Morgunblaðið - 23.10.2006, Side 2

Morgunblaðið - 23.10.2006, Side 2
2 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 24/26 Staksteinar 8 Minningar 27/30 Veður 8 Leikhús 34 Úr verinu 10 Myndasögur 36 Viðskipti 11 Dagbók 37/54 Erlent 12/13 Staður og stund 38 Menning 14, 32/36 Víkverji 40 Vesturland 15 Velvakandi 41 Daglegt líf 18/21 Bíó 38/41 Forystugrein 22 Ljósvakar 42 * * * Innlent  Tuttugasta og þriðja banaslysið á árinu varð um helgina þegar karl- maður á sextugsaldri lést, en jeppi sem hann ók valt á fáförnum veg- slóða sem liggur af Sprengisands- leið áleiðis að Búðarhálsi. Talið er að slysið hafi átt sér stað seint að- faranótt laugardags eða snemma morguns. » 4  Fyrsti hvalurinn sem veiddur er í atvinnuskyni á Íslandi í um 20 ár var dreginn að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í gærmorgun og skorinn þar. Kjöt hvalsins, sem er af teg- undinni langreyði, verður að öllum líkindum sett í sölu í Japan sam- kvæmt forstjóra Hvals hf. » Mið- opna  Íbúar á Þórshöfn í Langanes- byggð gera kröfur um úrbætur í vegamálum á svæðinu. Vilja þeir einkum að vegurinn yfir Öxafjarð- arheiði verður bættur, en hann er í dag slóði sem er nánast eingöngu fær jeppum. Þá telja sumir vegina hættulega fyrir útlendinga. » 16  Tiltekið svæði á Keflavík- urflugvelli verður afmarkað sem ör- yggissvæði eða varnarsvæði. Innan þess svæðis eru sprengjuheld flug- skýli fyrir F-15 orrustuþotur Bandaríkjamanna. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráð- herra á opnum fundi um öryggismál í Valhöll á laugardag. » Baksíða Úr verinu  Nýliðun í úthafsrækju er aðeins um einn tíundi meðaltals síðustu ára. Lítið er af rækju fyrir austan land en fyrir norðan land er stofn- vísitala um fjórðungi hærri en á síð- asta ári. Hafrannsóknarstofnun hef- ur lagt til að upphafsafli úthafsrækju verði 7 þúsund tonn fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. » 10 Erlent  Talsmenn bandaríska utanrík- isráðuneytisins vísuðu í gær á bug fullyrðingum um að hátt settur starfsmaður þess hefði komist svo að orði að Bandaríkjastjórn hefði gerst sek um „hroka og heimsku“ í stefnu sinni í Írak. Á sama tíma berast fregnir af því að stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta sé með nýja tímaáætlun í smíðum þar sem aukin ábyrgð sé lögð á herðar Íraksstjórn. » 12  Demókratinn og öldungadeild- arþingmaðurinn Barack Obama til- kynnti í gær að hann væri að íhuga framboð í forsetakosningunum árið 2008. Obama lét þessi orð falla í sjónvarpsþættinum „Meet the Press“, en hann hefur síðustu mán- uði þvertekið fyrir að hann íhugi framboð. » 12  Súdönsk stjórnvöld gáfu í gær Jan Pronk, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, frest þangað til á mið- vikudag til að yfirgefa landið, eftir að honum var gefið að sök að hafa tjáð sig um „viðkvæm málefni“. » 12  Bresk stjórnvöld munu í þessari viku kynna áætlun um að takmarka fjölda innflytjenda frá Rúmeníu og Búlgaríu þegar þjóðirnar ganga í Evrópusambandið (ESB) hinn 1. janúar næstkomandi. » 12  Mohammad múllah Omar, æðsti leiðtogi talibana í Afganistan, hótar að draga Hamid Karzai, forseta landsins, fyrir íslamskan rétt, ásamt því sem hann varar við hrinu of- beldisaðgerða í landinu. Þetta kem- ur fram í skilaboðum eignuðum Om- ar til afgönsku þjóðarinnar sem birt voru á íslamskri vefsíðu í gær. » 1 í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. Þriðjudaginn 24. október kl. 17.00 Höfundur áritar bók sína Fullt verð bókarinnar er kr. 4680 kr. 3990 Tilboðsverð SÓL í Straumi nefnist hópur áhuga- fólks um stækkun álversins í Straumsvík sem stendur fyrir fundi í Haukahúsinu Ásvöllum klukkan 20 í kvöld. Pétur Óskarsson, talsmaður hópsins, hvetur sem flesta Hafnfirð- inga og nærsveitamenn til að koma á fundinn og fræðast um áform Alcan um stækkun álversins, en hann segir marga Hafnfirðinga ósátta við stækk- unina óháð stjórnmálaskoðunum. „Í hópnum er fólk sem starfar í Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingu og Vinstri grænum og auk þess eru margir óflokksbundnir. Við erum