Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er undarleg þversögn fólg- in í því að merkja rafhlöður með norræna umhverfismerkinu Svan- inum meðan starfsmenn verk- smiðju í Kína sem framleiðir þær verða fyrir eitrunaráhrifum. Tískuvörukeðjan Hennes & Mau- ritz hefur verið staðin að því að selja peysur sem framleiddar voru í verksmiðju í Kambódíu þar sem börn voru látin vinna, laun voru langt undir öllum velsæm- ismörkum og þar sem brotið var gegn ýmsum samþykktum Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnuumhverfi. Margar af þeim vörum, sem seldar eru á Norð- urlöndum nú á dögum hnattvæð- ingarinnar, eru framleiddar við óásættanleg vinnuskilyrði. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að Norðurlönd hafa allar forsendur til að spjara sig í hnattvæddu efnahagslífi. Þau fá háa einkunn þegar samkeppnishæfni er mæld. Á Norðurlandaráðsþingi, sem haldið verður í Kaupmannahöfn um mánaðamótin október- nóvember, verður velferðarsam- félag framtíðarinnar eitt af meg- inumræðuefnunum. Forsætisráð- herrar Norðurlanda, helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar og fjölmargir aðrir stjórnmála-, vís- inda- og embættismenn verða meðal þátttakenda í umræðunni. Yfirskriftin er „Norðurlönd í fararbroddi á alþjóðavettvangi“ (Norden som global vinderregion). En hverjir eru það þá sem verða undir á dögum hnattvæðingar? Og hvaða stefnu þarf að taka í vel- ferðarmálum til þess að hnattvæð- ingin bitni ekki á ákveðnum hóp- um fólks? Hugum aftur að rafhlöðunum frá Kína: Yfirskriftin er „Norðurlönd sem alþjóðlegt sigursvæði“. En hverjir eru þeir þá sem tapa? Og hvaða velferðarstefnu á að taka ef við viljum hnattvæðingu án þess að einhverjir tapi? Hugum aftur að rafhlöðunum frá Kína: Á Norðurlandaráðsþingi ætla þingmenn Vinstri-grænna flokka að leggja fram tillögu um að Norðurlönd verði í fararbroddi hvað varðar alþjóðlega ábyrgð. Við leggjum til að á Norð- urlöndum fái vörur sem fram- leiddar eru á ábyrgan hátt frá al- þjóðlegum sjónarhóli sérstakt merki. Merkið er trygging fyrir því að vinnuskilyrði og launa- greiðslur hafi verið í lagi í öllu framleiðsluferlinu, að samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og mannréttindasáttmála Samein- uðu þjóðanna hafi verið fylgt og að börn hafi ekki unnið að fram- leiðslunni. Skilyrðin til neytenda eru skýr: Kaupið þessa vöru því hún var framleidd á ábyrgan hátt. Norræna umhverfismerkið Svanurinn gefur neytendum kost á að kaupa þær vörur sem fram- leiddar eru á umhverfisvænan hátt. Það er kominn tími til að gera þeim jafnframt kleift að velja vörur sem eru framleiddar á fé- lagslega ábyrgan hátt og til að auka söluna á félagslega sjálf- bærum vörum. Umsjón með nýju merki fyrir Alþjóðlega ábyrgð gæti verið á hendi norrænnar merkjanefndar eins og Svanurinn. Nefndin gæti sett reglur um notkun merkisins og haldið utan um gagnagrunn um viðurkenndar vörur og fram- leiðsluaðferðir. Yfirvöld í hverju Norðurlandanna myndu sjá um eftirlit á sama hátt og gert er með Svaninn. Skilyrðin fyrir merking- unni skal þróa í samvinnu við neytendasamtök, mannréttinda- samtök, samtök atvinnulífsins og stéttarfélög. Við viljum beita okkur fyrir hnattvæðingu þar sem enginn verður undir. Line Barfod (EL-Danmörku) May Hansen (SV-Noregi) Høgni Hoydal (TF-Færeyjum) Elina Linna (v-Svíþjóð) Outi Ojala (vänst-Finnlandi) Johan Lund Olsen (IA-Grænlandi) May Hansen (SV-Noregi) Steingrímur J. Sigfússon (VG-Íslandi) Kristen Touborg (SF-Danmörku) Hnattvæðing þar sem enginn verður undir Þingmenn í þingmannahópi Vinstri-grænna í Norð- urlandaráði skrifa um al- þjóðlega ábyrgð » Á Norðurlandaráðs-þingi ætla þingmenn Vinstri-grænna flokka að leggja fram tillögu um að Norðurlönd verði í fararbroddi hvað varð- ar alþjóðlega ábyrgð. Höfundar eru þingmenn í þing- mannahópi Vinstri-grænna í Norð- urlandaráði. HVERSU oft og lengi hafa landsmenn ekki mátt hlusta á ráð- stjórnarmenn lofa og prísa stöð- ugleikann í efnahagsmálum? Þeir halda meira að segja áfram þeim söng, þótt allt leiki á reiðiskjálfi, sem nýi sérfræðingurinn í Seðla- bankanum ber gleggst