Morgunblaðið - 14.08.2006, Page 28

Morgunblaðið - 14.08.2006, Page 28
28 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Eiríkur Magnús-son fæddist í Kaupmannahöfn 6. janúar 1921. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi aðfara- nótt 5. ágúst sl. For- eldrar hans voru Ingibjörg Lilja Ólafsdóttir frá Hól- um í Dýrafirði, f. 24.4.1889, d. 30.6.1933 og Magn- ús Matthíasson, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 3.4.1888, d. 7.10.1963. Foreldrar Lilju voru Sigríður Kristín Jónsdóttir, f. 1855, d. 1944, og Ólafur Guð- mundsson, f. 1863, d. 1928, hjón á Hólum í Dýrafirði. Foreldrar Magnúsar voru Guðrún Runólfs- dóttir, húsfreyja, f. 1851, d. 1923, og sr. Matthías Jochumsson, f. 1835, d. 1920. Systir Eiríks, sam- mæðra, var Ragnheiður Stefáns- dóttir, gistihaldari og húsfreyja á Þingeyri, f. 27.10. 1911, d. 28.11.1985, gift Steinþóri Árna- syni, f. 22.8.1902, sem fórst í árás- inni á línuveiðarann Fróða 10.3.1941. Eiginkona Eiríks er Regína Magdalena Bragadóttir, fyrrum verslunarstjóri bókabúðar Braga Brynjólfssonar við Hafnarstræti (Lækjartorgi), þjónustufulltrúi hjá Símanum, f. í Reykjavík 12.3.1942. Foreldrar hennar eru Dóra Thoroddsen, gullsmiður og hús- freyja, f. 1914, d. 2001 og Bragi Brynjólfsson, bóksali, f. 1909, d. 1961. Börn Regínu og Eiríks eru 1) Eva Katrín, f. 30.11.1972, í fram- haldsnámi í sálfræði, búsett í Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjun- jónsson, múrari, f. 24.12.1971. Barn Steingríms og Önnu Dagnýj- ar Halldórsdóttur, deildarstjóra, f. 22.12.1959, er c) María Ellen, f. 16.10.1995. Eiríkur fluttist til Íslands frá Kaupmannahöfn með móður sinni tveggja ára gamall. Hann ólst upp hjá henni meðan hennar naut við. Eftir það var hann hjá móðurbróð- ur sínum, Guðmundi Ólafssyni, og síðan föður sínum. Hann sigldi árið 1938, þá 17 ára gamall, til Danmerkur til náms og naut til þess aðstoðar föðurbróður síns, Steingríms Matthíassonar læknis, sem þá starfaði í Dan- mörku. Í Kaupmannahöfn lagði Eiríkur stund á rafvélavirkjun við Teknisk Skole í Kaupmannahöfn og lauk sveinsprófi þaðan árið 1942. Hann nam við Københavns Teknikum 1943–45. Þá var hann einnig við nám í Københavns Handelsskole árin 1938–39. Heimkominn með m/s Sæfellinu 1945 starfaði hann sem rafvirki í Reykjavík en setti síðan á stofn Rafmagnsdeild Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, SÍS, þar sem hann starfaði 1947– 49. Hjá Olíuverzlun Íslands hf. starfaði Eiríkur 1949–71, fyrst sem verkstjóri og rafvélavirki við uppbyggingu olíustöðvarinnar (BP/OLÍS) í Laugarnesi í Reykja- vík og síðar sem deildarstjóri á skrifstofu fyrirtækisins. Hann starfaði eftir það hjá Bræðrunum Ormsson 1972–1975. Þá starfaði Eiríkur hjá Véladeild SÍS 1975– 1985 sem deildarstjóri og síðar hjá öðru fyrirtæki SÍS, Jötni, 1985– 1993. Síðustu ár starfsævi sinnar vann Eiríkur hjá Sundi ehf. til 75 ára aldurs. Hann var löggiltur raf- virkjameistari og sat í stjórn Fé- lags íslenska rafvirkja árin 1947– 49. Eiríkur var félagi í Frímúrara- reglunni frá 1966. Útför Eiríks Magnússonar verð- ur gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. um, gift Michael Wal- ter Ditto, f. 5.6.1967, arkitekt og fram- kvæmdastjóra. Þeirra barn er Eirík- ur Michael, f. 7.7. 2004. 2) Bragi Magnús, f. 22.10. 1974. Fyrri eiginkona Ei- ríks var Sigríður Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 10. 10. 