öll sammála um að ekki sé ráðlagt að leyfa Alcan að stækka álverið, en hins vegar höfum við ekki endilega sömu ástæður fyrir þeirri skoðun okkar,“ segir Pétur og nefnir sem dæmi að Vinstri grænir hugsi e.t.v. fyrst og fremst um umhverfissjónarmiðin en margir hægri menn telji stækkunina ekki efnahagslega hagkvæma fyrir Hafnarfjarðarbæ. „Þetta er flókið mál og er nú statt í stjórnsýslulegu ferli sem getur verið býsna erfitt að átta sig á. Við viljum kynna áformin fyrir fólki svo það geti myndað sér skoðun á stækkuninni,“ segir Pétur, sem er flokksbundinn sjálfstæðismaður, en framsögumenn á fundinum í kvöld auk hans sjálfs, verða m.a. Valgerður Halldórsdóttir Samfylkingarkona í Hafnarfirði. „Í kjölfar þessa fundar munum við svo halda fleiri fundi og fá þá sérfræðinga til að útskýra ýmis mál sem tengjast þessu,“ segir hann. Pétur bendir einnig á að álverið verði ekki stækkað nema bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki fram- kvæmdina og því sé endanleg ákvörð- un í höndum sveitarfélagsins, en Pét- ur telur mikilvægt að almenningur fái að koma skoðun sinni á framfæri. Þverpólitísk andstaða við stækkun álversins Hópurinn Sól í Straumi heldur fund í Hafnarfirði í kvöld Í HNOTSKURN »Fundur samtakanna Sólarí Straumi hefst kl. 20 í Haukahúsinu Ásvöllum og eru allir velkomnir. »Samtökin eru óformlegurhópur fólks úr ólíkum átt- um. »Búið er að selja Alcan lóðundir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað er við stækkun. TENGLAR .............................................. www.solistraumi.org TILLAGAN um byggingu hálend- ismiðstöðvar í Skálpanesi við Lang- jökul sem samvinnunefnd um breyt- ingu á staðfestu svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 hefur lagt fram er illa ígrunduð og óheppileg að mati Náttúruvaktarinnar. Að sögn Ástu Þorleifsdóttur stjórnarmanns er í raun gert ráð fyrir að hálendismið- stöðin verði hótel þar sem ekki verði boðið upp á neina fræðslu um svæðið. „Við viljum að það sé horft á þetta í heildarsamhengi og skilgreint hvar á þessu verndarsvæði sett eru upp svæði fyrir fræðslu og þjónustu. Við teljum eðlilegt að þar sem gisti- þjónusta er í boði sé líka boðið upp á fræðslu um svæðið og náttúru þess,“ segir Ásta. „Menn eiga að spyrja sig hvernig viljum við sjá þetta í heild og hvernig viljum við sjá hálendið eftir 100 ár. Þetta þýðir ekki að Náttúruvaktin sé að setja sig á móti uppbyggingu á jöðrum hálendisins, heldur að þegar það er gert sé það ekki gert með hálf- um huga, heldur að alvöru stefna sé mörkuð með alvöru markmið og framkvæmdir verði í samræmi við það,“ segir Ásta og bætir við að til- lagan sé heldur ekki tímabær þar sem enn sé unnið að framtíðarfyrirkomu- lagi valdheimilda og þar með á stjórn- un miðhálendis Íslands. „Illa ígrunduð og óheppileg tillaga“ Hótel við Langjökul vekur spurningar Ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að setja á fót starfs- hóp til að fara yfir hvaða breytingar og viðbætur er rétt að gera á ís- lenskri löggjöf til að geta tekið fast- ar á sjóræningja- veiðum við landið. Fulltrúar úr sjáv- arútvegs-, utanríkis-, dómsmála- og samgönguráðuneyti munu eiga sæti í starfshópnum, undir forystu sjávar- útvegsráðuneytis. Að sögn Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráð- herra, sem bar málið upp á ríkis- stjórnarfundi, á hópurinn að vinna hratt og leggja fram frumvarp eða frumvörp fyrir Alþingi í vetur. Einar K. Guðfinnsson Starfshópur um veiðar NÝJU mislægu gatnamótin á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar verða tekin í notkun 1. nóvember næstkomandi. Það er samkvæmt verkáætlun, að sögn Guðfinnu Hinriksdóttur, verkefnisstjóra hjá Eykt. Guðfinna segir að vænta megi einhverrar seinkunar á opnun á framtíðarvegtengingu í austurátt frá Vest- urlandsvegi inn á Suðurlandsveg vegna hönn- unarmisræmis og stuðst verði við bráðabirgðatengingu á meðan. Næsta vor verður síðan gengið frá sáningu og end- anlegri jarðvinnu við gatnamótin. Morgunblaðið/RAX Opnað samkvæmt áætlun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.