Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 49
Bergstaðastræti - Einbýli á eftirsóttum stað
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Afar glæsilegt og vel hannað 189 fm einbýlishús sem er teiknað af
Hróbjarti Hróbjartssyni arkitekt. Húsið er byggt árið 1975 og er á
tveimur hæðum, af efri hæð er gott útsýni og af neðri hæð er gengið út í
lokaðan bakgarð. Húsið skiptist þannig: Á neðri hæð er anddyri, hol, tvö
svefnherbergi, baðherbergi, geymsla og bílskúr (sem er notaður sem
geymsla/herbergi). Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, þvotta-
hús/búr, vinnuaðstaða, geta verið 1-2 herbergi. Auðvelt er að fjölga
svefnherbergjum. Húsið hefur fengið tölverða athygli í gegnum tíðina í
blöðum og fagtímaritum fyrir hönnun og skipulag. V. 67,0 m. 6216
MARGIR Íslendingar bera
nokkurn ugg í brjósti vegna stofn-
unar leyniþjónustu hér á Íslandi.
Það er þó óhjákvæmilegt að fylgj-
ast með þróuninni erlendis, þar
sem leyniþjónustur ýmissa landa
hafa komið upp um samsæri um
hryðjuverkaárásir á þegnana og
aðför að ríkjandi
stjórnskipulagi. Hlut-
verk þeirra er því
bráðnauðsynlegt, auk
þess sem þær glíma
við skipulagða glæpa-
starfsemi af öðrum
toga. Það er sorglegt
að sjá hve margt ung-
menna hverfur ofan í
grafirnar, heltekið af
fíkniefnunum.
Við Íslendingar bú-
um að vísu á eyju, en
erum samt þátttak-
endur í víðtæku sam-
starfi við alþjóðasamfélagið, og
okkur ber þess vegna siðferðileg
skylda til þess að stuðla að öryggi
þess eins og okkar eigin. Þeirra
hagur er okkar hagur. Auk þess
erum við aðilar að fjölmörgum al-
þjóðasamþykktum og samningum.
Um 6200 hryðjuverk hafa verið
framin í heiminum frá 11. sept-
ember 2001 um allan heim (heim-
ild: http://www.thereligionof-
peace.com). Við Íslendingar erum
ekkert undanþegnir hættunni af
hryðjuverkum, þeir ráðast venju-
lega á garðinn þar sem hann er
lægstur. (Sjá bókina: ,,The Art of
War“ eftir Sun Tzu. Sjá: ,,Ald-
irnar okkar“, þá sautjándu fyrir
árið 1627. Þar sem múslímska
heimsveldið rændi hér fólki, rupl-
aði og limlesti líkin af fólki sem
þeir gátu ekki nýtt. Múslímar
ástunda ennþá mannrán, af-
höfðanir og limlestingar.)
Hryðjuverkin eru sannanlega
flest framin af múslimum og í
nafni íslams undir herópinu „Allah
er mikill“. Eitt er þeim öllum sam-
eiginlegt og það er trúin á Allah
og spámann hans Múhameð.
Trúarrit þeirra er Kóraninn og í
hann vitna þeir, þegar þeir telja
sig hafa stuðning Allah við voða-
verk sín. Það merkir þó ekki að
allir múslímar séu hryðjuverka-
menn, hins vegar eru flest
hryðjuverk sem framin eru í
heiminum í dag framin af mús-
limum. Langflestir múslímar
kjósa að lifa í friði við sína ná-
granna og eðlilegu lífi eins og
annað fólk. Samkvæmt rann-
sóknum eftir árásina 7. júlí 2005
á samgöngukerfi Lundúna styður
of stór hluti múslima í Bretlandi
þá siðferðilega eða
hefur samúð með
þeim, vegna þeirrar
fórnarlambsímyndar,
sem múslímar skapa.
