Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 27
MINNINGAR
sér ekki að gefast upp fyrir krabba-
meininu.
Ég kveð nú kæra æskuvinkonu og
mun sakna hennar mikið. Ég sendi
Jens og fjölskyldu samúðarkveður og
enda með broti úr kvæði eftir Stefán
frá Hvítadal, Þér konur:
Þér konur með víðfaðma vængi
og vonir, er djarfar blossa.
Þér springið út og ilmið
við ástir faðmlög og kossa.
að lokum fölnar og fellur
hver fjóla og anganreyr,
en kynslóð af kynslóð fæðist
og kyssir, starfar og deyr.
Jóhanna Óskarsdóttir.
„Það er ekkert nema sigur í stöð-
unni,“ sagði Sigurlaug við mig í des-
ember sl. þegar hún hafði greinst með
krabbamein, en nú er baráttunni lokið
eftir stutt og hatrammt stríð, enda
staðan ójöfn frá upphafi. Það var þó
engin uppgjöf hjá henni, þegar hún
heimsótti mig fyrir stuttu og sýndi
mér splunkunýja sandala, sem hún
ætlaði að ganga í inn í sumarið. Þann-
ig var hún, aldrei nein uppgjöf í sjón-
máli en lífinu lifað frá degi til dags og
veikindin virt að vettugi eftir megni.
Eðli hennar var að njóta lífsins og
þess sem það hafði upp á að bjóða. Svo
átti hún líka vonina.
Sigurlaug var fædd og uppalin í
Reykjavík, nánar tiltekið í Laugar-
nesinu, og sagði hún skemmtilega frá
uppvexti sínum í námunda við Klepps-
spítalann í útvarpsþætti fyrr í sumar.
Hún var jafnvel farin að leiða hugann
að því að flytja í það hverfi á ný, enda
hlýtt til æskuhverfisins.
Hún fór fljótt að vinna fyrir sér og
hafði mikla reynslu á atvinnumark-
aðnum. Það var ekki upp á annað boð-
ið því hún varð snemma ein með þrjú
börn á framfæri eftir skilnað við fyrri
mann sinn. Hún reyndi bæði fyrir sér
sem sjálfstæður atvinnurekandi og
vann við margvísleg störf hjá öðrum.
Hún rak sína eigin verzlun um tíma,
en það mun hafa verið gamall draum-
ur hennar, eins og fram kom í fyrr-
nefndu útvarpsviðtali. Þá vann hún
einnig hjá stórum verzlunum s.s. Hag-
kaupum og Miklagarði og gegndi þar
trúnaðarstörfum. Sigurlaug kom til
starfa hjá Reykjavíkurborg árið 1993
þegar hún réð sig hjá Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur og hefur hún verið
starfsmaður borgarinnar æ síðan, nú
síðast sem þjónustufulltrúi hjá Þjón-
ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða.
Starfsandinn hjá Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur, sem oft gekk undir
nafninu Verkamannabústaðir, var
einstakur og þar hætti ekki nokkur
maður störfum fengi hann við það ráð-
ið. Mikil samheldni ríkti meðal starfs-
fólks og einnig stjórnarmanna og
helzt sú samheldni ennþá þótt stofn-
unin hafi verið lögð niður fyrir nokkr-
um árum. Sigurlaug sagði gjarnan, að
þessi ár hefðu verið sín beztu starfsár
og átti það einnig við marga aðra. Það
var ekki sízt henni að þakka, að hóp-
urinn heldur enn sambandi og á sam-
an góðar og glaðar stundir. Nú situr
þessi hópur hnípinn – sem svo margir
aðrir – og finnur fyrir tómarúminu og
söknuðinum, en engan grunaði að tím-
inn væri svo naumt skammtaður.
