Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 20
Daglegtlíf
ágúst
„ÞAÐ getur verið svolítið fyndið að
fylgjast með húsmóður sem maður
sér fyrir sér heima í frotteslopp og
með rúllur í hárinu, hvernig hún
breytist í drápsvél þegar hún er
komin með stöng út í ána,“ segir
Ingi Freyr Ágústsson, laganemi við
Háskóla Íslands, sem starfar í sum-
ar sem leiðsögumaður í nokkrum
laxveiðiám fyrir norðan og hefur
gaman af. Þegar hann er ekki leið-
sögumaður starfar hann í afleys-
ingum hjá lögreglunni á Blönduósi.
Ástæðan fyrir því að Ingi sækir
sumarstörfin sín norður í land, er sú
að þar á hann rætur, en hann er
fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Misjafnlega skemmtilegt fólk
Ingi segist kunna ágætlega við
lögreglustarfið á Blönduósi sem felst
mestmegnis í umferðareftirliti á
vegum úti. „Við erum mikið í því að
mæla hraða og veitir ekki af, því hér
er gríðarlega mikið um hraðakstur.
Umdæmið okkar er víðfeðmt, frá
Brú í Hrútafirði og að Vatnsskarði,
en við skiptum þessu með okkur,“
segir Ingi sem er mikil veiðikló og
það er ein ástæðan fyrir því að hann
er í starfi yfirleiðsögumanns í
Blöndu, en auk þess er hann með
leiðsögn í Miðfjarðará.
„Maður verður að þekkja árnar
mjög vel til að geta leiðbeint fólki og
ég þarf að vera með því allan daginn,
en veiðitúrinn getur verið frá einum
og upp í sex daga. Þetta eru mikið til
sömu einstaklingarnir ár eftir ár en
auðvitað detta einhverjir nýir líka
inn og þá verður maður að vera
naskur að lesa fólk, finna hvernig
húmorinn liggur og annað slíkt. Það
getur verið kúnst að láta öllum líða
vel, þegar maður er með ókunnu
fólki samfleytt í nokkra daga og
maður kemur ekki eins fram við alla.
Og vissulega er þetta misjafnlega
skemmtilegt fólk, eins og gengur og
gerist.“
Ingi segir að stundum komi upp
pirringur milli veiðimanna í sam-
bandi við skiptingar á milli veiði-
staða, því allir vilji vera á bestu stöð-
unum í sem lengstan tíma, og þá
hörfi siðferðiskenndin svolítið. „Það
gengur auðvitað ekki upp að einoka
bestu staðina algjörlega og þá verð
ég að ræða við menn og leiða þeim
þetta fyrir sjónir og yfirleitt sjá
menn þá að sér og láta hylinn af
hendi.“
Ingi segist stundum lenda í
sérkennilegum uppákomum í
veiðiferðunum sem ekki séu prent-
hæfar.
„En langoftast gengur þetta vel
og drykkja meðal veiðimanna hefur
minnkað verulega, sem betur fer.“
Straumþungi Blöndu varasamur
„Nú er það hending að erlendu
veiðimennirnir verði drukknir, þó
svo að þeir fái sér kannski gin og
tónik fyrir matinn og einhverja
bjóra, þá verða þeir ekki veltandi
fullir. Fólk sem kaupir sér veiðileyfi
í rándýrum ám sóar ekki tímanum í
drykkju, heldur fer það snemma í
háttinn og snemma á fætur til að
nýta tímann sem best. En fyrst þeg-
ar ég var í þessu fyrir sex árum lent-
um við stundum í því að þurfa að
vísa mönnum úr ám vegna ölvunar.
Blanda er til dæmis straumþung og
það er eins gott að vera með fulla
meðvitund ef fólk dettur, því það
getur verið hættulegt.“
Hundruð laxa í einkaþoturnar
Þar sem Ingi er að nema lögfræði
segir hann það vera ágætt að mynda
sambönd við erlenda lögmenn sem
gjarnan sækja í íslenskar laxveiðiár.
