Morgunblaðið - 14.08.2006, Page 30

Morgunblaðið - 14.08.2006, Page 30
30 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Ágústa S. Jóns-dóttir Rosario (Dúva) fæddist í Reykjavík 2. júlí 1946. Hún lést á heimili sínu 8100 Mona Avenue Nor- folk VA 23518 í Bandaríkjunum 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ágústína Guð- rún Ágústsdóttir, f. 16. maí 1919, frá Látrum í Aðalvík, og Jón Eðvald Kristjónsson, kaupmaður, f. í Þingeyraklausturssókn í A-Hún. 9. júní 1917, d. 10. janúar 1984. Þau skildu. Seinni maður Ágúst- ínu, var Sverrir S. Ágústsson, flugumferðarstjóri, f. í Reykjavík 17. mars 1924, d. 25. des. 1982. Foreldrar Ágústínu voru Ágúst Jóhannes Pétursson, f. á Sútara- búðum í Grunnavíkurhr. 29.ágúst 1885, d. 8. feb. 1967, og kona hans Sigríður María Sigurðar- dóttir, f. 29. október 1897, d. 13. nóv. 1977. Foreldrar Jóns voru Guðrún Jónsdóttir, f. á Reykja- Stefán Gylfason, f. 5. sept. 1966. Faðir hans er Gylfi Árnason, f. 3. júní 1939, d. 13. janúar 2005. 3) Einar Sverrir Sverrisson, f. 8. janúar 1952, d. 28. október 1958, Ágústa Sigríður bar nafn afa og ömmu sinnar í móðurætt, en hún var alltaf nefnd Dúva. Hún ólst upp í miðbæ Reykjavíkur á Bergstaðastræti og gekk í Mið- bæjarbarnaskóla, síðar í Voga- skóla er fjölskyldan flutti. Hún starfaði í miðbænum við versl- unar- og skrifstofustörf hjá Lud- vig Storr á Laugaveginum. Hún kynntist manni sínum í Reykjavík, Romeo D. Rosario, f. 28. des.1942, sem var hermaður í bandaríska sjóhernum og hefur hlotið æðsu gráðu er veitt er án háskólaprófs. Hann fór á eftirlaun eftir 30 ára þjónustu í maí 1991. Þau giftust 1. janúar 1966. Börn þeirra eru: 1) Romeo Ágúst, verkfr., f. 18. maí 1966, k. Kemberly, f. 15. október 1965, börn: Castor Ro- meo, f. 23. maí 1999, Sydney Add- isyn, f. 12. maí 2001. 2) Ágústina Sara, verslunarpr., f. 18. ágúst 1969, g. Epps, börn: Ísabella Sara, f. 19. sept. 1997, Jamie Alexand- er, f. 13. júní 1999, Elise McKenna, f. 18. júlí 2000. 3) Sverrir Florente, verkfr., f. 24. ágúst 1972, k. Tamara Ann, f. 8. sept. 1972, börn: Gabrielle Grace, f. 7. ágúst 2001, Connor Sverrir, f. 19. maí 2004. Minningarathöfn um Dúvu verður í Fossvogskapellu í dag og hefst klukkan 15. nesi í Árneshr. 27. maí 1882, d. 11. júní 1963, maki hennar Kristjón Jónsson, trésmiður, f. á Hrafnabjörgum 24. júní 1891, d. 14. júní 1941. Systkini Dúvu eru: 1) Gísli Baldur, f. 4. júní 1938, k. Auði V. Guðmunds- dóttur, f. 19. júní 1943. Þau skildu. Eiga þrjár dætur. 2) Kristrún Bjarnveig, f. 22. janúar 1942, maki Magnús Sigurðsson, f. 17. des. 1947. Börn Kristrúnar eru: a) Ágústína Guðrún Pálmarsdóttir, f. 10. mars 1959, maki Sigurður Örn Sigurðarson, f. 11. júlí 1959, þau eiga þrjár dætur. Kristrún Helga Hafþórsdóttir, f. 13. sept. 1983, Guðrún Sara, f. 2. maí 1989, Sigrún Arna, f. 24. maí 1991. b) Einar Bergur Pálmarsson, f. 16. janúar 1961, hann á tvær dætur. Þær eru: Alexandra, f. 12. ágúst 1988. Birgitta Maren, f. 14. nóv. 1995. Móðir þeirra er Erla Pét- ursdóttir, f. 25. júlí 1959. c) Árni Hjartkær systir er látin og er það mikill söknuður og sorg, við vorum nánar systur og vinkonur, deildum gleði og sorg saman. Það var margt líkt hjá okkur, við giftumst báðar á sama ári, 1966, og áttum báðar syni sama ár. Eiginmenn okkar beggja veiktust og voru langveikir. Það var eins og einhver keðja eða