Þrátt fyrir einstaka mótvind var
Sigurlaug sannarlega gæfumann-
eskja. Hún á þrjú mannvænleg börn
og skara barnabarna, náinn frænd-
garð, sem hún ræktaði af kappi enda
með afbrigðum ættrækin og náði sú
ættrækni út til annarra landa og
heimsálfa. Fannst manni stundum
eins og hún væri sérlegur sendiherra
fjölskyldunnar við að halda liðinu
saman, en hún var líka sjálfsagður
skipuleggjandi og siðameistari allra
samkvæma og sá til þess að öllum liði
vel og er það ekki lítil náðargáfa. Þá
varð Sigurlaug þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Jens Guðmundssyni,
sem átti eftir að verða lífsförunautur
hennar unz yfir lauk. Skemmtilegri
hjón var vart að finna og voru þau eft-
irsótt í allan mannfagnað. Stundir
með þeim áttu það til að breytast í lítil
ævintýri. Það er svo sannarlega eft-
irsóknarvert að vera slíkum kostum
búinn.
Sigurlaug var glaðvær, glæsileg
kona, með mikla útgeislun og setti
hún svip á umhverfi sitt. Að sama
skapi var hún einstaklega hreinskilin
og lá aldrei á skoðunum sínum, sama
hver átti í hlut eða við hvern var talað.
Hún hafði hugrekki til að treysta eigin
skoðunum og dómgreind. Það, ásamt
hreinskilninni gerði hana, að mínu
mati, einstaka. Maður vissi alltaf hvar
maður hafði hana, en slíkan eiginleika
lærir maður að meta í fari þeirra sem
maður umgengst og á samskipti við.
Óheilindi eða uppgerð var ekki að
finna í fari hennar, trúlega hefur
henni fundist það tímasóun.
Það er erfitt að kveðja góða vin-
konu, sem eftir á að hyggja er einn sá
bezti vinnufélagi sem ég hef kynnst,
en um leið og ég geri það vil ég senda
Jens, börnum og öðrum ættingjum
samúðarkveðjur frá okkur Óla.
Ég þakka fyrir öll skemmtilegheit-
in, góðu stundirnar, tilgerðarleysið,
glaðværðina og umfram allt vinátt-
una.
Sú stund kemur aldrei aftur,
sem einu sinni var.
(Halldór Laxness)
Guðrún Árnadóttir.
Það er svo margs að minnast. Það
var kátur hópur sem var að vinna í
Austurstræti 10 sem var ein fyrsta
sjálfsafgreiðsluverslun í bænum. Það
var fyrir hálfri öld. Við vorum sjö
stelpurnar sem mest héldum saman,
allar þá í matvörudeildinni. Fórum
saman í bíó og böll enda bjart yfir öllu.
Svo tvístraðist hópurinn og við tóku
eiginmenn og barneignir. En það var
svo gaman að vera svona saman að við
ákváðum að halda hópinn, ekki í
saumaklúbb, heldur hittast eftir af-
mæli hverrar því það hafði skapast
mikil vinátta okkar á milli. Það var svo
gott að hittast og tala saman um eitt
og annað. Stundum var farið í orlofs-
hús, þar sem var borðað, sungið og
hlegið. Líka var farið í ferðir til ann-
arra landa, það var eins, trallað og
hlegið.
Seinni árin var gott að heimsækja
Sigurlaugu og Jenna í sumarbústað-
inn þeirra í Grímsnesinu og fá þau í
heimsókn. Þar kenndi hún mér að
laga Irish-coffee og fengum við okkur
það oft þegar kalt var úti. Mennirnir
okkar skildu nú ekkert í þessu stússi í
okkur. Sigurlaug var mikill unnandi
alls gróðurs, var búin að gróðursetja
tré og blóm við bústaðinn sinn og þeg-
ar haustaði gerði hún kransa og stórar
skreytingar úr þurrkuðum blómum
og lyngi.
Alltaf hafa eiginmenn okkar tekið
öllu vel sem við vorum að gera svo við
sæmdum þá orðu sem á stóð „Minn
maður“ enda finnst okkur við eiga þá,
hvern og einn. Ein úr hópnum kvaddi
fyrir nokkrum árum, það var Sigur-
laug Jónsdóttir, núna kveður Sigur-
laug Marinósdóttir.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta
vinur þó félli frá.
(Höf. ók.)
Börnum Sigurlaugar og fjölskyld-
um þeirra sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Elsku Jenni, megi góður guð sefa
ykkar sorg.
Sigurlaugu þökkum við áralanga
vináttu og margar samverustundir.
