Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 27 MINNINGAR ✝ Jón Guðlaugs-son fæddist á Steinstúni í Norð- urfirði í Árnes- hreppi 15. ágúst 1909. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 14. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðlaugur Jónsson bóndi, f. í Norð- urfirði 2. des. 1865, d. 7. ágúst 1921, og Ingibjörg Jóhanns- dóttir húsmóðir, f. á Kambi 19. febrúar 1865, d. 21. júní 1967. Systkini Jóns eru: Guðlaug Þorgerður, f. 20. janúar 1889, d. 7. nóvember 1976, Ólafur Andrés, f. 16. janúar 1891, d. 25. janúar 1891, Jónía, f. 18. maí 1892, d. 26. mars 1907, Karólína Vilhemína, f. 25. júlí 1893, d. 24. apríl 1894, Guð- f. 12.12. 1955, d. 3.11. 1979. 2) Guð- laugur Gauti, f. 27. 4. 1941, kvænt- ist Sigrúnu Ólöfu Marinósdóttur, f. 6. 2. 1941. Þau skildu. Börn þeirra eru Jón Gauti, f. 5.6. 1961, og Kári Gauti, f. 4.1. 1980. 3) Birgir Rafn, f. 11.10. 1943, kvæntur Ingibjörgu Norberg, f. 15.2. 1945. Þeirra börn eru Arnar Rafn, f. 17.5. 1971, Kristín Aðalheiður, f. 31.12. 1972, Ása Björg, f. 19.11. 1980, og Að- alsteinn, f. 2.2. 1982. 4) Sturla Már, f. 28.2. 1947, kvæntur Steinunni Pálsdóttur, f. 19.10. 1945. Dætur þeirra eru Ásta Sóley, f. 28.9. 1978, og Ragnheiður, f. 25.5. 1983. Jón Guðlaugsson starfaði við sölu og framleiðslu á sælgæti allt frá árinu 1935, er hann gerðist sölumaður hjá Víkingi. Árið 1944 stofnaði hann ásamt tveimur fé- lögum sínum Sælgætisverksmiðj- una Opal og var forstjóri fyrirtæk- isins þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Útför Jóns verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ríður, f. 8. febrúar 1895, d. 12. desember 1989, Guðrún Sig- þrúður, f. 30. sept- ember 1897, d. 14. júní 1915, Gísli, f. 3. febrúar 1899, d. 27. janúar 1991, Jóhann Vilhjálmur, f. 6. júní 1906, og Jensína, f. 1. mars 1908, d. 22. júlí 2002. Árið 1935 kvæntist Jón Kristínu Aðal- heiði Magnúsdóttur, f. á Eyri við Reyð- arfjörð 17. september 1912, d. 28. janúar 2005. Börn þeirra eru: 1) Magnús Heiðar, f. 9.7. 1938, kvænt- ur Inge Christiansen, f. 29.11. 1943. Þeirra börn eru Kristín Heiða, f. 12.10. 1964, Sturla Helgi, f. 4.4. 1966, og Elsa Hlín, f. 28.11. 1970. Fyrir átti Magnús Hallveigu, Ég elska runna, sem roðna undir haust og standa réttir þótt storma herði. Uns tími er kominn að láta laust lauf sitt og fella höfuð að sverði. (Einar Bragi) Það haustaði að í lífi tengdaföður míns fyrir nokkru. Dagarnir stytt- ust. Skuggarnir lengdust. Lífið tók á sig annan lit. En eins og haustkvöld eru oft falleg var ævikvöldið hans fal- legt. Jón ólst upp í stórum systkinahópi á Steinstúni á Ströndum. Æskan var glöð og börnin nutu náttúrutöfranna sem byggðin hafði upp á að bjóða. En hann þurfti snemma að byrja að vinna fyrir sér. Fyrst vann hann við almenn sveitastörf, en var kominn til sjós fyrir fermingu og þurfti því að fá frí til að fermast. Hann var á há- karlaveiðum og eina vertíð á áttær- ingi frá Hnífsdal. Seinna var hann á vitaskipinu Hermóði og svo á flutn- ingaskipum þar sem hann starfaði sem búrmaður og kokkur. En ekki sá hann framtíðina