Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 16
Reykjavík | Skólar hafa flestir hafið störf að nýju sem þýðir í huga margra að senn líði að sumarlokum. Gróður hefur enn ekki sleppt takinu af sumrinu og er iðja- grænn víðast hvar. Félagarnir Vilhelm Ólafsson og Dagur Tjörvi Arnarsson nýttu tækifærið og nutu náttúr- unnar þegar þeir léku sér sam- an í grasagarðinum í Laugardal. Morgunblaðið/Eggert Glaðir gumar í grænum gróðri Í grasagarði Akureyri | Höfuðborg | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Elstu nemendum VinnuskólaReykjavíkur var í sumar boðiðupp á menningarfræðslu í Hafn- arhúsinu. Skoðuðu þeir ólík listform og kynntust verkum ýmissa listamanna. Nemendurnir kynntu sér m.a. þróun teiknimyndasagna og gerði hver og einn teiknimyndasögu auk þess að leika hana og útskýra fyrir félögum sínum. Hugleikur Dagsson skipaði, ásamt Ilmi Stefánsdóttur myndlistarmanni, dómnefnd sem útnefndi þrjár sögur sem bestu nemendaverk sumarsins. Baldvin Páll Henrysson hlaut fyrstu verðlaun, Þorlákur Björnsson önnur verðlaun og Árni Freyr Snorrason þriðju verðlaun. Fengu menningarfræðslu Magnús Stef-ánsson, Fá-skrúðsfirði, heyrði í sjónvarpsfréttum af fjárstyrkjum Alcoa til hinna ýmsu verkefna, þar á meðal til lögreglunnar. Valdi mun lögreglan lúta léttmálmsins – ekki skal súta þótt Alcoa sé ausandi fé og margur það kalli að múta. Hjálmar Freysteinsson yrkir um nýjan formann Framsóknar: Af Jóni vænta mikils má mannkostum búinn fínum, Þó hann byrjaði aftan á embættisferli sínum. Jón Sigurðsson byrjaði sem seðlabankastjóri, varð ráðherra, þá flokks- formaður og væntanlega þingmaður eftir næstu kosningar. Og Hjálmar veltir því upp hvort þetta sé „hin leiðin“ sem umtöl- uð hafi verið fyrir nokkr- um árum: Hugmyndina Halldór fann, hélt það bæta neyðina, til forustu ef fengi þann sem færi „hina leiðina“. Af formanni Framsóknar pebl@mbl.is ♦♦♦ Mosfellsbær | Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin í Mosfellsbæ dagana 25.–27. ágúst nk. Hátíðin er nú haldin í annað sinn en nafnið er sótt til samnefndr- ar minningarbókar Halldórs Laxness. Eldgleypingar, ratleikur, flóamarkaður, dansleikur, listflug og kjúklingaveisla eru meðal dagskrárliða á hátíðinni. Fyrsti liður hátíðarinnar verður dagskrá fyrir leikskólabörn í Bókasafni Mosfells- bæjar ásamt myndlistarsýningu í listasaln- um í Kjarna sem hefst kl. tíu á föstudags- morgun. Formleg setning hátíðarinnar verður kl. 19.45 sama dag í íþróttahöll Mosfellsbæjar en henni verður breytt í sýningarsal fyrir fyrirtæki, einstaklinga, klúbba og félagasamtök í bænum. Þar verður hægt að sjá afrakstur félags- og at- vinnulífs í Mosfellsbæ fram á sunnudags- kvöld þegar hátíðinni lýkur. Hátíðin er haldin á tíu stöðum víðs vegar um bæinn. Einnig verður boðið upp á margskonar tónlist, flugmódelasýningu, söngkeppni, brekkusöng, varðeld, fim- leika- og karatesýningar, útimarkað, reið- sýningu, fótbolta o.fl. Bæjarhátíð í Mosfellsbæ um helgina Norðurþing | „Það er nú bara þannig að svona gerast kaupin á eyrinni. Það er í sjálfu sér lítið sem við getum sagt eða gert við því. Auðvitað er það þannig að fyrir hvert ein- asta bæjarfélag á landinu er sárt að sjá á eft- ir atvinnutækifærum sem svona starfsemi fylgja,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveit- arstjóri Norðurþings, spurður um áhrif brotthvarfs útgerðarfélagsins Langaness frá Húsavík á bæjarlífið í Húsavík. Skinney