„Þetta er mikið til efnafólk enda er
dýrt að fljúga til Íslands og dýrt að
veiða hér. Þetta eru að mestum
hluta karlmenn en þó slæðist ein og
ein kona með og þær eru margar
mjög lunknir veiðimenn.
Sumir eru með einkaþoturnar sín-
ar tiltækar og hlaða eins miklum
fiski í þær og þeim þóknast því þar
er engin yfirvigt eða vesen. Menn
eru stundum að veiða hundruð laxa á
viku. Flestir láta reykja fiskinn,
grafa hann eða hvað annað sem þeim
hentar og nota hann síðan til gjafa.“
Ingi segir fólk frá ólíkustu þjóðum
koma og veiða í ánum. „Ég er
ánægðastur með Bretana því þeir
eru langskemmtilegastir og hafa
áþekkt skopskyn og við Íslend-
ingar.“
SUMARSTARF | Ingi Freyr Ágústsson er í lögreglunni auk þess að vera veiðileiðsögumaður
Einkaþotur auðmanna
hlaðnar íslenskum laxi
Ingi Freyr kampakátur með 17 punda lax , sem hann landaði í Blöndu.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Verðhækkun á
SMA-ungbarnamjólk?
Lesandi Morgunblaðsins hafði
samband og sagði farir sínar ekki
sléttar. Honum var nokkuð brugðið
nýlega við kaup á ungbarnamjólk í
verslun Lyfja og heilsu við Hring-
braut, þegar hann sá að verðið á
krukku af SMA Gold ungbarnamjólk
var komið upp í 145 krónur, en viku
fyrr hafði hann keypt samskonar dós
í Lyfjum og heilsu í Kringlunni á 95
krónur. Þetta þótti honum óeðlilega
mikil verðhækkun á svo skömmum
tíma og vildi vita hver skýringin væri.
Hjalti Sölvason framkvæmdastjóri
hjá Lyfjum og heilsu sagði að Ice-
pharma, heildsöluaðili SMA mjólkur,
hefði hækkað þessa vöru mikið og því
hefði hún óhjákvæmilega hækkað í
smásöluverslunum.
Karl Þór Sigurðsson fjármálastjóri
Icepharma segir að ástæðan fyrir
hækkuninni samanstandi af mörgum
þáttum. „Þó verðið frá okkur hækki,
þá getur líka verið að smásöluaðilinn
hækki sína álagningu, því mörg fyr-
irtæki eru með flata prósentuálagn-
ingu ofan á hækkað heildsöluverð.“
Til smásala á spítalaverði
Karl Þór segir hækkun á verði
bæði hafa orðið á fljótandi mjólk og
þurrmjólkurdufti frá SMA. Sú fljót-
andi er í 100 ml umbúðum en þurr-
mjólkin er í 450 gramma dósum.
Hann segist vona að eftirfarandi
varpi ljósi á hækkun verðsins:
„Það er mjög bagalegt þegar
hækkanir verða svo miklar sem raun-
in er í þessu tilviki. Það segir hins
vegar lítið um það hvort varan sé of
dýr eða ekki í raun, heldur hitt að
hækkunin er mikil, því verður ekki
neitað. Þegar ég dreg í efa að varan
sé í raun dýr, þá hef ég það í huga að
upphaflegt verð á vörunni var of lágt.
Verðið til smásala var nefnilega sam-
bærilegt við það verð sem við seldum
þessa vöru inn á spítalana, þar sem
mikið magn og langtímasamningur á
í hlut, og varan er ekki ætluð til end-
ursölu heldur til neyslu á fæðing-
ardeild og vökudeildum, auk barna-
spítala. Um er að ræða
stórnotendasölusamning eins og við
köllum það. Staðreyndin er sú að
gæði SMA mjólkur eru hinsvegar
það mikil að varan er dýrari fyrir
bragðið.
