Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Laugardagur 28. 10. 2006 81. árg. lesbók MÚRAR BÓKAÞJÓÐAR MARKAÐUR MEÐ ERLENDAR BÆKUR VINNUR GEGN NEYTENDUM, BÓKASÖLUM OG BÓKSÖLUM >> 8-10 Fullkomin plata um ófullkomið fólk» 13 MEISTARAVERK! Antony Beevor lýsir hér af nærfærni og list gangi innrásarinnar í Þýskaland úr austri og þeim mannlegu örlögum og hörmungum sem hún hafði í för með sér. FALL BERLÍNAR 1945 - bók sem þú verður að lesa! Skráning á spara.is & s: 587-2580 Úr mínus í Plús Á námskeiðinu lærir þú að: •greiða niður skuldir á skömmum tíma •hafa gaman af því að eyða peningum •spara og byggja upp sjóði og eignir Takmarkað sætaframboð Verð: 9.000- Þú átt nóg af peningum og Ingólfur H.      Námskeið fyrir þá sem vilja gera meira úr peningunum Næstu námske ið 7. & 14. nóvember Sextíu ár eru liðin síðan fyrsta bók Elíasar Marar kom út, skáldsagan Eftir stuttan leik. Bókin þótti marka ákveðin tímamót í íslenskum bók- menntum, enda ein af fyrstu al- reykvísku skáldsögunum sem skrif- aðar voru og fyrsta nútímasaga lýðveldisins. Bókin fjallar um leiða og tómleika í Reykjavík aðeins einu ári eftir að þjóðin sameinaðist á heilagri stund á Þingvöllum til að stofna sjálfstætt lýðveldi. Í Grein eftir Hjálmar Sveinsson í Lesbók í dag segir að næstu skáld- sögur Elíasar Marar, sem allar eru Reykjavíkursögur og fjalla allar um ístöðulítið ungt fólk sem einhverra hluta vegna finnur ekki taktinn í lýð- veldinu nýja, hafi ekki síður vakið at- hygli. Þannig vitnar Elías Mar sjálf- ur í bréf sem hann fékk frá Jóni úr Vör um fund í Unuhúsi þar sem Halldór Laxness segist hafa verið að skrifa skáldsögu sem gæti verið eftir Elías Mar. Um var að ræða sam- tímasögu úr Reykjavík, Atómstöð- ina, sem Halldór skrifaði 1947. Elías Mar hætti að skrifa skáld- sögur eftir að Sóleyjarsaga kom út í tveimur bindum 1954 og 1959. Þá var hann 35 ára gamall og álitinn einn efnilegasti rithöfundur þjóð- arinnar. Síðan hafa komið út eftir hann ljóð og smásögur. Í grein Hjálmars er hugsanlega að finna ástæðuna fyrir því að Elías Mar gaf ekki út fleiri skáldsögur.»4 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson 60 ára útgáfuafmæli Eftir Eirík Örn Norðdahl kolbrunarskald@hotmail.com Þú kaupir þér ekki nagla til að krossfesta sálir – þú þarft einúngis að hnykkja rétt á orðunum. Ég hafði ekki haldið niðri matarbita í tæpan sólarhring þegar ég fékk smáskilaboð frá móður minni. Síminn pípti: „Líttu í Lesbók Mbl!“ Ég tíndi til einhverjar nálægar spjarir og staulaðist fram í gegnum leifar tveggja daga gamals matarboðs, niður brakandi tréstiga Öldunnar á eigin brakandi mjöðmum. Morgunblaðið var komið. „Ég hef ekki heyrt öðru fleygt en Eiríkur Örn Norð- dahl sé skýrleiksmaður.“ Ekki get ég sagt grein Þor- steins frá Hamri hafa byrjað illa, fyrir mig. Ég las mig í gegnum pistilinn í sótthitakasti og gat einhvern veginn ekki betur séð en ég hefði, kannski í öðru eins óráði, kall- að Þorstein frá Hamri „rumpulýð sem aldrei nennir neinu nema láta kjálkamótorana ganga linnulaust“, að hann væri haldinn þeim tendens að stunda „einhvers konar sjálfsfróun sem [á] fyrst og síðast að eiga sér stað tignarlaust hangandi í sturtuhengjum“ og að hann hafi árum saman litið svo á að list hans sé fyrir hina fáu, eigi að vera fjarlæg og hana eigi ekki að vera hægt að nálg- ast“. Í veikindum mínum næsta sólarhringinn starði ég út í þennan dauða sem tveggja daga rúmlega veitir lifandi mönnum og velti því fyrir mér þessari ægilegu spurn- ingu: Hvernig svarar maður Þorsteini frá Hamri? Og fylltist satt best að segja nokkru vonleysi gagnvart verk- efninu. Hafandi löngum lagt stund á bægslagang veit ég orðið vel hversu líklegt er að einhver taki honum illa, og enn fremur hef ég lært að það er engu ólíklegra að menn taki honum illa að ósekju. Bægslagangur hefur veraldlega ókosti, en ljóðræna kosti. Hvað ég var nákvæmlega að hugsa meðan á þessu við- tali stóð man ég varla, ég á ekki lengur heildarhugs- anirnar heldur bara svörin, eins og aðrir lesendur, sem veitt voru við einhverjar