Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er fróðlegt að skoða til- veruna með augum þeirra sem stjórna orkurannsóknum í landinu. Grein eftir einn þeirra, Ólaf G. Flóvenz, for- stjóra Íslenskra orku- rannsókna, birtist í miðopnu Morgunblaðs- ins 17. okt. sl. Ekki dettur mér í hug að efast um góðan hug hans og annarra koll- ega hans en því miður verður að segja um þessa grein eins og margar henni líkar að hún missir algerlega af kjarna málsins, að orkurannsóknir og orkunýting ganga með óafturkræfum hætti á hagsmuni náttúruverndar og nýtingu sem samræmist henni. Það er ósköp ein- faldlega ekki hægt að taka nátt- úruperlur eins og Brennisteinsfjöll, Kerlingarfjöll, Grændal og Ölkeldu- háls undir orkunýtingu og varðveita þær um leið. Orð sem fá ekki staðist Ólafur reynir í grein sinni að telja lesendum trú um að með veitingu rannsóknarleyfis sé á engan hátt verið að stefna náttúru svæðisins í voða. Það sé engan veginn ávísun á leyfi til að bora rannsóknarholur. Þessu trúir auðvitað ekki nokkur maður. Í Hverahlíð eru 2 – 3 rann- sóknarholur sem aldrei voru sendar í umhverfismat. Á Ölkelduhálsi eru 3 rannsóknarholur sem ekki fóru í um- hverfismat. Bæði þessi svæði eru sköðuð eftir rannsóknir í kjölfar rannsóknarleyfis. Sömu sögu er að segja af mörgum öðrum svæðum. Ólafur telur í grein sinni best að öllu gosbeltinu verði skipt upp í reiti og orkufyrirtækjunum veitt leyfi til að rannsaka þar hvern blett sem líklegur er til að gefa orku. Það er at- hyglisverð sýn á land okkar og náttúru. Slátrarar sjá mat Orkugeirinn sér náttúru landsins út frá þröngum sérhags- munum sínum. Ef hann hefði eðlilega stöðu inn- an stjórnsýslunnar væri það útaf fyrir sig ekki frágangssök. Orkugeirinn hefur hins vegar yfirburðastöðu og gott dæmi um það er að enn hefur ekki fengist fé til að klára allra nauð- synlegustu grunnrannsóknir á nátt- úrufari háhitasvæða Íslands. Þó er ljóst að til þess þarf aðeins fjármagn sem nemur kostnaði við eina rann- sóknarborholu. Ástæðan? Jú það eru orkumálayfirvöld en ekki umhverf- isráðuneyti sem eiga að útvega Nátt- úrufræðistofnun peningana og und- arlegt nokk þeir hafa bara ekki verið til! Þegar hestamenn líta yfir stóðið og sjá gæðinga sjá slátrarar mat. Ölkelduháls Í uppsiglingu er stórslys á Öl- kelduhálsi. Þar á að taka til nýtingar með óafturkræfum hætti einstakt hverasvæði í nágrenni höfuðborg- arinnar. Þetta svæði er ekki aðeins verðmætt í sjálfu sér sem nátt- úruperla heldur hefur það gífurlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna á höfðuborgarsvæðinu og fyrir íbúa svæðisins. Búið er að vinna drög að matsáætlun fyrir virkjun á Ölkeldu- hálsi og af þeim drögum er augljóst að hagsmunum útivistarfólks og hin- um miklu viðskiptahagsmunum ferðaþjónustunnar af því að vernda svæðið er algerlega varpað fyrir róða. Þrátt fyrir meintan áhuga á græn- um málum virðist stjórnarformaður Orkuveitunnar, prófkjörsframbjóð- andinn Guðlaugur Þór, ekki hafa lagt neina áherslu á rannsóknir á áhrifum virkjunar á hagsmuni þess- ara hópa. Þar sem náttúruvernd- arfólki í Sjálfstæðisflokki býðst nú að velja hann á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar væri gaman að vita hvaða augum hann, persónulega, lítur Ölkelduháls. Rammaáætlun um náttúruvernd Það er þörf á nýrri sýn. Samfylk- ingin vill ráðast