Okkar verð á ofangreindum vörum
var hækkað í maí og júní sl. Fljótandi
mjólkin um 38% en þurrmjólkin í
tveimur áföngum, fyrst um 14,9% og
svo um 13,2% í viðbót. Verð þessara
afurða hafði þá ekki breyst í vel á
þriðja ár. Þar sem Lyf og heilsa var
nefnt í þessu sambandi sem smásali,
kemur í ljós að hækkun þeirra er í
prósentum talin nokkuð meiri, eða
41% á fljótandi mjólk, að því ég best
veit. Mér er hins vegar ekki kunnugt
um hækkun þeirra á þurrmjólk í dós-
um.“
Karl Þór segir ástæður hækk-
ananna í stuttu máli þær, að rekja
megi um 15% til gengisbreytinga,
10–13% til erlendra hækkana, upp-
safnaðra, og rest m.a. vegna hækk-
ana á flutningskostnaði, en varan er
flutt í flugi og nema hækkanir á tíma-
bilinu allt að 27 prósentum.
Greitt var með vörunni
„Það sem okkur þykir verst er að
hafa ekki látið erlendar hækkanir
fara hraðar út í verðlagið, einkum og
sér í lagi vegna þess að það verð sem
miðað var við, þ.e. spítalaverðið, var
orðið svo lágt að í fjölmörgum til-
vikum, t.d. þegar magn var óhag-
stætt í flutningi, var greitt með vör-
unni. Nú var hins vegar ákveðið að
horfast í augu við þessar staðreyndir
og koma verðlaginu í eðlilegt horf.
Okkur þykir miður að hækkunin
komi illa við neytendur en við erum
þess fullviss að gæði vörunnar rétt-
læti áframhaldandi kaup hennar og
neyslu.“
Morgunblaðið/Ásdís
SPURT OG SVARAÐ
NÆSTKOMANDI laugardag verður
opinn dagur í Skaftholti í Gnúp-
verjahreppi. Í Skaftholti búa Aaltje
Bakker og Guðfinnur Jakobsson og
eru þar með lífræna landbún-
aðarframleiðslu. „Við starfrækjum
líka heimili fyrir þroskahefta ein-
staklinga og þau eru átta fullorðin
sem búa hérna núna og starfa með
okkur en aðrir starfsmenn eru um
tíu talsins. Við erum með kýr, kind-
ur og hænsni auk þess að vera með
grænmetisræktun, bæði í gróð-
urhúsum og úti,“ segir Guðfinnur og
bætir við að allir séu velkomnir að
Skaftholti á laugardaginn til að líta
á hvað þau eru að gera. „Það verða
til sölu þær grænmetisafurðir sem
standa til boða á þessum árstíma,
t.d. grænkál, steinselja, rauðrófur,
tómatar, rauðkál og hvítkál. Síðan
verður veitingasala þar sem hægt
verður að kaupa kaffi og jurtate og
eitthvert heimabakkelsi með.“
Allur búskapur hefur verið líf-
rænn í Skaftholti síðan árið 1980 og
er heimilið sjálfu sér nægt með bús-
afurðir. „Fyrir utan að rækta græn-
meti vinnum við allar mjólkurvörur
fyrir heimilið sjálf, gerum osta, jóg-
úrt og rjóma og strokkum smjör.“
Það eru fimmtán ár síðan heim-
ilisfólkið í Skafholti fór að hafa opið
hús.
UPPSKERA
Lífræn grænmetis-
og veitingasala
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lífrænn grænmetismarkaður verður í Skaftholti á laugardaginn.
Skafholt verður opið fyrir gesti og
gangandi milli kl. 14 og 17 á laug-
ardaginn. Þegar ekið er frá
Reykjavík er farið fram hjá Árnesi
og þaðan eru 3 kílómetrar að
bænum.
Ingi ásamt erlendum veiðimanni á
bökkum Blöndu. Hjá þeim liggur
afrakstur 90 mínútna veiði: Tveir
15 punda laxar og þrír 6–8 punda.