Þinganes, frá Hornafirði, hefur keypt félagið og með fylgja tvö uppsjávar- veiðiskip auk veiðiheimilda sem svara til ríf- lega 1.400 þorskígildistonna. „Engu að síður er það þannig að þetta setur bara aukna kröfu á okkur, að leita annarra tækifæra og það verður haldið áfram með opnum huga að efla svæðið og aðra atvinnumöguleika á svæðinu. Við meg- um ekki heldur gleyma því að hér hefur smábátaútgerð eflst verulega og það er já- kvætt. Við þurfum að vinna að öðrum tæki- færum og það er enginn barlómur hér,“ seg- ir Bergur Elías. „Enginn barlómur hér“ Benedikt Sigurðarson, aðjúnkt við Há- skólann á Akureyri og fyrrverandi stjórn- arformaður KEA, íhugar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi við alþingiskosn- ingarnar í vor. Ef af verður mun Benedikt eingöngu gefa kost á sér í fyrsta sætið.    Lára Stefánsdóttir varaþingmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í vor. Síðast skipuðu þingmennirnir Kristján Möller og Einar Már Sigurðarson tvö efstu sætin.    Sú breyting hefur verið gerð í sumum grunnskólum bæjarins að nemendur yngstu bekkjanna mæta kl. 8.15 í stað 8.00. Margir foreldrar aka börnum í skóla og er breytingin er ekki síst gerð í því skyni að dreifa álaginu á bílastæðunum …    Breytingin veldur því líka að yngstu nem- endur fara ekki í frímínútur samtímis öðr- um og hafa því meira rými til leikja.    Það er gott framtak, nýja skiltið sem blas- ir við þegar ekið er inn í Síðuhverfi: Vel- komin – Í þessu hverfi förum við varlega í umferðinni. Kurteisleg ábending og þörf, ekki síst við upphaf skólaársins.    Árleg Akureyrarvaka fer fram á laug- ardaginn. Ég hlakka ekki síst til þess að sjá Ráðhústorgið lagt grasi á nýjan leik, þótt það verði aðeins þennan eina dag. Það var fallegt og grasi gróið í gamla daga og verður kannski aftur, til fram- búðar.    Klassískir tónleikar frábærra söngvara og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands við Hótel KEA eru tilhlökkunarefni og áhorf- endastæðin líka; sjálfar kirkjutröppurnar, sem kannski verða „betri sæti“ eins og í bíóinu í gamla daga, auk þess sem áheyr- endur geta staðið eða setið í Listagilinu. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON BLAÐAMANN Skyndibitastaður Til sölu einn þekktasti skyndibitastaður borgarinnar. Sami eigandi í 12 ár og þar áður í 20 ár. Góður og hollur matur, mikið af föstum viðskiptavinum. Góð langvarandi viðskipta- sambönd við birgja. Góðar tekjur fyrir gott fólk. Laus strax. Frábær staðsetning. Lokað kl. 22.00 á kvöldin. Innrömmun Vinsæl innrömmun til sölu vegna veikinda eiganda. Mikið að gera og hefur verið lengi enda frábær staðsetning og einstak- lega vel tækjum búið og hagkvæm innrétting. Góð vinnuað- staða, stórir sýningargluggar, góður og smekklegur lager. Innrömmun með góðan orðstír. Frábær vinna sem getur gefið góðar tekjur. Iðnaður Til sölu framleiðslufyrirtæki úti á landi sem sérhæfir sig í framleiðslu á sérhæfum bílum. Mjög sanngjarnt verð á fyr- irtækinu. Miklir samningar langt fram í tímann og enn meira framundan. Eigandinn er tilbúinn að vinna áfram og kenna nýju fólki handbrögðin. Er í snyrtilegu og hentugu húsnæði sem fæst keypt fyrir sanngjarnt verð eða leigt. Hægt að hafa heildsölu með þessu á netinu. Leitum að kaupanda sem getur verið framkvæmdastjóri. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjaslan á landinu. Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.