1915. For- eldrar hennar voru María Guðmunds- dóttir, f. 1890, d. 1987 og Svein- björn Sveinsson, f. 1891, d. 1916, hjón á Laxárbakka í Miklaholts- hreppi, Hnappadalssýslu. Börn Sigríðar og Eiríks eru 1) Lilja, lífeindafræðingur, f. 18.3.1947, gift Braga Líndal Ólafs- syni, PhD í fóðurfræði, f. 11.2.1945, þeirra synir eru a) Birk- ir Þór, PhD í sameindalíffræði, f. 10.2.1972, kvæntur Jónínu Þór- unni Erlendsdóttur, hjúkrunar- fræðingi, f. 22.4.1968, þeirra barn er Svanborg Lilja, f. 12. 9.2005, b) Reynir Freyr, rafmagnsverkfræð- ingur, f. 17.9.1978, maki Elva Rak- el Jónsdóttir, umhverfisfræðing- ur, f. 27.9.1979. Þeirra barn er Freydís Edda, f. 14.3.2005. 2) Steingrímur Sveinbjörn, hrl, f. 8.2.1951. Hann var kvæntur Bjarnheiði Magnúsdóttur, verslun- armanni, f. 31.1.1951. Þau skildu. Þeirra börn eru a) Harpa Sigríður, skrifstofumaður, f. 4.12.1979. Sambýlismaður hennar er Ingvar Jóhann Snæbjörnsson, verslunar- maður, f. 16.7.1975. Þeirra barn er Arnar Óli, f. 6. 6.2005, b) Helga Ína, sölumaður, f. 15. 6.1983. Sam- býlismaður hennar er Geir Guð- Tengdafaðir minn, Eiríkur Magn- ússon, er látinn. Kynni okkar hafa staðið óslitið í 36 ár frá því er ég kom í mína fyrstu heimsókn í Skeiðarvog- inn til væntanlegra tengdaforeldra minna. Eiríkur fæddist ekki með silfur- skeið í munni. Hann var barn ein- stæðrar móður, óvelkominn föður sín- um, sem vildi að barnið yrði gefið erlendis til að forðast hneyksli. Móðir hans lést um aldur fram er Eiríkur var 12 ára. Eftir það átti hann athvarf hjá móðurbróður sínum, Guðmundi Ólafssyni og hans konu, Sesselju Ein- arsdóttur. Var alla tíð kært með þeim og Eiríki. Um tíma bjó hann hjá föður sínum og hans konu, en það var stormasamur tími. Hann gekk í Ingi- marsskóla, en 1938 var ákveðið að senda hann, 17 ára gamlan, til Kaup- mannahafnar. Þar var hann í umsjá föðurbróður síns, Steingríms Matt- híassonar læknis, en faðir hans studdi hann fjárhagslega. Ekki var ákveðið þá hvað hann tæki sér fyrir hendur, en hann hóf þó fljótlega nám í rafvéla- virkjun, lauk sveinsprófi og hóf síðan nám við Københavns Teknikum. Dan- ir hafa alltaf haldið opinni leið í há- skóla fyrir manninn af verkstæðis- gólfinu. Í stríðslok var hann kominn vel á veg í námi og ætlaði að halda því áfram. Ástandið í Danmörku var þá mjög bágborið. Hann og tengdamóðir mín ákváðu því að halda heim til Ís- lands, þaðan sem bárust fréttir um gósentíð. Öll starfsævi Eiríks hefur byggst á námi hans með einum eða öðrum hætti. Hann var tæknilega sinnaður og átti mjög auðvelt með að tileinka sér nýjungar. Hann var einnig lag- hentur og gat nánast gert við hvað sem var. Eiríkur var tæplega meðalmaður á vöxt með hrafnsvart hár og dökk augu, hvortveggja arfur úr móðurætt. Í Eiríki bjuggu margar manngerð- ir. Hann var fágaður, allt að því ar- istókratískur í framkomu, smekk- maður í klæðaburði, vel máli farinn og talaði reiprennandi dönsku og ensku. Hann kunni líka ágætlega við sig í vinnugallanum í einhverju ati. Gleði- maður var hann og kunni að skemmta sér. Hann átti þó til að gera sér einum of dælt við Bakkus sérstaklega síðari hluta ævinnar. Hann var tilfinningaríkur maður og mátti ekkert aumt sjá. Ég hef sjaldan séð mann hlæja jafninnilega svo tárin streymdu úr augunum. Eiríkur var okkur alla tíð mjög hjálpsamur hvort sem um var að ræða rafmagn eða bíl eða bara bjarga einhverju fyrir horn. Eins og fleiri Ís- lendingar byggðum við hús. Eiríkur hjálpaði okkur með rafmagnið. Við eyddum miklum tíma saman og spjölluðum mikið. Þá tel ég mig hafa kynnst Eiríki Magnússyni vel. Ef til vill eru eftirminnilegustu minningarnar samt þegar hann var í heimsókn, sat við eldhúsborðið og fékk sér