fyrir sér í sveitinni. Hann minntist þess er hann sat yfir fráfærufénu uppi í fjalli og horfði á skipin sem sigldu inn Ing- ólfsfjörðinn, drekkhlaðin síld, að hann dreymdi um að komast burtu og taka þátt í athafnalífinu eins og hann gerði sér hugmyndir um það. Jón kom til Reykjavíkur, þegar þar ríkti kreppa og atvinnuleysi, til að setjast í Verzlunarskólann, þaðan sem hann brautskráðist 1931. Jón minntist með þakklæti Sveins Guð- mundssonar prests í Árnesi, sem undirbjó hann fyrir inntökupróf. Hann gekk til séra Sveins í heilan vetur og þurfti þá oft að þræða sneið- ingana undir Urðartindi í myrkri og þoku. Þetta reyndist honum oft erfitt þar sem hann var bæði myrkfælinn og lofthræddur. Á námsárunum kynntist Jón stóru ástinni í lífi sínu, Kristínu Aðalheiði Magnúsdóttur frá Eyri við Reyðar- fjörð. Jón var félagslyndur og hafði gaman af að dansa en fjárhagurinn var þröngur. En hann var duglegur að bjarga sér. Hann tók þá að sér að sjá um skólaskemmtunina til þess að geta boðið kærustunni á ballið. Ungu hjónin settu á stofn veitinga- stofuna Uppsalakjallarann á horni Aðalstrætis og Túngötu, og störfuðu þar bæði um árabil. Einnig rak hann Gildaskálann, Hótel Skjaldbreið og Valhöll, einn eða í félagi með öðrum. Árið 1944 stofnaði Jón Sælgætis- gerðina Ópal með félögum sínum, Hagbarði Karlssyni og Birni Jó- hannssyni. Jón var forstjóri fyrir- tækisins frá upphafi þar til hann hætti störfum vegna aldurs og fyr- irtækið var selt. Oft var vinnudag- urinn langur, vinnan var hans líf, hann þekkti ekki annað. Jón var gæfumaður í einkalífi. Þau hjónin áttu fallegt heimili á Háteigs- vegi þegar ég kynntist þeim fyrst, en fluttu skömmu seinna í Skerjafjörð. Þar var alltaf yndislegt að koma og eigum við þaðan margar góðar minn- ingar. Þau hjónin voru samtaka í að búa til umgjörð um stórfjölskylduna, sem kom þar saman við lítil og stór tilefni. Jón tók fullan þátt í heimilis- haldinu. Hann undi sér vel í garð- yrkjustörfum og gluggaþvotti, en var liðtækur í eldhúsinu líka, ekki síst við eldhúsvaskinn, þar sem honum fannst gott að leysa ýmis mál sem sóttu á hugann. Lengi verður í minn- um höfð „sunnudagssteikin hans pabba“ sem fjórir unglingsstrákar hafa áreiðanlega gert góð skil. Þá hefur reynsla hans sem kokkur á sjó komið sér vel. Allt var gert með bros á vör og þeirri umhyggju sem hann hafði í svo ríkum mæli. Svo var hann alltaf léttur og hlýr í viðmóti, það smitaði frá sér til þeirra sem voru í návist hans. Það má segja að orðin „Hressir Bætir Kætir“ eigi ekki síður við um hann sjálfan en ópaltöflurnar sem allir þekkja. Fjölskyldan eignaðist sælureit á Þingvöllum þegar strákarnir voru enn litlir. Þar eyddu þau öllum sumr- um í mörg ár. Sá tími er endalaus uppspretta góðra minninga. Þar var auðvitað mörg verk að vinna en þar gafst líka kostur á hvíld og útiveru sem ekki hefur veitt af í amstri dags- ins. Seinna, þegar um hægðist, nutu þau hjónin þess að ferðast víða um heiminn. En þau elskuðu líka náttúru Ís- lands og fórum við fjölskyldan ófáar ferðir með þeim vítt og breitt um landið. Best fannst þeim