Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 21 Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is www.gudlaugurthor.is gudlaugurthor@gudlaugurthor.is Verið velkomin á kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs að Lágmúla 9. Opið alla virka daga frá 10-22 og um helgar frá 13-20. Íslensk vísindi - Kraftur til framtíðar Ég styð Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík um næstu helgi. Guðlaugur Þór er stjórnmálamaður sem vinnur faglega, er framsýnn og býr yfir ríkum forystuhæfileikum. Ég styð Guðlaug Þór, ekki síst vegna þeirrar áherslu sem hann leggur á að efla vísindastarf hér á landi. Við lifum í samfélagi sem tekið hefur stakkaskiptum á undanförnum árum. Það má furðu sæta hve stutt er síðan atvinnuvegir landsmanna takmörkuðust við afar frumstæðan landbúnað og sjósókn og fólk átti vart til hnífs og skeiðar. Í dag teljast Íslendingar til þeirra þjóða sem búa við hvað best lífskjör. Námstækifæri hafa stóraukist, aldrei hafa fleiri stundað hér háskólanám og rannsókna- og vísindastarf hefur stóreflst. Við þurfum að halda áfram á sömu braut, því það er ljóst að þekking ræður æ meiru um það hvernig einstaklingum, fyrirtækjum og þjóðum vegnar. Guðlaugur Þór leggur áherslu á að hér þurfi að efla sköpun þekkingar og stuðla með því að bættum lífsgæðum og nýjum atvinnutækifærum. Hann vill beita sér fyrir því að skapa hér góðar aðstæður fyrir öflugt vísindastarf og hvetja til samkeppni vísindamanna og stofnana um að skara fram úr á alþjóðavettvangi. Hann vill stórefla samkeppnissjóði sem úthluta fé til rannsóknarstarfs og hefur þegar beitt sér fyrir stofnun sjóðs sem veita mun fé árlega næstu fjögur árin, til rannsókna á sviði orkumála. Guðlaugur Þór er búinn mikilvægum leiðtogakostum. Ég treysti honum til að skapa hér aðstæður svo Ísland geti orðið leiðandi á sviði rannsókna- og vísindamála á alþjóðavettvangi. Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir Deildarforseti Kennslufræði og lýðheilsudeild Háskólinn í Reykjavík Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Heldur er það stökkt oggulnað Morgunblaðiðsem fannst bak við þil írisíbúð á Flókagötunni fyrir skemmstu, enda komið til ára sinna, dagsett 9. júlí 1955. Eflaust hefði blaðið legið áfram í áraraðir þarna bak við þilið, ef ekki hefði komið til þörf yngsta fjölskyldu- meðlimsins, Úlfs Breka Péturs- sonar, fyrir sérherbergi. Til að svo megi verða þarf að breyta eldhúsinu í barnaherbergi og færa eldhús- innréttinguna inn í stofu. Við slíkar framkvæmdir þarf að leggja nýjar lagnir og einmitt þess vegna þurfti Pétur faðir Úlfs að kanna þessa leyndu staði bak við þilið. Hina bestu skemmtan má hafa af því að glugga í fimmtugar fréttir og auglýsingar þessa blaðs sem er heilar sextán síður að stærð. Þar er mikið um auglýsingar frá verslunum sem loka vegna sumarleyfa, eitthvað sem ekki þekkist í dag, og eins eru dansleikjaauglýsingar áberandi, enda er þetta laugardagsblað. Þar er líka að finna þó nokkuð af einka- málaauglýsingum og ein þeirra hljómar á þess leið: „Nokkrar ungar stúlkur óska eftir að kynnast ungum mönnum sem ferðafélögum.“ Keppt í línstroki og kúadómum Undir tilkynningu sem heitir Hjónaefni, kemur fram að Anna Fía og Ari hafi opinberað trúlofun sína. Ungmennafélagsandinn hefur greinilega verið við völd á þessum tíma, því heilsíða er lögð undir um- fjöllun um Landsmót Ungmenna- sambands Íslands á Akureyri. Þar var meðal annars keppt í eins ólík- um flokkum og línstroki og kúadóm- um. Í Velvakanda er fárast yfir því að bifreiðakennarar láti undir höfuð leggjast að kenna mönnum að skipta um dekk. Kvikmyndahúsin auglýsa myndir sínar með því að birta and- litsmyndir af leikurunum og fram- haldssagan Hjónabandsást nær yfir hálfa síðu. Helst er það í fréttum að mikið er leitað að síld, væntanleg er viðkoma Eisenhowers á Keflavíkurflugvöll, vélagæslumenn krefjast hærri launa og þrjátíu svín köfnuðu í eldsvoða í Hafnarfirði. Maður í Bretlandi hafði fengið líf- látsdóm eftir stystu réttarhöld í sögu landsins, en þau stóðu yfir í að- eins 50 mínútur, en hinn dæmdi ját- aði að hafa myrt tryggingasölu- mann. Skondin fjögurra lína frétt er á baksíðu um rán í Svíþjóð: Lögreglan elti í kvöld tvo menn sem rænt höfðu kvengjaldkera, á leið til pósthúss, 50 þús. sænskum kr. Morgunblaðið/Sverrir Forvitnilegt blað Úlfur skoðar Moggann sem fannst vegna kröfu hans um sérherbergi. Gulnaður Morgunblaðið fimmtuga bar aldurinn bara nokkuð vel Hálfrar aldar gamall Moggi Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.