Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 29
móður minni heitinni, betri en nokkur
sonur. Hann bar hana á höndum sér
og varð bókstaflega miður sín, ef ekki
pínulítið „foj“, ef einhver annar í fjöl-
skyldunni ók henni til læknis eða í
búðir, þá sárasjaldan hún fór af bæ,
enda var gaman að erindast með móð-
ur minni, svo falleg, greind, kát og
skemmtileg sem hún var. Og vissu-
lega kunni hún að meta tengdason
sinn, hvílíkur afbragðsmaður hann
var. Og veit ég að honum fannst hið
sama um hana. Hann var einnig sem
annar faðir dóttur minnar, svo und-
urgóður var hann henni. Eiríkur var í
einu og öllu klettur fjölskyldu okkar.
Minning hans mun ylja okkur um
hjartarætur um ókomin ár.
Ég kveð Eirík, þann mannkosta-
mann, með söknuði og þakka honum
allt.
Ég votta systur minni, börnum
hans fjórum og fjölskyldu allri og að-
standendum mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Eiríks Magn-
ússonar.
Ragnhildur Bragadóttir
Eiríkur Magnússon var samstarfs-
maður föður míns um árabil og mikill
vinur foreldra minna og sérstakur
vinur minn og áhrifavaldur frá þeim
degi sem ég fæddist. Ég man ekki eft-
ir lífinu án hans. Eiríkur var ekki
stórvaxinn en hafði mikið kolsvart hár
og stórt nef og líktist afa sínum. Hæfi-
leika hafði hann ríkulega og tilfinn-
ingamaður var hann. Skopskynið var í
lagi og hann var alltaf brosandi og
syngjandi. Á góðum stundum var
hann flottur með hatt og hvítan vasa-
klút í brjóstvasanum. Honum fylgdi
alltaf heitur gustur er hann birtist:
Hann opnaði fyrst dyrnar, talaði svo
tungum eins og skáld er hann til-
kynnti komu sína í forstofunni, og þá
loksins gall bjallan, þegar allir vissu
fyrir löngu hver kominn var. Ætíð
varð mikill fögnuður er hann birtist
og fyrr en varði hófst gítarsláttur og
söngur. Stundum hafði hann einnig
með sér þær græjur og tól sem góðir
rafvirkjar bera með sér. Slík var
hrifning mín af þessum manni, að ég
rak þriggja ára höndina beint inn í
opna rafmagnsdós og sagði: „Ég er
Eiríkur rafmagnsmaður.“ Komst ég
þá fyrst í almennilegt „stuð“ og man
enn strenginn upp handlegginn.
Eiríkur festist í Danmörku í stríð-
inu en þar var hann að læra rafvéla-
fræði. Á kvöldin spilaði hann í dans-
hljómsveit, en var með riffil í
gítartöskunni því hann var í dönsku
andspyrnuhreyfingunni gegn her-
setuliði nasista. Var hann þó því fegn-
astur að vera aldrei sendur út að
beina því instrúmenti á Þjóðverja.
Grunar mig að Danir hafi viljað halda
honum sem lengst í hljómsveitinni.
Svo fjörugur var hann, að hann fékk
viðurnefnið „Eiríkur rafmagnaði“
þótt ekki léki hann á rafgítar.
Ég var byrjaður að hlusta á Bítlana
snemma og varð þess seinna áskynja
að faðir minn og Eiríkur voru laumu-
aðdáendur er þeir sátu heilt kvöld og
sungu og trölluðu „Yellow Subm-
arine“ í miklu stuði. Eiríkur sló gít-
arinn með allt öðrum hætti en Bítlar
eða aðrir gítaristar íslenskir, eigin-
lega með spænsk-mexíkönskum
hætti og kalypsó, enda var Harry
Belafonte hans maður sem og Mani-
tas de Plata, Narciso Yepes og André
Segovia. Eiríkur var fyrsti íslenski
„latin“-gítaristinn á sinn veg, hafði
skemmtilega tilfinningu fyrir takti.
Hann togaði taktinn og skaut inn
aukaslögum án þess að missa nokk-
urn tíma bítið. Gat brugðið fyrir sig
flamenco-eftirlíkingu ef mikið lá við.