vitni um með aðgerðum sínum í vaxta- málum. Sannleikurinn er sá, að ráð- stjórnarmenn hafa teflt djarft í efnahagsmálum um langa hríð. Allan síðasta áratug hefir út- gjaldahlið fjárlaga farið langt fram úr verðlagsþróun, auk millj- arða eyðslu utan fjárheimilda. Skipbroti ríkisstjórna Halldórs og Davíðs þarf ekki að lýsa fyrir fólki. Verðbólgan æðir áfram; við- skiptahallinn geigvænlegur ár eftir ár; skuldir þjóðarbúsins við útlönd vaxa með risaskrefum: Skammtímaskuldir við útlönd, sem námu 18% af landsfram- leiðslu árið 2000, nema nú 85%, eða tíföldun gjaldeyrisforða Seðlabankans! Fyrr á árinu lýstu sérfræðingar yfir því að stíga yrði fast á bremsur í ríkisrekstrinum vegna verðþenslunnar. Þjóðarbúinu lægi raunar lífið á að draga saman seglin vegna hinnar ógnvænlegu verðþróunar. Og ýmsir málsmetandi menn trúðu því að sú yrði raunin. Aðrir, sem betur þekkja til atkvæða- kaupmanna ráðstjórnar, voru ekki eins bjartsýnir. Og hvað kemur á daginn við framlagningu fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár, 2007? Það ber með sér að fullur skrið- ur verður á skútunni, enda engin hætta á kollsiglingu fyrir kosn- ingar að vori. Ráðstjórnarmenn lýsa því hiklaust yfir að nú þegar hafi verið siglt fyrir öll sker sem öðrum sýnast blasa við fram- undan. Nú sé kominn tími til að setja á fulla ferð í fjáraustri, þar sem öll hættumerki í efnahags- og fjármálum séu að baki. Það verður áhugavert að fylgj- ast með viðbrögðum Seðlabanka. Hvernig mun hann grípa um vaxtastýrið? Mun hann snar- beygja frá fyrri stefnu og horfa á atkvæðakaupendurna leika listir sínar? Sleppa kannski stýrinu al- veg og lýsa því þar með yfir, að skoðanir hans og allar aðgerðir í efnahags- og peningamálum að undanförnu hafi verið á misskiln- ingi byggðar? Það væri eftir öðru. Sverrir Hermannsson Óstöðugleiki Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. Í LOK nítjándu aldar héldu menn því fram, að aðgreining á vinstri og hægri í stjórnmálum skipti engu máli. Nú er liðin meira en öld og enn skipar fólk sér í flokka til vinstri eða hægri. Það er ekki að tilefnislausu því mun- urinn skiptir máli. Hver er munurinn Hugmyndafræðilega felst munurinn í grundvallarviðhorfi til samfélagsins. Vinstri- menn byggja viðhorf sín á því að samfélagið eigi að byggjast á jöfn- uði. Hægrimenn gera það ekki og byggja á kenningum um lítt breytanlega sam- félagsskipan þar sem sumir séu öðr- um óhjákvæmilega æðri. Af borðum þeirra hrjóti gæði til þeirra sem lægra sitja. Í augum þeirra er vel- ferðarsamfélagið samfélag þeirra sem þiggja af því að þeir hafi orðið undir af einhverjum ástæðum og þeirra sem gefa vegna þess að þeir hafi orðið ofan á. Í augum vinstri- manna er velferðarsamfélagið sam- félag jafnrétthárra einstaklinga sem eiga rétt til þess að tækifæri og að- staða séu jöfnuð. Þessi munur birtist ekki bara í staðbundnum stjórn- málum heldur einnig í alþjóðastjórn- málum og kristallast í viðhorfum hægrimanna til þróunaraðstoðar, al- þjóðastofnana og mannréttinda. Getur munurinn horfið Það er alþekkt, að þegar stjórn- málaflokkur hefur staðið lengi áhrifalaus eða stendur frammi fyrir því að missa völd, hefur hann upp raust sína um, að mun- urinn á hægri og vinstri sé horfinn. Vinstri flokkum er þetta ekki síður tamt en hægri flokkunum. Breski verka- mannaflokkurinn komst til valda með þessum hætti. Hann tók upp ýmis þau mál sem alfarið höfðu verið álitin mál breska íhaldsflokksins. Sama er breski íhaldsflokk- urinn að gera núna og að því er virðist með góðum árangri. Nú þegar stefnir í að almenningur hér á landi sé að vakna til vitundar um það hyldýpi sem myndast hefur milli hinna efnaminni og efnameiri, freistast frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins til þess að taka upp hin ýmsu velferðarmál og kynna að auki til sögunnar hægrigræna stefnu. Þessa leið fór Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í síðustu sveitarstjórn- arkosningum og tókst bara nokkuð vel ef marka má úrslitin. Þessi áhersluflutningur eyðir hins vegar ekki þeim grundvallarmun sem á hægri og vinstri er. Hægrimenn hafa