveit einkaframtaksins
Illugi talar um að hið opinbera geti oft
á tíðum verið mesti umhverfissóðinn.
Þetta tek ég undir hjá honum. Alla vega
hefur núverandi ríkisstjórn sett Íslands-
met í umhverfissóðaskap sem seint
verður slegið. Hins vegar verð ég að
vera honum ósammála í því að einka-
væðing orkugeirans verði til að bjarga
ósnortinni náttúru Íslands. Það mun
ekki breyta þeirri staðreynd að eins og
staðan er í dag hefur náttúra Íslands
vond spil á hendi gagnvart fram-
kvæmdum, einkum í orkugeiranum.
Henni eru skammtaðir hundarnir og
stóriðjunni háspilin. Þær stofnanir sem
lögum samkvæmt eiga að sjá um að
rannsaka og gera tillögur að verndun
náttúrunnar eru markvisst sveltar svo
þær spilli ekki hagsmunum stóriðju-
hugsjónar ríkisstjórnarinnar. Nátt-
úruverndaráætlun er máttlaus, fjársvelt
og friðun samkvæmt henni
hefur ekkert lagagildi. Ráð-
herra sker með einu penna-
striki sneiðar úr friðlöndum
eftir hentugleikum stóriðj-
unnar.
Nú liggja inni á borði iðn-
aðarráðherra umsóknir ým-
issa aðila um rannsókn-
arleyfi á 13 svæðum vítt og
breitt um landið. Að fengnu
slíku leyfi er hálfur sigur
unninn á leið einkaaðilans
að nýtingarleyfi og þar
með einkarétti á nýtingu
auðlindarinnar. Ég á bágt
með að sjá að slík gróðavon
einkaaðila verði ósnortinni
náttúru landsins til bjargar.
Leið Samfylkingarinnar
Það þarf að skapa þjóð-
arsátt um náttúruvernd.
Það er stórt verkefni sem
þarf að vinna hratt og með
skýrri sýn á það hvernig
málum verður best komið.
Eins og fram kom í viðtali
við formann Samfylkingarinnar á NFS á
dögunum þarf gefa upp á nýtt og
skammta náttúrunni betri spilin. Það
þarf að staldra við og gera rammaáætl-
un – ekki um orkunýtingu heldur um
náttúruvernd. Þessari áætlun þarf að
gefa lagagildi og nota hana sem grund-
vallarplagg við skipulagningu landsins.
Langasjó ætti að taka inn í fyrirhugaðan
Vatnajökulsþjóðgarð sem við viljum að
verði frá strönd til strandar og taki til
alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum.
Friða ætti Skjálfandafljót og Jökulárnar
í Skagafirði, Kerlingarfjöll og Torfajök-
ulssvæðið. Skapa þarf net friðlanda sem
verði nýtt til útivistar og ferðaþjónustu
eftir því sem slíkt samrýmist nátt-
úruvernd. Þegar framkvæmdir eru
áformaðar á náttúrusvæðum sem ekki
njóta sérstakrar verndar ætti að leggja
þá kvöð á framkvæmdaaðila að sanna
hagkvæmni framkvæmda umfram hag-
kvæmni verndunar.
Það þarf líka að sýna metnað við að
draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Kanna þarf kosti þess að taka upp
markað með losununarheimildir stóriðj-
unnar og stærri fyrirtækja. Beita þarf
hagrænum hvötum til að minnka notkun
mengandi eldsneytis í samgöngum og
hvetja til orkusparnaðar í sjávarútvegi.
Efla þarf rannsóknir á vetni sem vist-
vænum orkugjafa í samgöngum.
Ólíkt hinum nýgræna hægri manni
sem í Silfri Egils varaði við efnahags-
legri hættu við að draga úr mengandi
orkugjöfum teljum við að í því felist
mikil tækifæri og að þau eigum við að
nýta.
