Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Dagana 25. - 27. ágúst 2006
A
4
·
B
Æ
JA
R
Ú
T
G
E
R
Ð
IN
Majuro. AFP. | Þrír mexíkóskir sjó-
menn, sem segjast hafa verið á reki
um Kyrrahafið í níu mánuði í olíu-
lausum bát, eru væntanlegir heim til
sín á morgun, föstudag. Í Mexíkó
hafa hins vegar vaknað ýmsar spurn-
ingar um frásögn þeirra og efast
sumir um, að hún geti verið rétt að
öllu leyti.
Talsmaður Vicente Fox, forseta
Mexíkó, sagði í fyrradag, að hafin
yrði rannsókn á örlögum tveggja fé-
laga mannanna þriggja en sagt er, að
þeir hafi ekki lifað af vistina í bátnum
nema í tvo mánuði.
Mennirnir þrír segja, að þeir hafi
lagt úr höfn í San Blas í Mexíkó 28.
október síðastliðinn og haldið til há-
karlaveiða. Þeir hafi síðan orðið olíu-
lausir og rekið fyrir austanvindi alls
8.000 km leið.
Ótrúlega vel
á sig komnir
Í mexíkóskum fjölmiðlum hafa
verið vangaveltur um, að mennirnir
þrír hafi étið félaga sína tvo en
George Lanwi, lögreglustjóri í Maj-
uro, höfuðstað Marshall-eyja, sagði í
gær, að hann efaðist um alla sögu
mannanna.
„Hvernig gátu þeir lifað í allan
þennan tíma í opnum báti? Mér
finnst það mjög grunsamlegt enda
eru þeir ótrúlega vel á sig komnir,“
sagði Lanwi og bætti við, að það væri
mjög undarlegt, að mennirnir og bát-
urinn, sem er 8,8 metra langur, hefðu
ekki fundist fyrr. „Á þessum slóðum
er mikil sigling alla daga,“ sagði
Lanwi.
Áhöfn taívansks fiskiskips fann
mennina undan eynni Kiribati 8.
þessa mánaðar og kom með þá til
Majuro á Marshall-eyjum í fyrradag.
Þar voru þeir settir í læknisskoðun,
sem þeir stóðust með prýði, en það,
sem kom læknunum mest á óvart,
var, að þeir sýndu þess engin merki
andlega að hafa verið á hrakningi á
úthafinu í níu mánuði. Bólgnir fætur
voru það eina sem að þeim amaði.
Mennirnir segjast hafa lifað á fiski
og fugli, sem þeim tókst að veiða, og
haft regnvatn til drykkjar. Neita þeir
harðlega fréttum eða vangaveltum
um, að þeir hafi stundað eitur-
lyfjasmygl.
Efasemdir vakna um
hrakningasöguna
AP
Mexíkósku sjómennirnir þrír, Jesus Vidana, Lucio Rendon og Salvador
Ordonez, eftir komuna til Majuro á Marshall-eyjum á þriðjudag. Furðu
vekur hvað þeir eru brattir, andlega sem líkamlega, eftir níu mánaða
hrakninga í opnum, olíulausum báti um Kyrrahafið.
ÍSRAELSKA lögreglan yfirheyrði í
gær forseta Ísraels, Moshe Katsav, í
þrjár stundir í embættisbústað hans í
Jerúsalem vegna ásakana um að
hann hafi sýnt tveim konum kynferð-
islega áreitni, að sögn fréttavefjar
The Jerusalem Post. Gerð var
skyndileg húsleit í bústað forsetans
aðfaranótt þriðjudags og lagt hald á
tölvur og skjöl í tengslum við rann-
sóknina.
Lögreglan mun afhenda nýjum
dómsmálaráðherra, Menahem Ma-
zuz, niðurstöður yfirheyrslnanna og
ákveður hann síðan hvort lögð verður
fram ákæra á hendur Katsav. Forveri
Mazuz, Haim Ramon, sagði af sér
embætti sl. sunnudag vegna ásakana
um kynferðislega áreitni. Forsetinn
fékk að sögn The Jerusalem Post að
sjá sönnunargögnin sem notuð eru í
rannsókninni. Tvær konur hið
minnsta hafa kært Katsav fyrir
áreitni en hann segist vera saklaus.
Lögreglan rannsakar einnig hvort
forsetinn hafi rétt fyrir sér í því að
önnur konan, sem vann fyrir hann,
hafi reynt að beita hann fjárkúgun.
Hún segir Katsav hafa átt kynferð-
islegt samneyti við sig þegar hún var í
starfsliðinu.
Vill að Katsav fari í leyfi
Áhrifamikill þingmaður, Ruhama
Avraham, hvatti í gær Katsav til að
fara í leyfi.