að rótum vandans með því að fara nú þegar í rann- sóknir á verndargildi verðmætra náttúrusvæða landsins. Að þeirri vinnu lokinni er ljóst hvar best er að setja upp þjóðgarða og net vernd- arsvæða og hvar kann að vera rétt- lætanlegt að koma fyrir mann- virkjum, hvort sem um er að ræða hálendisvegi, aðstöðu fyrir ferðafólk eða orkunýtingu af einhverju tagi. En fyrst þarf að vernda. Ástæðan er einföld óafturkræfar framkvæmdir verða ekki dregnar til baka. Þú verndar ekki eftir á. Þörf á nýrri sýn Valdimar Leó Friðriksson svarar Ólafi Flóvenz » Í uppsiglingu erstórslys á Ölkeldu- hálsi. Valdimar Leó Friðriksson Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Suðvestur kjördæmi. SAMFYLKINGIN leggur til róttækar breytingar til mikilla bóta á Lánasjóði ís- lenskra námsmanna í nýju frumvarpi til laga. Mikilvægt er að ná nýrri sátt um hlutverk sjóðsins með það að markmiði að hluti lána breytist í styrk að loknu námi, afnumin verði krafa um ábyrgð- armenn og að lánin verði greidd út fyr- irfram. Þá þarf að end- urskoða viðmið- unargrunn lánanna reglubundið. Hluti verði náms- styrkur Með þessu frum- varpi eru settar fram grundvallarbreytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lagt er til að námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mán- uð. Þá leggjum við til að krafa um ábyrgð- armenn á lánum verði felld brott úr lögunum enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafnrétti til náms. Vitað er um mörg dæmi þess að ungt og efnilegt fólk hefur orðið að hverfa frá áætlunum um frekara nám vegna þess að það hefur ekki getað fram- vísað ábyrgðarmönnum sem lána- sjóðurinn tekur gilda. Hver náms- maður á sjálfur að vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu síns námsláns og á að undirrita skuldabréf þess efnis. Stjórn sjóðsins ákveður hvaða skil- yrðum lántakandi þarf að fullnægja. Aðrar breytingar eru þær helstar að þegar námsmaður hefur skilað af sér lokaprófum á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytist 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Styrkurinn yrði hvorki tekjutengdur né skatt- lagður. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum ann- ars staðar á Norð- urlöndum. Nokkur dæmi um fyr- irkomulagið í öðrum löndum eru að í Svíþjóð eru 34,5% af þeirri upp- hæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrk- ur sé miðað við fullt nám. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að náms- maður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu. Það virk- ar einnig sem öflugur hvati að námslokum á tilskildum tíma. Brýnt er að málið nái fram að ganga á Alþingi. Því er það mikilvægt að hreyfingar námsmanna berjist af kappi fyrir breytingum á LÍN sem hluta af þeirri mennta- sókn og því fjárfest- ingarátaki í menntun sem brýnt er að Íslendingar ráðist í á næstu miss- erum. Um það verður kosið. Ný menntasókn á að vera eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar jafn- aðarmanna næsta vor. Ný lög um Lánasjóðinn Björgvin G. Sigurðsson fjallar um Lánasjóð íslenskra námsmanna Björgvin G. Sigurðsson » Vitað er ummörg dæmi þess að ungt og efnilegt fólk hef- ur orðið að hverfa frá áætl- unum um frek- ara nám vegna þess að það hef- ur ekki getað framvísað ábyrgðarmönn- um sem lána- sjóðurinn tekur gilda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Á