Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp sýninguna Manntafl eftir Stefan Zweig frá fyrra leikári Borgarleikhússins. Sýningin fékk góðar við- tökur og var Þór Tulinius til- nefndur til Grímuverð- launanna fyrir einleikinn. Aðeins eru fjórar sýningar í boði og sú fyrsta verður á morgun, sunnudag. Manntafl er uppgjör manns af gyðingaættum við nasisma Hitlers, sem hafði lagt undir sig hans heimaland. Eini leikari verksins er Þór Tulinius. Leikstjóri Manntafls er Hilmir Snær Guðnason. Endursýning Fjórar aukasýn- ingar á Manntafli Þór Tulinius. MYNDLISTARMAÐURINN Einar Hákonarson opnar sýn- inguna Málverk í Baksal Gall- erís Foldar við Rauðarárstíg í dag klukkan 15. Einar Hákonarson hefur starfað sem listmálari í yfir fjörutíu ár. Hann er fyrrum skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands, for- stöðumaður Kjarvalsstaða og eigandi Listaskálans í Hveragerði. Einar hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasalnum 1967 en sýn- ingin nú er framhald af Tjaldsýningu hans í Hljómskálanum á síðasta ári. Sýningin stendur til 12. nóvember. Málverkasýning Málverk opnað í Gallerí Fold Einar Hákonarson. MENNINGARMIÐSTÖÐIN Skaftfell á Seyðisfirði stendur fyrir uppboði í dag klukkan 17. Þar verða boðin upp verk eftir fjölda listamanna, meðal annarra Björn Roth, Daða Guðbjörnsson, Georg Guðna, Halldór Ásgeirsson, Hallgrím Helgason, Húbert Nóa, Huldu Hákon, Jón Óskar, Sirru Sig- rúnu Sigurðardóttur og Tuma Magnússon. Uppboðið fer fram í Skaftfelli, Austurvegi 42 á Seyðisfirði. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.skaftfell.is. Uppboð Fjölbreyttir list- munir boðnir upp Hallgrímur Helgason. Í TILRAUN til að hvetja nýja áhorfendur til að kynnast evrópskri kvikmyndagerð og til að leggja rækt við þá sem þegar eru trúir henni hafa meðlimir European Film Promotion (EFP) þróað nýtt verk- efni til að hafa evrópskar gæða- myndir til sýnis í fleiri löndum Evrópu en heimalandinu. Vorið 2007, undir titlinum Picture Europe! The Best of European Ci- nema, mun EFP skipuleggja bíóröð sem sýnir það besta í kvikmyndum frá allri Evrópu og mun ganga á milli ákveðna evrópskra borga. Samkvæmt forseta EFP, Claudiu Landsberger, finnst þeim ekki nógu mikið lagt í að sýna myndir í öðrum Evrópulöndum en heimalandinu og er það oft vegna áhugaleysis og fjár- magnsskorts. „Það er óviðunandi að sýningar á meirihlutanum af evr- ópskum kvikmyndum eru takmark- aðar við sinn uppruna,“ er haft eftir Landsberger. Markmiðið með þessu verkefni er að skapa áhuga á evr- ópskum kvikmyndum með von um að laða að nýja áhorfendur. Verkefnið mun ganga þannig fyrir sig að valdar verða nýjar og vinsæl- ar myndir frá hverju Evrópulandi sem er meðlimur í EFP, en þau eru 28 talsins. Af þessum hópi kvik- mynda mun það bíóhús, sem er í samstarfi við verkefnið, velja 10 til 15 myndir sem því finnst viðeigandi fyrir sitt land. Tvær myndir verða sýndar á hverju kvöldi en hver mynd aðeins einu sinni, kvikmyndasýning- arnar munu ganga yfir á einni viku í hverju bíóhúsi. Skilyrði er að mynd- irnar verði sýndar í sinni upp- runalegu útgáfu en textaðar á því tungumáli sem talað er í því landi sem sýning er í á hverjum tíma. Morgunblaðið/Golli Kvikmynd A Little Trip to Heaven þykir góð mynd. Kynna evrópskar kvikmyndir Vilja skapa áhuga á gæðamyndum LISTAHÁTÍÐIN Sequences hefur nú staðið yfir undanfarna daga. Í dag er svo komið að lokahófi hátíðarinnar. Gjörningaklúbburinn hefur dag- skrána í Þjóðminjasafninu en klukk- an 17 er ferðinni svo heitið í Tjarn- arbíó. Þar mun listamaðurinn Sigurður Guðjónsson sýna ný mynd- bandsverk og leikur hljómsveitin Stilluppsteypa undir. Um kvöldið klukkan 20 sýnir hóp- ur listamanna svo gjörninga og myndbandsverk, meðal annarra þau Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Darri