hlekkur í móðurleggnum. Eiginmaður móður okkar veiktist og sá hún um hann í 11 ár áður en hann lést. Við systur og móðir okkar ásamt mökum og börn- um héldum vel saman, það var kær- leiksrík vinátta. Þau bjuggu fyrst í Keflavík og fæddist þeim sonur um vorið. Maður hennar var á skipi er sigldi víða. Hún flutti til Chicago en þar var heima- höfn skipsins. Þau bjuggu þar í tvö ár, en þá kom hún til Íslands og átti dótturina, Ágústínu Söru. Maður hennar fékk sig fluttan í starfi til Keflavíkurflugvallar, þar fæddist yngri sonurinn Sverrir Florente. Dvöldu þau þar til 1975, er þau fluttu til Kaliforníu og voru hjá systrum Romeos um tíma. Þau fóru síðan til Norfolk í Virg- iníu og keyptu sér hús þar, er þau voru í þar til yfir lauk. Dúva var í Íslendingafélaginu í Norfolk allan tímann sem hún bjó þar og var mjög virkur félagi. Þegar börnin stálpuðust, um 1984, fór hún að vinna á stórum veitingastað, Il Porto Waterside, í miðborginni sem móttökustjóri. Henni líkaði það ágætlega. Þangað komu oft Íslend- ingar er voru í viðskiptaferðum. Hún vann á veitingastaðnum þar til eig- inmaður hennar veiktist 1995, hann fékk heilablóðfall, lamaðist hægra megin og hugsaði hún um hann í 11 ár. Hann dvelur núna á hjúkrunar- heimili í Norfolk. Þau komu oft heim eins og við segjum, og var þeim hjón- um landið mjög kært. Þau komu sína síðustu ferð í júlí sl. ár og fórum við á marga gamalkunna staði til að rifja upp: Árbæjarsafn og Hallgríms- kirkju, til að sjá útsýnið yfir miðborg- ina sem var henni svo kær. Við fórum líka á listasöfn, en áhugi hennar hafði vaknað á málverkum íslenskra lista- manna. Við fórum í sumarbústað okkar, en þangað hafði hún ekki komið í mörg ár. Þar er myndin af henni tekin, sem fylgir greininni, móðursystir okkar tók hana er hún kom í heimsókn. Og þetta var myndin sem Dúva valdi til að hafa til birt- ingar. Þau áttu 40 ára brúðkaupsaf- mæli 1. janúar sl. og þótt hún hefði búið í 34 ár í Bandaríkjunum þá heyrðist það ekki á mæli hennar. Hún hafði ætlað að koma í ár og halda upp á 60 ára afmælið sitt 2. júlí sl. En hún veikist í janúar og vissi all- an tímann hvert stefndi, en við vorum í miklu símsambandi, og bað hún mig um að ganga frá málum fyrir sig hér heima. Systir mín var glæsileg kona, há- vaxin með mikið fallegt hrokkið hár, stutt í brosið, hlý og kærleiksrík. Hún var góð dóttir, systir og umfram allt móðir, eiginkona og síðan komu barnabörnin sjö, sem hún elskaði mikið. Guð blessi hana og fjölskyldu hennar. Kristrún B. Jónsdóttir. Elskuleg systurdóttir mín er farin allt of fljótt eftir harða og snarpa bar- áttu við illvígan sjúkdóm, það er eitt- hvað svo skrítið að þurfa að kveðja. Það hvarflaði ekki að mér að það væri í síðasta sinn sem ég myndi sjá þig og faðma í sumarbústaðnum hjá Kiddy síðastliðið sumar. Við tókum gott tal saman og þú sagðir mér frá barna- börnum og börnum, sem þér þótti svo vænt um, þú sagðir mér líka að nú ætlaðir þú að koma oftar til Ís- lands, þú ætlaðir ekki að láta líða svona langt á milli ferða. Þú varst ekki orðin veik þá, en samt dáðumst við Mummi að því hvað þú varst dug- leg að koma þessa löngu leið með eig- inmanni þínum sem er háður hjóla- stól og þarf mikla umönnun og aðstoð og við dáðumst að því hvað þú hugs- aðir vel og hlýlega um hann þegar hann þurfti aðstoðar við að borða o.fl. en þannig hefur það verið í mörg ár. Þú varst alltaf hlý og brosandi og tókst því sem að höndum bar, þannig varstu bara. Þegar við hittumst töl- uðum við um börnin og barnabörnin, og með jólakortunum fylgdu gjarnan myndir af barnabörnunum okkar til skiptis. Þú hafðir sérstaklega fallegt þykkt og mikið hár og lokkað. Elsku frænka mín, þú varst falleg. Guð geymi þig. Elsku Ágústína, Romeo Rosario, Romeo Ágúst, Ágústína Sara, Sverr- ir Florent og fjölskyldur. Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Guð- mundi. Petrína Rósa Ágústsdóttir. ÁGÚSTA S. JÓNS- DÓTTIR ROSARIO (DÚVA) Elsku frænka. Þar með lauk sögu síðasta blómsins. En blómið lifir enn í hjarta mínu. Já, frænka, við áttum margar góðar stundir saman. Ég var svo lánsöm að fá að deila með þér fyrstu árum æv- innar og því eldri sem ég varð urðu samskipti okkar meiri og samveru- stundir fleiri. Ég vil telja mér í trú um að ég hafi alltaf verið svolítið í uppáhaldi þó að það hafi margir komið við sögu í lífi þínu. Það sem er minnisstæðast og ein- kenndi líf þitt var ást þín á öllu því sem tengdist íslenskri tónlist og leik- list og þú varst trygg þínum goðum. Ekki hef ég tölu á öllum þeim sem blikkuðu þig eða voru svo lánsamir ÞORBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ Þorbjörg Guð-laugsdóttir (Tobba) fæddist í Reykjavík 20. maí 1943. Hún lést á heimili sínu, Blesu- gróf 29, hinn 3. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 11. ágúst. að fá fingurkoss frá þér, þeir skipta eflaust hundruðum. Annars voru helgarnar topp- urinn á tilverunni og föstudagarnir höfðu ákveðna þýðingu í lífi þínu. Þú ferðaðist mik- ið með strætó og margar af þínum ferð- um höfðu ákveðin markmið. Þessi mark- mið voru „rauð“ (þeir einu vita sem gáfu). Þar með gast þú hald- ið áfram ferð þinni á laugardeginum og sinnt þínum er- indum. Í hvert skipti sem þessir túr- ar báru árangur varð ég ríkari fyrir vikið. Ég gat fengið það gamla, í formi veskja, seðlaveskja eða í formi litskrúðugs naglalakks. Ég var svo sannarlega rík að eiga þig að og gæti ég haldið endalaust áfram að telja upp allt góðgætið sem viðað var að mér í formi súkkulaðibita og ýmis- legs annars, ef bræður þínir voru ekki á undan mér. Já, það leyndist ýmislegt í veskinu þínu, það var gull- náma þín sem var læst fyrir okkur hinum. Já, Tobba, minning þín er lit- rík. Þú varst fædd leikkona og lékst þitt hlutverk sem prímadonna til æviloka. Megi orðtök þín og frasar lifa með okkur eftirkomendum og er- um við skuldbundin börnum okkar að segja þeim sögu þessarar litríku frænku sem við vorum svo heppin að eiga að. Það er og verður engin þér lík enda varstu einstök. Öll höfum við lært eitthvað gott af þér. Fyrir mína hönd vil ég þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér í formi ástar, umhyggju og fé- lagsskapar. Þú ert og verður alla tíð hluti af mér þó að í dag ljúki einum kafla ævisögu minnar og kaflaskil verði. Þú varst miðpunktur fjöl- skyldunnar sem batt okkur saman sem eina heild ásamt öllu því ynd- islega fólki sem var hluti af lífi þínu og ég var svo lánsöm að kynnast. Ég mun ætíð elska þig af öllu mínu hjarta. Megi minning þín lengi lifa. Ástarkveðjur. Telma Björk Bárðardóttir (litla frænka) Þorbjörg Guðlaugsdóttir hefur lokið lífsgöngu sinni og komið er að leiðarlokum. Ganga hennar var oft grýtt vegna heilsubrests en hún kvartaði aldrei. Hún