Gréta, Guðrún, Kristjana,
Hekla og Helga
Kær vinkona er fallin frá. Hinum
illa vágesti, krabbanum, hefur enn
einu sinni tekist að hrifsa til sín góða,
sterka konu, sem barðist hetjulega, en
var ofurliði borin.
Sigurlaug var dugleg kona, skyn-
söm, rökföst, vinur vina sinna og svo
var hún alltaf skemmtileg og gat hleg-
ið næstum að hverju sem var. Svo var
hún svo hlý. Heimili hennar var alltaf
opið fyrir vini og frændur, eins þó að
þeir kæmu erlendis frá. Þá var hún
alltaf tilbúin að annast þá eins og alla
aðra. Börnin hennar og barnabörnin
voru hennar líf og yndi ásamt eigin-
manninum, honum Jens. Og við sem
ætluðum að skella okkur til Kaup-
mannahafnar saman í desember og
„fíla“ jólin. Öll sitja þau eftir harmi
slegin. Engan óraði fyrir því að vá-
gesturinn næði henni svona fljótt.
Sigurlaug var afburðagóð heim að
sækja. Ekki má gleyma sumarbú-
staðnum þeirra „Músakoti“ í Gríms-
nesi. Þangað var gott að koma. Síðast-
liðið sumar áttum við þrenn vinahjón
saman ógleymanlegar unaðsstundir
hjá Sigurlaugu og Jens, og ætlunin
var að endurtaka þetta í sumar.
En svona er lífið fallvalt, á örskots-
stund breytist allt, heimurinn hrynur
og við spyrjum: „Af hverju?“ Engin
svör fást við því, en lífið heldur áfram
og eitt er víst að minningarnar um
yndislega móður, eiginkonu og vin-
konu munu lifa og ylja okkur um
ókomna tíð.
Megi góður guð taka á móti Sig-
urlaugu og blessa ástvini hennar hér á
jörð.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Guðfinna Lilja Gröndal.
Kær vinkona, Sigurlaug Marinós-
dóttir, er fallin frá eftir stutt en erfið
veikindi.
Sigurlaugu kynntist ég, þegar ég
hóf að vinna með henni á Húsnæðis-
skrifstofu Reykjavíkur. Við unnum
saman í ein fjögur ár eða þar til stofn-
uninni var lokað árið 2001. Hún var
sérlega góður vinnufélagi, sem hafði
til að bera einstaka lagni í umgengni
við fólk. Hún var ráðagóð, raunsæ og
frá henni stafaði einstök hlýja og góð-
vild í garð þeirra, sem áttu við okkur
erindi.
Við áttum margar góðar samveru-
stundir bæði þau ár sem við unnum
saman sem og eftir það. Ég mun eiga í
framtíðinni minningar um skemmti-
legar og ógleymanlegar stundir hvort
sem um er að ræða árshátíðir, ferða-
lög, kaffihúsaferðir eða aðrar tilfall-
andi stundir. Slíkt er ómetanlegt og
verður ekki frá manni tekið.
Síðasta ferðalagið, sem við fórum
saman snemma árs, var vel heppnað
og hún kát og glöð þrátt fyrir erfiða
læknismeðferð sem hún þá var í. Það
var Sigurlaug sjálf sem hvatti til
þeirrar ferðar, gaf ekkert eftir og
hafnaði því að veikindi tækju yfir-
höndina og réðu hennar för.
Sigurlaug og Jens maður hennar
áttu fallegt heimili, voru gestrisin,
höfðingjar og góð heim að sækja. Um
leið og ég þakka okkar góðu kynni
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Jenna, barna, tengda-
barna og barnabarna. Megi Guð
varðveita þig. Hvíldu í friði.
Anna Margrét.
Með nokkrum orðum langar okk-
ur, samstarfsfólk Sigurlaugar Mar-
inósdóttur, að kveðja hana í hinsta
sinn.
