Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 14.08.2006, Síða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is Á HÁTÍÐARSAMKOMU í reiðhöllinni á Hólum í gær lýsti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra því yfir að hann hygðist leggja fram frumvarp á haustþingi um að Hólaskóli yrði sjálfstæður há- skóli. „Ég tilkynni ykkur hér, ágætu Hólamenn, að ríkisstjórnin ákvað […] í þessari viku að leggja fyrir Alþingi frumvarp um að landbúnaðarskól- inn hér verði með lögum frá hinu háa Alþingi frá næstu áramótum háskóli, og beri það fallega nafn Hólaskóli – háskólinn á Hólum,“ sagði Guðni. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að skólinn hafi nú tækifæri til að dafna og eflast og verða lyftistöng fyrir Hóla í framtíð- inni. „Það er mikil aðsókn að skólanum í dag og komast færri að en vilja. Þetta mun auðvitað efla skólann enn meir.“ | Miðopna Morgunblaðið/jt Hólaskóli verði háskóli frá og með næstu áramótum vinnu sem verður kynnt á seinni hluta flokks- þingsins í febrúar næstkomandi. Afar mikilvægt fyrir flokkinn sé að horfa til framtíðar. Hún telur ekki liggja á að sækja um aðild að Evrópusambandinu og telur það ólíklega nið- urstöðu að Evrópumálin verði sett á oddinn á næstunni, þótt mikilvægt sé að fylgjast með þeirri þróun sem eigi sér stað innan sambandsins um þessar mundir í tengslum við stækkun þess. Ákveðnir kostir séu þó við að bíða með aðild, t.d. í viðskiptalegu tilliti. Siv segist telja umræðu um virkjanamál á nokkrum villigötum, sérstaklega hvað Kára- hnjúka varðar og bendir á að mikill pólitískur stuðningur hafi verið við þetta verkefni á Alþingi á sínum tíma. Hvað framtíðina varðar sé mik- ilvægt að ljúka rammaáætlun um nýtingu vatns- afls og jarðvarma, enda sé hún að mörgu leyti grundvallarvinna og upplýsi um kosti og galla við hverja framkvæmd. „En að vissu leyti skil ég um- ræðuna, því margir hafa á tilfinningunni að það standi til að gera meira en rök eru fyrir. Það er FRAMSÓKNARFLOKKURINN þarf að upp- lýsa almenning betur um árangur sinn og horfa til framtíðar, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt til formanns Framsóknarflokksins sl. fimmtudag og boðar kynslóðaskipti í forystunni. Flokksþing framsóknarmanna hefst á föstudag- inn og í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Siv að ástæða þess að hún hafi beðið jafnlengi og raun bar vitni með að tilkynna um framboð sitt hafi verið að hún vildi skapa ró og frið í flokknum og gefa flokksmönnum tíma til að íhuga þá stöðu sem er uppi. Þá hafi hún viljað fara vel yfir stöðuna með sjálfri sér og fjölskyldu sinni en niðurstaða hennar hafi verið sú að hún væri algerlega reiðubúin til að takast á við það verkefni að leiða Framsóknarflokkinn. Siv segir brýnasta verkefni nýs formanns vera að skýra grunngildi flokksins og fara út í málefna- ekki búið að ramma nógu vel inn hvaða fram- kvæmdir eigi að fara í og hverjar ekki,“ segir Siv. Hún segist vera bjartsýn fyrir formannsslaginn en á von á tvísýnu kjöri. Framsóknarmenn verði að gera upp við sig hvaða forystu þeir telji líkleg- asta til að sækja fram og efla fylgi flokksins. Boðar kynslóðaskipti Morgunblaðið/Eyþór Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, er bjartsýn fyrir formannsslaginm. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is  Framsókn | 18–19 Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson johaj@mbl.is FJÖLDI þinglýstra samninga á höf- uðborgarsvæðinu vegna kaupa á fasteignum var í síðustu viku sá minnsti síðan vikuna milli jóla og ný- árs árið 2003. Samningarnir voru 67 talsins á svæðinu í liðinni viku en til saman- burðar má nefna að meðaltalsfjöldi slíkra samninga síðustu tólf vikur er 126 og í sömu viku seinasta árs var 174 samningum þinglýst. Frá því upplýsingar um fjölda þinglýstra kaupsamninga um fast- eignir voru fyrst birtar í febrúar 2001 á heimasíðu Fasteignamats rík- isins hafa aðeins tvisvar áður verið seldar færri fasteignir á einni viku. Þær voru