Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 19
Börn hafa gaman af því aðvelta fyrir sér hvaðanhlutirnir koma og kostaog unglingar ekkert síður en stundum þarf að færa umræðuna nær þeirra heimavelli og koma með dæmi sem snerta þeirra daglega líf. Umræðan um vatnsfallsvirkjunina á Kárahnjúkum, sem ætlað er að framleiða raforku, getur varla hafa farið fram hjá einu einasta manns- barni á Íslandi. En hvernig gæti við- fangsefnið orkunotkun snert ung- linga þessa lands sem jafnframt eru framtíðarneytendur ekki aðeins raf- orku heldur margvíslegrar annarrar orku? Við skulum líta inn í unglinga- herbergið. Tækjaherbergin Skömmu eftir fermingu hafa vel- flestir íslenskir unglingar eignast sjónvarp, jafnvel myndbands- og/ eða DVD-tæki til þess að horfa á Þarf að virkja unglinginn? Morgunblaðið/Kristinn Tæknistúdíó Margir unglingar eru með sjónvarp í herberginu sínu, DVD-tæki, i-pod, geislaspilara og jafnvel fartölvu og öll þessi tæki ganga fyrir rafmagni. Unglingar eru yfirleitt skrefi á undan foreldrum sín- um þegar kemur að tækninni og þeim síðarnefndu finnst þeir varla geta þverfótað í herbergjum þeirra sem þeir lýsa oft eins og tæknistúdíói. Unnur H. Jóhannsdóttir veltir fyrir sér hvort unglingurinn sé meðvitaður um orkunotkun þessara tækja? mynddiska. Geislaspilari er stað- alútbúnaður og i-pod að ógleymdum farsímanum auk þess sem margir eiga fartölvu. Öll þessi tæki ganga fyrir rafmagni og rafmagn er ekki ókeypis, jafnvel þótt það sé í ódýrari kantinum hérlendis. En eins og komið hefur fram í virkjanaumræð- unni snýst orkuframleiðsla ekki að- eins um peninga heldur einnig nátt- úruvernd og þar erum við komin að siðferðislegri skyldu hvers og eins borgara, að hann fari eins vel með rafmagnið og spari það eins og kost- ur er. Og þá erum við komin að sam- viskuspurningunni: Slökkva íslensk- ir unglingar á sjónvarpinu, myndbandinu, geislaspilaranum þegar þeir eru ekki að horfa á það eða hlusta, á tölvunni þegar þeir eru ekki að vinna í henni og á símanum á nóttunni? Og muna þeir eftir að slökkva alltaf ljósið í herberginu þegar þeir dvelja ekki inn í því? Það er rétt að rafmagn til þessara tækja er ekki hlutfallslega hár kostnaður af heildarrekstrarkostn- aði heimilisins, en rafmagn til allra heimilistækja er að jafnaði talið vera 1–1,5% af rekstrarkostnaði. Skiptir þetta þá einhverju máli? Já, það gerir það, því safnast þegar saman kemur peningalega og ekki síður þegar við hugum að umhverf- isvernd. Við búum ekki ein í þessum heimi, það eru aðrir 6,5 milljarðar, og ef allir ætla að eyða raforku til persónulegra nota eins og hún væri óendanleg værum við í vondum mál- um eins og margt bendir reyndar til. Gamla máltækið um að maður breytir ekki heiminum nema að byrja á sjálfum sér á því vel við hér – og svo geta unglingarnir verið góð fyrirmynd fyrir mömmu og pabba. Það er líka hægt að ná fram aukinni hagkvæmni með réttri notkun og lækka þar með rafmagnsreikning- inn. Kostnaðarhliðin Orkunotkun heimilistækja er mis- munandi. Hún er annars vegar háð afli, sem mælt er í einingu sem nefn- ist vött (W) og er oftast umreiknuð í þúsund sinnum stærri einingu sem nefnist kílóvött (kW) og hins vegar notkunartíma sem er mældur í klukkustundum (h). Það er til- tölulega einfalt að áætla orkunotkun sína. Með því að taka afl rafmagns- tækja sem oftast er sýnt á tækj- unum og gefið í vöttum, umreikna það fyrst í kílóvött (með því að deila með 1.000) og margfalda það síðan með notkunartíma fæst orkunotk- unin. Þetta gæti verið fyrirtaks- stærðfræðiverkefni fyrir unglinga í skólunum. Svona gæti útkoman litið út hjá Jónínu Jónsdóttur, 15 ára. Al- gengt verð á kílóvattstund á Ísland er 9–10 krónur en við gerum ráð fyrir 10 kr. þar sem sú tala er auð- veld í umreikningi. Miðað er við al- gengt afl rafmagnstækjanna. Eins og þið sjáið er stundum gert ráð fyr- ir að rafmagnstækin séu í sambandi og að á þeim sé látið loga þótt ekki sé verið að nota þau. Athugið einnig að raftæki eyða orku þótt á þeim sé slökkt með fjarstýringu, þó ekki jafnmikilli. Með því að vera meðvit- aður um orkunotkun sína má því spara peninga en náttúran og heim- urinn allur nýtur líka góðs af.                   ! "#$               ! "!# $%&'& (%'& (%'& $%&'& )'& $'% $%&'& %&%'% (& (& (& (& (& $*+ +& )+ $%* (* (* () ) $ *() $,&+ #$%&' (&' (&' ($)*' *' #)' &$(*' #'$+)' Slökkva íslenskir unglingar á sjónvarpinu, myndbandstækinu eða geislaspilaranum þegar þeir eru ekki að horfa eða hlusta? Slökkva þeir á tölvunni þegar þeir eru ekki að vinna í henni og á símanum á nótt- unni? Og muna þeir eftir að slökkva alltaf ljósið í herberg- inu þegar þeir dvelja ekki í því? uhj@mbl.is fjármál fjölskyldunnar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 19                               !"# $%  &' ()*+"# ,-# .$/ $0  1112+232#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.