Morgunblaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÁTT af pólitískum vettvangi
hefur verið jafnmikið rætt meðal ís-
lenskra framhalds-
skólanema og breytt
námsskipan til stúd-
entsprófs. Hefur sú
umræða oftar en ekki
snúist upp í hræðslu-
áróður um að verið sé
að stórauka miðstýrt
valdboð ráðuneytisins.
Sá merkimiði hefur
verið settur á málið að
ráðuneytið sé að
skylda alla skóla til að
kenna nám til stúd-
entsprófs á þremur
árum. Það er ljóst að
umræðurnar sem
skapast hafa um þetta
mál hafa verið fremur
ófrjóar og oftar en
ekki byggðar á mis-
skilningi. Hvers vegna
hafa nemendur og
skólar hins vegar
lagst jafnharkalega
gegn þessum breyt-
ingum og raun ber
vitni?
Þann 12. janúar sl.
skipaði mennta-
málaráðherra í nefnd
sem fjalla átti um end-
urskoðun starfsnáms.
Starfsnámsnefnd hef-
ur nú lokið störfum og
telur að breytinga sé
ekki einungis þörf á
sviði starfsnáms held-
ur á öllum framhalds-
skólanum í heild.
Nefndin leggur til að aðgreining
milli starfsnáms og bóknáms verði
afnumin, m.ö.o. að allt nám á fram-
haldsskólastigi verði jafngilt. Það er
því um mikinn sigur nemenda að
ræða þar sem ekki verður litið á
starfsnám sem síðri kost en bók-
námskostinn.
Nefndin telur enn fremur að
nauðsynlegt sé að framhalds-
skólanemum verði settar minni
skorður um námsval og að fram-
haldsskólinn verði ein heild með
fjölmörgum námsleiðum. Til að ná
þessu fram vill nefndin að skólunum
verði veitt frelsi til að smíða brautir
og námsleiðir sem miðast að því að
verða einstaklingsmiðaðri fyrir
nemandann og búa hann því enn
betur undir framhaldsnám en áður.
Þær hugmyndir um að með nýju
kerfi muni skólar missa sérkenni sín
tel ég hins vegar vera rangar. Þvert
á móti munu skólarnir efla sérkenni
sín og taka ólíkar stefnur í mismun-
andi áttir og svara því enn betur
ólíkum þörfum viðskiptavina sinna.
Þá munu skólar að öllum lík-
indum nýta sér þessa frelsisaukn-
ingu og bjóða upp á mun fleiri leiðir
til stúdentsprófs. Það sem er mik-
ilvægt að minnast á í þessu sam-
hengi er hins vegar það að skól-
unum verður ekki gert skylt að
breyta námsfyrirkomulagi sínu á
neinn hátt nema þeir kjósi það.
Þannig mun gamalgróinn skóli líkt
og Menntaskólinn í Reykjavík geta
stundað kennslu með sama fyr-
irkomulagi þó svo að breytingarnar
myndu taka gildi á morgun. Bekkja-
kerfinu verður því svo sannarlega
ekki útrýmt með þessu nýja fyr-
irkomulagi enda fylgja því margir
kostir og margir nemendur munu
sjálfsagt ennþá kjósa það fram yfir
fjölbrautakerfið.
Með breytingunum
munu skólarnir verða
enn hæfari á sam-
keppnismarkaði og
mun fljótari að svara
þörfum nemenda, há-
skóla og atvinnulífs. At-
vinnulífið kallar í sífellt
auknum mæli eftir
starfskröftum sem hafa
reynslu á ólíkum svið-
um. Þannig er ekki óal-
gengt að sjá fyrirtæki
auglýsa eftir verkfræð-
ingi sem hefur þekk-
ingu á járnsmíði eða
heimspekingi sem hef-
ur þekkingu á hönnun.
Nemendum mun nú
gefast kostur á að
svara þessum kröfum
enn betur.
Þá telur nefndin að
stórauka þurfi samstarf
milli framhaldsskóla og
háskóla. Það er álit
nefndarinnar að koma
þurfi á samstarfi milli
þessara tveggja skóla-
stiga með kerfi sem
hægt er að kalla viðtök-
umiðað nám, þ.e. nám
sem miðar að því að
undirbúa nemandann
undir háskólanám með
því að uppfylla kröfur
næsta skólastigs og/eða
atvinnulífs. Háskólinn
og/eða atvinnulífið mun því gefa út
ákveðin viðmið um kröfur til ákveð-
inna leiða innan háskólans.
