Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 11
FRÉTTIR
LAGERSALA
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 33
milljörðum króna fyrstu fimm mánuði
ársins samanborið við 32 milljarða á
sama tímabili 2005. Aflaverðmæti
hefur aukist um rúman milljarð eða
4%. Aflaverðmæti maímánaðar nam
tæpum 8 milljörðum en í maí í fyrra
var verðmæti afla 5,8 milljarðar, sam-
kvæmt samantekt Hagstofunnar.
Aflaverðmæti botnfisks var í lok
maí orðið 25,7 milljarðar miðað við
22,7 á sama tíma árið 2005 og er því
um 13% aukningu að ræða. Verðmæti
þorskafla var 13,2 milljarðar og jókst
um 3,5%. Aflaverðmæti ýsu nam 4,9
milljörðum sem er 12,9% aukning og
ufsaaflinn jókst að verðmæti um 55%,
var 1,6 milljarðar. Verðmæti flatfisk-
afla jókst um 14% milli ára, nam 2,3
milljörðum. Aflaverðmæti kolmunna í
maílok var orðið 2,2 milljarðar sam-
anborið við tæpar 800 milljónir í
fyrra.
18% aukning á
innlendum mörkuðum
Verðmæti afla sem seldur er í
beinni sölu útgerða til vinnslu var 13,5
milljarðar króna sem er samdráttur
um 8% milli ára, en verðmæti afla sem
keyptur er á markaði til vinnslu inn-
anlands jókst um 18%, var 5,4 millj-
arðar. Aflaverðmæti sjófrystingar
var 9,9 milljarðar og jókst um 13% frá
fyrra ári. Verðmæti afla sem fluttur
er út óunninn nam 3,4 milljörðum sem
er 12% aukning.
Mest verðmæti á
suðvesturhorninu
Fyrstu fimm mánuði ársins var
unnið úr langmestum verðmætum á
suðvesturhorni landsins. Á höfuð-
borgarsvæðinu var unnið úr fiski að
verðmæti 6,5 milljarðar króna og á
Suðurnesjum úr 6 milljörðum króna.
Um 21% verðmætaaukning átti sér
stað á höfuðborgarsvæðinu, en á Suð-
urnesjum stóð verðmæti í stað. Mest
verðmætaaukning varð á Vestur-
landi, 27%. Mestur samdráttur varð á
Norðurlandi eystra, 20%. Skýringar á
þessu eru ýmsar, en mestu ræður lík-
lega afar slök loðnuvertíð.
Í maímánuði var mikil verðmæta-
aukning frá síðasta ári. Um er að
ræða aukningu í öllum landshlutum, í
nokkrum tilfellum tvöföldun eða
meira milli ára. Mest voru verðmætin
á höfuðborgarsvæðinu, 1,5 milljarðar
króna, næstmest á Austurlandi, 1,4
milljarðar, Suðurnesin voru með 1,2
milljarða og útflutningur á óunnum
fiski til útlanda skilaði einum millj-
arði, sem er veruleg aukning frá síð-
asta ári. Skýringar á þessu eru meðal
annars lækkandi gengi krónunnar og
hækkandi fiskverð.
! "
#$!%&
&%"
!$%&
'#'"%&
#("%)
""%'
'!$%
!#&%!
& )%&
&$%#
$&'%!
$"'%'
'!%
&" %
*+
,
.
!
"
!!
Verðmæti fiskaflans eykst um 4%
Aflaverðmæti 33 milljarðar króna fyrstu fimm mánuði ársins
VERÐ á laxi lækkaði lítillega á er-
lendum mörkuðum í síðustu viku,
m.a. vegna aukins framboðs. Þetta
kemur fram í tölum norsku Hag-
stofunnar. Laxaverðið hefur þar
með lækkað í fjórar vikur í röð.
Frá þessu var greint í Morg-
unkorni Glitnis.
Verð á ferskum útfluttum laxi frá
Noregi var 15% lægra í síðustu
viku, 36,80 norskar krónur á kíló
miðað við verðið í lok júní, 43,10
norskar krónur þegar það náði há-
marki. Eru það um það bil 440 og
517 íslenzkar krónur.
Norðmenn eru stærstu einstöku
framleiðendur á eldislaxi í heim-
inum og því er útflutningsverðið
frá Noregi lýsandi fyrir heims-
markaðsverð á laxi. Þótt með-
alverðið síðustu vikur hafi lækkað
er það enn mjög hátt í sögulegu
ljósi og mjög viðunandi fyrir fram-
leiðendur.