síðustu öld fjölgaði öldruðum á Íslandi hraðar en nokkrum öðrum aldurshópi. Á sama tíma hefur með- alævi lengst og heild- arfrjósemi minnkað. Íslenska þjóðin er að eldast. Jafnframt hafa orð- ið breytingar innan hóps aldraðra, sem lýsa sér í því að aldr- aðir ná sífellt hærri líf- aldri. Þessi þróun í aldurssamsetningu þjóðarinnar kallar á skýr viðbrögð í skipu- lagningu öldr- unarþjónustu. Fjölgun aldraðra er vaxandi viðfangsefni stjórnvalda um heim allan. Um leið og ald- urinn færist yfir fer heilsunni hrakandi og þörf á heilbrigðisþjón- ustu vex. Aldraðir eru oft haldnir langvar- andi sjúkdómum sem draga úr starfsgetu og gera þá háðari öðrum. Hár aldur gerir fólk veikburða og við- kvæmt. Mikil fjölgun aldraðra, einkum í hópnum 75 ára og eldri, kallar því á enn meiri þjónustu af ýmsu tagi. Þessi þróun endurspeglast hér á landi í því að á liðnum árum hefur æ fleiri rýmum á dvalarheimilum aldr- aðra verið breytt í hjúkrunarrými. Þörfin á hjúkrunarrýmum vex hratt og er brýn. Brotið var blað í þróun og skipu- lagningu íslenskrar öldrunarþjón- ustu með setningu laga um málefni aldraðra árið 1982. Með þeim var í fyrsta sinn hér á landi komið á sam- ræmdu skipulagi öldrunarþjónust- unnar. Lögin hafa tvívegis verið endurskoðuð og eru gildandi lög frá árinu 1999. Á þessu tímabili hafa stór skref verið stigin í uppbyggingu öldr- unarþjónustu. Sérhannað húsnæði fyrir aldraða er í allflestum þétt- býliskjörnum landsins. Heimahjúkrun aldraðra verður sífellt umfangs- meiri þáttur í starfsemi heilsugæslustöðva. Heimilishjálp aldraðra er sömuleiðis æ mik- ilvægari þjón- ustuþáttur eftir því sem fleiri sveitarfélög gefa öldruðum íbúum kost á þjónustu af þessu tagi. Vistun aldraðra í hjúkr- unarrými byggist á fag- legu vistunarmati en biðlistar eftir rými eru enn of langir. Mörg verkefni á þessu sviði eru óleyst og er þar brýnast skort- ur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Skortur á hjúkrunarrými fyrir aldraða er alvarlegur því honum fylgir mikill vandi fyrir bráðadeildir sjúkrahúsa. Samfélaginu ber að tryggja öldruðum sem lokið hafa farsælu ævi- starfi vist á hjúkrunarrými þegar slíkrar vistar er þörf. Biðtími eftir slíkri vist á ætíð að vera í lágmarki og helst ekki lengri en örfáar vikur. Í málefnum aldraðra verður upp- bygging á hjúkrunarrýmum aldr- aðra brýnasta viðfangsefni næsta kjörtímabils. Aldraðir eiga kröfu á að geta gengið að hjúkrunarrýmum og að óviðunandi biðlistar verði upp- rættir með raunhæfum aðgerðum. Fjölgun hjúkrunar- rýma er forgangsmál Dögg Pálsdóttir fjallar um hjúkrunarrými og málefni aldraðra Dögg Pálsdóttir » Samfélaginuber að tryggja öldr- uðum sem lokið hafa farsælu ævistarfi vist á hjúkrunarrými þegar slíkrar vistar er þörf. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og gefur kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í GEGNUM tíðina hefur töluvert áunnist í hagsmunabaráttu þeirra sem eru skilgreindir fatlaðir. Altæk- ar stofnanir heyra nær alveg sög- unni til og í fljótu bragði mætti ef til vill halda að svo mikið hafi áunnist að nú sé markinu bráðum náð. Í raun er það þó alls ekki þannig. Hagsmunabar- átta fatlaðra snýst um mannréttindi, hún snýst um það að þeir sem eru skilgreindir fatlaðir á einhvern hátt fái notið sömu lífsgæða og þeir sem eru