Hryðjuverkamenn-
irnir í London nutu
þó alls þess sem
bresku miðstétt-
arfólki gefst, ókeypis
skólagöngu, breska
velferðarkerfisins og
höfðu góð störf. Það
var því ekki hægt að
líta á þá sem fórn-
arlömb neins, ann-
arra en þeirra múslimaklerka,
sem heilaþvoðu þá í Pakistan og
á Bretlandi. Sjá nýútkomna bók,
,,Londonistan“ eftir Melanie Phil-
lips.
Það sama má segja um alla 19
flugræningjana sem réðust í far-
þegaflugvélum á tvíburaturnana
og drápu 3000 saklausra manna.
Þetta voru vel menntaðir menn,
frá góðum fjölskyldum og voru
ekki fórnarlömb neins nema
heilaþvottar íslamskra kennisetn-
inga og klerka.
Eðlilega spyrja aðstandendur
fórnarlamba, sem eru lífs eða lið-
in að því ,,Hvað gerðum við þeim,
af hverju drápu þeir og limlestu
ættingja okkar?“ Hvaðan kemur
allt þetta hatur, sem leiðir til
þessara voðaverka? Getur þetta
hent hvar sem er í heiminum?
Hvað stendur bak við þetta og
fjármagnar þessar rándýru og
þaulskipulögðu aðgerðir? Hvern-
ig stendur á því að drengir á tán-
ingsaldri spenna á sig sprengju-
belti og ganga inn í hóp fólks og
sprengja sig í loft upp, þó þeir
eigi allt lífið framundan? Þetta
eru allt spurningar sem leita á
fólk. Hvers konar dauðadýrkun
felst í íslam, sem boðar dýrð-
artilvist eftir dauðann en ekki í
hinu jarðneska lífi?
Tony Blair forsætisráðherra
Breta nefndi íslam ,,illa kenn-
ingu“, Bush forseti nefndi hana
,,íslamskan fasisma“, Benedikt
XVI páfi vitnaði í keisara býz-
anska keisaraveldisins, sem talaði
um ,,illa og ómannúðlega trú.“
Margir halda því nú fram að ísl-
amskir skólar í Miðausturlöndum
hvetji börn og unglinga til að
drepa hina vantrúuðu ef þeir ekki
snúast til Íslamstrúar. (Heimild:
,,Because they hate“, nýútkomin,
eftir Brigitte Gabriel.) Að drepa
vantrúaða er því hin æðsta dyggð.
Vitnað er til um 120 versa í Kór-
aninum þessu til stuðnings.
Drengjum er lofað hraðferð til
Paradísar, þar sem þeir njóta ásta
72 hreinna meyja og áfengis.
Þeim múslimum sem ekki vilja
berjast, er hótað skertum hlut í
Paradís. Með öðrum orðum, það
sem vestræn samfélög telja hinn
versta löst snýst í andhverfu sína
í íslam. (Sjá: http://www.mem-
ritv.org.)
Það er ákaflega erfitt fyrir
grunlausa og siðsama Vest-
urlandabúa að átta sig á þessum
hugsunarhætti. Lykilinn að þessu
öllu er þó að finna í Kóraninum
og anda hans, sérstaklega 9. kafl-
anum. Eftir að Múhameð flutti til
Medína árið 622 og hafði nokkuð
öflugan hóp umhverfis sig, þá
breyttist boðun hans. Þar urðu til
hernaðarkaflar Kóransins. Sjá:
4.89, 5:33, 8.12, 9.5, 9.29, 9,39,
9:73, 9:90 osfrv. Margir telja að
hin umburðarlynda og skyn-
samlega boðun íslams hafi þar
með liðið undir lok og hafist tíma-
bil trúboðs með sverði, undir her-
ópinu: ,,Allah er mikill“. Hryðju-
verkamennirnir starfa eftir
Medína-köflunum.
Íslenska leyniþjónustan
Skúli Skúlason fjallar um leyni-
þjónustu, hryðjuverkin og
skipulagða glæpastarfsemi
» Að drepa vantrúaðaer því hin æðsta
dyggð. Vitnað er til um
120 versa í Kóraninum
þessu til stuðnings.
