Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 7
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einsöngvari ::: Barbara Bonney EFNISSKRÁ: Hector Berlioz ::: Rómverskt karnival, forleikur Edvard Grieg ::: Fimm söngvar Nikolaj Rimskíj-Korsakov ::: Sheherazade MIÐASALA HEFST Í DAG! ::: WWW.SINFONIA.IS BARBARA BONNEY, BERLIOZ, GRIEG OG RIMSKÍJ-KORSAKOV Í HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 9. SEPTEMBER KL. 17.00 FL Group hefur markað þá stefnu að styðja verkefni er lúta að mannúð og menningu. Fyrr á þessu ári gerðu FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands samstarfssamning til næstu fjögurra ára og er þar um veglegt framlag að ræða til menningar. Einn þáttur samstarfsins eru árlegir styrktartónleikar. Þeir fyrstu verða haldnir 9. september og mun ágóði af tónleikunum renna til sérverkefnis á vegum BUGL. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af glæsi- legum og gáskafullum forleik, kyngimagnaðri hljómsveitarsvítu og sérstaka ánægju vekur þátttaka bandarísku söngkonunnar Barböru Bonney, sem eftirsótt er um heim allan vegna einstakrar fjölhæfni og heillandi framkomu. Barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, BUGL, sinnir mikilvægu starfi sem kunnugt er. Viðvarandi skortur á fjármunum sníður þeirri brýnu þjónustu sem þar er veitt þröngan stakk. Því hafa FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands ákveðið að ágóði þessara fyrstu styrktartónleika renni til átaksverkefnis BUGL sem hlotið hefur nafnið „Lífið kallar“. Markmið verkefnisins er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja, til að móta nýja lífssýn þar sem inntakið er lífsgleði. Verkefnið er fjölskyldumiðuð eftirmeðferð í tengslum við bráðaþjónustu BUGL. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf, en landsmenn allir eru hvattir til að styðja verkefnið með frjálsum framlögum inn á bankareikning 0101-26-600600, kt 601273-0129. MIÐAVERÐ ::: 3.700 / 3.400 KR. F í t o n / S Í A F I 0 1 8 3 7 4 LÍFIÐ KALLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.