Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST Það var nóg að gera í verslunOdda á Höfðabakka sein-asta þriðjudag þegar Ingv-ar og Kristinn fóru þangað eftir skólasetningu. Foreldar stóðu þar í hópum ásamt börnum sínum, með innkaupalista frá skólanum í annarri og innkaupakörfu í hinni. Kristinn er að byrja í þriðja bekk í Landakotsskóla og þurfti að kaupa hitt og þetta fyrir veturinn. „Við vor- um búnir að skoða listann á Netinu fyrir nokkru en ákváðum að fara ekki í innkaupaleiðangur fyrr en eft- ir skólasetninguna. Þessi inn- kaupalisti er frekar einfaldur, það þarf t.d. ekki að vera með ákveðinn lit á stílabókunum eins og hefur stundum verið. Í heildina eru fimm- tán atriði á honum,“ segir Ingvar og bætir við að Kristinn eigi meira en helminginn af dótinu á listanum frá fyrri árum svo aðeins þurfi að kaupa það nauðsynlegasta. „Við munum bara kaupa stílabækur og blýanta en ekki t.d. skólatösku eða pennaveski. Við notum skóladótið frá árinu áður meðan það er hægt en kröfurnar um að fá nýtt dót munu líklega aukast eftir því sem hann eldist.“ Kristinn byrjar á að velja sér þrjár stílabækur í stærð A5, hann fær sér eina rauða, aðra græna og þá þriðju bláa. Síðan velur hann sér tvær í stærð A4, ekki með gormum, og eina reikningsbók. Faðirinn stoppar drenginn í að kaupa eitthvað sem þarf ekki, t.d. strokleður sem hann á víst hrúgu af heima. Stílabækur á 100 eða 900 kr.? Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort það sé ekki tíska í skóla- dóti hjá krökkum og segist Ingvar hafa orðið var við það en sem betur fer sé Kristinn ekki kominn á þann aldur að það skipti máli. Aðspurður hvort það sé dýrt að kaupa inn skóla- dót fyrir barnið svarar hann neit- andi. „Það getur samt verið dýrt, það eru til stílabækur sem kosta 900 kr. og aðrar sem kosta 100 kr. og meðan ég hef ennþá stjórnina kaupi ég þær ódýru. Kristinn verður með sömu skólatösku og í fyrra en þær eru með dýrasta skóladóti sem hægt er að kaupa. Það kemur ný lína í töskum á hverju ári og krakkarnir æsast upp í að kaupa nýja en for- eldrarnir eiga að stjórna hvað þeir kaupa dýrt handa börnunum og láta þau nýta það sem til er fyrir.“ Þegar Ingvar og Kristinn hafa lokið við að velja skóladótið kostar allur pakkinn 1.690 kr. „Upphæðin væri miklu hærri ef hann hefði þurft að kaupa liti og annað dót á listanum sem hann átti fyrir.“ Kristinn er hógvær drengur og suðar ekkert í versl- unarferðinni en hann tjáir blaða- manni þó að honum finnist gaman að kaupa skóladót. Ekki lengur sérstök skólaföt Verslunarleiðangrinum er ekki lokið því Kristinn þarf úlpu fyrir vet- urinn og liggur því leiðin í Útivist og sport í Skeifunni. „Fatakaupin dreif- ast orðið jafnt og þétt yfir árið svo við erum ekki að kaupa eitthvað sér- stakt fyrir skólann. Hann þarf samt nýja úlpu fyrir veturinn þar sem hann er vaxinn upp úr gömlu úlp- unni sinni. Síðar í haust munum við líklega kaupa buxur og jafnvel, þeg- ar líður á veturinn, kíkjum við á vatnsgalla. Það er helst útifatnaður sem maður hugar að fyrir veturinn því hann þarf að geta farið út í öllum veðrum,“ segir Ingvar og Kristinn kinkar kolli föður sínum til sam- þykkis. „Það virðist vera liðin tíð að foreldrar kaupi mikið af fötum rétt fyrir skólann, þar sem krakkarnir fá mikið meira af fötum yfir árið en áð- ur fyrr, maður heyrir ekki lengur talað um sérstök skólaföt.“ Kristinn segist hafa litla skoðun á því hvernig úlpu hann langar í, hún þurfi bara að vera góð. Hann hefur samt aðeins meiri skoðun á úlpunum en hann lætur fyrst uppi, sú fyrsta sem hann mátar er aðeins of stíf en önnur úlpan er fín og ákveða þeir feðgarnir að skella sér á hana. Ingv- ar tekur úlpuna vel við vöxt því Kristinn á örugglega eftir að stækka um nokkra sentimetra í vetur. Þá er innkaupaleiðangrinum fyrir þetta skólaár lokið og Kristinn getur hafið þriðja bekkinn með nýjar stílabækur og í fínni úlpu.  NEYTENDUR Ekki þarf að kaupa allt nýtt á hverju ári Morgunblaðið/Eyþór Skólinn býr til sérstakan innkaupalista fyrir nemendur sína og kaupa þeir feðgarnir skóladót eftir honum. Það er ýmislegt sem þarf að kaupa inn fyrir skólann á hverju hausti. Feðgarnir Ingvar Sighvatsson og Kristinn Ingvarsson fóru saman að kaupa skóladót og fékk Ingveldur Geirsdóttir að slást með í för. Morgunblaðið/Eyþór Kristinn þarf nýja úlpu fyrir veturinn og Ingvar lætur hann máta ýmsar gerðir til að finna þá réttu. Feðgarnir ákváðu að kaupa ekki skólatösku núna heldur láta þá gömlu duga. Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/Ásdís ingveldur@mbl.is Krónan Gildir 24. ág.–27. ág. verð nú verð áður mælie. verð Naggalínan, kjötbollur, 450 g................ 359 513 798 kr. kg Naggalínan, Cordon Blue, 350 g ........... 370 529 1.057 kr. kg Hrefnukjöt, kryddlegið .......................... 899 1.150 899 kr. kg Goða pítupakki .................................... 759 949 759 kr. pk. Oetker pizza pepp/marg/skinka, 260 g . 149 199 149 kr. stk. Ungnautahakk 3–7% fita ...................... 899 1.098 899 kr. kg Wanted tortilla 12"............................... 221 295 221 kr. pk. Wanted tacosósa, mild, 250 g .............. 142 189 568 kr. kg Wanted mexican krydd, 30 g................. 97 129 97 kr. pk. Wanted Guacamole krydd, 30 g ............ 104 139 104 kr. pk. Fjarðarkaup Gildir 24. ág.–26. ág. verð nú verð áður mælie. verð Reykt folaladakjöt, úrb. ........................ 798 1198 798 kr. kg Lambalæri af nýslátruðu ....................... 1.198 0 1.198 kr. kg Lambahryggur af nýslátruðu.................. 1.398 0 1.398 kr. kg Gæðagrís skinkuálegg .......................... 990 1.338 990 kr. kg Ali hunangsskinka, soðin ...................... 1.349 1.798 1.349 kr. kg Ali helgarsteik...................................... 1.649 2.198 1.649 kr. kg Bequette hvítlauksbrauð, 2x175 g......... 99 127 50 kr. stk. Ben&jerrys ís, 473 ml .......................... 486 648 1.030 kr. kg Ananas ferskur .................................... 179 219 179 kr. kg Nektarínur........................................... 169 389 169 kr. kg Hagkaup Gildir 24. ág.–27. ág. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri af nýslátruðu úr kjötborði...... 1.389 1.598 1.389 kr. kg Lambahryggur af nýslátruðu úr kjötb. ..... 1.479 1.649 1.479 kr. kg Hangiframpartur sagaður úr kjötborði .... 898 998 898 kr. kg Svínahnakki úrb. í sneiðum................... 959 1598 959 kr. kg Óðals hamborgarhryggur m/beini.......... 999 1694 999 kr. kg Nóatún Gildir 24. ág.–27. ág. verð nú verð áður mælie. verð Grísagúllash ........................................ 898 1.598 898 kr. kg Grísakótilettur...................................... 898 1.498 898 kr. kg Ali lifrarkæfa gróf ................................. 698 1.098 698 kr. kg Ali lifrarkæfa fín ................................... 698 1.098 698 kr. kg Ali bacon lifrarkæfa.............................. 698 1.098 698 kr. kg Ali kindakæfa ...................................... 698 1.098 698 kr. kg Kellogs Special K, 750 g ...................... 399 449 532 kr. kg Svali 3 x 1/4ltr, 5 teg., 750 ml.............. 115 155 153 kr. ltr Grand It. Farfalle/Fusilli, pasta 500 g .... 99 129 199 kr. kg Grand It. pastasósa, 5 teg., 260 g......... 199 239 765 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 24. ág.–27. ág. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri úr kjötborði ......................... 898 1498 898 kr. kg Verkuð svið Goði .................................. 298 573 298 kr. kg Goða kindabjúgu ................................. 395 693 395 kr. kg Grísakótilettur mediterranean BK........... 1.087 1.575 1.087 kr. kg Hrossakjöt saltað úrbeinað BK .............. 441 630 441 kr. kg Ísfugl Tex mex vængir magnpoki ............ 192 384 192 kr. kg Egils kristall, 2 ltr ................................. 75 149 75 kr. ltr Paprika rauð ........................................ 199 365 199 kr. kg Baby gulrætur, 453 g ........................... 189 289 417 kr. kg Þín Verslun Gildir 24. ág.–24. ág. verð nú verð áður mælie. verð Lambalærisgrillsneiðar, þurrkryddaðar ... 1.649 2.198 1.649 kr. kg BK folaldakjöt, reykt............................. 487 609 487 kr. kg BK skólaskinka, 165 g ......................... 172 215 1.042 kr. kg Hunts Sp. sósa cheese & garlic, 751 g .. 0 229 0 kr. kg Lambakjöt af nýslátruðu á tilboði  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.