Hún hóf störf sem þjónustufulltrúi
hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík í
ársbyrjun árið 2000. Sigurlaug var
glaðvær kona, brosmild og lét sér
annt um samstarfsmenn sína. Hún
hafði mikinn áhuga á umhverfi sínu
og ber vinnustaðurinn þess merki,
einkum í fíngerðum skreytingum og
hlutum sem hún oftast nær gerði
sjálf. Varð það til þess að ávallt var
leitað til hennar þegar leggja þurfti
áherslu á umhverfið, s.s. um jól og
páska. Oftar en ekki hafði hún þó
sjálf frumkvæðið. Störfum sínum
sem þjónustufulltrúi sinnti Sigurlaug
af kostgæfni og samviskusemi.
Við þökkum Sigurlaugu samfylgd-
ina í sex ár og vottum eiginmanni
hennar og fjölskyldu einlæga samúð.
Samstarfsfólk á Þjón-
ustumiðstöð Miðborgar
og Hlíða, Skúlagötu 21.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
guði sér lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
guð þerri tregatáin stríð.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóða skalt.
(V. Briem)
Við kveðjum hér með söknuði sam-
starfskonu okkar Sigurlaugu Mar-
inósdóttur.
Sigurlaug var miklum kostum gædd
og er mikill sjónarsviptir að henni.
Hún var ákveðin, hreinskilin, víðsýn og
alltaf var stutt í hláturinn og brosið
góða. Til hennar var einstaklega gott
að leita, hún var góður hlustandi, skiln-
ingsrík og hafði stórt hjarta.
Við vottum eiginmanni og fjöl-
skyldu hennar okkar dýpstu samúð.
Hvíldu í friði, elsku Sigurlaug.
Anna og Fanney.
✝ Albert Jónssonfæddist á Sól-
bakka á Stokkseyri
4. nóvember 1919.
Hann andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut hinn 6.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Þórir Ingimund-
arson, f. 12. október
1888, d. 24. maí
1967, og Viktoría
Halldórsdóttir, f.
1889, d. 29. apríl
1972. Systkini Al-
berts eru: Jóna Margrét, f. 5. sept-
ember 1910, d. 15. september
1990, Sigríður Fanney, f. 17. sept-
ember 1912, Inga Rakel, f. 21. des-
ember 1914, d. 19. febrúar 2002,
Þóra, f. 25. janúar 1917, d. 10. júlí
1997, Sigríður Dóra, f. 26. septem-
ber 1921, Njóla, f. 24. ágúst 1922,
d. 30. janúar 2000, Dagrún, f. 24.
ágúst 1922, d. 16. desember 1922,
og Dagbjartur, f. 16. ágúst 1924.
Albert kvæntist 20. janúar 1951
Sigurlaugu Guðmundsdóttur, f.
16. júní 1926. Foreldrar hennar
voru Guðmundur Finnbogason og
Lilja Magnúsdóttir. Börn Alberts
og Sigurlaugar eru: 1) Arndís
Lilja, f. 22. febrúar 1949, gift Agli
Jóni Sigurðssyni, börn þeirra eru:
a) Hallur, f. 1974, í sambúð með
Þórhildi Gísladóttur. b) Albert, f.
1976, í sambúð með
Sigyn Huld Odds-
dóttur, þau eiga tvö
börn. c) Víkingur, f.
1979. d) Hrönn, f.
1981, í sambúð með
Garðari Steingríms-
syni, þau eiga þrjú
börn. Fyrir átti Egill
Harald Þór, f. 1972,
kvæntur Sædísi
Gunnarsdóttur, þau
eiga tvær dætur. 2)
Hallur, f. 16. júlí
1950, kvæntur Svan-
hildi Guðmundsdótt-
ur, dóttir þeirra er Harpa, f. 1973.
3) Viktor Þórir, f. 15. ágúst 1953,
kvæntur Leoncie Mariu Martin. 4)
Sólrún, f. 27. júní 1958, dætur
hennar eru: a) Sigurlaug Viktoría
Pettypiece, f. 1977, í sambúð með
Hrafnkeli Erlendssyni, þau eiga
þrjú börn. b) Dagrún Antoinette
Pettypiece, f. 1982, í sambúð með
Trausta Traustasyni og eiga þau
tvo syni.
Albert og Sigurlaug hófu bú-
skap á Feyjugötu 37, byggðu síðan
hús á Borgarholtsbraut 16 í Kópa-
vogi og bjuggu þar síðan. Albert
stundaði ýmis störf á yngri árum
en lengst af starfaði hann við gull-
smíðar.
