Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MÝRIN (MOGGATILBOÐ GILDIR EKKI) kl. 6 - 7 - 9 - 10 B.i. 12.ára. THE GUARDIAN kl. 6 - 9 B.i. 12.ára. WORLD TRADE CENTER kl. 8 - 10:30 B.i. 12.ára. THE QUEEN kl. 6 - 8 B.i. 12.ára. AN INCONVENIENT TRUTH kl. 10:10 LEYFÐ BÖRN kl. 8 B.i. 12.ára. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eee Ó.H.T. RÁS2 eeee HEIÐA MBL WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Ekki missa af kraftmestu spennumynd ársins Þegar hættan steðjar að ... fórna þeir öllu Frá leikstjóra “The Fugitive” KEVIN COSTNER ASHTON KUTCHER Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins BYGGÐ Á METSÖLUBÓK ARNALDAR INDRIÐASONAR eeee SV, MBL eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM eee EGB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eee BBC eeee TOPP5.IS HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK Mýrin er ein besta mynd, ef ekki sú albesta sem gerð hefur verið á Íslandi. Ef þetta er ekki myndin sem skilar íslenskri mynd Óskar þá veit ég ekki hvað þarf til. Davíð Örn Jónsson Kvikmyndir.com e e Mogga á mánudögumBíó í bíófyrir2 1 sjá miða framan á morgunblaðinu í dag gildir ekki á mýrina* 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLU- KORTI FRÁ GLITNI Erfið lífsbarátta katta NÚ þegar veturinn nálgast er sorg- legt að hugsa til allra þeirra katta sem eiga eymdarlíf á vergangi í og við marga þéttbýlisstaði á landinu. T.d. á Akranesi, í fjörunni nálægt Vesturgötu, er ástandið að sögn kunnugra skelfilegt. Þar ganga um soltnir kettir, á suma vantar skott og jafnvel neðan á fætur. Sennilega lemstraðir eftir atgang við rottur. Bæjaryfirvöld þar láta sér fátt um finnast og gera ekkert í málinu þrátt fyrir ábendingar. Það hlýtur hver að sjá að það er miskunn að aflífa dýr sem svona er ástatt um. Eins gefur líka auga leið að ef ekkert er gert fjölga dýrin sér og vandinn eykst og verður enn erfiðari viðureignar. Samkvæmt dýraverndunarlögum ber bæjaryfirvöldum skylda til að koma dýrum í neyð til hjálpar. Bæjaryfirvöldum víða um land finnst þau eflaust hafa þarfari hnöpp- um að hneppa en að hjálpa dýrum sem þjást. Engu að síður er aðgerð- arleysi í dýraverndunarmálum þeim til skammar, hvort heldur er um að ræða ketti eða önnur dýr. Hér er skorað á þessa aðila að taka sér tak og gera eitthvað í málunum. Kettir eru dásamleg dýr en þeir þurfa eigendur sem bera ábyrgð á þeim og annast þá af umhyggju. Því miður er mikill misbrestur á því og margt fólk er ótrúlega miskunnar- og hjartalaust og hreinlega hendir dýr- unum frá sér eins og hverju öðru rusli. Einmitt þess vegna verða til villikettir. Viðurlögum við illri meðferð á dýr- um er allt of sjaldan beitt, þótt aðeins sé farið að örla á því. Sá ótrúlegi fjöldi yfirgefinna katta, sem kemur í Katt- holt ár hvert, bendir til þess að mikið vanti upp á að fólk hugsi vel um kis- urnar sínar. Í Kattholti er unnið frábært og óeigingjarnt starf í þágu katta. Ein- hver bæjaryfirvöld styðja starfsem- ina þar, en þau eru fá, því miður. Lög um kattahald þarf vitanlega að setja í öllum bæjum, stórum sem smáum og þeim þarf að fylgja eftir. Með því móti yrði kattalíf á landinu mun aðveldara, bæði mönnum og dýrum. Með ósk um að hér verði breyting á og það sem fyrst. Eygló Guðjónsdóttir. Míló er kominn í leitirnar NÝLEGA var auglýst eftir kettinum Míló í Velvakanda. Við fundum hann um 2–300 metra frá heimili okkar þar sem hann var að reyna að skreiðast heim illa slasaður eftir að einhver ökuníðingur hafði keyrt á hann og ekki einu sinni hirt um að athuga hvort hann væri á lífi eður ei. Við náum ekki upp á nefið á okkur fyrir hneykslun yfir að fólk skuli gera svona lagað. Því miður er það svo að í hverfinu sem við búum í er mikið um umferð frá Grafarvogi af fólki sem er að stytta sér leið að Sæbraut (búum í Bryggjuhverfi). Hraðinn er í engu samræmi við umferðarlög. Við höfum séð fólk bruna fram hjá á hátt í 100 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 50 km. Skiltin sem eru á þessu litla hringtorgi (ef hægt er að kalla það hringtorg) hafa margsinnis verið ekin niður. Eins höfum við í nokkur skipti séð til fólks þar sem það ekur inn á fráreinina á móts við umferð frá Gull- inbrú þó svo að þar sé skýrt merkt að innakstur sé bannaður. Enn og aftur þökkum við fyrir, og óskum þér alls hins besta. Með kveðju, Monika og Mike. Henry Hlíðar í Kópavogi er kominn heim Í Velvakanda var nýlega auglýst eftir kettinum Henry Hlíðar. Hann kom óvænt gangandi inn til okkar seint síðdegis í