Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn Magn-ússon fæddist á Eyrarbakka 3. júní 1947. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 19. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Valgerður Sveinsdóttir, f. 18. apríl 1921, d. 4. októ- ber 2005, húsfreyja á Eyrarbakka, frá Grjótá í Fljótshlíð, og Magnús Krist- jánsson, f. 22. febr- úar 1918, d. 3. ágúst 1948, bifreiðastjóri, frá Merkisteini á Eyrarbakka. Seinni maður Val- gerðar var Hannes Þorbergsson, f. 5. nóvember 1919, d. 15. október 2003, bifreiðastjóri á Eyrarbakka. Systkini Sveins eru: Svanhildur, f. 25. júlí 1943, húsmóðir á Eyr- arbakka; Magnús Karel, f. 10. apríl Kjartan Ingi, f. 13. maí 1975, sjó- maður á Eyrarbakka, maki Krist- ina Sveinsson. Börn þeirra: a) Sindri Ívan, f. 2001, b) Ingunn, f. 2003. 3) Sverrir, f. 6. apríl 1979, smiður á Stokkseyri, sambýliskona Lena Dögg Vilhjálmsdóttir. Börn þeirra: a) Aron Ingi, f. 1999, b) Skúli Dan, f. 2002, c) Selma Dögg, f. 2005. 4) Magnús Þórir, f. 3. nóv- ember 1987, sjómaður á Eyr- arbakka, unnusta Þórunn Lilja Hilmarsdóttir. Sveinn lauk skipstjórnarnámi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1987. Hann var sjómaður mestan hluta starfsævi sinnar, lengst af á bátum frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn, en einnig annars staðar á landinu og um tíma í Fær- eyjum. Hann sinnti öðrum störfum inn á milli, svo sem vinnuvélastjórn og vörubílaakstri. Seinustu árin var hann skipstjóri á Skálafelli og Arnarbergi frá Þorlákshöfn. Útför Sveins verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1952, sviðsstjóri á Eyrarbakka; og Sig- ríður Ingibjörg, f. 10. júlí 1960, húsmóðir í Kópavogi. Sveinn kvæntist 14. nóvember 1971 Rann- veigu Sverrisdóttur, f. 25. apríl 1948, starfsmanni Barna- skólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. For- eldrar hennar eru Sverrir Bjarnfinns- son, skipstjóri á Eyr- arbakka, og Guðlaug Böðvarsdóttir, húsmóðir á Eyr- arbakka. Synir Sveins og Rann- veigar eru: 1) Valgeir, f. 17. októ- ber 1971, sjómaður á Eyrarbakka, maki Guðlaug Anny Guðlaugs- dóttir. Synir þeirra: a) Rúnar Sveinn, f. 1990, b) Kristján Ingi, f. 1993, c) Alex Snær, f. 2004. 2) Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Með þessum ljóðlínum kveðjum við okkar kæra bróður. Þín verður sárt saknað. Þínar systur, Svana og Sigríður. Þá er fallinn frá, langt um aldur fram, vinur minn og góðkunningi Sveinn Magnússon skipstjóri, eða Denni eins og hann var alltaf kall- aður. Kynni okkar Denna hófust fyrir alvöru árið 2001 þegar ég fór að búa með mágkonu hans, henni Hrönn Sverrisdóttur. Ættin er stór og fjölmenn og því oft ástæða til þess að koma saman af ýmsum til- efnum. Rannveig og Denni létu sig yfirleitt ekki vanta á slíkar samkom- ur og var hann ávallt hrókur alls fagnaðar. Hann var fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum og skaut þá oft inn meinlegum athuga- semdum án þess þó að særa nokk- urn mann. Denni var einn af þeim mönnum sem virkilega kunna að skemmta sér og sínum í góðra vina hópi. Hann naut þess mjög að fara til sólarlanda og liggja í sólinni og slappa vel af. Ég held að það hafi aldrei orðið of heitt fyrir Denna. Þegar öðrum fannst nóg um þá brosti hann bara og sagði að nú væri það gott. Eftir góðan dag á strönd- inni naut hann þess svo að fara út að borða og prófa nýja og nýja mat- sölustaði. Hann kunni sig vel við þessar aðstæður og fékk að njóta þess með góðri þjónustu starfsfólks. Eftir síðustu Spánarferð sína, sem við Hrönn vorum svo heppin að fá að taka þátt í, fór Denni að leggja drög að því að fá sér íbúð á Spáni svo þau Rannveig gætu dvalið þar meira þegar aldurinn færðist yfir. Því mið- ur gat ekki af þessu orðið þar sem hann greindist með illkynja mein, sem á ótrúlega stuttum tíma hafði hann undir í baráttunni. Síðustu vik- urnar var hann ýmist á Landspít- alanum eða Sjúkrahúsi Suðurlands. Í þeirri baráttu var aðdáunarvert að sjá hversu styrk Rannveig stóð við hlið hans á hverju sem gekk. Að lokum vottum við Hrönn Rannveigu, sonum þeirra, tengda- dætrum, barnabörnum og öðrum að- standendum innilega samúð og von- um að minningin um góðan mann ylji þeim um ókomna tíð. Við þökk- um Denna samfylgdina og gleðj- umst yfir því að þrautunum skuli lokið. Erling Gunnlaugsson. Það hvarflaði ekki að mér fyrir rúmu ári þegar Valgerður Sveins- dóttir féll frá að sonur hennar, Sveinn Magnússon (Denni), yrði næstur. En örlögin gera ekki boð á undan sér. Vinskapur okkar Denna varð sterkari þegar ég, ásamt félögum, byggði einbýlishús á Eyrarbakka árið 2002. Efasemdaraddir heyrðust en Denni stappaði í okkur stálinu og sagðist skyldu kaupa húsið þrátt fyrir að hann ætti fallegt heimili annars staðar í