Viðtökumiðað nám hefur þekkst í
starfsnámi þar sem fulltrúum úr at-
vinnulífinu gefst kostur á að hafa
áhrif á það nám sem kennt er í
starfsnámsskólum. Til að einfalda
þetta má segja að viðtökuaðili, há-
skóli eða atvinnulíf, leiðbeini skól-
anum um þá þekkingu sem hann
telur líklegast að muni henta sér og
nemandanum best þegar nemand-
inn fer í framhaldsnám eða kemur
út í atvinnulífið. Viðtökuaðilinn seg-
ir því til um þann nemanda sem
hann vill fá. Áhugasamir og dugleg-
ir skólastjórnendur verða nú loks
verðlaunaðir með því að þeim verð-
ur gefið aukið frelsi til athafna. Það
má hins vegar ekki gleyma því að
þessu aukna frelsi fylgir mikil
ábyrgð.
Margir kunna að velta því fyrir
sér hvort nú þurfi nemendur ekki
að ákveða sig enn fyrr. Ég tel hins
vegar að skólar muni áfram að
bjóða upp á opnar námsleiðir sem
muni líkjast þeim brautum sem til
eru í dag. Þannig munu óákveðnir
nemendur geta valið brautir sem að
loknu námi munu áfram halda flest-
um leiðum opnum til frekara fram-
haldsnáms. Nemendur sem vita
hins vegar nákvæmlega hvað þeir
vilja munu hafa tækifæri til ein-
staklingsmiðaðs náms sem undirbýr
þá enn betur fyrir frekara nám eða
þátttöku í atvinnulífi. Það kallar
hins vegar á aukna námsráðgjöf og
að gerð verði hugarfarsbreyting í
námsráðgjöf þannig að litið verði á
hana sem leiðbeiningu um nám en
ekki eingöngu hjálp til þeirra sem
standa sig illa í námi.
Endalaust er hægt að nefna kosti
aukins frelsis í menntakerfinu, eða
hvaða kerfi sem er ef því er að
skipta, en hér hafa aðeins örfáir
þeirra verið nefndir. Tillögur að
breyttu fyrirkomulagi framhalds-
skólanna tel ég vera af hinu góða og
hef ég enga trú á öðru en að fram-
haldsskólanemar sem og aðrir unn-
endur frelsisins muni fagna þessum
tillögum.
Sjaldan neita ung-
lingar auknu frelsi
Ólafur Örn Nielsen fjallar um
breytta námsskipan til stúd-
entsprófs
Ólafur Örn Nielsen
’Tillögur aðbreyttu fyr-
irkomulagi fram-
haldsskólanna
tel ég vera af
hinu góða og hef
ég enga trú á
öðru en að fram-
haldsskólanemar
sem og aðrir
unnendur frels-
isins muni fagna
þessum til-
lögum.‘
Höfundur situr í stjórn Hugins, félags
ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ.
KOMINN er tími til að líta frekar
á ellilífeyrisþega sem launþega en
eftirlaunaþega, og í mörgum til-
fellum nánast sem ölmusufólk. Við
erum launþegar í þeim skilningi að
ellilífeyrir, hvort sem
hann kemur frá hinum
frjálsu lífeyrissjóðum
eða hinu opinbera, er
laun sem hafa verið
lögð til hliðar með
greiðslu í lífeyrissjóði,
sömuleiðis til TR. til
endurgreiðslu við
starfslok. Grunnlíf-
eyrir (ellilífeyrir) sem
TR ber að greiða er
ekkert annað en end-
urgreiðsla á atvinnu-
tekjum.
Með þetta í huga má
það kallast hreinn þjófnaður af
hálfu hins opinbera að tekjutengja
þennan grunnlífeyri, svo sem nú er
gert.
Einróma samkomulag aðila var
að forsenda þessa væri að upphæð
grunnlífeyris almannatrygginga
þyrfti að haldast í um það bil 20 pró-
sentum af launum verkafólks. Þá
yrði grunnlífeyririnn og greiðslur
frá lífeyrissjóðum, þegar þeir hefðu
náð fullum þroska, þ.e. eftir að fólk
hefði greitt til þeirra iðgjald heila
starfsævi, 75–80% af samtímalaun-
um viðkomandi starfsstéttar. Þetta
má m.a. mjög vel sjá á samningi
þeim sem einnig var undirritaður þá
um tekjutryggingu til handa því
fólki sem aldurs vegna hafði ekki
möguleika til þess að afla sér fullra
réttinda frá lífeyrissjóðum.
Samkvæmt lögum mega full rétt-
indi frá lífeyrissjóðum
ekki vera lægri en 56%
af launum
Samtök opinberra
starfsmanna hafa
vandlega gætt þess að
þeirra viðsemjendur
hafa staðið við sitt að
því er varðar lífeyr-
isréttindi og njóta nær
80% launa sinna við
starfslok, sem er ágætt
svo langt sem það nær.
