Morgunblaðið - 23.10.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 23.10.2006, Síða 44
LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðvaði för 19 ára ökumanns bifhjóls á fimmta tímanum í gærdag. Áður hafði lögreglan í Keflavík mælt bifhjólið á 156 km hraða skammt frá Vogavegi en ökumaður ekki sinnt stöðvunarmerkjum. Lögreglan varð að hverfa frá eftirför og var lögreglan í Hafnarfirði fengin til að halda henni áfram. Pilturinn varð ekki stöðvaður fyrr en skammt frá Ásvöllum þegar mikil um- ferð hægði á honum. Hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Tekinn réttinda- laus á bifhjóli ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 296. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 6–10 m/ sek. Dálítil él norðan- og aust- anlands, yfirleitt bjart suðvestanlands, en lík- ur á smáéljum um tíma. » 8 Heitast Kaldast 5°C 0°C ÍBÚAR á Þórshöfn í Langanesbyggð eru orðn- ir langþreyttir á aðgerðaleysi í vegamálum á svæðinu og vonast eftir úrbótum hið fyrsta. „Ég vona að ég eigi eftir að ferðast yfir Öx- arfjarðarheiði á malbiki,“ segir Brynhildur Halldórsdóttir bóndi á Syðra-Lóni rétt við kauptúnið. „Áratugum saman hef ég farið þessa sömu moldartroðninga. Það sést ekki í bílinn fyrir aur þegar maður stígur út úr hon- um í fína kjólnum sínum – með riðu.“ Beinlínis hættulegt fyrir útlendinga Karen Rut Konráðsdóttir, framkvæmda- stjóri Silkiprents og fána á Þórshöfn, tekur í sama streng. „Það hefur staðið til að ráðast í framkvæmd- ir á Öxarfjarðarheiði síðan 1970. En ekkert gerist. Þetta er fyrir neðan allar hellur. Það er ekki fólki bjóðandi að keyra vegi sem eru varla fólksbílafærir en það hefur í för með sér marg- falt slit á bílum sem er ekkert annað en auka- kostnaður. Það segir sig sjálft. Fólk sem aldrei fer út af malbiki snýr hreinlega við og þessi leið er beinlínis hættuleg fyrir útlendinga, beygjur, blindhæðir og grjót á veginum er sem betur fer ekki það sem fólk á að venjast. Það skiptir hreinlega öllu máli fyrir Þórshöfn að vegirnir komist í viðunandi horf. Það er lífsspursmál fyrir ferðaþjónustuna sem atvinnugrein og fyr- ir áframhaldandi búsetu á svæðinu.“ | 16 Lífsspursmál fyrir Þórshöfn að vegirnir komist í lag Morgunblaðið/RAX Vinkonur Bjart var yfir þessum ungu dömum á Þórshöfn enda grasið enn fagurgrænt. ÁRLEGUR kjötsúpudagur var haldinn hátíð- legur á Skólavörðustígnum á laugardag. Þar gæddu ungir sem aldnir sér á súpunni þjóð- legu. Þessi unga snót kunni sýnilega að meta það sem í boði var en gestir gátu einnig gætt sér á grænmetissúpu. Verslanir og veitinga- staðir voru opnir og á Skólavörðustíginn vantar heldur ekki listalífið enda er þar að finna fjölmörg gallerí og kaffihús. Morgunblaðið/Sverrir Kjötsúpa á Skólavörðustígnum ÁKVEÐIÐ hefur verið að af- marka tiltekið svæði á Keflavík- urflugvelli, sem nefnt verður ör- yggissvæði eða varnarsvæði. Sprengjuheld flugskýli fyrir F-15 orrustuþotur Bandaríkjamanna, sem reist voru af varnarliðinu og NATO á sínum tíma, verða innan þessa svæðis. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á opn- um fundi um öryggismál í Valhöll á laugardag. Sagði forsætisráð- herra ráð fyrir því gert að á þessu afmarkaða svæði yrði æfingaað- staða eða aðstaða fyrir flugvélar sem koma hingað til æfinga. Hugsanlega yrði þar einnig gisti- aðstaða fyrir þá sem þátt taka í slíkum æfingum. Þetta kom fram í svari Geirs við fyrirspurn um hvernig til stæði að nýta sérhæfð mannvirki varnar- liðsins á Miðnesheiði. Geir minnti á að sprengjuheldu flugskýlin hefðu á sínum tíma ver- ið tilefni mikilla deilna hér innan- lands af hálfu Alþýðubandalagsins þegar farið var að byggja þessi skýli á vegum Bandaríkjahers og NATO. Nú vildi svo til að þessi skýli yrðu innan umrædds örygg- issvæðis. „Ég skal ekkert fullyrða um hvort hægt er að nýta þau með einhverjum hætti til borgaralegra nota og þykir það reyndar ólík- legt, en eins og staðan er núna þá myndu þessi mannvirki tilheyra þessu öryggissvæði,“ sagði for- sætisráðherra. Hann var einnig spurður hvort Varnarlið Íslands (Iceland De- fence Force) væri enn til sem ein- ing innan Bandaríkjahers og sagði Geir að sú eining hefði verið lögð niður í september sl. Hundraða milljóna kostnaður vegna ratsjárstöðvanna Einnig kom fram í máli Geirs að ekki lægi fyrir mat á hver heild- arkostnaður Íslendinga vegna brotthvarfs varnarliðsins gæti orðið þegar á allt væri litið. Nefndi hann sem dæmi að íslensk stjórn- völd hefðu lýst yfir að þau væru tilbúin að tryggja áframhaldandi rekstur ratsjárstöðvanna og taka á sig verulegan kostnað í tengslum við það. ,,Það er eitt af því sem eftir er að vinna úr en það er ljóst að sá kostnaður skiptir hundruðum milljóna á ári, ef tekst að ná samkomulagi um að þessar stöðvar verði áfram,“ segir Geir. Sprengjuheldu flugskýl- in á afmörkuðu svæði Aðstöðu til æfinga komið upp á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli Í HNOTSKURN »Byggð voru alls 13styrkt og sprengjuheld flugskýli sem hýstu F-15 orrustuþotur varnarliðsins á níunda áratug síðustu ald- ar. »Skýlin áttu að standastallar árásir með venju- legum vopnum. Hurðir þeirra opnast inn og leggj- ast ofan í gryfjur til að gera þotunum kleift að aka út óháð því hvort einhver fyr- irstaða hefur hlaðist upp að utanverðu. »Pólitískar deilur urðuum byggingu skýlanna á níunda áratugnum. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.