fimmtíu talsins dagana 27. desember 2002 til 2. janúar 2002 og fjörutíu dagana 26. desember til 1. janúar 2003. Færist í aukana með haustinu „Við finnum fyrir þessu þrátt fyrir að í venjulegu ári séu viðskipti minni á þessum árstíma, svona yfir hásum- arið,“ segir Jón Guðmundsson, lög- giltur fasteignasali hjá Fasteigna- markaðnum ehf. Viðskiptin færist venjulega í aukana með haustinu. „Sala fasteigna hefur verið óhemjumikil síðustu tvö til þrjú árin og það reiknar enginn með slíkum viðskiptum í framhaldinu. Markað- urinn nær sér vonandi á strik í þess- um mánuði eða byrjun september þó búast megi við því að samningar verði færri en þeir hafa verið und- anfarin ár.“ Býst Jón ekki við því að viðskiptin fari almennilega af stað fyrr en vext- ir lækki. Bankar virðist eiga erfitt um vik að lána meðan Seðlabankinn sverfi að aðstæðum þeirra með jafn- háum stýrivöxtum og raun ber vitni. „Á síðastliðnum tveimur vikum hefur verið sýnilegt að seljendur, sem hafa verið farnir að bíða eftir sölu, séu farnir að gefa sig. Það er fyrst núna að skapast, fyrir fullt og fast, kaupendamarkaður,“ segir Jón sem jafnframt sér ekkert annað í spilunum en að það verði kaupenda- markaður eins langt fram í tímann og hægt sé að spá fyrir um. Að sögn Jóns hefur þróunin verið sú að ásett verð hafi lækkað og það hafi kaupendur nýtt sér í tilboðs- gerð. „Margir seljendur sem hafa verið með eignir í sölu í þrjá til fjóra mán- uði hafa nú séð sæng sína uppreidda og látið slag standa.“ Kaupendamarkaður nú og í fyrirsjáanlegri framtíð Rúm tvö ár síðan færri kaupsamn- ingum hefur verið þinglýst á einni viku Mývatnssveit | Hann stendur enn í sólinni eftir 100 ár þessi símastaur á Dalbörðum austan Mývatns- sveitar. Að vísu er búið að fjar- lægja af honum línuna þannig að staurinn syngur ekki lengur. En svo sem kunnugt er og kvæði vitna um, þá sungu al- vöru símastaurar þannig að börn höfðu af því yndi að leggja eyra að staur. Staurinn sá hefur verið á þessum stað síð- an um veturinn 1906 þegar Mý- vetningar fluttu hann og ótalmarga aðra slíka með hestum frá Húsavík og á línustæðið frá Mývatni austur Fjöllin. Um sumarið 1906 unnu síðan vinnu- flokkar, mest Norðmenn, við að koma staurum fyrir og aðrir við að strengja á þá talsímaþræði. Þeir eru nú örfáir staurarnir sem enn standa og vitna um þessa mik- ilvægu en þá umdeildu fram- kvæmd, en enn finnur landinn sér deiluefni og tilefni til mótmæla. Í lok september 1906 var síma- sambandi komið á frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Á Dalbörð- um í 100 ár Morgunblaðið/BFH VALDÍS Þóra Jónsdóttir, 16 ára kylfingur frá Akranesi, hefur náð góðum tökum á golfíþróttinni með skipulögðum æfingum og á dög- unum jafnaði hún vallarmet Ragn- hildar Sigurðardóttur úr GR á Garðavelli – heimavelli Valdísar. Fyrr í sumar lék Valdís með stúlknalandsliði Íslands á Evr- ópumeistaramóti sem fram fór í Danmörku og skömmu síðar fór afi hennar, Alfreð Viktorsson, í lands- liðsverkefni með 70 ára karlalands- liði Íslands. Það er því mikið rætt um golf í fjölskylduboðunum hjá þeim Alfreð og Valdísi en Skaga- stúlkan hefur hug á því að verða betri en afi sinn í stutta spilinu þeg- ar fram líða stundir – áður en hún verður arkitekt, flugmaður eða at- vinnukylfingur. | 11 Afinn og barna- barnið í lands- liðsverkefnum LÖGREGLAN í Borgarnesi stöðv- aði ökumann jeppabifreiðar fyrir að hafa um borð of marga farþega. Sæti voru fyrir fjóra farþega í bifreiðinni en sá fimmti, drengur á unglings- aldri, lá innan um farangur í farang- ursgeymslu bifreiðarinnar. Lög- reglubifreið flutti piltinn til Borgarness og verður athæfið kært. Var bifreiðin stöðvuð um klukkan hálfþrjú í gær þegar umferðin var hvað mest í suðurátt en að sögn lög- reglu í Borgarnesi var umferð um umdæmið mjög mikil í gær. Var þar mikið til um að ræða fjölskyldufólk á leið suður frá Fiskideginum mikla á Dalvík og Pæjumótinu á Siglufirði. Fimmti farþeginn í skottinu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.