Morgunblaðið - 23.10.2006, Side 37

Morgunblaðið - 23.10.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 37 dægradvöl Suðurströnd 4 Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 Bestu dekkin átta ár í röð! Í átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. c3 Bd7 6. O-O g6 7. d4 Bg7 8. He1 Rge7 9. d5 Rb8 10. c4 b5 11. Bc2 O-O 12. Rc3 h6 13. b4 a5 14. bxa5 bxc4 15. Rd2 Hxa5 16. Rxc4 Ha8 17. Hb1 f5 18. a4 Ra6 19. a5 Rc5 20. Be3 Rxe4 21. Rxe4 fxe4 22. Bxe4 Rf5 23. Bd2 Kh7 24. Dc2 Df6 25. f3 Bc8 26. Re3 Ha7 27. Hb8 h5 Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu í Fügen í Austurríki. Alþjóðlegi meistarinn Ser- gei Zhigalko (2504) frá Hvíta- Rússlandi hafði hvítt gegn Sigurbirni Björnssyni (2335) sem tefldi fyrir Helli. 28. Hxc8! Hxc8 29. Rxf5 Bf8 hrókurinn á c8 hefði fallið eftir 29... gxf5 30. Bxf5+. 30. Rg3 h4 31. Rh5 Df7 32. f4 Hb8 33. fxe5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Evrópubikarinn. Norður ♠ÁG1054 ♥64 ♦854 ♣K43 Vestur Austur ♠-- ♠9876 ♥10973 ♥5 ♦KDG92 ♦Á763 ♣9875 ♣ÁG102 Suður ♠KD32 ♥ÁKDG82 ♦10 ♣D6 Suður spilar fimm ♥. Þjóðverjarnir Kirmse og Gromöller stóðu sig vel í þessu spili, en þeir voru í AV gegn Muller og De Wijs í úrslita- leiknum um Evrópubikarinn. De Wijs í suður vakti á sterku laufi og Kirmse stakk inn tígulsögn, sem varð til þess að Gromöller fórnaði í fimm tígla yfir fjórum hjörtum. Fórnin er ódýr, svo það var út af fyrir sig skynsamlegt hjá Hollendingunum að berjast í fimm hjörtu. Og allt leit vel út þegar blindur kom upp – aðeins tveir tapslagir sjáan- legir. En eyðan í spaða setti strik í reikninginn. Kirmse valdi útspilið af kostgæfni – spilaði út tígulníu. Gro- möller var með á nótunum, sá að út- spilið var brot á reglu og túlkaði tíg- ulníuna sem vísun á spaða. Hann skipti því yfir í smáan spaða í öðrum slag. Lauf kom til baka og önnur stunga, svo spilið fór tvo niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 flysjung, 8 góna, 9 sjaldgæf, 10 skortur á festu, 11 snjó- dyngja, 13 ákveð, 15 háðsglósur, 18 vangi, 21 spil, 22 héldu, 23 þvaðra, 24 liggur í makindum. Lóðrétt | 2 drepsótt, 3 dögg, 4 hegna, 5 félagar, 6 ótta, 7 hugarfarið, 12 mjó, 14 illmenni, 15 spil- komma, 16 mannsnafn, 17 lág vexti, 18 strengja- hljóðfæri, 19 fiskinn, 20 svelgurinn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sveia, 4 borða, 7 rifja, 8 rófan, 9 léð, 11 kort, 13 ónar, 14 ýring, 15 fjör, 17 nafn, 20 ung, 22 liðin, 23 logið, 24 signa, 25 súrar. Lóðrétt: 1 strák, 2 elfur, 3 aðal, 4 borð, 5 rifan, 6 arnar, 10 étinn, 12 Týr, 13 ógn, 15 felds, 16 örðug, 18 argur, 19 náðir, 20 unna, 21 glys. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Stjórnsýsluútekt á Strætó leiðir íljós að stefnumörkun vanti fyrir fyrirtækið. Hvað heitir forstjóri Stræ- tós? 2Mýrin eftir Baltasar Kormák varfrumsýnd á fimmtudag. Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk aðstoðarmanns Erlends. Hvað heitir hann? 3 Iceland Express hefur augastaðá ákveðinni flugvélategund til að sinna innanlandsflugi sínu sem fé- lagið stefnir að. Af hvaða tegund er flugvélin? 