Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flýjum, flýjum, íslensku kerlingarnar eru að koma. VEÐUR Það eru góðar fréttir, sem framkomu í Morgunblaðinu í gær frá forsvarsmönnum Norðuráls, að rússneska álfyrirtækið Rusal væri ekki komið með eignatengsl inn í Norðurál.     Og sjálfsagt að biðja forráðamennálversins á Grundartanga afsök- unar á því mishermi í Morgunblað- inu sl. laugardag. Upplýsingar sem um þetta er að fá er auðvelt að mis- skilja en sá misskilningur hefur nú verið leiðréttur.     Þetta breytir hins vegar engu ummikilvægi þess að fara varlega í öll samskipti við rússneska álrisann.     Ekki þarf mikið að lesa um söguRusal til þess að átta sig á því að fyrirtækið á sér skrautlega fortíð og það á raunar einnig við um aðaleig- anda þess sem er í nánum tengslum við fjölskyldu fyrrverandi forseta Rússlands, Borís Jeltsíns, en auðvit- að er það svo að hinir sömu geta átt sér uppbyggilega framtíð.     Aðalatriðið er að við áttum okkur áþví að sviptingarnar í hinum al- þjóðlega viðskiptaheimi eru orðnar svo miklar að í raun vita menn sjaldnast við hverja þeir eru að semja. Jafnvel hin stærstu fyrirtæki á alþjóðavísu eru yfirtekin af enn stærri fyrirtækjum eins og dæmin sanna.     Fyrir lítið samfélag 300 þúsundeinstaklinga getur það haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar ef við mis- stígum okkur í samskiptum við stór alþjóðleg fyrirtæki. Ástæðan er sú að þessi fyrirtæki hafa svo mikla fjárhagslega burði að við gætum orðið illa úti í slíkum samskiptum ef við gætum ekki að okkur. Sennilega höfum við ekki hugmyndaflug til að átta okkur til hverra ráða þau gætu gripið. STAKSTEINAR Góðar fréttir SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                       )'  *  +, -  % . /    * ,                      01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '      ! !    "#  "# $##            %"     9  )#:;                   !  "      #   $     !    "  " )  ## : )   & '%(  ' "   ) * <1  <  <1  <  <1  &  ( + # ,-  .  ;= ,         <   76  /  ( " ) "  # %  0  )      1   (    " $## 2   # 3    0" # % # 5  1  1  (3'2 , & 2 " 3"  "    #  . ' " *) 4   3  #  '" 3")      $ #" 5$ 66  )7"   ) + # 2&34 >3 >)<4?@A )B-.A<4?@A +4C/B (-A 3 3 3  8      8    8 8 8 8     8 3 3 3 3 3 3 3 3 38 3 3 3 3            GLÚMUR Bald- vinsson alþjóða- stjórnmálafræð- ingur sækist eftir 5. til 8. sæti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosning- arnar vorið 2007. Glúmur hefur tvö meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá háskólum beggja vegna Atlantshafs og BA próf í stjórnmálafræði og hag- fræði. Glúmur hefur starfað sem blaðamaður og fréttamaður í sjón- varpi. Hann var upplýsingafulltrúi Frí- verslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Brussel á árunum 1999 til 2003. Þá hefur Glúmur starfað að neyð- ar- og þróunaraðstoð fyrir Samein- uðu þjóðirnar í Mið-Austurlöndum, Afríku og á Sri Lanka. Glúmur er stofnandi og fram- kvæmdastjóri IceAid – íslenskra þróunar- og mannúðarsamtaka. Í dag starfar Glúmur að kynning- armálum fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Glúmur er fæddur í Reykjavík árið 1966. Af þessu tilefni hefur Glúmur opnað vefsíðu: www.glumur.is Glúmur sækist eftir 5. til 8. sæti Glúmur Baldvinsson Stykkishólmur | Skóflustunga hefur verið tekin að nýju pósthúsi í Stykk- ishólmi. Árni Helgason, fyrrverandi stöðvarstjóri, tók fyrstu skóflu- stunguna að nýrri byggingu á fimmtudag í liðinni viku. Margir voru viðstaddir athöfnina, þ.á m. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Nýja pósthúsið í Stykkishólmi verður á einni hæð þar sem flæði á milli vinnslu- og afgreiðsluhúsnæðis verður gott en í senn aðgreint. Starfsmannaaðstaða verður einnig til fyrirmyndar. Mikið hefur verið lagt upp úr hönnun hússins og lóðar. Pósthúsinu er ætlað að sjá um út- keyrslu sendinga til einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu, þar mun fara fram flokkun og vinnsla sendinga og aðstaða verður þar fyrir bréfbera og landpósta. Þá verður þar móttaka og afhending sendinga sem og önnur þjónusta Nýja pósthúsið sem er um 350 fer- metrar að stærð og er staðsett við Aðalgötu fyrir ofan bensínaf- greiðslustöðina við innkomuna í bæ- inn. Verktaki að byggingunni er Sumarbústaðir ehf. í Stykkishólmi og á hann að skila húsi og lóð tilbúnu um miðjan ágúst á næsta ári eða eftir 10 mánuði. Núverandi pósthús í Stykkishólmi var byggt árið 1966 og hefur þjónað bæjarbúum í 40 ár, en með breyttum tímum reynist það ekki hentugt lengur. Skóflustunga að nýju pósthúsi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.