ASÍ og VSÍ hafa því
miður ekki gætt þess
sem skyldi að gæta
hagsmuna sinna umbjóðenda gagn-
vart ríkinu að þessu leyti. Það nær
auðvitað engri átt að láta ríkið kom-
ast upp með það að brjóta svona
freklega rétt eftirlaunafólks með því
bæði að tekjutengja hinn svokallaða
grunnlífeyri svo og að hann skuli
vera kominn niður undir 7% af laun-
um.
Ítrekað hefur verið rætt um hvað
hinar óhóflegu tekjutengingar hér á
landi eru atvinnuletjandi og við-
halda í raun ákveðinni fátækt-
argildru. Farsælla væri að hafa
kerfið þannig að eftirlaunaþegar
gætu bætt kjör sín með atvinnu-
tekjum, sem þeir að sjálfsögðu
greiddu venjulegan tekjuskatt af, en
hefðu ekki nein áhrif á grunnlífeyri
og greiðslur frá Tryggingastofnun.
Af þessum atvinnutekjum er svo
greiddur almennur tekjuskattur.
Ef vilji og vit er fyrir hendi gætu
ráðamenn lagað þetta á stundinni
þar sem þetta kostar ríkissjóð nán-
ast ekkert.
Lagfæring á grunnlífeyri öllum
ellilífeyrisþegum til handa er algjört
forgangsmál. Þar er aðeins um að
ræða leiðréttingu frá því að grunn-
lífeyrir var tekinn úr sjálfvirku sam-
bandi við launaþróun í landinu.
Jafnhliða á að stefna að því að af-
nema tekjutengingar með öllu, þar
sem þær eru óréttlátar og þjóna
ekki tilgangi sínum varðandi tekju-
jöfnun. Það væri mikið nær að beita
skattþrepum í því skyni.
Það er aðeins lágmarks krafa að
eldri borgarar fái að njóta elliár-
anna við fjárhagslegt og umönn-
unarlegt öryggi.
Grunnlífeyrir – órjúfanlegur
hluti af eftirlaunum
Helgi K. Hjálmsson skrifar um
kjaramál eldri borgara ’Ellilífeyrir eru laun semlögð hafa verið til hliðar
til endurgreiðslu við
starfslok.‘
Helgi K. Hjálmarsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
varaformaður LEB.
ÞAÐ hefur komið mörgum mæðr-
um á óvart hvað það er mikið mál að
eignast barn. Þetta er mikil breyting
og á að vera svona, náttúran stjórnar
þessu ef hún fær frið til
þess.
Þegar kemur að því
að of stuttu fæðing-
arorlofi móður lýkur,
þá á brjóstagjöfin að
vera komin í jafnvægi,
og barnið á ekki að vera
farið að fá aðra nær-
ingu. Margar ungar
mæður fyllast kvíða
þegar kemur að þess-
um óumflýjanlega að-
skilnaði, fara jafnvel að
undirbúa hann alltof
snemma og vegna van-
þekkingar á meltinag-
arstarfsemi lítils barns fara þær að
gefa tilbúna fæðu, þurrmjólk, stoð-
mjólk, krukkumat og pakkagrauta.
Þetta er allt tilbúið óþarfa fæði, notið
þið skynsemina þið hafið þetta allt
bara miklu næringarríkara og holl-
ara. Þegar skellur á sá tími þegar
hverfa þarf aftur til vinnu þarf út-
sjónarsemi og um fram allt að skýra
út fyrir vinnuveitanda að þið hyggist
hafa barnið áfram á brjósti. Hvað
þýðir það fyrir vinnuveitandann, jú,
brjóstabörn verða síður veik þið ætlið
að vera minna frá vinnu vegna veik-
inda barns. Þetta þýðir ekki að þið
eigið að vinna minna en aðrir starfs-
félagar ykkar, þið hafið sömu vinnu-
skyldu og þeir. Sumar mæður kjósa
að lengja vinnudaginn og taka lengri
vinnuhlé og skreppa til dagmóður og
gefa brjóst. Aðrar nota vinnuhlé til
þess að mjólka sig og senda mjólkina
með barninu í pössun. Sumar vinna
tímabundið hálfan vinnudag og enn
aðrar kjósa að vera heima. Fyrir
stuttu heyrði ég sögur af einum góð-
um pabba sem fór í bíltúr með litla
barnið til mömmu í skólann, og allir
voru sælir og ánægðir.
Hvers vegna er mikilvægt að halda
brjóstagjöf áfram? Af hverju sleppir
henni ekki eins og sagt var í gamla
daga um 6 mánaða aldur? Það er
vegna þess að við vitum nú meira en
áður og erum einnig farin að sjá af-
leiðingar rangrar fæðuinntöku barna,
til dæmis offitu, skerta starfsemi
ónæmis- og ofnæmiskerfis.