alltaf að koma á æskustöðvar sínar fyrir aust- an og vestan. Það var fyrir fjórum árum að til stóð að halda upp á 90 ára afmæli eiginkonu hans, Aðalheiðar, að hann slasaðist. Hann náði ekki fyrri heilsu aftur og þurfti að flytja af heimili sínu, en var svo heppinn að komast í gott skjól á Hjúkrunarheimilinu Sól- túni þar sem hann hefur notið ein- stakrar umönnunar og vinsemdar. Þrátt fyrir háan aldur var hann sí- fellt að velta fyrir sér nýjum við- fangsefnum. Hugurinn var skýr og glaðværðin, sem var svo rík í fari hans, brást ekki. Öllu er afmörkuð stund. Kvöldsól- in er hnigin. Ég kveð tengdaföður minn með trega, en um leið þakklæti fyrir að hafa notið samvista við hann svo lengi. Guð blessi minningu hans. Ingibjörg Norberg. Elsku, besti afi. Dagurinn, sem við höfum reynt að búa okkur undir, er nú kominn. En þrátt fyrir að við viss- um að hverju stefndi er sorgin mikil og sterk. Einstakur gæðaafi hefur yfirgefið okkar heim og vonandi fundið sér góða tilveru á öðru sviði. Hvernig getum við þakkað þér allan þinn stuðning og þína hlýju? Orð eru fátækleg, en minningarnar um allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman munu lifa með okkur. Við munum aldrei gleyma glaðværð þeirri og væntumþykju, sem var svo rík í þínu fari. Þeir voru margir hafnarrúntarnir sem þú keyrðir með Jóni Gauta, sem vissi fátt skemmtilegra. Og allar frá- bæru stundirnar, sem við áttum með þér á Skeljatanga og í Miðleiti, öll spilakvöldin þar sem þú, amma og fyrst Jón Gauti og síðar Kári spil- uðuð manna, vist eða Ólsen Ólsen. Þá var nú aldeilis kátt á hjalla því eng- inn var eins skemmtilegur spilafélagi og þú. Hvort maður vann eða tapaði skipti ekki máli þar. Ópalpakkinn, sem alltaf lá á sínum stað, fyrst á Skeljatanga fyrir Jón Gauta og seinna í Miðleitinu fyrir Kára og börn Jóns Gauta. Mörg voru ferða- lögin sem við fórum saman á árum áður, sérstaklega með Jóni Gauta. Með þér lærði hann að þekkja og elska Ísland. Öll áramótin og jólin sem Kári fékk að njóta með þér og ömmu á Miðleiti, þar sem við opn- uðum pakka saman, ræddum heims- málin og spiluðum náttúrulega að- eins Ólsen Ólsen. Við bræðurnir erum einnig afar þakklátur fyrir að hafa verið svo heppnir að vera í Kaupfélaginu í Norðurfirði í fimm sumur samanlagt og hafa kynnst þar fjölskyldu okkar og upplifað átthaga þína með Steinstún efst á blaði. Og Jón Gauti mun alltaf hugsa til þín þegar hann sér eða heyrir um Saab bíla. Þú, afi, og Saab eigið saman eins og Karíus og Baktus eða mjólk og súkkulaðikaka . Við þökkum þér, afi, fyrir allt sem þú hefur gefið okkur á langri lífsleið. Jón Gauti og Kári Gauti. Með andláti föðurbróður míns Jóns Guðlaugssonar eru öll „Stein- stúnssystkinin“, sem komust til full- orðinsára, sex að tölu, horfin yfir móðuna miklu. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hefir föðurbróðir minn verið hluti af tilverunni. Þótt ég muni hann ekki sem heimilismann á Steinstúni var hann alltaf í minning- unni á einhvern hátt tengdur heim- ilinu, og það var sjálfsagður hlutur að fylgjast með gengi hans í lífinu. Vera má að þessi minning bernsku- áranna sé sterkari vegna þess að amma mín og móðir Jóns, hún Ingi- björg Jóhannsdóttir, bar velferð hans og fjölskyldu alla tíð mjög fyrir brjósti. Þessi hugsun hennar átti efa- laust rætur í því að Jón var yngsta barnið hennar og á viðkvæmum aldri, aðeins tólf ára, þegar faðir hans, Guðlaugur Jónsson, dó. Þessa umhyggju hennar galt hann ríkulega og óhætt er að segja að tilfinninga- tengslin milli þeirra mæðginanna hafi alla tíð verið afar sterk, þótt samfundir væru strjálir af eðlilegum ástæðum. Bréfin sem hann skrifaði móður sinni voru ófá. Það er heldur ekki ofsagt að Steinstúnsheimilið hafi alla tíð átt hauk í horni þar sem Jón Guðlaugsson var. Fyrir það er nú þakkað af alhug. Jón missti föður sinn, eins og áður er sagt, þegar hann var tólf ára að aldri. Það leiddi því af sjálfu sér að allir sem vettlingi gátu valdið urðu að leggja sitt af mörkum til framfærslu heimilisins. Jón fór því að vinna mjög ungur og byrjaði snemma að stunda sjó- mennsku á bátum sem gerðir voru út í sveitinni. Fermingarvorið sitt var hann kokkur á mótorbát sem hét Anna og varð að fá leyfi frá róðr- unum meðan á fermingunni og und- irbúningi hennar stóð. Það mun mála sannast að landbúnaður og sveita- störf hafi ekki heillað hinn unga mann. Miklu fremur hneigðist hugur hans að viðskiptum hvers konar. Hann hleypti því heimdraganum tví- tugur að aldri og hóf nám í Verzl- unarskólanum. Þar var ekki í lítið ráðist af manni sem átti lítið annað en fötin sem hann klæddist auk góðra óska. Prófi úr skólanum lauk hann vorið 1931. Var lífsstarf hans frá þeim tíma tengt verzlun, einkum sölu og framleiðslu sælgætis, en hann stofnaði og rak Sælgætisgerð- ina Opal um langt árabil, og var þekktur sem Jón í Opal. Mér og okkur „börnunum á Steinstúni“ er alltaf í minni eftir- væntingin sem ríkti á Steinstúni fyr- ir jólin. Því var svo háttað að Jón frændi okkar sendi, alveg fram á síð- ustu ár, jólagjöf til heimilisins. Í kassanum þeim var alls konar góð- gæti, svo sem ávextir, sælgæti o.fl. Það var ekki sjálfgefið, áður og fyrr, að ávextir og álíka munaðarvara væru á boðstólum auk þess sem ekki var alltaf víst að „jólaskipið“ næði til Norðurfjarðar á tilsettum tíma. Ekki má ég gleyma því að einstöku sinnum komu þeir bræður, Jón sem hér er minnst og Jóhann, í heimsókn. Það voru stórviðburðir og þá var há- tíð á Steinstúni. Þegar ég, sem þessar línur set á blað, fór að heiman og hingað til Reykjavíkur var ekki laust við að ég væri ráðvilltur. Þá var ekki ónýtt að eiga frænda í borginni sem var tilbú- inn að leiðbeina sveitamanninum. Á því stóð svo sannarlega ekki. Þar naut ég ekki síður leiðsagnar og vel- vildar eiginkonu Jóns, hennar Aðal- heiðar Magnúsdóttur, þeirrar yndis- legu manneskju. Hvernig sem þetta gekk nú allt saman átti ég um mörg ár athvarf á heimili þeirra. Mér líða ekki úr minni síðustu samfundir okk- ar Aðalheiðar, fallega brosið hennar og hversu innilega hún fagnaði mér. Ekki leyndi sér ánægja hennar yfir því að Jón og börnin þeirra væru að fara á ættingjamót Steinstúnsættar- innar sem þá var á