Lor- anzen, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Berglind Ágústsdóttir og Daníel Björnsson. Einnig má minna á að nú um helgina eru síðustu sýningarhelgar verka tengdra hátíðinni í Ný- listasafninu, Þjóðmenningarhúsinu, Ráðhúsinu og Gallery Boreas í Libo- rius. Lokahóf Sequences Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Á AÐALFUNDI Leikfélags Reykjavíkur á mánudagskvöld kom fram að rekstur félagsins á síðasta ári skilaði hagnaði. Þetta er fjórða árið í röð sem rekstur félagsins er jákvæður, og því eru þetta talsverð umskipti frá því sem var árin þar á undan. Fjárhagsstaða Leikfélagsins er því mjög góð. Þorsteinn S. Ás- mundsson framkvæmdastjóri segir að þetta séu góð tíðindi þar sem sjaldnast sé gert ráð fyrir því að list- rekstur af þessu tagi skili arði. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist að taka mjög hraustlega á málum, taka til og sníða stakk eftir vexti með þeim fjármunum sem við höfum úr að spila. Við höfum teflt djarft, því við höfum lítið varaafl. Við höfum fullnýtt okkar mannauð, tæki og hús.“ Leikfélagið nýtur fasts fjár- framlags borgarinnar til reksturs Borgarleikhússins, sem á þessu ári eru 260 milljónir króna. Rekstr- arkostnaðurinn á síðasta ári nam hins vegar um 530 milljónum króna. Sjálfsaflafé leikhússins er því rúm- lega 50% af kostnaðinum. „Við höf- um hvergi í heiminum séð slíkan ár- angur, hjá sambærilegri listastofnun,“ segir Þorsteinn. Smám saman hefur Leikfélaginu því tekist að bæta eiginfjárstöðu sína. Guðjón Pedersen leikhússtjóri áréttar að hvergi finnist heldur dæmi um að jafn fámennur starfs- hópur listamanna, tæknimanna og annarra starfsmanna nái þessum ár- angri. „Það er alveg sama hvar ég ber niður með mínum kollegum, sams konar hús eru alls staðar rekin með helmingi fleiri starfsmönnum.“ Guðjón segir að góðan árangur megi því fyrst og fremst þakka frá- bæru starfsfólki sem leggi mjög mikið á sig. „En það má heldur ekki gleyma því að okkar leikhúsgestir eru frábærir. Á síðasta leikári komu næstum 155 þúsund manns í leik- húsið. Það er rúmlega helmingur þjóðarinnar. Og bara nú í september komu 18 þúsund manns í húsið.“ Þorsteinn bætir því við að í Borg- arleikhúsinu sé einnig besta leiksvið landsins, eftirsótt til ýmissa annarra nota, og það skapi líka tekjur. Fagstjórnendur teknir við Eins og margir muna átti Leik- félag Reykjavíkur í miklum rekstr- ar- og skipulagsvanda fyrir 5 til 10 árum. Liður í þeirri tiltekt, sem Þor- steinn nefndi, var að samþykktum félagsins var breytt, það opnað og fagstjórnendur tóku við rekstrinum. „Áður voru það starfsmenn leik- hússins sem stjórnuðu leikhúsinu en nú eru það fagstjórnendur. Sú breyting hefur t.d. gert samskipti okkar við atvinnu- og menningarlífið miklu betri og þægilegri.“ Samningur Leikfélagsins og borg- arinnar um að tveir sjálfstæðir leik- hópar sýni í Borgarleikhúsinu á ári sem gestir, og njóti þeirrar aðstöðu og fagmennsku sem fyrir er í húsinu, hefur líka reynst vel og skapað meiri fjölbreytni í sýningum. Fleiri gest- um er þó einnig boðið að sýna í hús- inu en um þær sýningar er samið sérstaklega hverju sinni. Í Borg- arleikhúsinu er aðstaða, tækni og fagþekking fyrir hendi og því skapa samningarnir reynslu á báða bóga þótt fyrirkomulagið geti verið með mjög ólíku sniði milli hópa. Að mati Þorsteins verður ekki haldið áfram að reka Leikfélagið og þar með Borgarleikhúsið á jafn naumum grunni og nú er gert. Fé- lagið þarfnist meira fjármagns. „Við þurfum sanngjarna leiðréttingu. Nú höfum við sýnt að við kunnum með fjármagnið að fara – við erum að gera mjög góða hluti úr ótrúlega litlu. Leikfélaginu er treyst til að reka þetta mikla mannvirki. Við telj- um okkur gera það vel, og í frábærri samvinnu við borgaryfirvöld.