Ekki varð hjá því komist að læra á
gítarinn af honum, hljómana og
ásláttartæknina – og fyrir tilstilli
hans lá leið mín í framhaldinu til vinar
hans, Eyþórs Þorlákssonar, til frek-
ara gítarnáms þegar ég fékk allt í
einu nafnlausa sendingu frá Spáni;
Metodo de Guitarra eftir Dionisio
Aguado. Ég á þessa bók enn og þótt
ekki hafi gítarleikur orðið ævistarfið
hefur reynst mér erfitt að leggja
hljóðfærið frá mér síðan. Eiríkur var
því örlagavaldur í mínu tilviki auk
þess að lita lífið með stórskemmtileg-
um karakter sínum og vináttu.
Far vel, vinur og kennari. Þín verð-
ur ætíð minnst.
Páll Torfi Önundarson.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 29
MINNINGAR
✝ Þorvaður A Guð-mundsson fædd-
ist 31. ágúst 1928.
Foreldrar hans voru
Aðalbjörg Þorvarð-
ardóttir húsfrú og
Guðmundur Einars-
son kaupmaður.
Systkini hans Ein-
ar Björgvin, sem er
látinn, Helgi, sem er
látinn, Kristín Sigur-
björg, sem er látin
og Erla Lára búsett í
Keflavík.
Þorvarður var
fæddur í Stykkishólmi og ólst þar
upp. Hann nam skipasmíði og lauk
meistarabréfi í greininni 1953.
Hann var formaður Iðnaðarmanna-
borgar og byggingareftirlitsmaður
hjá byggingardeild borgarverk-
fræðings frá 1985 til starfsloka
1998. Sat í trúnaðarráði Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar í
tvö kjörtímabil og var í stjórn sam-
taka aldraðra í 6 ár.
Hann kvæntist Lillian Annelise
17. júní 1955, en hún andaðist 10.
júlí síðastliðinn.
Börn þeirra eru: 1) Súsanna,
fædd 1956, gift Atla S. Grétarssyni
og eiga þau 4 börn.
2) Björgvin, fæddur 1957.
3) Guðmundur Aðalsteinn, fædd-
ur 1960, giftur Vilhjálmi J. Guð-
jónssyni sem á eina dóttur.
4) Aðalbjörg, fædd 1963, í sam-
búð með Sigurði Gíslasyni og þau
eiga 3 börn.
5) Bylgja, fædd 1968 í sambúð
með Sveini Þorsteinssyni og þau
eiga 6 börn.
Þorvaður verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
félags Stykkishólms í
mörg ár og sat í
hreppsnefnd Stykkis-
hólms í eitt kjörtíma-
bil. Hann starfaði við
nýsmíði skipa í Dan-
mörku þar sem hann
kynntist Lillian An-
nelise eiginkonu
sinni. Hann stofnaði
Skipavík í Stykkis-
hólmi, ásamt fleirum,
þar sem hann starfaði
í fjölmörg ár. Var
einn af stofnaðilum
Rækjuness árið 1974.
Hann lauk stálskipasmíðanámi árið
1980. Var verkstjóri í Stálvík í
Garðabæ 1977–1981. Eftirlitsverk-
stjóri hjá trésmiðju Reykjavíkur-
Elsku pabbi minn, þegar mamma
dó fyrir nokkrum vikum síðan horfði
ég á hluta af þér deyja með henni. En
að ég ætti eftir að sitja og skrifa minn-
ingar um þig áður en ég væri búin að
takast á við sorgina vegna fráfalls
mömmu var óhugsandi, þrátt fyrir
veikindi þín. Síðustu dagar hafa verið
mjög erfiðir fyrir okkur vegna veik-
inda og þjáninga sem þú þurftir að
líða, en þú hlýtur að vera hvíldinni
feginn eftir allt erfiðið.
Ég er þakklát fyrir allar bænirnar
sem þú kenndir mér í æsku því þar finn
ég styrk til að takast á við sorgina og sjá
ljósið á ný. Vitandi að þið mamma eruð
sameinuð á ný eftir stuttan aðskilnað er
líka styrkur. Elsku pabbi, takk fyrir alla
ástina, umhyggjuna og hlýjuna sem þú
gafst okkur alltaf. Takk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig, Atla og börnin okkar.
Elsku pabbi, ég kveð þig nú en
minning þín mun lifa í hjörtum okkar.
Hvíl í friði elsku pabbi.