tilteknar aðstæður á tilteknum tíma. Ég er ekki ósammála sjálfum mér í neinu af því sem ég segi, en ég inniheld mergðir eins og Whitman og aðrir menn, og er þó einungis fær um að finnast eitt í einu. Ég tel enn að Íslendingar séu meira gefnir fyrir að tala en að framkvæma, ég tel enn að íslensk ljóðskáld séu feimin, og á stundum hrokafull, í list sinni og ég tel enn að ljóða- bækur stóru forlaganna séu of dýrar. Á meðan ég hef ekki efni á þeim eru þær of dýrar. Löngu eftir að pestin var runnin út í veður og Hvernig svarar maður Þorsteini frá Hamri? Morgunblaðið/Svavar Eiríkur Örn Norðdahl – eða vandinn að hafa ekki efni á Meira en mynd og grunur »3 Yf ir l i t                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                  Í dag Sigmund 8 Umræðan 40/49 Staksteinar 8 Minningar 50/56 Ljósvakamiðlar 8 Kirkjustarf 56/57 Úr verinu 14 Skák 59 Viðskipti 18 Brids 61 Erlent 20/22 Menning 62/67 Menning 26 Leikhús 66 Akureyri 28 Myndasögur 68 Árborg 28 Bíó 70/73 Suðurnes 29 Staður og stund 70 Landið 29 Víkverji 72 Daglegt líf 30/37 Velvakandi 72 Forystugrein 38 Veður 74 * * * Innlent  Eigendur Iceland Express, Fons eignarhaldsfélag, stefna að stór- auknum umsvifum í farþegaflugi, einkum milli Skandinavíu, Íslands og Norður-Ameríku. Gert er ráð fyr- ir því að þeir bjóði upp á lággjalda- flug í samkeppni við stærri flugfélög á borð við Icelandair og SAS. Fons kaupir meirihluta hlutabréfa í breska flugfélaginu Astraeus. »1  Landssamband smábátaeigenda hefur fengið umboð aðalfundar til að leita eftir samningum um kaup og kjör á smábátum fyrir hönd fé- lagsmanna sinna. Samingarnir yrðu lagðir fyrir aðildarfélög til af- greiðslu. Engir kjarasamningar hafa verið í gildi á smábátunum. »76  Ragnar Arnalds, fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra, hefur fengið afhent gögn um hleranir á símum hans á árunum 1963 og 1968. Ragnar segir skýringar Þjóð- skjalasafnsins á því að það hefur fjarlægt númer annarra en hans af afritunum, sem hann fékk, vera „lé- legan brandara“. Safnið hafi tekið að sér ritskoðun. »4 Erlent  Franska lögreglan sendi 4.000 manna liðsauka í úthverfi Parísar í gærkvöldi til að koma í veg fyrir óeirðir í tengslum við athafnir í til- efni af því að ár er liðið frá margra vikna óeirðum í hverfunum. Tals- verð spenna hefur verið í hverfum innflytjenda í París síðustu daga og kveikt var í tveimur strætisvögnum í gærkvöldi. »20  Þúsundir hermanna frá Eþíópíu og Erítreu eru nú í Sómalíu og eyk- ur það líkurnar á styrjöld í þessum heimshluta, að því er fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. »1  Fóstureyðingar hafa verið bann- aðar í Mið-Ameríkuríkinu Ník- aragva og skiptir þá engu þótt við- komandi konu hafi verið nauðgað eða líf hennar teljist í hættu. »22 PRÓFKJÖRI sjálfstæðismanna í Reykjavík lýkur klukkan 18 í kvöld og fljótlega eftir það er von á fyrstu tölum. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum á Fréttavef Morgunblaðsins, www.mbl.is. Í gær var eingöngu kosið í Valhöll og þegar kjörstað var lokað klukkan 21 í gærkvöldi höfðu 2.054 greitt þar atkvæði. Að auki höfðu 680 greitt atkvæði utan kjör- fundar og samtals voru því 2.734 atkvæði komin í hús. Á kjörskrá eru um 21.200 manns. Í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, tóku 12.453 þátt og var það stærsta prófkjörið til þessa. Búast má við miklum straumi á kjörstaði í dag en kosið er á sjö stöðum og í átta kjörhverfum. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan 10–18. Upplýsingar um kjörstaði má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is. Prófkjör Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi stendur yfir í dag og á morgun. Kosið er í 16 kjör- deildum og verða þær opnar frá klukkan 12–18 í dag og frá 10–12 á morgun, sunnudag. Upplýsingar um kjör- staði má nálgast á heimasíðu flokksins, www.xs.is. Morgunblaðið/Ómar Fyrstu tölur birtar klukkan 18 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröf- um Öryrkjabandalags Íslands um að viðurkennt yrði með dómi að sam- komulag ÖBÍ og heilbrigðisráðherra frá 25. mars 2003 væri bindandi með þeim hætti sem ÖBÍ hélt fram. Aðalkröfu ÖBÍ í málinu var vísað frá dómi 10. maí sl. en að þessu sinni var dæmt um varakröfu. Í niðurstöðu dómsins segir að ÖBÍ hafi vitað að þær breytingar sem samkomulag aðila fjallaði um köll- uðu á lagabreytingu. Jafnframt hafi ÖBÍ vitað að ráðherra hefði ekki vald til að ákveða hækkun bóta eða til að stofna nýjan bótaflokk til greiðslu úr ríkissjóði. Því gæti ÖBÍ ekki byggt á því að ríkissjóður væri skuldbundinn til að greiða bætur í samræmi við kröfugerð hans í sam- ræmi við almennar reglur um skuld- bindingargildi loforða. ÖBÍ hafi því mátt vera ljóst að yf- irlýsingar ráðherra, hvort sem í þeim fælist loforð, fyrirheit eða ann- að, gæti ekki skuldbundið ríkissjóð nema um væri að ræða ráðstöfun sem ráðherrann hefði vald til að framkvæma. Af sömu ástæðu gætu yfirlýsingar ráðherra eða fréttir af þeim ekki orðið grundvöllur rétt- mætra væntinga þannig að þær hefðu réttaráhrif. Þau dómafordæmi sem ÖBÍ vísi til í málflutningi sínum varði öll þá aðstöðu að lögum sé breytt eftir að aðili stofnar til fjár- skuldbindinga, þannig að forsendur fyrir þeim bresta. Ráðherrar gefa oft fyrirheit Dómurinn segir að ráðherrar og ríkisstjórn hafi oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga. Iðu- lega hafi frumvörp verið samþykkt á Alþingi fljótlega eftir að slík fyrir- heit hafi verið gefin. Aldrei hefði reynt á það fyrir dómi fyrr hvort slík fyrirheit væru skuldbindandi. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari dæmdi. Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. flutti málið fyrir ÖBÍ og Einar K. Hallvarðsson hrl. fyrir ríkið. Samkomulag við ráð- herra ekki talið bindandi Í HNOTSKURN » Lögmaður ÖBÍ, SigríðurRut Júlíusdóttir, segir mögulega áfrýjun dóms hér- aðsdóms verða rædda í næstu viku með fulltrúum ÖBÍ. Að dóminum verði áfrýjað er lík- legra en hitt telur hún. » Í fjárlagafrumvarpi semlagt var fram haustið 2003 var gert ráð fyrir 1 milljarði króna til viðbótarlífeyris ör- yrkja. » ÖBÍ taldi kostnaðinn viðsamkomulagið hafa verið um 1,4 milljarða króna. Þorsteinn Ó. Thor- arensen, bókaútgef- andi og þýðandi, lést á heimili sínu hinn 26. október síðastlið- inn, áttræður að aldri. Hann fæddist að Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu, 26. ágúst 1926. Hann var sonur hjónanna Ósk- ars Thorarensen bónda og síðar for- stjóra BSR í Reykja- vík og konu hans, Ingunnar Eggerts- dóttur Thorarensen. Þorsteinn ólst upp í Reykjavík, varð stúdent frá MR 1946 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1952. Hann starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu á ár- unum 1947 til 1961 og var fréttastjóri á dag- blaðinu Vísi frá 1961 til 1966. Hann var fréttaritari Reuters fréttastofunnar 1951– 1986 og kom sjónar- miðum Íslendinga á framfæri á alþjóða- vettvangi í þorska- stríðunum. Árið 1966 stofnaði hann Fjölva- útgáfuna og sá um út- gáfu á, frumsamdi og þýddi um 500 bækur. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigur- laug Bjarnadóttir frá Vigur, fyrrverandi alþingismaður og menntaskólakennari. Börn þeirra eru þrjú: Ingunn, Björn og Björg. Andlát Þorsteinn Thorarensen STARFSMAÐUR Sláturfélags Suðurlands á Selfossi slasaðist í vinnuslysi þegar hann fékk yfir sig 500 kílóa hlass um kl. 23.30 á fimmtudagskvöld. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi var verið að flytja frosið lambakjöt á pallettu með gaffallyftara þegar slysið átti sér stað. Plastkassi sem lambakjötið var í mun hafa rifnað þeim afleið- ingum að innihald hans steyptist ofan á starfsmanninn sem missti meðvitund. Hann komst þó síðar aftur til sjálfs sín en hafði hlotið höfuðmeiðsl m.a. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi en samkvæmt upplýsing- um frá spítalanum í gær var ekki þörf á innlögn á gjörgæsludeild. Tildrög vinnuslyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Sel- fossi. Fékk 500 kg hlass á sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.