“ Guðjón segir að þótt leikárið í hittifyrra hafi skapað meiri arð en síðasta leikár hafi heildartekjur aldrei orðið hærri en á síðasta ári og hafi reyndar aldrei áður farið yfir 500 milljónir. Tekjurnar hafi aukist um 85 milljónir milli ára. Þótt Þorsteinn og Guðjón bendi á frábært starfsfólk og áhugasama leikhúsgesti hljóta listrænar ákvarð- anir stjórnenda líka að hafa haft áhrif á hvernig til hefur tekist í rekstrinum. Spurningin er hvernig þeim hefur gengið að laga listræna ákvarðanatöku að þeim markmiðum sem lagt var af stað með til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Guðjón segir að sú mynd hafi ekkert brengl- ast frá því sem áður var. „Það sem við höfum sett skýrar fram en áður er að skapa hverju sviði sinn karakt- er. Við tökum til dæmis minni áhættu í sýningum á Stóra sviðinu. Við höfum önnur tvö svið til að gera það. En fyrst og fremst er það sam- staðan innan leikhópsins og kraft- urinn í starfseminni almennt sem hefur gert okkur mögulegt að búa til betri leiklist.“ Þorsteinn segir að áhorfendatölurnar sýni, að Borg- arleikhúsið sé leikhús fólksins og að kapp sé lagt á að hafa verkefnavalið sem fjölbreyttast. Byrinn sem Leikfélag Reykjavík- ur nýtur nú skapar því ýmiss konar tækifæri. Guðjón segir að tengsl við umheiminn séu þar ofarlega á blaði. Hann nefnir heimsókn dansflokks Pinu Bausch í Borgarleikhúsið fyrir skömmu. „Þetta eflir okkur í þeirri viðleitni að fá hingað enn fleiri gæðalistamenn utan úr heimi og er- um í viðræðum við fólk um að koma hingað eftir áramót og á næsta ári. Með jákvæðum rekstri eigum við fjárhagslega möguleika á því að bjóða hingað frábæru leikhúsfólki og það kunna gestir okkar vel að meta.“ Sókn út fyrir landsteinana Útrás er annað atriði sem Þor- steinn nefnir og getur skapað leik- húsinu eftirtekt, viðurkenningu og tekjur. Uppfærsla í samstarfi Vest- urports og Borgarleikhússins á Woyzeck í fyrra var frumsýnd í Bar- bican-listamiðstöðinni í Lundúnum og sýnd tíu sinnum ytra áður en hún var sýnd hér heima við mjög góða aðsókn. „Það var gríðarmikil við- urkenning fyrir okkur og sýninguna að henni skyldi svo vera boðið aftur til Barbican, og nú í sumar voru tíu viðbótarsýningar ytra fyrir troðfullu húsi. Nú er svo komið að seinni part- inn í nóvember fer sýningin til Lud- wigshafen í Þýskalandi, í janúar fer hún til Madríd og í apríl til Amst- erdam. Þannig erum við líka farin að flytja út leiklist. Við greiðum ekki með þessum sýningum. Þetta skap- ar okkur reynslu og skilar okkur tekjuafgangi.“ Þeir Guðjón og Þor- steinn lofa framhaldi á útrásinni. Leikárið, sem nú er nýhafið, hófst af krafti. Kortasala í haust var þref- öld miðað við síðasta leikár. Að lokum nefnir Þorsteinn að stefnumótunarvinna starfsfólks og stjórnenda, sem hófst í fyrra, hafi skilað mjög skýrum framtíðarmark- miðum. „Við höfum einsett okkur að vera einn mikilvægasti þáttur í menningarlífi landsins og í far- arbroddi leikhúsa hérlendis. Þetta er ásetningur okkar og markmið og leiðarljós við daglegan rekstur og mótun framtíðar. Því munu ferskir vindar og sterkir menningarlegir straumar leika um Borgarleikhúsið næstu misserin. Þú sérð á þessu að við erum í bullandi stuði.“ Leikfélag Reykjavíkur skilar rekstrarhagnaði fjórða árið í röð Við erum í bullandi stuði! Morgunblaðið/Ómar Amadeus Wolfgang og Konstanza leika sér í sýningu LR. Leikárið sem nú er nýhafið hófst af krafti. Kortasala í haust var þreföld miðað við síðasta leikár. »Leikfélag Reykjavíkur ereitt elsta menningarfélag landsins, stofnað 11.01. 1897. »LR rekur Borgarleikhúsið,með 260 milljóna styrk. »Rekstrarkostnaður nam530 milljónum á síðasta ári. Sjálfsaflafé er því ríflega 50%. »Tekjur félagsins hafa aldreiverið meiri, og taprekstri hefur verið snúið í hagnað. Í HNOTSKURN Gott starfsfólk og gestir lykilatriði Þorsteinn S. Ásmundsson Guðjón Pedersen ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.