molasopa, kannski með súkkulaðimola, gantaðist og hló. Þau feðgin töluðu gjarnan dönsku með til- heyrandi áherslum og látbragði. Sam- band Eiríks við dóttur sína, konu mína, var náið. Þau eru mjög lík að skapferli og jafnvel útliti. Eiríkur náði að lokum góðu sam- bandi við föður sinn eftir að hann kom frá Danmörku og hann gekkst form- lega við honum. Það var hins vegar fjarri Eiríki að stæra sig af uppruna sínum, hann mat verk afa síns en nefndi hann ávallt séra Matthías. Eiríkur var hraustur líkamlega nánast allt sitt líf. Hann var góður sundmaður og fór í laugar á hverjum morgni. Síðustu þrjú árin hefur hann hins vegar mátt glíma við þann sjúk- dóm, Alzheimer, sem flytur fólk lif- andi í aðra veröld. Við kveðjum Eirík Magnússon með trega og söknuði. Blessuð sé minning um góðan dreng. Bragi Líndal Ólafsson. Afi Eiríkur er dáinn og minning- arnar um hann renna hratt fyrir hug- skotssjónum. Afi var ávallt í miklum metum hjá mér og mun vera áfram um ókomna tíð. Ég kem því ekki fyrir mig hvað það nákvæmlega var við afa Eirík, en mér leið ávallt vel í samvistum við hann. Þær voru ófáar stundirnar sem mað- ur eyddi á vappi í kringum hann þar sem hann var að gera við Bronco í Skeiðarvoginum. Afi þreyttist aldrei á því að svara spurningum mínum um allt milli himins og jarðar og ég man hversu gaman það var að fá að leggja hönd á plóginn við að koma þessum merka bíl aftur á götuna. Afi var alltaf tilbúinn að hlusta og var fljótur að geta sér til um þegar manni leið ekki vel. Mér er ofarlega í minni þegar ég eitt sinn ætlaði ekki að fást til að fara í tónfræðitíma. Afi var fljótur að veiða upp úr mér að ég væri hálfhræddur við hrekkjusvínið í bekknum. Afi fylgdi mér inn og spjall- aði örlitla stund við hrekkjusvínið um daginn og veginn, eftir þetta voru samskipti mín og þessa drengs ein- ungis á góðum nótum. Þetta var afi í hnotskurn, tilbúinn að hughreysta þegar maður var leiður. Á menntaskólaárunum lágu leiðir okkar oft saman í hádegismat hjá ömmu Siggu í Skeiðarvoginum. Það var ávallt gaman að geta sest niður með afa og spjalla við hann þar um daginn og veginn og jafnvel hlusta á hann segja eina af sögum sínum sem hann sagði ávallt af mikilli innlifun. Amstri dagsins var fljótgleymt þegar maður sá bílinn hans afa standa á bílastæðinu. Afi Eiríkur var rafvirki og ósjaldan nutu foreldrar mínir góðs af þeirri þekkingu hans. Var ég ávallt boðinn og búinn til þess að vera liðléttingur þegar afi kom arkandi upp tröppurn- ar með stóru svörtu töskuna sína. Mér fannst fátt annað skemmtilegra en að hlaupa fram og til baka og hjálpa honum að draga í dósir og framkvæma það sem mér fannst allt að því vera töfrabrögð. Kæri afi minn, ég vildi óska að sam- verustundir okkar hefðu verið fleiri þessi síðustu ár en tímanum fæst ekki haggað. Ég kveð því með þessum orð- um sem ég vona að láti í ljós hversu vænt mér þótti um þig, elsku dreng- urinn minn. Þinn, Reynir Í dag verður afi okkar, Eiríkur Magnússon, lagður til hinstu hvílu. Þegar við hugsum til baka eru marg- ar minningar um afa okkar sem koma upp í hugann, sér í lagi munum við eftir því hversu hlýlega hann tók á móti okkur í hvert skipti sem við hitt- um hann. Hvort sem það var í dag- legu amstri, eða á hátíðis- og tyllidög- um. Hann afi hafði lifað tímana tvenna og hafði frá mörgu að segja, og hann kunni að segja skemmtilega frá. Þar gilti einu hvort það var um ýmsa sam- tíðarmenn, eða um dvöl hans í Dan- mörku á stríðsárunum. En hann og amma, eins og margir Íslendingar, urðu innlyksa í Danmörku undir her- námi