Hægri krati
Í feginleik sínum yfir að hafa eignast
hægri grænan dreng keypti Morg-
unblaðið auglýsingu á RÚV til að aug-
lýsa grein Illuga í Lesbókinni. Kannski
af því að hugtakið „hægri grænn“ er
mönnum eðlilega nokkuð framandi
gerðu hins vegar starfsmenn RÚV þau
mistök að kalla Illuga „hægri krata“. Ef
þeir hafa lesið greinina hafa þeir þó eitt
sér til afsökunar og það er kaflinn þar
sem Illugi lýsir löngun sinni til „að hér
sé engin fátækt og öll börn fæðist til
jafnra tækifæra“.
Það er ekki annað að sjá en að hér tali
jafnaðarmaður af bestu sort en ekki liðs-
maður þess flokks sem lækkar vaxta- og
barnabætur, skammtar öldruðum
skammarlegan lífeyri og er reglulega
dreginn fyrir Hæstarétt vegna með-
ferðar sinnar á öryrkjum.
Kannski eru sú græna vitundarvakn-
ing sem Illugi gengur í gegnum, nú
skömmu fyrir val á framboðslista fyrir
alþingiskosningar, merki um eitthvað
meira. Kannski ber hún vitni um löngun
til að búa í samfélagi þar sem sjálfbær
þróun er höfð að leiðarljósi og fólk hefur
jöfn tækifæri í raun. Guð láti gott á vita.
Hann er velkominn yfir.
Guð láti gott á vita
Eftir Dofra Hermannsson
Dofri Hermannsson
’ Það þarf aðstaldra við og
gera ramma-
áætlun – ekki um
orkunýtingu
heldur um nátt-
úruvernd. ‘
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
svo hin miklu Héðinsfjarðargöng, frá
Siglufirði um Ólafsfjörð og Dalvík til
Akureyrar. Slíkar samgöngur myndu
þétta og efla Mið-Norðurland sem
sterkan búsetustað. Þar myndi fólki
fjölga og atvinnulífið eflast.“
Áfram þjóðarsátt um bændur
Íslenskir bændur hafa lifað tímana
tvenna, sagði Guðni enn fremur í ræðu
sinni, unnið og barist í svita síns andlits,
stundum ríkasta stéttin en í annan tíma
sú fátækasta. „Í sveitum þessa lands er
í dag bjartsýni og trú á framtíðina. Nýj-
ar greinar dafna í skógrækt, ferðaþjón-
ustu og í kringum íslenska hestinn.
Kúabú og sauðfjárbú stækka og búa sig
undir nýja sókndjarfa framtíð,“ sagði
Guðni. „Fólkið í þéttbýlinu elskar sitt
land og finnur sig með nýjum hætti í
sveitunum. Það hefur nú í mörg ár ríkt
samstaða um íslenskan landbúnað og
þjóðarsátt. Það efast enginn um landið
og mjólkurvörurnar góðu. Þess vegna
ber okkur að gefa bændum tíma og rúm
til að mæta framtíðinni. Þessi atvinnu-
vegur verður að fá að dafna í landinu.
Hann þarf tíma og hann þarf aðlögun,
og þar má ekkert fljótræði ráða ferð,“
sagði hann.
„Ég trúi því að forystumenn stjórn-
málaflokkanna, stjórnmálamenn al-
mennt og allir forystumenn verkalýðs-
félaga og atvinnulífshreyfingar sameini
krafta sína að þessu marki, að halda
áfram þjóðarsátt um íslenskan landbún-
að, gefa honum tíma til að þróast.“
m háskóla á
ingi í haust
Morgunblaðið/Björn Björnsson
on biskup, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Karl Sigurbjörnsson biskup og Guðni Ágústsson landbúnarráðherra.
dvinssyni vígslubiskupi bók úr safninu, og þar með safnið allt.
um
st um
Auð-
um
að-
-
á-
i, því
fði
þá
for-
átíð-
Hól-
margt
ð-
a
á
ur
séu
öfl-
u stjórnvalda og fulltrúa atvinnulífsins sagði forsætisráðherra
óka til Hóladómkirkju
Morgunblaðið/jt
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup á Hólum undirrituðu bréfið
um gjöf Hólaprentsins. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands og Skúli Skúlason rektor Hólaskóla voru vottar.