Brjóstabarnið stillir sjálft af það
magn sem það drekkur
í hvert sinn, er stundum
svangt, og vill stundum
bara lítið, sitt á hvað litl-
ar og stórar máltíðir
eftir því hver lystin er.
Þetta er talið tengjast
því að börn sem fá þurr-
mjólk þyngjast hraðar
en þau stjórna ekki því
magni sem þau drekka,
þeim er skammtað.
Einnig er þurrmjólk
unnin úr kúamjólk og
kálfi er ætlað að þyngj-
ast, en brjóstamjólk
barna er ætlað að
þroska heila og taugakerfi, ásamt því
að verja barnið og þyngja það rólega.
Margar dýrategundir hafa mjög tak-
markaða getu til að mynda sjálf sitt
immunoglobulin (IgA mótefni) við
fæðingu og verða því að stóla á að fá
vernd með móðurmjólkinni sem gef-
ur IgA. Mannanna mjólk er mjög rík
af IgA. Móðirin hefur tvö ónæm-
iskerfi, eitt fyrir sig og annað fyrir
barnið. Þegar móðir kemst í snert-
ingu við veirur og bakteríur fer lík-
ami hennar að mynda mótefni sér-
hæft til að ráðast á tilteknar veirur og
bakteríur hvort sem þær hafa gert
sig heimakomnar í öndunar- eða
meltingarvegi hennar. Móðirin býr til
mótefni sérstaklega gegn þessum
bakteríum og veirum og gefur
barninu með brjóstamjólkinni. Jafn-
vel hefur verið sýnt með rannsóknum
vernd gegn kúamjólkurpróteinum og
verndun fyrir ofnæmi.
Á barnmörgum heimilum inniheld-
ur móðurmjólkin hærri styrk IgA en
þar sem börn eru fá. Líkami móð-
urinnar stillir sig af við hvaða að-
stæður barnið er, náttúran hefur fyr-
ir löngu gert sér grein fyrir
samnefnaranum, mörg börn = meiri
hætta á sýkingum. Þegar barn fer að
skoða heiminn um 1 árs aldur hitta
fleiri og hafa samskipti við önnur
börn, fær barnið með móðurmjólk-
inni auka bólusetningu. Þess vegna er
svo mikilvægt að mæður verji börn
sín með því ótrúlega tæki sem þær
hafa sem brjóstamjólkin er. Sýnt hef-
ur verið fram á langtíma áhrif
brjóstagjafar á 7 ára börn sem fá ein-
göngu brjóstamjólk í sex mánuði. Þau
fá helmingi færri öndunarfærissýk-
ingar en börn sem fengu brjósta-
mjólk ásamt ábótargjöf það munar
bara einu prósentustigi að ábótar
börnin falli í hópinn börn alin á þurr-
mjólk án allrar varnar. Til hvers að
skemma svona mikið með ábótargjöf
þegar hægt er að mjólka sig, fá að-
stoð og leiðbeiningar, þegar upp er
staðið eru þetta bara 6 mánuðir. Fæði
fyrir brjóstabarn eftir sex mánaða
aldur eru ávextir, grænmeti og kjöt,
matur sem er til á öllum heimilum
það er ekkert mál að skafa, stappa,
mauka eða brytja enda grunnur að
heilbrigðum og hollum mat. Það þarf
ekki mikla fjölbreytni til að byrja
með, barnið á hægt og rólega að
kynnast nýjum mat, þar sem brjósta-
mjólkin er breytileg frá degi til dags.
Brjóstamjólkin uppfyllir alla þörf fyr-
ir mjólkurmat. Fátt er eins yndislegt
og afslappandi og að gefa brjóst eftir
langan vinnudag og vinna upp að-
skilnaðinn yfir daginn. Brjóstabörn
sofna við brjóstið á kvöldin því eru
svæfingar lítið mál einnig sefur fjöl-
skyldan saman svo mamma verði sem
minnst vör við gjafirnar á nóttunni og
öllum líður vel og vakna úthvíldir að
morgni. Móðirin fær tækifæri til að
strjúka, klappa og láta hjartað ráða
för og um fram allt að elska barnið
sitt og barnið lærir að treysta
mömmu.
Brjóstagjöf og
útivinnandi mæður
Arnheiður Sigurðardóttir
skrifar um forvarnargildi
brjóstamjólkur ’Þess vegna er svo mik-ilvægt að mæður verji
börn sín með því ótrúlega
tæki sem þær hafa sem
brjóstamjólkin er.‘
Arnheiður
Sigurðardóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Fréttir
í tölvupósti