döfinni. Að leiðarlokum þakka ég af alhug Jóni frænda mínum alla hans velvild við mig og mína og leiðsögn á umliðn- um árum. Sú leiðsögn og sá vinar- hugur er mér ómetanlegur. Afkom- endum hans og fjölskyldum þeirra óska ég gæfu og gengis. Blessuð sé minning Jóns Guð- laugssonar. Guðlaugur Gíslason. Nú þegar þú kveður hefur haustið verið svo einstaklega litríkt, fallegt og líkt þér. Þú sagðir mér hvað þér hefði þótt leiðinlegt sem strák í Norðurfirði að sitja yfir ánum, þokan hefði verið andstyggileg og þú verið myrkfæl- inn. En fælnin varð ekki þín fylgi- kona, það kom fram í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur eftir að þú komst suður og laukst prófi frá Verzlunarskólanum. Heiðarlegur, hugvitssamur, áræðinn, góður og glaður, já, gleðin einkenndi þig bæði í starfi og leik. Þú og gleðin, þið vor- uð systkin. Þessir mannkostir þínir eru mér og dætrum mínum góð fyr- irmynd og dýrmætt leiðarljós um alla framtíð. Í dag horfi ég á sólarlag haustsins sem er svo fallegt eins og öll okkar samvera var. Steinunn. Jón Guðlaugsson Það kviknaði nýtt ljós í fjölskyldunni 17. maí sl. þegar litla snótin Arna leit dagsins ljós. Ljósið óx og dafnaði með degi hverjum og kynnin urðu nánari, hún fór líta í kring um sig og brosa og gera mannamun og því þéttari sem heim- sóknirnar voru, því fúsari var hún að leyfa öðrum en foreldrum sínum að hampa sér, við nutum góðs af því. Af fundum við hana fór maður ævinlega glaðari á sálartetrinu sínu og þó að Arna Ploder ✝ Arna Ploderfæddist 17. maí 2006. Hún andaðist 14. október 2006. Foreldrar hennar eru Svafa Arnardótt- ir og Björgvin Plod- er. Bræður hennar eru Fróði Ploder, f. 1992, og Sindri Plod- er, f. 1997. Útför Örnu fer fram í dag. samvistirnar verði ekki fleiri núna þá er maður samt ríkari að hafa fengið að njóta. Ef til vill er það þannig að litlar mann- eskjur sem ætla að stoppa stutt eru svo einstakar, svo sterkar, svo litríkar, Arna var þannig. Það er sagt að hin hliðin á gleði manns sé sorgin og þegar gleðin er mikil þá er sorgin líka þung. Þó að mað- ur óski þess innilega að samveru- stundirnar hefðu orðið miklu, miklu, miklu fleiri þá lýtur maður þrátt fyrir það höfði og þakkar fyrir stundirnar sem gáfust. Við biðjum Guð að styðja við og styrkja foreldra hennar og bræður og fjölskylduna alla. Blessuð sé minning Örnu Ploder. Afi og amma. Þann seytjánda maí var sólskin og suðræn angan í blænum. (Stefán frá Hvítadal) Gleði í hjörtum, barnið fætt, lítil stúlka sem hlaut nafnið Arna. Hún kom til okkar að vori eins og farfuglarnir, rétt á eftir kríunni, og við nutum sumarsins með henni. Hennar hafði verið beðið með eft- irvæntingu og tilhlökkun. Hlutirnir urðu bleikir á heimilinu þegar „prin- sipissan“ fæddist og lífsins notið. Hún flaug hins vegar frá okkur er haustaði og kólnaði eins og hinir fuglarnir. Eft- ir sitjum við með yndislegar minning- ar um stúlku sem staldraði við en skildi eftir sig spor sem ekki hverfa. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Þóra, Hjálmur og Brynja. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.