Þín dóttir,
Súsanna
„Elsku pabbi, Guð gefi þér styrk til
að mæta þeirri framtíð sem nú bíður
þín án mömmu.“ Þessi hvatningarorð
skrifaði ég til pabba í minningargrein
minni um mömmu, sem var jarðsung-
in 21. júlí síðastliðinn. Á örskömmum
tíma kveðjum við systkinin báða for-
eldra okkar. Foreldra sem voru
tengdir í ást, kærleika og nánd sem
náði yfir móðuna miklu. Missirinn er
sársaukafullur, ekki bara fyrir okkur,
heldur líka vini og nágranna mömmu
og pabba. Atburðarásin var hröð og
eftir stöndum við með arfleifð þeirra,
kærleika, auðmýkt og þakklæti í
hjarta. Pabbi var fallegur maður bæði
í útliti og innræti og ég var alltaf mjög
stoltur af honum. Þegar ég rifja upp
ævi hans dettur mér helst í hug að
pabbi var á undan samtíð sinni í svo
æði mörgu. Kraftur, sköpunargáfa og
framsýni lýsa honum best. Hann
stofnaði fyrirtæki sem enn skipa mik-
ilvægan sess í atvinnulífi Stykkis-
hólms. Hann lagaði sig að breyttum
tímum með símenntun, bæði í sinni
iðn og síðar ótengdum störfum.
Pabbi var líka léttur í lund og bjart-
sýnn. Styrk sinn sýndi hann okkur
öllum, ekki minnst við óvænt andlát
mömmu, það átti að fara til S-Afríku,
austur til Aðalbjargar, nota tímann
með Súsönnu, Bylgju og fjölskyldum
þeirra til að lina sorgina. Fullur bjart-
sýni fór hann í aðgerð áður en
mamma var jörðuð. Síðan útskrifaði
hann sjálfan sig til að vera viðstaddur
útför hennar. Þar stóð hann keikur og
beinn í baki og heilsaði hátt í 300
manns sem vottuðu mömmu virðingu
sína. Rúmlega hálfum mánuði síðan
var hann allur. Þessi fallega og trúaða
sál hefur fundið frið og hvíld í ljósinu
og fundið ástina sína aftur. Á þessum
tímamótum finn ég til auðmýktar
gagnvart lífinu og þakklæti fyrir að
hafa átt yndislega foreldra. Elsku
Súsanna, Aðalbjörg og Bylgja, með
sömu hvatningarorðum og til pabba
bið ég Guð um að gefa ykkur styrk til
að mæta þeirri framtíð sem nú bíður
ykkar án foreldranna. Elsku Inger og
Kristján, Guð launi ykkur vináttuna
og tryggðina við okkur. Elsku Erla,
Gilli og fjölskyldur, tíminn læknar öll
sár. Allir vinir og nágrannar pabba og
mömmu, enginn fyllir skarð foreldra
minna. Megi almættið fylgja ykkur í
blessun um ókomna tíð. Kærar þakkir
til starfsfólks deildar 11E á Landspít-
alanum fyrir einstaka alúð og umönn-
un. Hugur okkar Villa er hjá ykkur
öllum.
Guðmundur Aðalsteinn.
Elsku Varði minn. Það verða ekki
mörg orð sem ég skrifa í þessari
minningargrein um þig, því það væri
svo margt sem ég gæti skrifað um
hvað varðar góðvild þína, traust og
dugnað. Þú vildir allt fyrir alla gera.
Máttir ekkert aumt sjá því réttlæt-
iskennd þín var svo sterk. Þú reyndist
mér og minni fjölskyldu afar vel.
Það hefur mikið tómarúm skapast
við fráfall þitt og er ekki langt síðan
við kvöddum konuna þína, tengda-
móður mína. Það voru yndislegar
stundir, sem ég og fjölskylda mín átt-
um með þér í veiðiferð ekki fyrir svo
ýkja löngu. En þá leyndi sér ekki
hvað þú varst orðinn veikur og fór þá
konan mín, yngsta dóttir þín, með þig
seinni part sunnudagsins 30. júlí upp
á spítala og varð ekki aftur snúið, þar
sem þú andaðist 7. ágúst.
Þú varst hetja í mínum augum, sem
og hjá minni fjölskyldu. Megi algóður
guð blessa og varðveita minningu
þína og vegsemd þína. Því nú hefur
góður drengur kvatt og verður ávallt
sárt saknað.