„Afkoma laxeldisfyrirtækja í
Noregi hefur verið mjög góð und-
anfarið og benda spár til að svo
verði einnig í ár. Flestar spár benda
þó til þess að verðið muni gefa eftir
á seinni hluta þessa árs og á næsta
ári vegna aukningar í framboði.
Verðlækkun á laxi undanfarið kem-
ur sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki.
Alfesca er eitt af þeim fyrirtækjum
sem finna fyrir verðbreytingum á
laxaafurðum þar sem dótturfyr-
irtæki þess, Labeyrie, Delpierre og
Vensy, eru stórir kaupendur á laxi,
m.a. frá Noregi,“ segir í Morg-
unkorninu.
!
!
" "
"!
"#
Verð á laxi lækkar enn
ÚR VERINU
HUGARAFL efnir í dag og á morg-
un til ráðstefnu á Hótel Sögu um
geðheilbrigðismál. Yfirskrift ráð-
stefnunnar er Bylting í bata og meg-
inefni hennar er valdefling og bati.
Ráðstefnunni lýkur með opnum
borgarafundi síðdegis á morgun,
föstudag.
Birgir P. Hjartarson frá Hugar-
afli sagði þetta vera fyrstu stóru ráð-
stefnuna sem samtökin hafa haldið
frá því þau voru stofnuð fyrir rúm-
lega þremur árum. Tilgangurinn
með ráðstefnunni er m.a. að leitast
við að breyta afstöðu fólks til geð-
sjúkra. Einnig að notendur heil-
brigðisþjónustunnar eignist rödd og
hafi eitthvað að segja um þá meðferð
sem þeir njóta.
„Þetta hefur verið svolítið ein-
stefnulegt, hingað til,“ sagði Birgir.
„Fólk fer til geðlæknis og bara
hlustar. Það fjölgar sífellt öryrkjum
vegna geðsjúkdóma og eins hækkar
lyfjakostnaður stöðugt. Þrátt fyrir
alla peningana sem settir eru í þetta
fjölgar geðsjúkum. Við þurfum nýj-
ar aðferðir og ný úrræði. Hugarafl
vinnur að þeim. Notendur heilbrigð-
iskerfisins, eins og við köllum okkur,
vilja hafa eitthvað að segja um með-
ferðina. Við viljum hafa hlutverki að
gegna og höldum t.d. mestmegnis
sjálf þessa ráðstefnu.“
Hugarafl er samstarfshópur fag-
aðila, t.d. iðjuþjálfa og sálfræðings,
og notenda heilbrigðisþjónustunnar
sem vinna innan samtakanna á jafn-
ingjagrundvelli. Birgir segir að
Hugarafl hafi gefið út fræðsluefni,
haldið fyrirlestra og kynningar á
stofnunum bæði fyrir starfsfólk og
sjúklinga. Mörg önnur verkefni eru í
undirbúningi.
Yfirskrift ráðstefnunnar, Bylting í
bata, vísar til þess markmiðs Hugar-
afls að breyta bataferlinu og skil-
greiningunni á því, eyða fordómum
og landamærum sem dregin hafa
verið á milli sjúkdóma. „Geðræn ein-
kenni koma við sögu í nær öllum
sjúkdómum,“ sagði Birgir. „Þú get-
ur fengið hjartaáfall, heilablóðfall
eða annan sjúkdóm og þetta kallar
allt á ákveðið kreppuástand. Ég
þekki engan sem hefur fengið
hjartaáfall að hann lendi ekki í ein-
hverju þunglyndi á eftir. Geð-
sjúkdómar koma öllum við.“
Fordómar eru víða
Fordómar gagnvart geð-
sjúkdómum eru enn víða til staðar,
jafnt meðal almennings og meðal
sjúklinga, að sögn Birgis. „Maður
fordæmir sjálfan sig fyrir að vera
með geðsjúkdóm, því þjóðfélagið
stimplar mann sem öðruvísi. Þar
byrjar vandamálið. Í kerfi okkar
leggjum við mikla áherslu á að
styrkja sjálfsmyndina og sjálfs-
traustið og byggja einstaklinginn
upp svo hann geti betur tekist á við
daglegt líf sitt. Sjúklingur er margt
fleira en sjúklingur og hann þarf að
gera sér grein fyrir því. Maður getur
verið vinur, faðir, móðir og svo
margt annað þótt maður sé veikur.