Útför Alberts verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Albert afi er genginn til feðra
sinna. Hann hafði ekki gengið heill
til skógar um nokkurt skeið, en
hann barðist við ágengan sjúkdóm
sem að lokum hafði betur. Hann
þurfti nokkrum sinnum að leggjast
inn á sjúkrahús vegna veikinda
sinna, en hafði alltaf haft betur.
Hinsta sjúkrahúsdvölin varð þó
óvænt og snörp. Þrátt fyrir háan
aldur og veikindi afa, kom mjög
óvænt að hinsta kveðjustundin
skyldi vera svo skammt undan.
Albert afi kynntist ömmu, Sig-
urlaugu Guðmundsdóttur, ungur
að árum og þau ákváðu að eigast.
Saman eignuðust þau fjögur börn
og byggðu sér fallegt heimili í
Kópavogi. Ofar öllu settu þau heið-
arleika, heilindi og umhyggjusemi
við börnin sín, aðra ættingja og
vini. Afi var mjög handlaginn og
var alltaf eitthvað að aðhafast.
Hann sinnti garðinum með stakri
prýði, bjó til marga fallega hluti úr
hinum ýmsu málmum en hann
hafði sérlega gaman af því. Hann
var náttúruunnandi mikill og hafði
mjög gaman af því að fara í göngu-
ferðir í náttúrunni og í ferðalög.
Það voru ófáar ferðirnar sem þau
hjónin fóru í. Bæði ein, með börn-
um sínum og barnabörnum. Það
var mjög gaman að ferðast með
ömmu og afa um landið og þau
þekktu nafnið á hverri þúfu sem
varð á vegi þeirra.
Albert afi var mikil barnagæla.
Hann hafði sérlega gaman af því
að umgangast og vera með börn-
um. Við barnabörnin og síðar
barnabarnabörn sóttu í að vera
með afa. Hjálpa honum að vinna í
garðinum eða fara í göngur. Mikill
samgangur var í fjölskyldunni og á
jólunum hittust allir heima hjá
ömmu og afa. Þá var siður að
ganga í kringum jólatré og syngja.
Þar var afi ávallt í broddi fylk-
ingar. Ég á yndislegar minningar
um þennan góða mann.
Albert Jónsson var sérlega
glæsilegur maður og var honum
oft líkt við enskan lord. Hann var
hávaxinn, beinn í baki og með fág-
aða framkomu. Hann var sérlega
góður og hlýr maður með sterkt
og vel gert hjarta. Afi Albert var
ekki mjög málgefinn en hann var
hnyttinn í tilsvörum og stutt var í
húmorinn. Hann gat verið glettinn
og gamansamur ef svo bar undir.
Hann var hófsamur, trygglyndur
og yfirvegaður einstaklingur sem
bar tilfinningar sínar ekki á torg.
Hann hafði góða nærveru, var þol-
inmóður og öllum þótti vænt um
hann.
Austrið eilífa hefur kallað hann
til sín. Megi hæsti höfuðsmiður
blessa hann og leiða hann inn á
veg ljóssins. Hans er sárt saknað,
hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Harpa Hallsdóttir.
Elsku afi. Mikið þykir mér sárt
að kveðja þig. Ég veit að þér líður
vel núna en eftir sitjum við með
söknuðinn.
Þú varst alltaf svo yfirvegaður
og rólegur, hjálpsamur og klár, og
oft með svo skemmtileg og skond-
in tilsvör. Ég var, og verð alltaf
ákaflega stolt af þér.
Ég, eins og við öll barnabörnin,
á svo margar minningar um Heið-
merkurferðirnar okkar. Helst
minnist ég þó þess, þegar þú, í
einni af okkar göngum þar, skrif-
aðir með krítarstein á stóru stein-
ana nöfn þeirra álfa sem þar áttu
heima. Þú skáldaðir sögur og
leiddir okkur í ævintýraheima
þína.
Guð blessi þig, elsku afi minn.
Þú verður alltaf í hjarta mínu.
Þín dótturdóttir,
Dagrún Antoinette.
ALBERT
JÓNSSON