Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 32
Amadeus, Airwaves og amatörar F luga tók leigubíl í leikhúsið að kveldi fyrsta vetrardags þegar loftið í Reykjavík víbraði af Airwaves en bílstjórinn reyndist ekki alveg í takt við tónlistarandrúmsloftið og blastaði ,,Á skíðum skemmti ég mér“ með Helenu Eyjólfsdóttur. Alveg hreint makalaust hversu taktlausir einkabílstjórar geta verið sem ættu einmitt ekki að vera amatörar hvað íslenskt næturlíf snertir og hafa músíkina á hreinu. Leiðin lá á frumsýningu á Amadeus eftir Peter Shaffert á Stóra sviði Borg- arleikhússins. Nokkuð hefur dregið úr glæsileik í klæðaburði fólks á frumsýn- ingum en þetta kvöldið voru gestirnir dragfínir, eins og Geir Haarde forsætis- ráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur og borgarstjórnmálafírarnir Stefán Jón Hafstein og Gísli Marteinn Baldursson, sem heilsuðust kumpánlega. Allir eru nefnilega vinir í leikhúsinu. Borg- arfulltrúinn Björn Ingi Hrafnsson og græni leikstjórinn Kolbrún Halldórs- dóttir létu sig heldur ekki vanta. Það var afbragðs skemmtun að horfa á karl- menn í nælonsokkum og hnébuxum með hárkollur geysast um á sviðinu og í hléinu brögðuðu frumsýningargestir á Mozartkúlum; Herdís Þorgeirsdóttir lagaprófessor, leikararnir Sigurður Sigurjónsson, Gunnar Eyjólfsson og Karl Guðmundsson og séra Anna Pálsdóttir leikhúsunnandi, sem lífgaði upp á svartklædda samkomuna í líflegri, appelsínugulri blússu. Litlar, sætar stelpur spiluðu á fiðlu. Allt voða ,,lekkert“. Fluguskvísur snæddu ótrúlega ,,spæsí“ ind- verskan mat á Shalimar í Austurstræti á föstudagskvöldið en þar var fullt út úr dyrum af fólki í upphitun fyrir Airwaves og var Pálmi Gunnarsson, söngv- ari með meiru, einn þeirra. Langt síðan sést hefur til hans, tilfinningin var eins og að rekast á Paul McCartney. Flugnagerið fór svo á Vínbarinn þar sem sam- ankomið var liðið sem fyrr um kvöldið hafði verið í partíi Hvíta hússins á Hótel Borg og dansað var svo inn í nóttina á fáu fermetrum Kaffibarsins en aldrei slíku vant var engin röð þar fyrir utan. Í Gallerý 101 á Hverfisgötu opnaði myndlistarkonan Sigrún Hrólfsdóttir einkasýningu á föstudaginn en hún er einn af stofnendum Gjörningaklúbbsins. Verkin hennar endurspegla meðal annars eirðarleysi og innri óþreyju, efna- fræði og rætur. Fluga velti fyrir sér samspili þeirra pælinga á sýningu Sigrún- ar meðan hún tók þá ákvörðun að mæta ekki á ,,Konukaupin“ í Höllinni um helgina. Stórkostlegt veður á laugardaginn varð til þess að allir sem án vett- linga gátu verið drifu sig í miðbæinn. Það gerði ,,Kastljósparið“ Sigmar Guð- mundsson og Þóra Tómasdóttir og bræðurnir og myndlistarmennirnir Snorri og Ásmundur Ásmundssynir sem röltu bosandi niður Laugaveginn. Seinni- part vikunnar millilenti Fluga á Ruby Tuesday og rakst þar á Unni Birnu Vil- hjálmsdóttur stórfegurðardrottningu sem sat að snæðingi með föður sínum, Vilhjálmi Skúlasyni. Við stelpurnar höldum oft að fallegustu konur heims láti ekkert nema vatn og vínber inn fyrir sínar varir og því var æðislega uppbyggj- andi að komast að því að að rétt eins og við hinar er Unnur Birna líka veik fyrir sveittum borgurum. Það er að segja – hamborgurum … | flugan@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Þór Jónsson og Hrafn- hildur Rafnsdóttir. Rafnhildur Rósa Atladóttir og Baltasar Kormákur. Ragna Fróða, Þorkell Harðarson og Halldóra Geirharðsdóttir. Lísa Kristjánsdóttir og Rakel Garðarsdóttir. Sigurjóna Sigurðardóttir og Halldór Ásgrímsson. Mugison og Lísa Kristjánsdóttir. Arnaldur Indriðason og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Rebekka Sigurðardóttir og Stefán Jónsson. Kjartan Ragnarsson, Tinna Gunn- laugsdóttir og Valgerður Ólafsdóttir. Sólveig Einarsdóttir, Ágúst Ein- arsson og Geir H. Haarde. Fríða Jóhanna Ísberg, Halla Guðrún Jónsdóttir og Rakel Matthea Dofradóttir. Reynir Traustason, Hólmfríður Rós Eyj- ólfsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Magnús Guðmundsson. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Svana Berglind Karlsdóttir. Björn Thors, Selma Björnsdóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Nanna Christiansen. » Leikritið Amadeusvar frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins. » Frumsýning á myndBaltasars Kormáks, Mýrinni, sem byggð er á metsölubók eftir Arnald Indriðason, var í Smára- bíói. Eva María Jónsdóttir og Óskar Jónasson. Flugan … afbragðs skemmtun að horfa á karl- menn í nælonsokkum og hnébuxum með hárkollur geysast um á sviðinu … |mánudagur|23. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Iceland Airwaves-hátíðinni lauk í gærkvöldi en hátíðin þótti tak- ast vel. Gísli Árnason flakkaði á milli íslenskra og erlendra atriða á laugardaginn og skrifar um það í listapistli dagsins. » 33 tónleikar Ofurfyrirsætan Kate Moss og vandræðapeyinn og tónlist- armaðurinn Pete Doherty eiga víst von á barni ef eitthvað er að marka bresku blöðin sem halda því fram. » 43 fólk Þrjár kvikmyndir voru frum- sýndar nú fyrir helgi í íslenskum bíóhúsum. Heiða Jóhannsdóttir, kvikmyndagagnrýnandi Morg- unblaðsins, tekur tvær þeirra til skoðunar í blaðinu í dag. » 37 gagnrýni Leikritið Amadeus eftir breska leikskáldið Peter Shaffer var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Þorgeir Tryggva- son var viðstaddur frumsýn- inguna. » 35 dómur Ásakanir Heathers Mills í garð Pauls McCartneys hafa verið fyrirferðarmiklar í slúð- urdálkum blaða um allan heim. Málið er hið versta og líklega er þetta aðeins byrjunin. » 43 fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.