Þjóðverja og voru upplifanir stríðsáranna afa í fersku minni. Afa var ýmislegt til lista lagt, hann hafði gaman af tónlist og spilaði sér og öðrum til ánægju á gítar. Hann var góður sundmaður og synti sér til heilsubótar á hverjum morgni árum saman. Hann var sérlega verklaginn, sér í lagi þegar kom að bílum, og var gott að leita til hans með ýmislegt tengt þeim. Ósjaldan var afi að stúss- ast í bílaviðgerðum í bílskúrnum í Skeiðarvoginum, en sá bílskúr var ævintýraland fyrir krakka þar sem var hægt að finna allskonar dót að leika sér með og var afi alltaf tilbúinn að hjálpa okkur að útbúa hitt og þetta milli þess sem hann vann í að gera upp gamla Broncoinn, sem vegna lit- arins hlaut seinna nafnið „Orange blossom special“. Það hittist svo skemmtilega á, að afi átti afmæli á þrettándanum, og þá hittist öll fjölskyldan oft og átti góða kvöldstund, þá var oft skotið upp flug- eldum, en afi hafði mjög gaman af því. Það gaf okkur mikið að geta kvatt þig áður en þú fórst og geta komið því til skila hvað okkur þótti vænt um þig, vonandi hefurðu heyrt það. Að lokum kveðjum við þig með þeim orðum sem þú kvaddir alltaf með „blessi-bless“, elsku afi. Þú guð míns lífs, ég loka augum mínum, í líknarmildum föður-örmum þínum, og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föður hjarta. (Matth. Jochumsson.) Birkir Þór, Harpa Sigríður, Helga Ína og María Ellen. Í dag kveðjum við mikinn heiðurs- mann, ástkæran mág, frænda og vin. Okkur er efst í huga þakklæti. Ótal dýrmætar minningar streyma fram í hugann. Þökk fyrir þær allar nú er við kveðjum hann hinstu kveðju. Eiríkur Magnússon var glæsi- menni að vallarsýn, þótt hann væri ekki með hærri mönnum, karlmann- legur, laglegur, hárprúður svo af bar og bauð af sér mikinn og góðan þokka, hann var valdsmannlegur í framgöngu, samt ávallt prúður og hafði til að bera einstaka meðfædda kurteisi í bland við alúðleika og ljúf- mennsku; báru menn ósjálfrátt virð- ingu fyrir honum og vildu allt fyrir hann gera. Sterkt svipmót hans minnti óneitanlega á afa hans, þjóð- skáldið séra Matthías Jochumsson, sem og glæsimennið Magnús, föður Eiríks, og ekki leiðum að líkjast. Ekki síst léði hátt og elegant nef hans, Matthíasarnefið margrómaða, honum aristókratískan og glæsilegan svip! Allt yfirbragð hans og fas bar samt með sér rósemd, hlýju og yfirvegun, og það fékk hann efalaust frá móður sinni, sem var einstök mannkosta- manneskja. Eiríkur var trygglyndur, traustur og áreiðanlegur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var jafnframt mikill gleðimaður, hafði lif- andi frásagnargáfu, var skarpgreind- ur og víðlesinn, en líka viðkvæmur og hjartahlýr og lék á hljóðfæri á góðri stund og söng af hjartans lyst, og er mér minnisstætt að sjá hann með börnum sínum ungum sitjandi við fót- skör hans, mænandi uppnumin á hann, þar sem hann hallaði sér að þeim fram í sæti og spilaði svo glaður á gítar og söng spænska söngva með tilheyrandi r-hljóðum, við mikinn fögnuð þeirra. Á heimilinu var einnig flygill af fínustu sort með ábreiddu dýrindis kínversku silkiteppi, yfir trónaði málverk af séra Matthíasi sjálfum, ábúðarfullum á svip, svo maður eiginlega hneigði sig í hvert sinn og gengið var til stofu og augum gotið upp. Eiríkur hafði og unun af ljóðum og lestri góðra bóka, og var gaman að bera saman bækur okkar! Það var líka yndislegt er ég og móðir mín heitin ásamt dóttur minni, sem var í sérlegu uppáhaldi hjá Eiríki, komum í sunnudagsheimsóknir til þeirra hjóna í húsið þeirra fallega, Kögurselið, eiginlega handsmíðað