Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 33 menning E N N E M M / S IA / N M 2 3 7 5 6 SKJÁREINN næst í gegnum Skjáinn og Digital Ísland 6 til sjö Í kvöld milli kl. 18 og 19 á SKJÁEINUM Iceland Airwaves var vel heppn-uð í ár, en hún er erfið, þaðvar arkað fulloft yfir Lækj- artorg um helgina og bölvað yfir bæklingnum og tónlistarmönnum sem þurftu endilega að koma fram samtímis, svo týndist Jens Lekman í bæklingnum sem var leitt. Laug- ardagskvöldið var samt afbragð og bætti upp Go! Team vonbrigði kvöldsins á undan, og raðirnar voru fáar og stuttar sem betur fer. Eftir þrjár nætur í reyk og svita í sölum og búllum var sannarlega kærkomið að sjá Jóhann Jóhanns- son í Fríkirkjunni. Jóhann blandaði saman vélrænu og mannlegri mýkt af kostgæfni, skemmtilegast var þó surgið og suðið. Ég mæli með plötu Jóhanns, IBM 1401, a Useŕs Ma- nual.    Svo var þemaþrenna við upphafkvölds í Hafnarhúsinu, menn sem leikið hafa með öðrum hljóm- sveitum en koma nú fram í eigin nafni. Daníel Ágúst hefur tekið aft- ur saman við rokkið, hugsanlega kominn tími til, en a.m.k. virtist hann á heimavelli í Hafnarhúsinu, sveitin sem hann hefur fengið til liðs við sig er fín, slide-gítarleikur til fyrirmyndar, tónlist sem þó þarf einhverja meltingu. Pétur Ben er með allt sitt á hreinu, sveitin sem hann hefur á bak við sig með ólík- indum þétt og Pétur ekki síðri í framlínunni en við hlið Mugison, mjög heiðarlegt grúv. Biggi er að gera góða hluti, hann mætti til landsins umkringdur færum tón- listarmönnum, blandaði poppi við raftóna og fleiri hljóðfæri og er prýðilegur lagasmiður, eins og reyndar var þekkt fyrir.    Hinum megin við götuna, á samatíma og Biggi, var Johnny Sexual með hestaklippingu að syngja yfir dónamyndir sem sýndar voru með myndvarpa, Johnny spil- ar lyfjalegt elektró og fór í sem stystu máli á kostum, tónlistin er frábær, hann tekur sig hæfilega al- varlega, og skammaði tölvuna fyrir að spila vitleysur milli laga. Þá hef ég hljómborðsleikarann sem fylgdi Johnny grunaðan um að hafa ekki verið tengdur við neitt. Mjög gott. Sometime kom líka á óvart, miðað við liðsskipan hélt ég að um ein- hvers konar hliðarspor væri að ræða, en þarna er á ferðinni full- mótað band, með frábærri söng- konu og miklum takti, stíl-kokkteill með tíunda áratugs nostalgíu. Eitt má staldra aðeins við, allir íslensku tónlistarmennirnir sem undirrit- aður sá þetta kvöld sungu á ensku.    Í Iðnó var hins vegar enginn takt-ur, undirritaður skildi ekki Evil Madness, þarna er á ferðinni ein- valalið sem er að gera fína hluti í öðrum verkefnum og hefur marg- sannað sig. Það gerðist lítið meðan geðveikin illa lék, jú það heyrðust mónótónískar drunur úr hátölurum og meðlimir spjölluðu saman, fengu sér bjórsopa, og bentu á tölvu- skjáina sína. Kannski voru þau að skoða eitthvað á YouTube. Á Nasa var meira fjör, þar var al- mennileg röð, svo einhverjir hafa getað rifjað upp góðar minningar frá því í fyrra, en fólk virtist þó skila sér inn á þolinmæðinni. Bra- zilian Girls spiluðu döbb og dans og voru í banastuði, þétt og gott en virkaði ekki nógu vel til lengdar.    Patrick Watson var líklega sásem kom mest á óvart um helgina, honum hefur verið líkt við ýmsa en upp úr stendur að mað- urinn er mikill tónlistarmaður og næmur, hann hefur ótrúlega rödd og satt að segja galdraði hann upp magnaða stemningu í Þjóðleik- húskjallaranum, sviðsframkoman sérstök og það var ekkert lág- stemmt við það þegar hann barði trommudiska með berum hnúum í næstsíðasta lagi sínu, hann náði enda áhorfendum algjörlega á sitt band. Patrick Watson ætti að koma og halda hér tónleika í fullri lengd á stærri stað.    Það hefur svo ýmislegt verið sagtum þá félaga Dr. Mister & Mr. Handsome, en það verður ekki tek- ið af þeim að þeir kunna upp á hár það sem þeir eru að gera, við lok kvöldsins á NASA var misnöktu fólki hrúgað upp á svið, og svo dansað. Langt laug- ardagskvöld »Eftir þrjár nætur íreyk og svita í sölum og búllum var sann- arlega kærkomið að sjá Jóhann Jóhannsson í Fríkirkjunni. Ljósmynd/Árni Torfason Einyrki Pétur Ben er með allt sitt á hreinu, sveitin sem hann hefur á bak við sig með ólíkindum þétt. gisliar@mbl.is AF LISTUM Gísli Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.