Skúli Skúlason
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Spurt var: Fékkstu nokkuð góðgæti að borða?
RÉTT VÆRI: Fékkstu nokkurt góðgæti að borða?
HINS VEGAR VÆRI RÉTT: Fékkstu nokkuð að borða?
EINNIG VÆRI RÉTT: Fékkstu nokkuð gott að borða?
Gætum tungunnar
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
EKKERT lát er á ágangi dragnóta-
báta á Skagafirði þótt afli þeirra hafi
stórlega dregist saman undanfarið,
samkvæmt aflaskýrslum. Það gat ekki
öðruvísi farið þegar verið er að skarka
með jafn stórvirkum veiðarfærum og
þessi skip nota. Til dæmis er köst-
unarhringur hjá þessum skipum á sjö-
unda kílómetra, og er aumt að sjá
þessi skip uppundir fjöruborði að
hrekja alla smábáta í burtu sem eru
að veiðum, því að ekki þýðir að renna
færi þar sem dragnótabátar stunda
veiðar sínar. Fólk hér í firðinum er al-
veg yfir sig hneykslað þegar það horf-
ir á þennan stóra flota að veiðum hér á
Skagafirði. Meira að segja eru skip-
stjórar á togurum frá Sauðárkróki
farnir að tala um að það breyti ekki
svo miklu hvort þeir séu á veiðum á
firðinum eða dragnótabátarnir því að
ekki munar svo miklu á veiðarfærum
eftir að rockhoppararnir voru settir í
staðinn fyrir fótreipið svo að hægt sé
að skarka á sárari botni með dragnót-
inni, því að ekki vantar vélaraflið hjá
þessum bátum. Það er svo komið að
lítið sem ekkert hefur fengist á hand-
færi í sumar og línuveiðar á Skagafirði
hafa hrunið. Þar sem áður fengust tvö
til þrjú hundruð kíló á bala fást í dag
um 50 kg, svo að ekki fer á milli mála
hvað er að gerast hér á firðinum og
kemur það okkur Skagfirðingum ekki
á óvart því að það hefur aldrei endað
öðruvísi en með ördeyðu á Skagafirði
ef dragnótaveiðar hafa verið stund-
aðar þar að einhverju ráði. Það hefur
verið reynt ítrekað að vekja athygli
sjávarútvegsráðherra á þessu vanda-
máli og fá hann að samningaborðinu
til að fá farsæla lausn á málinu, en
ekkert hefur heyrst frá honum. Ég
hef heyrt á forhertum flokksbræðrum
hans hér í firðinum að hann þori ekki
að andmæla forystu sægreifaklík-
unnar og er það ekki stórmannleg
framkoma þegar atvinna margra
heimamanna er í veði. Svo stígur þessi
sami maður á stokk og biður um bull-
andi lens inn á Alþingi í komandi
kosningum að vori.
Á fundi sem haldinn var í smábáta-
félaginu Skalla hinn 14.10. sl. var
samþykkt sáttatillaga að lokað yrði
fyrir dragnótaveiðum innan línu sem
dregin væri úr Ásnefi í N-enda
Drangeyjar og þaðan í N-enda Málm-
eyjar og er þetta mikil tilslökun á
fyrri tillögu en hún var úr Ketu-
björgum í Almenningsnöf.
Það er stórt svæði sem dragnóta-
bátar geta haldið áfram að veiða á,
langt frá því að verið sé að hrekja þá í
burtu úr firðinum. Allt er þetta gert
til að ná samkomulagi í þessu máli.
Færi vel á því að sjávarútvegs-
ráðherra færi yfir tillögur Skalla og
hefði svo samband við heimamenn
svo hægt sé að boða til fundar og
ræða málin sem fyrst því að þetta er
málefni sem við Skagfirðingar óskum
eftir úrlausn á sem fyrst en ekki
seinagangi snigilsins.
RAGNAR SIGHVATS,
sjómaður á Sauðárkróki.
Dragnótaveiðar
á Skagafirði
Frá Ragnari Sighvats:
vaxtaauki!
10%