af Eiríki, gagngert til að hlusta á hann segja frá dvöl sinni í Kaupmannahöfn en þar bjó hann um langt skeið. Var hann hafsjór fróðleiks um stríðsárin og ekki síst aðdraganda styrjaldar- innar síðari og mikill og góður frá- sagnamaður. Hluti sögunnar fór jafn- an fram á dönsku, en hana talaði Eiríkur eins og innfæddur, kryddaði hann söguna með laufléttum dönsk- um húmor, sem jafnan vakti mikla kátínu. Þá spillti ekki að þessum sög- um fylgdu nýbakaðar rjómapönnu- kökur systur minnar á dúklögðu borði með rjúkandi heitu kaffi. Rit eftir erlenda sagnfræðinga höfðuðu til hans, einkum um mikil- menni sögunnar sem og heimsmál líð- andi stundar og lék dável á gítar. Eiríkur átti líka sínar viðkvæmu hliðar, vöknaði honum oft um augu er hann minntist móður sinnar. Hann fæddist í Kaupmannahöfn, en fluttist með móður sinni heim til Íslands og bjuggu þau á Skólavörðustíg 4, listi- lega hlöðnu steinhúsi í miðbæ Reykjavíkur, og lék hann sér þar í porti daglangt í bernsku. Mikið hafði hann gaman af að segja Þeódóru dótt- ur minni frá því. Svo vildi nefnilega til að ég hafði það fallega hús fyrir aug- unum í ein 18 ár, en við mæðgur bjuggum í næsta húsi. Eiríkur varð fyrir miklum missi þegar móðir hans lést er hann var bara ungur drengur, eða tólf ára gam- all. Aðeins sautján ára gamall lagði hann upp í langferð til Danmerkur til náms, enda greindur og vel verki far- inn. Þar lærði hann það sem þá hét og var mikil framtíð í, rafvélavirkjun, og varð mikill hagleiksmaður á því sviði. Eiríkur var kominn hátt á áttræð- isaldur, 75 ára, þegar hann var enn í fastri vinnu. Hann var hagur til handa og gat smíðað heilu bifreiðarnar og gert við allt sem aflaga fór á heimili sínu og annarra fjölskyldumeðlima. Hann var vinnusamur svo að honum féll aldrei verk úr hendi þar til undir það síðasta þegar hann veiktist. Ei- ríkur dvaldi langdvölum í bílskúrnum, þar mátti ganga að honum vísum, sem og syninum, Braga Magnúsi, sem þar var jafnan að læra handtökin af föður sínum. Eiríkur mátti ekki af gömlum bílum sínum sjá, hann gerði endalaust við þá, svo sem væru þeir nýir, og var þeim snyrtilega lagt við hús þeirra í „lange baner“ nágrönnum og vegfar- endum til ánægjuauka! Fegursta bif- reiðin var „Orange Blossom Special, Bronco-jeppi de Lux“! Hann var hreinasta augnayndi á götum bæjar- ins, minnti helst á íturvaxna suðræna appelsínu á hjólum! Eiríkur var einstakur faðir börnum sínum, þeim öllum ljúfur og eftirlátur, góður eiginmaður, mikill fjölskyldu- maður og traustur vinur. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð barna sinna og afkomenda og gladdist hjart- anlega þegar vel gekk, enda öll hin mannvænlegustu. Mikil blessun var það að yngri dóttir hans náði frá henni stóru Ameríku til að sjá föður sinn enn á lífi, eftir að hann veiktist skyndilega alvarlega. Held ég að hann hafi þá loks gefið eftir og látið sig síga sælan yfir í aðra heima, þegar Pokahontas-telpan hans náði að smella kossi á enni hans. Hann var umvafinn öllum afkomendum sínum á dánarbeði og er það mikið lán for- eldri. Það var mikið gæfuspor systur minni að eignast Eirík fyrir eigin- mann og lán fjölskyldu okkar. Með þeim var skyldleiki og hans ættir því hennar. Þau voru samvalin, samhent í einu og öllu, höfðu sömu gildin í heiðri og viðhorf til lífsins, bæði jafn áreið- anleg og trygglynd, hæglátar, prúðar, rólyndar og framar öllu góðar mann- eskjur, salt jarðar. Ævinlega mun ég verða Eiríki þakklát hve góður hann reyndist EIRÍKUR MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.