kunni að gleðjast og njóta lífs- ins. Hún var lífsglöð. Hún var smá- vaxin og fíngerð en stór og sterkur persónuleiki. Hún var ákveðin, geð- rík, tilfinningarík og skemmtileg. Þorbjörg var í leikhópnum Perl- unni frá upphafi. Hún var frábær leikari og gat brugðið sér léttilega í ólík hlutverk. Hún var ógleymanleg sem síðasta blómið í samnefndu verki. Þegar síðasta blómið lifnaði við í meðförum Þorbjargar við und- urfagra orgeltóna var aldrei þurrt auga í salnum og leikstjórinn viknaði alltaf. Atriðið var svo áhrifamikið. Henni lét líka vel að leika kaldan hermann í stríði. Fjörlegum og skondnum trúð skilaði hún líka vel. Þorbjörg var fjölhæfur listamaður. Hún lék með Perlunni þar til heilsa hennar leyfði ekki meira. „Tobba, hún er perlan okkar,“ sagði oft einn Perlufélaga. Hún var líka virk í leik- listarklúbbnum Perlufestinni. Hún elskaði að fara í leikhús og lét sig aldrei vanta þegar við fórum saman út að borða. Hún kom með maukið sitt með sér því hún gat ekki neytt fastrar fæðu. Hún var glöð og naut þess að vera með. Margar eru minn- ingarnar, allar góðar, skemmtilegar, stundum skondnar en umfram allt lærdómsríkar. Einhverju sinni sagði hún við mig þegar henni fannst ég gera of miklar kröfur til hennar: „Hvað er þetta, Sigríður, veistu ekki að ég er vangefin?“ Minningarnar streyma fram: Tobba í Noregi, Washington, New York og Færeyjum, Tobba á Lauga- veginum, á sýningum og heima í Blesugróf. Þegar plantan í Litlu hryllingsbúðinni nálgaðist ískyggi- lega og Tobba leitaði skjóls í fanginu á mér. Þegar við héldum upp á af- mæli Tobbu á bensínstöðinni í Hveragerði og gæddum okkur á heimabökuðu kökunum frá Valgerði móður hennar. Þegar Tobba kom of seint á leiksýningu í Háskólabíói og ég fór í hlutverkið hennar. Við mig sagði hún þegar hún kom inn á svið- ið. „Bróðir minn á líka afmæli á mánudaginn, ligga, ligga, lá.“ Hvað Tobba var fljót undir lakið í rúminu þegar lögreglan kom inn á hótelher- bergið í New York að kanna hávaða, sem kvartað hafði verið undan en Perluhópurinn var glaður og kátur að sýna það sem keypt hafði verið. Kær vinkona er kært kvödd með þakklæti fyrir gefandi samfylgd á lífsins vegi. Sigríður Eyþórsdóttir og Perlufélagar. Í dag kveðjum við einstaka og elskulega konu, gamlan félaga og vin úr Leikhópnum Perlunni. Hún var litríkur persónuleiki og verður ógleymanleg þeim sem henni kynnt- ust. Í minningunni er Tobba sjálf svo samofin einu af hlutverkunum sem hún lék með Perlunni, og lét engan ósnortinn sem á horfði, að okkur finnst hún alltaf vera „Síðasta blómið í dalnum“. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Við mæðgurnar og fjölskyldan sendum aðstandendum Tobbu inni- legar samúðarkveðjur. Sofðu rótt, kæra vina. Birgitta og Freyja. Tobba mín, þú hefur alltaf verið svo hress í bragði og kát. Það var gaman að kynnast þér í Bjarkarási og ævinlega gaman að spjalla við þig. Við töluðum oft saman um daginn og veginn. Í ferðalaginu sem við fórum í þegar hópurinn í Bjarkarási fór á flakk hérna um árið þá var maður nú ungur og sætur og þá var nú fjör. Það var alltaf gaman að heim- sækja þig á sambýlið og þar var allt- af tekið vel á móti manni. Ég þakka Tobbu góð kynni og sendi ástvinum hennar samúðar- kveðjur. Guð geymi þig alla tíð, Tobba mín. Kveðja frá Aldísi. Stefán Konráðsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.