Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ER BÚINN AÐ SKRIFA NIÐUR ALLS KONAR SNIÐUGA HLUTI TIL ÞESS AÐ SEGJA Á STEFNUMÓTINU Í KVÖLD „HVAÐ SEGIST?“ „ALLT GOTT AÐ FRÉTTA?“ DÖMUR MÍNAR OG HERRAR, MIG LANGAR AÐ KYNNA FYRIR YKKUR RÓMEÓ! ÞANNIG AÐ ÞÚ HELDUR AÐ HEIMUR- INN SÉ AÐ SKÁNA? EF ÞÚ ERT SVONA VISS UM AÐ HEIMURINN SÉ AÐ VERÐA BETRI, AF HVERJU ERTU ÞÁ ALLTAF MEÐ ÞETTA TEPPI? BEINT Í MARK! LAUGARDAGAR ERU BESTU DAGAR VIKUNNAR ÞAÐ GERIR ENGINN NEINAR KRÖFUR TIL MANNS Á LAUGARDÖGUM MAÐUR GETUR GERT ÞAÐ SEM MAÐUR VILL, MANNI ER ALLT MÖGULEGT HVAÐA DEGI ER BETRA AÐ EYÐA Í AÐ SITJA UPPI Í SÓFA OG HORFA Á TEIKNIMYNDIR HVERT ERTU AÐ FARA? ÚT HVAÐ ÆTLARÐU AÐ VERA LENGI? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI EF MAÐUR SPYR EKKI SPURNINGA, ÞÁ FÆR MAÐUR ENGIN SVÖR ÉG VEIT EKKI HVERNIG ÉG Á AÐ SEGJA ÞÉR ÞETTA, EN ÞÚ ERT MEÐ OFNÆMI FYRIR KATTARKONUM ÞAÐ VAR ENN EINN HERMAÐURINN AÐ DEYJA Í ÍRAK Í GÆR ERTU AÐ HUGSA UM MANNINN SEM ER AÐ VINNA MEÐ ÞÉR SEM ER AÐ FARA ÞANGAÐ? JÁ, ÉG HEF VERIÐ AÐ UNDIRBÚA KVEÐJUVEISLU HANDA HONUM OG ÞAÐ ER MIKLU ERFIÐARA AÐ LESA SVONA FRÉTTIR NÚNA ÉG ÍMYNDA MÉR ÞÁ ALLTAF Í SINNI EIGIN KVEÐJUVEISLU FÆRIR ÞETTA NÆR MANNI ÁFRAM! ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ DANSA Á VEGGNUM ÞAÐ ER EKKERT, EIGUM VIÐ AÐ PRÓFA AÐ DANSA Á LOFTINU SKYNDILEGA GERA ÁVERKAR GÆRDAGSINS VART VIÐ SIG... ÆÆÆÆ! ÉG ER AÐ HRAPA! Palestínsk kona rýnir í Kóraninn sinn í Al-Aqsa-moskunni í Jerú- salem síðasta föstudag. Þá var föstumánuðinum ramadan um það bil að ljúka og hátíð fram- undan. Þúsundir kvenna, barna og miðaldra manna lögðu leið sína í moskuna á föstudag, framhjá varnarvirkjum Ísr- aelsmanna frá Vesturbakkanum inn í borgina helgu. Ísraelska lögreglan telur að um 180 þúsund manns hafi komið til bæna og kóranlesturs í moskuna þann dag. Kóranlestur á ramadan Vinnuverndarvikan hefst ídag, mánudaginn 23. októ-ber, og stendur til 27.október. Um er að ræða árlegt átak og annast Vinnueftirlitið undirbúning vinnuverndarvikunnar en Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir er verkefnisstjóri hennar: „Þó heitið gefi annað til kynna stendur Vinnu- verndarvikan yfir allt árið 2006. Í ár beinum við sjónum sérstaklega að ungu fólki og starfsaðstæðum þeirra undir yfirskriftinni Örugg frá upp- hafi,“ segir Ása. „Meðal þess sem verður gert í tilefni vinnuvernd- arvikunnar er að vinnustaðir verða heimsóttir, boðið verður upp á fyr- irlestra og haldinn morgunverð- arfundur þar sem m.a. verða veittar viðurkenningar; annars vegar vinnu- stöðum sem eru til fyrirmyndar í vinnuvernd ungra starfsmanna, og hins vegar sigurvegurum í mynd- banda- og veggspjaldakeppni sem haldin var meðal grunn- og fram- haldsskólanema.“ Vinnuverndarvikan er samevr- ópskt upplýsinga- og fræðsluátak sem haldið hefur verið árlega frá árinu 2000: „Þrátt fyrir mikilvægar framfarir í vinnuvernd og fækkun vinnuslysa er þó svo að slys í vinnu, óhöpp og mikið andlegt og líkamlegt álag eru enn of algeng á íslenskum vinnustöðum.“ Sérstaða ungs fólks Sem fyrr segir er vinnuvernd- arvikan nú helguð ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnu- markaðinum: „Við leggjum sér- staklega áherslu á þá sem eru yngri en 18 ára, og viljum auka þekkingu ungmenna á vinnuvernd og stuðla að því að starfsumhverfi þeirra sé öruggt frá upphafi starfsævinnar. Einnig viljum við vekja almenning til vitundar um réttindi, skyldur og sérstöðu ungs fólks á vinnumark- aði,“ útskýrir Ása. „Vinnuslys og óhöpp eru algeng- ari hjá ungu fólki en eldra; unga fólkið er iðulega ókunnugt starfinu og vinnuumhverfinu og þeim hætt- um sem þar kunna að leynast. Einn- ig reynist yngra fólk oft áhættu- sæknara en það eldra, það vinnur oftar við óhentugar vinnuaðstæður og tekur á sig mikla ábyrgð sem óhjákvæmilega fylgir álag,“ segir Ásta. „Íslensk ungmenni vinna tölu- vert mikið, en þótt vinnan göfgi manninn þarf hún að vera í hófi, sér- staklega hjá einstaklingum sem einnig eru í námi. Eins er mikilvægt að virða reglur sem takmarka vinnu barna og unglinga, bæði vinnutíma þeirra og hvaða störf þau mega fást við, og áríðandi er að huga vel að leiðsögn og fræðslu í upphafi starfs. Verkstjórn þarf að vera vönduð, skilaboð og kröfur skýrar og hvetja þarf til öruggra og heilbrigðra starfsvenja.“ Nánari upplýsingar um dagskrá vinnuverndarviku má finna á slóð- inni www.vinnueftirlit.is. Sérstök at- hygli er vakin á hádegisfyrirlestri um löggjöf um vinnu barna í Lög- bergi HÍ í dag, mánudag, kl. 12.20 og morgunverðarfundinn á þriðju- dag á Grand hóteli frá 8.30 til 11, en skrá má þátttöku í síma 550 4600. Atvinna | Áherslan lögð á ungt fólk í vinnu- verndarvikunni 23. til 27. október Vinnuvernd: örugg frá upphafi  Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir fæddist í Kópa- vogi 1967. Hún lauk B.A. prófi í sálfræði frá HÍ 1992, M.A. í end- urhæfing- arráðgjöf frá University of Maryland, College Park 1996 og M.Sc. í viðskiptafræði frá HÍ 2004. Ása hefur m.a. starfað við end- urhæfingarráðgjöf, rannsóknir, rannsóknasjóðaumsýslu og sem starfsmannastjóri og starfar nú sem deildarstjóri fræðsludeildar vinnueftirlitsins. Ása er gift Birni Þóri Jónssyni dósent og eiga þau þrjú börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.