gær, óstyrkur, grindhoraður og glorhungraður. Hef- ur sennilega lokast inni einhvers staðar. Hann hafði ekki komið heim í rúml. 7 daga. Við viljum færa öllu því ágæta fólki sem hringdi á meðan leit að Henry Hlíðar stóð yfir kærar þakkir fyrir góðar ábendingar um hvar hann gæti verið að finna. Kærar þakkir fyrir hlýhug og velvild í garð dýranna. Halldór og Susan. Morgunblaðið/Ómar Í dag, mánudag, ernákvæmalega hálf öld liðin frá upp- reisninni frægu í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, þeg- ar hugrakkir íbúar borgarinnar reyndu að varpa af sér viðj- um alræðishyggj- unnar. Þótt langt sé um liðið vekja ljósmyndir frá uppreisninni enn sterkar tilfinningar. Víkverji minnist sér- staklega ljósmyndar af hópi fólks sem horfir á lík ungs manns í hinum illræmdu örygg- issveitum stjórnarinnar, sem hafði verið hengdur upp í tré við fjöl- farna götu í borginni. Telur Víkverji þetta tiltæki til marks um andrúmsloftið í árdaga kalda stríðsins. Skilyrðislaus hlýðni við valdahafana í Kreml var nauðsynleg til að tryggja völd þeirra austan járntjaldsins og ef eitthvað bar á andstöðu í leppríkj- unum var hún miskunnarlaust barin niður. Ógnin var því alltumlykjandi í hugum fólksins á áðurnefndri ljós- mynd, sem gleymdi oki sínu um hríð í gleði vegna nýfengis frelsis sem átti eins og kunnugt er ekki eftir að vara lengi. Okið sem íbúar Búdapest upplifðu dag hvern örvaði þá hugrökkustu til að leita leiða til að varpa því af sér. Á hinn bóginn er dauði hvers manns harm- leikur í eðli sínu og gleðin yfir því að sjá lík andstæðings síns dingla í trjágrein minnir líka á hversu mannskemmandi andrúmsloftið var. Þetta andrúmsloft skipti mönnum upp í tvær andstæðar fylkingar. Við Íslendingar þekkj- um þennan klofning vel. Stjórn- málaheimspeki Marx og hug- myndir Leníns um byltingu öreiganna urðu að lífsstefnu margra íslenskra menntamanna, sem enn eimir af í ýmsum mynd- um. Á þessum tímamótum ber því að staldra við og hafa í huga hvernig kalda stríðið fór með fólk- ið sem drakk í sig andrúmsloft þess. Stærsti lærdómurinn sem hægt er að draga af kalda stríðinu er að þeir sem reyna að fella heiminn að fyrirframgefnu skapa- lóni lenda fyrr en síðar í ógöng- um. Kenningin er rót alls ills. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is        dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er mánudagur 23. október, 296. dagur ársins 2006 Orð dagsins : Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar allt.“ (Mk. 10, 27.) Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is KVIKMYNDIN Þjófameistarinn (Thief Lord) er byggð á sam- nefndri barnabók eftir Corneliu Funke sem notið hefur nokkurra vinsælda. Þar er um að ræða nú- tímaævintýri sem splæsir saman nokkurs konar Hróar hattar- stemningu og sterkum þráðum úr Dickens-sögunni um Óliver Tvist, auk þó nokkurra annarra sögu- minna – t.d. eru stef úr Pétri Pan ekki langt undan. Þar segir af munaðarlausum drengjum sem stíað var í sundur þegar móðir þeirra lést, sá eldri dvelur á mun- aðarleysingjahæli en sá yngri hjá andstyggilegum frænda og frænku. Eldri bróðirinn Prosper (Aaron Johnson) tekur það til bragðs að frelsa litla bróður sinn Bo (Jasper Harris) af heimili frændfólksins og saman halda þeir til Feneyja, uppáhalds borg- ar móður sinnar heitinnar. Þeir komast þar í kynni við þjófagengi sem samanstendur af krökkum sem búa í yfirgefnu kvikmynda- húsi undir forystu þjófameist- arans Scipios (Rollo Weeks). Þótt sagan sé vissulega æv- intýraleg tekst fremur illa til að færa hana á hvíta tjaldið. Þar virðist markmiðið vera að toga í sem flesta vinsældavæna strengi og flakkar myndin því milli þess að reyna að feta í fótspor alls frá Harrys Potters til Da Vinci- lykilsins auk þess að bjóða upp á nokkra æsilega eltingarleiki, sem er ekki bætandi á þá samsuðu sem sagan er fyrir. Væntanlega hafa ekki verið miklir peningar fyrir hendi til að splæsa í tæknibrellur og hrað- bátaeltingarleiki þar sem has- arinn hefur yfir sér bæði ódýrt og klaufalegt yfirbragð. Ekki er heldur hægt að segja að myndin sé beinlínis vel leikin, en hún hef- ur engu að síður líflegt safn sögu- persóna og skemmtilega sviðs- setningu í ævintýraborginni Feneyjum. Þjófagengi í Feneyjum KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Richard Claus. Aðal- hlutverk: Aaron Johnson, Alexei Sayle, Jasper Harris, Jim Carter, Rollo Weeks. Lúxemborg, Bretland, Þýska- land, 98 mín. Þjófameistarinn (The Thief Lord)  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.