alltaf og munu alltaf vinna gegn jöfnuði og þeim stjórntækjum og stofnunum sem notuð eru til jöfn- unar, hvort heldur það er skatt- kerfið, almannatryggingar eða líf- eyriskerfið. Á sama hátt munu vinstrimenn alltaf vinna að jöfnuði og styrkingu innviða velferðarsam- félagsins. Það fólk sem stendur á miðju stjórnmálanna og til vinstri má því ekki láta blekkjast núna á kosningavetri og mikilvægt að Sam- fylkingin haldi kúrsinum klárum. Það er verk að vinna Ég tel að Samfylkingunni sé best treystandi til þess að vinna þau í sátt við allt samfélagið. Ég hvet þig ein- dregið til þess að taka þátt í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi þann 4.11. nk og leggja þitt af mörkum til að móta sterkan og frambærilegan framboðslista í kjördæminu. Ég vil taka 2.–3. sætið á þeim lista og óska eftir stuðningi þínum. Vinstri eða hægri, er einhver munur? Magnús M. Norðdahl fjallar um stjórnmál » Það er alþekkt, aðþegar stjórnmála- flokkur hefur staðið lengi áhrifalaus eða stendur frammi fyrir því að missa völd, hefur hann upp raust sína um, að munurinn á hægri og vinstri sé horfinn. Magnús M. Norðdahl Höfundur er lögfræðingur ASÍ og býður sig fram í 2.–3. sæti á fram- boðslista Samfylkingarinnar í SV- kjördæmi. TENGLAR .............................................. www.mn.is UMHVERFISRÁÐHERRA Ástralíu, Ian Campbell, sagði ný- verið í tengslum við hvalveiðar ís- lensku ríkisstjórn- arinnar að: „Ekki sé hægt að taka Ísland alvarlega hvað varðar umhverfismál héðan í frá.“ Mér þykir það mjög skiljanleg um- mæli þar sem rík- isstjórn Íslands er að draga okkur Íslend- inga lengra niður í fen, þar sem um- hverfissjónarmið eru algerlega virt að vettugi. Þar standa hæst virkjanamál og nýlega leyfðar hval- veiðar. Hinsvegar reynir ríkisstjórnin að telja okkur trú um að hún sé umhverf- isvæn og stuðli að sjálfbærni, orða- tiltæki sem hið al- þjóðlega stórfyr- irtæki Alcoa hefur verið þekkt fyrir að nota. Samkvæmt íslenskri orðabók er sjálfbærni: „auðlindanýting sem fullnægir samtímaþörfum án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða til að nýta auðlindirnar.“ Sjálfbærni er yfirleitt notað um hluti sem hafa ekki skaðleg áhrif á umhverfið og geta „borið sig sjálf- ir“ eins og litlar vatnsaflsvirkjanir sem skaða ekki lífríki og eru ætl- aðar til óskaðlegra nytja eða rækt- un grænmetis á lífrænan máta án skaðlegra efna fyrir umhverfið. Framkvæmdir sem ekki skaða möguleika komandi kynslóða til að nýta auðlindirnar einnig. Ríkisstjórnin og Alcoa snúa þessu hinsvegar upp í einhverja afskræmda mynd þar sem orðið virðist þýða einmitt hið öfuga. Einar K. sjávarútvegsráðherra, sem greinilega ætlar sér að koma Íslandi á kortið sem óvinsælustu þjóð Evrópu, segir að hvalveiðar séu sjálfbær auðlinda- nýting. Vissulega er þetta auðlindanýting en að hún sé sjálfbær vil ég ekki samþykkja. Að veiða hvali sem eru í útrýmingarhættu, það er langreyði, get- ur aldrei talist sjálf- bær. Veiðarnar full- nægja heldur ekki þörfum komandi kyn- slóða þar sem Íslend- ingar borða sjálfir mjög lítið magn af hvalkjöti og veiðarnar skaða hvalaskoðun og ferðamannaiðnaðinn. Alveg eins og það að reisa álverksmiðju sem mengar álíka mikið og allur bílafloti Íslands og hefur skað- leg áhrif um allan heim hvað varðar sú- rálsframleiðslu getur heldur ekki talist sjálfbært. Hvað þá að vilja nota allar mögulegar orkuuppsprettur á Íslandi til þess að útvega hræó- dýrt rafmagn fyrir orkufrekan iðn- að. Sjálfbærni er mjög mikilvægt hugtak í heimi sem virðist vera að falla á tíma í umhverfismálum. Þetta er hugtak sem hugsjónafólk notast við til að skapa samfélög sem lifa í sátt við náttúruna. Ríkisstjórn Íslands er ekki þess verð að notast við þetta hugtak! Ísland mun seint verða tekið alvar- lega í umhverfis- málum aftur Einar Rafn Þórhallsson fjallar um hvalveiðar Einar Rafn Þórhallsson » Að veiðahvali sem eru í útrýming- arhættu, það er langreyði, getur aldrei talist sjálfbært. Höfundur er meðeigandi í sam- vinnurekna kaffihúsinu Kaffi Hljóma- lind og Proutisti. mbl.issmáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.