Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.08.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 33 DAGBÓK JCI á Íslandi hefur staðið fyrir fjölbreyttridagskrá á Menningarnótt síðan 2002. ÁMenningarnótt í ár verður nóg um aðvera í höfuðstöðvum JCI að Hellusundi 3, gegnt sendiráðum Þýskalands og Bretlands. Arna Björk Gunnarsdóttir er landsforseti JCI á Íslandi: „Við byrjum kl. 14 með svokölluðu Hlaupi skrifstofumannsins sem hefur verið fastur viðburður hjá okkur allt síðan við tókum fyrst þátt í dagskrá Menningarnætur. Hlaupið fer þannig fram að keppendur klæðast sannkölluðum skrifstofubúningi: eru í jakkafötum og halda á skjalatösku og síma, og hlaupa hring um hverfið frá höfuðstöðvum JCI og aftur til baka. Öllum er frjálst að taka þátt og í ár ætla nokkrir kepp- endur að safna áheitum í leiðinni, til styrktar fé- lögum okkar sem búsettir eru í Líbanon,“ út- skýrir Arna. „Um kl. 16 hefst tónleikdagskrá þar sem meðal annars koma fram Friðrik Ómar og Regína Ósk. Einnig fá að spreyta sig ýmsar ungar og ferskar hljómsveitir sem eru margar að stíga sín fyrstu skref, og verður andrúmsloftið létt og poppað,“ segir Arna. „Tónleikadagskráin heldur áfram meira og minna sleitulaust til um 22 um kvöldið, en um kl. 17 hefst árleg rökræðukeppni þar sem tveir afbragðsræðumenn munu rökræða ákveðið umræðuefni. Dómarar og áhorfendur munu síðan fá að skera úr um hver hefur rökstutt mál sitt betur. Loks má geta þess að við kynnum úrslit ljósmyndasamkeppni sem JCI hefur staðið fyrir á heimasíðu sinni, og er Reykjavík þema keppn- innar. Við höfum fengið sendar margar sérlega skemmtilegar myndir sem hafðar verða til sýnis fyrir gesti og gangandi.“ JCI á Íslandi á rætur sínar að rekja til St. Lou- is í Bandaríkjunum þar sem hópur ungra manna stofnaði fyrir um 90 árum klúbb sem þeir kölluðu Junior Chamber of Commerce: „Þeim þótti rödd sín ekki fá að hljóma nógu sterkt í samfélaginu og settu á laggirnar þennan félagsskap til að ráða bót á því. Hópur ungra frammámanna setti síðan á laggirnar íslandsdeild árið 1960 og hefur JCI allar götur síðan verið félagsskapur fólks á aldr- inum 18 til 40 ára sem vill efla stjórnunarhæfi- leika sína og bæta sjálft sig, og bæta umhverfi sitt um leið,“ segir Arna. „JCI stendur fyrir öfl- ugu námskeiðahaldi á hinum ýmsu sviðum og eru þar þekktust ræðunámskeiðin okkar, námskeið í fundarstjórn og fundarritun. Við kennum fólki að temja sér skipulögð vinnubrögð í hópi og bæta sig í mannlegum samskiptum ýmiskonar. Um leið fá meðlimir JCI mikla þjálfun í öllum þeim þáttum sem þeir læra á námskeiðunum með því að taka þátt í starfi félagsins. JCI á Íslandi tekur einnig mikinn þátt í alþjóðastarfi og tekur þátt í Evrópu- og heimsþingum á ári hverju þar sem meðlimir JCI hreyfinga í 120 þjóðlöndum kynnast og skiptast á skoðunum.“ Nánar má lesa um starfsemi JCI á Íslandi á heimasíðunni www.JCI.is Samtök | JCI á Íslandi er fyrir 18 til 40 ára fólk sem vill efla stjórnunarhæfileika sína Líf og fjör hjá JCI á Menningarnótt  Arna Björk Gunn- arsdóttir fæddist í Reykjavík 1969. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1990 og lagði stund á nám í sál- fræði við Háskóla Ís- lands. Arna hefur frá árinu 2003 starfað hjá Birtingahúsinu, en hef- ur frá 2005 einnig starfrækt eigið fyrirtæki. Hún var kosin í landsstjórn JCI árið 2002 og hefur verið for- maður frá ársbyrjun 2006. Árið 2004 var Arna valin JCI félagi ársins í Evrópu. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 60 ára brúðkaupsafmæli. Í dag eiga hjónin Þorbjörg og Halldór S. Rafnar 60ára brúðkaupsafmæli. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup gaf þau saman 14. ágúst 1946. Í biðstöðu. Norður ♠ÁK8 ♥76 ♦ÁK42 ♣K932 Vestur Austur ♠-- ♠9543 ♥1098 ♥DG5432 ♦DG105 ♦6 ♣ÁD8765 ♣G4 Suður ♠DG10762 ♥ÁK ♦9873 ♣10 Í þættinum í gær sáum við harða slemmu frá Evrópumótinu í Málmey 2004, sem Þorlákur Jónsson vann með þvingun eftir hagstætt útspil. EM í Varsjá hófst í gær og mun þess sjá stað í þættinum á næstu dögum. En á meðan beðið er frétta frá Póllandi er við hæfi að rifja upp ann- að spil frá síðasta Evrópumóti, þar sem Magnús E. Magnússon og Matt- hías Þorvaldsson fóru fullgeyst í sögnum og keyrðu alla leið í sex spaða, sem Matthías stýrði úr suður- áttinni. Vestur hafði komið inn á laufsögn og ef hann lyftir laufás í upphafi, er tiltölulega einfalt mál að ná í úr- slitaslaginn með láglitaþvingun. Sagnhafi trompar eitt lauf (í örygg- isskyni, ef austur skyldi eiga þrílit), en hirðir svo toppslagina og þvingar vestur til að gefa upp tígulvaldið. Ítalinn Alfreco Versace vann slemm- una þannig í öðrum leik. En Matthías fékk þyngra verkefni, því vestur kom út með tíguldrottn- ingu. Nú þýðir ekkert að „leiðrétta talninguna“ með því að spila laufi að kóngnum, því þá rýfur vestur sam- ganginn með því að spila aftur tígli. Matthías tók því einfaldlega öll trompin og ÁK í hjarta. Vestur kaus að fara niður á ÁD í laufi og G10 í tígli, en þá gat Matt- hías sótt sér tvo slagi á lauf á K9 (í lokastöðunni átti blindur tígulkóng og K9x í laufi). Það má velta fyrir sér varn- armöguleikum vesturs, en við ná- kvæma skoðun sést að sagnhafi hef- ur alltaf vinninginn, hvernig sem vestur hendir af sér. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. Dc2 Bb7 6. Bg2 c5 7. d5 exd5 8. cxd5 Bxd5 9. Rc3 Bc6 10. e4 Be7 11. Bf4 O-O 12. O-O-O Ra6 13. De2 Rb4 14. a3 Dc8 15. Kb1 a5 16. Re5 He8 17. Hhe1 Bf8 18. g4 g6 19. Bg3 He6 20. f4 d6 21. Rxc6 Rxc6 22. Rb5 Re8 23. e5 dxe5 24. Bd5 a4 25. fxe5 Rg7 26. Df3 Hb8 27. Rd6 Bxd6 28. exd6 Rd4 Staðan kom upp á ofurskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Dortmund. Ísraelski stórmeistarinn Boris Gelf- and (2729) hafði hvítt gegn armenska kollega sínum Levon Aronjan (2761). 29. Hxd4! Hxe1+ svartur hefði verið með gjörtapað tafl eftir 29... cxd4 30. Bxe6 fxe6 31. d7 þar sem þá myndi hrókurinn á b8 falla í valin. 30. Bxe1 cxd4 31. Dxf7+ Kh8 32. d7 Dc5 hvít- ur hefði einnig unnið eftir 32... Df8 33. Bh4. 33. Bb4 og svartur gafst upp enda fokið í flest skjól eftir t.d. 33... Db5 34. Bf8. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik Lúpínan og sauðkindin 31. júlí sl. skrifar Margrét Jóns- dóttir á Akranesi um lúpínuna í Morgunblaðið. Hún dásamar grein Hjörleifs Guttormssonar, Morg- unbl. 20. júlí. Þau harma bæði að lúpínan skyldi ekki vera valin þjóðarblómið. Aftur á móti mundi ég gleðjast ef lúpínan breiddist út því þetta er sælgæti fyrir blessaða sauð- kindina. Einnig vex lúpínan svo þétt að hún rífur straum á rafgirð- ingum. Sauðkindin sem étur þjóð- arblómið er þá komin með þjóð- arkjötið allt til heilla fyrir íslenska þjóð. Magnús Kristjánsson Hrafna Stuðmenn hljóðlátir Við vorum tvö á tónleikum með Stuðmönnum í Laugardalum. Hljóðið var lélegt og við sáum ekki vel einnig var ekki ör- yrkjaafsláttur. Gulli Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlutavelta | Þessir duglegu safnarar, Elías Henrik, Orri Matthías og Jón Gunnar, héldu hlutaveltu fyrir utan ísbúðina í Álfheimum um daginn. Þeir söfnuðu 3.516 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Einar Falur Hlutavelta | Elva Rún Árnadóttir Kjalasíðu 14 f og Melkorka Ír Ólafsdóttir Stapasíðu 22 söfnuðu á tombólu á Akureyri um daginn 1.712 krónum sem þær gáfu til Rauða kross Íslands. Hlutavelta | Vinkonurnar Ragnheiður Fjóla Grundargerði 4 a og Ólöf Rún Grundargerði 4 e héldu tombólu og söfnuðu 2.400 krónum sem þær gáfu til Rauða kross Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.