Sveinn Þorsteinsson.
Elsku afi og amma.
Það er búið að segja okkur að þið
séuð að hvíla ykkur og að afi sé kom-
inn til ömmu. Við erum að læra í
fyrsta sinn um sorg og söknuð og
hvað það sé fallegt að þið elskuðuð
hvort annað svo mikið að Guð leyfði
ykkur að hittast svona fljótt aftur. Við
erum bæði glöð og hrygg. Mamma
segir að tárin hennar séu af gleði, en
líka sorg af því að þið eruð farin og við
sjáum ykkur ekki aftur. Frændi
kenndi okkur að segja alltaf á kvöldin
„Vaki Guðs englar yfir ykkur.“ Við
söknum ykkar.
Torfi, Rós og Karín.
Elsku afi.
Langafi minn, pabbi þinn orti þetta
ljóð í minningu bróður þíns, sem dó
árið 1919, og alnafni minn, sonur þinn,
skrifaði þetta inn í Biblíuna mína:
Drottinn, þú gafst mjer blóm eitt blítt.
Broshýrt, fagurt og blómstrum prýtt;
Hjarta mitt barðist ótt og fljótt,
Um það hugsandi dag og nótt,
Hvað verða mundi um vininn þann,
sem faðir og móðir heitast ann.
(Guðmundur Einarsson)
Ég elska þig og ömmu, sem er líka
nýdáin, og sakna ykkar svo sárt.
Guðmundur Aðalsteinn
Sveinsson
Elsku besti afi, mikið er sárt að
kveðja þig svona stuttu eftir að amma
dó. Þið voruð alltaf svo góð við okkur
og hún mamma okkar var svo tengd
ykkur. Það er skrýtið að heimsókn-
irnar verða ekki fleiri á Dalbrautina.
Þú varst svo fallegur þegar við sáum
þig nýdáinn á spítalanum, fallegur
eins og þú varst líka góður.
Elsku afi, megi Guð geyma þig og
ömmu í ljósinu.
Ykkar
Davíð Freyr og Tómas Ingi.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Síminn hringdi að morgni 7. ágúst.
Okkur var tilkynnt, að vinur okkar
Þorvarður hefði látist þá um morg-
uninn. Sársaukinn var nístandi, en þó
var viss léttir að vita, að stríðinu væri
lokið. Baráttan við illvígan, ólæknandi
sjúkdóm var tiltölulega stutt, en
snörp.
Eiginkona Þorvarðar til 50 ára,
Lillian, stóð óhagganleg við hlið hans í
baráttunni, en hún varð bráðkvödd á
heimili þeirra hjóna 10. júlí.
Eftir lát Lillian varð lífsvilji Þor-
varðar veikur, þótt hann bæri sig af
æðruleysi við útför hennar. Saman
höfðu þau gengið lífsins veg í blíðu og
stríðu. Sjálfur dauðinn gat ekki skilið
þau að, nema um stundarsakir.
Við kynntumst þessum ágætu
hjónum í Stykkishólmi fyrir 36 árum,
þegar við fluttum þangað frá Svíþjóð,
ung læknishjón með fjögur börn.
Fimmta barnið okkar fæddist svo í
Hólminum.
Lillian og Þorvarður áttu fimm
börn á líkum aldri og okkar. Kynni
milli fjölskyldnanna okkar urðu að
órjúfanlegri vináttu, sem aldrei hefur
borið skugga á.
Vinur okkar, Þorvarður, var vel
menntaður skipasmíðameistari og
starfaði sem slíkur í Keflavík, Stykk-
ishólmi og Garðabæ. Seinustu árin
starfaði hann hjá Reykjavíkurborg.
Hann var af þeirri gerð iðnaðar-
manna sem allt lék í höndunum á.
Nutum við oft góðs af því. Þorvarður
var góður sögumaður með frábært
skopskyn. Manni leið alltaf vel í fé-
lagsskap hans á fleygri stund. Ótal
minningar leita á hugann. Við höfum
átt saman ótal gleði- og alvörustundir.
Þorvarður og Lillian hafa verið sannir
vinir í raun. Fyrir það erum við þakk-
lát.
Nú eru þessi heiðurshjón horfin yf-
ir móðuna miklu. Við trúum því að þar
muni þeim farnast vel og að við mun-
um öll hittast heil einhvern tímann í
framtíðinni.