4 Nýútskrifaður leikari, Víðir Guð-mundsson, fær það hlutverk að túlka eitt af höfuðtónskáldum heims í Borgarleikhúsinu. Hvaða tónskáld er það? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Lúðvík Bergvinsson vill hætta í bæj- arstjórn. Hvaða bær er það? Vest- mannaeyjar. 2. Sendiherra Íslands í Lond- on var kallaður fyrir Ben Bradshawm. Hvað heitir hann? Sverrir Haukur Gunn- laugsson. 3. LÍÚ hélt aðalfund og er Björg- ólfur Jóhannsson, formaður. Hvaða fyr- irtæki stýrir hann? Icelandic. 4. Þórunn E. Valdimarsdóttir sagnfr. skrifaði bók um Matthías Jochumsson og er titillinn sóttur í hús skáldsins á Akureyri. Hvað heitir húsið? Sigurhæðir. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    LÍF og störf sjóbjörgunarsveita eru miðpunktur banda- rísku spennumyndarinnar Bjargvætturinn (The Guardi- an) og getur maður í því sambandi ekki varist þeirri til- hugsun hversu kjörið umfjöllunarefni hið merkilega starf íslenskra björgunarsveita gæti orðið fyrir spennumynd eða dramatíska sjónvarpsþætti. Í Bjargvættinum er þó allt annað uppi á teningnum en ætla má að íslenskir björg- unarsveitarliðar eigi að venjast a.m.k. hvað þjálfunar- aðferðir varðar. Samkvæmt Bjargvættinum er þjálfun upprennandi liðsmanna í sundsveit bandarísku strand- gæslunnar næsti bær við það að skrá sig í herinn. Heraga er bætt í þjálfuninni og nýliðar læra að virða yfirboðara sína og reka upp stríðsöskur til að manna sig upp í hetju- skapinn sem bíður þeirra. Sem sagt, hér er um að ræða dæmigerða herþjálfunarkvikmynd nema að hlutverk ungu hetjanna er það að læra að bjarga – en ekki að drepa og fara með vopn. Sams konar gildi karlmennsku og aga eru þó allsráðandi og gengur þessi örlagasaga fyrir bæði væmnum og kliskjukenndum lögmálum sem ættuð eru úr stríðsmyndahefðinni. Myndin er hins vegar ágætlega gerð tæknilega og tilkomumikil á köflum. Kevin Costner og As- hton Kutcher fara með hlutverk aðalsögupersónanna í dramanu, Costner leikur sjóaða hetju úr sundbjörg- unarsveit strandgæslunnar sem snýr sér að kennslu- störfum eftir að hann missir sveit sína í háskalegum björg- unarleiðangri. Kutcher leikur stórhuga hæfileikapilt með stórkarlastæla sem lendir upp á kant við læriföðurinn. Milli þeirra skapast síðan nokkurs konar föður-sonar sam- band þar sem unga hetjan tekur við kyndli karlmennsku og hugdirfsku úr hendi læriföðurins áður en yfir lýkur. Þetta fyrirsjáanlega ferli tekur vel á þriðja klukkutíma og hefði bæði mátt stytta það og koma böndum á dramatíska yfir- og undirtóna. Heragi og sjávarháski Bjargvætturinn Myndin er ágætlega gerð tæknilega og tilkomumikil á köflum, að mati gagnrýnanda. KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Andrew Davis. Leikstjórn: Kevin Costner, Ashton Kutcher, Melissa Sagemiller og Bonnie Bramlett. Bandaríkin, 139 mín. Bjargvætturinn (The Guardian) –  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.