„Forsetinn hefur eins og allir aðrir
rétt á að sanna sakleysi sitt en á hinn
bóginn verður hann að varðveita
heiður forseta-
embættisins. Sem
stendur eru born-
ar fram harkaleg-
ar ásakanir á
hendur forsetan-
um og hann þarf
þess vegna að fara
í leyfi,“ sagði Avr-
aham. Lögfræð-
ingar Katsavs
fordæmdu í vik-
unni að upplýsingum um málið hefði
margsinnis verið lekið í fjölmiðla og
sögðu að um pólitísk bellibrögð væri
að ræða en ekki áhuga á að leiða
sannleikann í ljós. Kröfðust þeir þess
að lögreglan birti upptökur af sam-
tölum forsetans og umræddrar konu
sem þeir sögðu sanna að reynt hefði
verið að beita Katsav fjárkúgun.
Forseti Ísraels grunaður
um kynferðislega áreitni
Lögreglan lagði hald á tölvugögn í embættisbústaðnum
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Moshe Katsav,
forseti Ísraels.
Á SUMRIN hleypa milljónir manna
heimdraganum og halda þá gjarnan
suður á bóginn og í átt til til sólar-
landa. Er því haldið fram á bresku
sjónvarpsstöðinni Sky News, að
hugsanlega hafi margt af þessu fólki
farið með flugvélum, sem eru með
gallaða og jafnvel hættulega íhluti,
einkum í bolnum.
Andrew Wilson, fréttaritari Sky
News í Bandaríkjunum, vann að
rannsókn þessa máls í hálft ár og er
það niðurstaða hans, að Boeing-
verksmiðjurnar bandarísku hafi vit-
andi vits keypt þúsundir gallaðra
íhluta af undirverktaka. Eru gallarn-
ir meðal annars þeir, að boruð voru
röng göt og því hafi stundum reynst
erfitt að koma hlutunum tryggilega
fyrir. Segir Wilson, að þetta eigi
einkum við um Boeing 737NG, sem
smíðaðar hafi verið í Witchita í Kan-
sas á árunum 1994 til 2002. Hafi
þessar vélar verið seldar víða um
heim án þess, að kaupendum hafi
verið gerð grein fyrir þessu.
Í þætti á Sky News þar sem skýrt
var frá þessu, var rætt við tvo fyrr-
verandi starfsmenn Boeing, sem
störfuðu áður við innri endurskoðun
í fyrirtækinu. Sögðu þeir, að Boeing
hefði keypt gallaða íhluti af fyrirtæki
í Kaliforníu, Ducommun, og sett þá í
vélarnar þótt vitað væri, að þeir
væru gallaðir og hugsanlega hættu-
legir.
Sniðin í höndunum
Taylor Smith, annar starfsmann-
anna, sagði, að hún vissi ekki hvers
vegna þetta hefði verið gert enda al-
veg fáránlegt af nokkru fyrirtæki að
taka slíka áhættu. Hinn, Jeannine
Prewitt, sagðist vita, að í samsetn-
ingarverksmiðjunni hefðu menn átt í
basli með styrkta málmrenninga eða
-bönd, sem sett eru umhverfis dyr á
flugvélum. Þeir hefðu einfaldlega
ekki passað nógu vel. Síðar hefði
komið í ljós, að böndin voru ekki
sniðin af viðurkenndum, tölvustýrð-
um vélum, heldur í höndunum. Jafn-
vel bönd í sjálfri skrokkgrindinni
voru ekki rétt að sögn Bill Skepneks,
lögfræðings Boeing-starfsmannanna
fyrrverandi, en í upplýsingabæklingi
með 737-vélunum segir, að þessi
bönd séu meðal „hornsteina“ vél-
anna enda geti bilun eða galli í þeim
haft alvarlegar afleiðingar.
Varaðar við að
láta yfirvöld vita
Prewitt og Smith segjast hafa
bent yfirmönnum sínum á gallana í
íhlutunum frá Ducommun og þá
fengið hrós fyrir en sagt um leið, að
þær skyldu ekki láta FAA, banda-
ríska loftferðaeftirlitið, vita. Gerðu
þær það, gætu þær átt yfir höfði sér
málssókn af hálfu fyrirtækisins.
Þær stöllur segjast þó hafa haldið
áfram að vekja athygli á gölluðu
íhlutunum og þá hafi þeim í raun ver-
ið ýtt til hliðar og þær einangraðar.
Talsmaður Boeing neitar því en að
því kom að þeim Prewitt og Smith
var sagt upp.
Á síðasta ári höfðuðu þær síðan
mál gegn Boeing á grundvelli laga
um uppljóstrara en það hefur ekki
enn verið tekið fyrir af alríkisdóm-
stól í Witchita.
Talsmenn hvorugs fyrirtækisins,
Boeing og Ducommun, vildu koma
fram í þættinum á Sky News en
lýstu því yfir, að ekkert væri hæft í
ásökunum þeirra Prewitt og Smith.
Segja gallaða
íhluti í sumum
Boeing-vélum
Sky News fullyrðir að gölluðu hlutirnir
hafi verið notaðir vitandi vits