Það getur verið erfitt að vinna sig út
úr því að vera „bara“ sjúklingur í
eigin huga.“
Birgir sagði notendur heilbrigð-
isþjónustu oft skorta þekkingu á úr-
ræðum sem standa til boða. Þeir
þurfi að vera virkir þátttakendur í
bataferlinu. Það sé ekki nóg að taka
bara lyfin sín og bíða eftir bata.
Guðmóðir nýrra viðhorfa
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er
Judi Chamberlin frá Bandaríkj-
unum og mun hún m.a. fjalla um
skilning á valdeflingu (empower-
ment) og bata. Judi er sjálf notandi
og hefur lengi barist fyrir réttindum
notenda geðheilbrigðiskerfisins.
Hún er höfundur bóka, greina og
bæklinga um geðheilbrigði, sjálfs-
hjálp, bataferli og réttindi notenda
heilbrigðisþjónustu. Judi er ráðgjafi
við endurhæfingarmiðstöð geð-
sjúkra við Háskólann í Boston, auk
þess sem hún vinnur hjá National
Empowerment Center (www.po-
wer2u.org).
Birgir sagði að Judi vera „guð-
móður“ þeirrar aðferðafræði sem
Hugarafl vinnur eftir og er kennd
við valdeflingu. „Kerfið var búið til í
Bandaríkjunum á sínum tíma og
margir komu að rannsóknunum sem
það byggir á, en hún er guðmóðirin,“
sagði Birgir. „Þar voru tekin saman
fimmtán atriði sem byggjast m.a. á
því að notandi þjónustunnar, sjúk-
lingurinn, komi inn í ákvarðanatöku,
hafi aðgang að upplýsingum, eigi
valkosti, fái stuðning til að efla sjálf-
an sig og fái að vera einstaklingur í
staðinn fyrir að vera „bara“ sjúk-
lingur. Sá hinn sami þarf líka að við-
urkenna stöðu sína og vilja leggja
sig fram. Við í Hugarafli sjáum að
þetta kerfi virkar vel.“
Ný afstaða til bataferlisins
Morgunblaðið/Ásdís
Félagar í Hugarafli hafa undirbúið ráðstefnuna Bylting í bata, sem hefst í dag. Frá vinstri: Birgir Páll Hjartarson,
Berglind Nanna Ólínudóttir, Björg Torfadóttir, Jón Ari Arason, Herdís Benediktsdóttir, Garðar Jónasson, Nanna
Þórisdóttir og Elín Ebba Ásmundsdóttir. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Judi Chamberlin frá Bandaríkjnum.
TENGLAR
..............................................
www.hugarafl.is
ÚTVARPSSTÖÐINNI XFM var í
gær afhent bréf frá umhverfissviði
Reykjavíkurborgar þar sem farið er
fram á að starfsmenn stöðvarinnar
hætti tafarlaust að gefa hlustendum
sígarettur. Stöðin hefur að undan-
förnu kynnt kvikmyndina Thank
You For Smoking og af því tilefni
gefið hlustendum miða á myndina
og látið sígarettu fylgja. Lýðheilsu-
stöð barst kvörtun um athæfið og
sendi umhverfissviði erindi þar um.
„Við teljum að þetta sé klárlega
brot á tóbaksvarnarlögum, þar sem
vörukynning og dreifing vörusýna
er bönnuð, og þess vegna skrifuðum
við þetta bréf þar sem þess er kraf-
ist að útvarpsstöðin láti tafarlaust af
athæfinu,“ segir Rósa Magnúsdótt-
ir, deildarstjóri hollustuhátta.
Framhald málsins ráðist af því hvort
forráðamenn útvarpsstöðvarinnar
hyggist lúta fyrirmælum umhverf-
issviðs eður ei. „Við verðum bara að
skoða það í framhaldinu hvaða úr-
ræðum við beitum í framhaldinu til
að fylgja málinu eftir,“ segir Rósa.
Sigurður G. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenska sjónvarps-
félagsins, staðfestir að hann hafi
fengið bréf frá umhverfissviði
Reykjavíkurborgar varðandi sígar-
ettugjafirnar. Hann bendir á að lög
mæli í sjálfu sér hvergi fyrir um það
að bannað sé að gefa tóbak. Tóbaks-
varnarlög miðist við vörukynningu
og dreifingu vörusýna, en ekki sé
um neitt slíkt að ræða heldur ein-
ungis verið að gefa sígarettuna sem
slíka.
Deilt um
sígarettu-
dreifingu
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is