Blessuð sé minning þeirra.
Inger Hallsdóttir, Kristján
Baldvinsson.
Í minningu míns kæra vinar.
Komið er að kveðjustund. Fyrir
þrjátíu árum lágu leiðir okkar saman
þegar við urðum samstarfsmenn á
byggingardeild borgarverkfræðings,
ásamt fleiri góðum
mönnum, svo sem Bergsteini Sig-
urðssyni, sem nú er fallinn frá. Við
áttum langt og ánægjulegt samstarf
og með okkur tókst traust og góð vin-
átta.
Fyrir kom að við glöddumst saman
utan vinnutíma og aldrei bar skugga á
samskipti okkar. Um það bil 12 ár eru
liðin síðan ég hætti störfum, en alltaf
héldum við góðu sambandi og var það
ómetanlegt. Nú mörg síðustu ár, eftir
að báðir höfðu hætt störfum, hittumst
við flesta þriðjudaga í hádeginu í
Grensáskirkju.
Þetta voru góðar og yndislegar
stundir, sem gáfu okkur báðum mikið
og efldu vináttu okkar.
Það eru ekki nema fjórar vikur síð-
an þú, fárveikur, þurftir óvænt að sjá
á eftir lífsförunaut þínum, Lillian.
Það kemur því ekki mikið á óvart
að þú þyrftir að flýta þér á eftir henni.
Hafðu þökk fyrir óeigingjarna vináttu
þína og gleði sem þú gafst mér á lífs-
leið okkar.
Hvíl í friði, góði vinur. Við hjónin
samhryggjumst innilega börnum og
öðrum aðstandendum þessara mætu
hjóna, Þorvarðar og Lillian.
Guð geymi ykkur og létti sorg ykk-
ar.
Helgi Hersveinsson og
Hrafnhildur Kristjáns-
dóttir.
Elsku Varði. Það er með mikilli
sorg í hjarta að við kveðjum þig. Það
var ekki fyrir svo löngu að við vorum
heima á Íslandi að kveðja ástkæra
eiginkonu þína, hana Lillian okkar.
Við munum aldrei gleyma þeirri
yndislegu góðmennsku, sem þið sýnd-
uð okkur. Alltaf höfðuð þið tíma til að
kíkja til okkar þegar við bjuggum fyr-
ir norðan. Alltaf komuð þið með opna
arma þegar við komum heim frá Dan-
mörku.
Að eiga ykkur að var fyrir okkur
eins og að eiga aukapar af foreldrum
og tengdaforeldrum.
Elsku Varði, með þinni hjálp mun
ég standa við það sem ég lofaði þér
varðandi Elías.
Í fyrsta skipti á ævi okkar tengjum
við eitthvað sorglegt við Varða.
Við minnumst lágvaxins, en um leið
andlegs risa, með óborganlega kímni-
gáfu og einstakan lífsvilja.
Sannarlega er höggvið stórt skarð í
raðir Íslendinga. Varði gat einn á báti
breytt skammdegi í bjartan sumar-
dag. Það er svo margt að þakka og
margs að minnast að það þyrfti heila
bók.
Fallegur vinur er farinn mér frá,
Eina sumarnótt fagra.
Englarnir komu himninum frá,
Og sóttu sál þína bjarta.
Aldrei ég þér gleymi,
Og alltaf mun minnast.
Með tár á hvörmum,
en bros í hjarta.
(Dísa.)
Elsku fjölskylda, sem og mamma
og pabbi, við samhryggjumst ykkur
innilega.
Megi englar alheimsins veita ykkur
ljós og hlýju á þessum myrku dögum.
Guð blessi Varða og Lillan.
Ásdís og Elías,
Holstebro, Danmörku.
ÞORVARÐUR A.
GUÐMUNDSSON
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN KRISTJÓNSDÓTTIR,
sem lést á Vífilsstöðum mánudaginn 7. ágúst
verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn
15. ágúst klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Gerður Björnsdóttir,
Guðrún Björnsdóttir, Jón G. Zoëga,
Björn Zoëga, Harpa Árnadóttir,
Birna Hallsdóttir,
Sveinn Zoëga, Hildur Björk Hilmarsdóttir,
Gunnar Zoëga, Valdís Guðlaugsdóttir
og langömmubörn.