ófatl- aðir. Baráttan snýst um að fatlaðir séu við- urkenndir sem full- gildir þátttakendur og um leið mótandi í því samfélagi sem tilheyrir okkur öllum – ekki einungis þiggjendur opinberrar þjónustu. Í dag er sá sem er skilgreindur fatlaður í íslensku samfélagi sjálf- krafa skilgreindur þjónustuþegi af hendi hins opinbera. Þarfir hans eru skilgreindar og ákvörðuð sú þjón- usta sem honum ber að fá frá yf- irvöldum. Þjónustan er síðan veitt í gegnum opinberar stofnanir og fyr- irtæki sem starfa í skjóli ríkisins. Í fljótu bragði virðist sú leið kannski vera sú eina rétta og sú eina sem er líkleg til að sinna þörfum þessa til- tekna hóps en í raun gengur hún þvert á þær leiðir sem samfélagið hefur mótað fyrir þá sem ekki eru skilgreindir fatlaðir á einhvern hátt. Ég tel að mannréttindi þessa hóps verði ekki tryggð nema að yfirvöld breyti afstöðu sinni og taki upp nýja sýn. Þessi breytta sýn byggist á nokkrum meginmarkmiðum. Hún byggist m.a. á þeirri hugmyndafræði að öllum, hvort sem þeir eru skil- greindir fatlaðir eða ekki, eigi að tryggja sem jöfnust lífskjör. Til þess að því marki verði náð þarf hins- vegar að svara því hvað telst til al- mennra lífskjara á hverjum tíma. Slík nálgun krefst þess af stjórn- völdum að málefni þessa hóps séu í stöðugri þróun. Á sama hátt og lífs- kjör þjóðarinnar breytast og þróast hlýtur kerfi sem á að tryggja einhverjum til- teknum hópi almenn lífskjör að þurfa að gera það líka. Hin breytta sýn byggist jafnframt á því grundvallarmarkmiði að öllum séu tryggð þau dýrmætu lífsgæði sem felast í valdi yfir eigin lífi. Eina leiðin til að svo geti orðið er að færa valdið frá hinum miðstýrðu stofnunum til einstaklinganna sjálfra. Það er líklega eitthvað sem einstökum embættismönnum þykir ógerningur, enda byggir núverandi kerfi tilvist sína á hinum miðstýrðu ákvörðunum – á því að það séu sér- fræðingar sem ákvarði hvernig lífi annarra er háttað frá degi til dags. Í einhverjum tilfellum tekst vel til og örugglega skapast eitthvað hagræði af því fyrirkomulagi en í eðli sínu vinnur það þvert á þá hugsun að hver og einn einstaklingur eigi að fá að vaxa og dafna á eigin forsendum. Tryggja þarf fötluðum jafnt sem ófötluðum fjárhagslegt bolmagn og sjálfstæði til að finna eigin leiðir að lífsgæðum hvort sem um er að ræða búsetuform, samgöngumáta, áhuga- mál eða annað sem telst falla undir grundvöll að sjálfstæðu lífi. Slíkum markmiðum er m.a. hægt að ná með því að í stað fyrirfram ákveðinnar og staðlaðrar þjónustu sé þjónustunot- endum gefið færi á að notfæra sér framboð á þjónustu sem hentar hverju sinni. Það er sá réttur sem við flest búum við og nýtum á hverj- um degi og þykir sjálfsagður í nú- tímasamfélagi. Ég tel brýnt að stjórnvöld upp- færi stefnu sína í málaflokki fatlaðra í takt við almenna lífskjaraþróun og tryggi þeim sem skilgreindir eru fatlaðir sömu mannréttindi og öðr- um þegnum landsins. Breyttar áherslur í málefnum fatlaðra Gunnar Axel Axelsson fjallar um málefni fatlaðra »Ég tel brýnt aðstjórnvöld uppfæri stefnu sína í málaflokki fatlaðra í takt við al- menna lífskjaraþróun og tryggi þeim sem skil- greindir eru fatlaðir sömu mannréttindi og öðrum þegnum lands- ins. Gunnar Axel Axelsson Höfundur er viðskiptafræðingur og gefur kost á sér í 4.–5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.