plássinu. Þetta finnst mér lýsa manngerð Denna vel. Gaman var að koma til hans og Rannveigar og spjalla um heima og geima. Denni hafði frá mörgu skemmtilegu að segja úr sínu lífs- hlaupi og þá ekki síst varðandi sjó- mannslífið hér heima og erlendis. Þau hjónin voru dugleg að ferðast til Spánar. Hitinn og sólin áttu vel við Denna og þar undi hann hag sín- um vel. Stærsti draumur Denna til margra ára var að eignast hús á Spáni og loks í byrjun þessa árs hillti undir að draumurinn myndi rætast. En þá kom stóra höggið, meinsemd var búin að heltaka Denna. Hann barðist hetjulega gegn henni fram á síðasta dag. Ég trúi því að Denni sé lagður af stað í ferð þangað sem ávallt er sól og hiti. Kæra Rannveig og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Gunnar Erlingsson og fjölskylda. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá? Eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá. Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. (Jónas Hallgr.) Á saknaðar- og sorgarstund, þeg- ar vinir kveðja hinsta sinni er oft eins og tíminn standi kyrr, jafnvel að tilfinningin sé ekki ólík því að stríðan storm hafi lægt eða eftir að þungur brotsjór hefur fallið með öll- um sínum þunga langt inn á sand og allt umhverfið eins og stendur á öndinni meðan aldan leggst aftur á skerin. Straumur minninga fangar hugann við liðin atvik og samfundi nú við kæran samferðamann og vin, Svein Magnússon, Denna eins og hann var ævinlega kallaður og sem hér er kvaddur, langt um aldur fram. Með örfáum fátæklegum lín- um langar mig að minnast hans og leggja út af ljóðlínum Jónasar hér að ofan, þær finnst mér ríma við svo margt í fari hans og lífsviðhorfi á göngu hans á þessari jörð. Það er mikið happ og mikil gæfa hverjum manni að kynnast á lífsleið- inni góðu og heiðarlegu fólki. Við Denni kynntumst fyrst þegar ég var til sjós á Bakkanum upp úr 1960, hann unglingur, ég kominn yfir tví- tugt. Okkur varð strax vel til vina og hefur svo haldist ævina út. Hann hafði snemma áhuga á öllu sem laut að fiskveiðum og sjómennskan varð hans ævistarf. Öll verk fóru honum vel úr hendi og átti hann því láni að fagna að missa aldrei mann eða skip á sínum skipstjórnarferli. Denni var hógvær maður með afbrigðum og orðvar í öllu tali, en þó glettinn og gamansamur og hafði gaman af að ræða málin og sá þá oft spaugilegu hliðarnar á hlutunum, en gerði jafn- an gott úr. Tryggð og heiðarleiki voru honum meðfæddir og eðlislæg- ir mannkostir, lofaði hann einhverju var við það staðið, það brást ekki. Alla tíð vissum við hvor af öðrum og Sveinn Magnússon ✝ Sigrún Bjarna-dóttir fæddist í Landsveit 15. júní 1944. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jóhannsson, bóndi á Árbakka, f. 16. sept- ember 1908, d. 2. febrúar 2002, og El- ínborg Sigurð- ardóttir bóndi, f. 20. maí 1909, d. 19. des- ember 2003. Systkini Sigrúnar eru Guðríður, f. 4. mars 1934, Jóhanna Helga, f. 23. maí 1939, d. 25. febr- úar 1941, Jóhann, f. 18. apríl 1942, og Pálmi, f. 26. nóvember 1949. Hinn 1. júní 1968 giftist Sigrún Val Haraldssyni deildarstjóra frá Efri-Rauðalæk í Holtum, f. 30. september 1943. Foreldrar hans voru hjónin Haraldur Halldórsson bóndi, f. 13. október 1897, d. 21. mars 1978, og Ólafía Hrefna Sig- urþórsdóttir bóndi, f. 11. desember 1907, d. 12. janúar 1988. Börn Sig- rúnar og Vals eru: 1) Þorsteinn september 1967. Þeirra börn eru Sigrún Inga, f. 13. ágúst 1991, Hugrún Lilja, f. 30. desember 1995, og Guðjón Valur, f. 12. nóv- ember 2001. Sigrún ólst upp á Árbakka. Hún gekk í barnaskóla á Skammbeins- stöðum í Holtum en fór síðan í Kvennaskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1961. Hún fluttist að Hellu í mars 1969 og starfaði við sauma. Hún starfaði sem kenn- ari við Grunnskólann á Hellu 1976–2001 og kenndi þar hand- mennt en auk þess tónmennt síð- ustu 15 árin. Sigrún vann einnig á bókasafni skólans með kennslunni í nokkur ár. Hún hóf réttindanám í fjarnámi við Kennaraháskóla Ís- lands 1988 og lauk því vorið 1992 og kenndi allan tímann með nám- inu. Eftir áralangan feril sem tónlistarmaður ákvað Sigrún að læra nótur og fór því í klarínett- unám og lærði síðan á harmoniku. Sigrún var formaður Ung- mennafélagsins Merkihvols 1965, í stjórn Héraðsvöku Rangæinga 1982–1983, formaður Harmoniku- félags Rangæinga 1988–1997 og formaður Landsambands harm- onikuunnenda 1996–1999. Útför Sigrúnar verður gerð frá Árbæjarkirkju í Holtum í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Valsson, vélvirki, f. 2. febrúar 1966, sam- býliskona Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. ágúst 1967. Börn þeirra eru Victor Bjarmi, f. 25. ágúst 1990, og Harpa Sif, f. 1. febrúar 1994. Fyrri sambýliskona Þor- steins er Alda Agnes Sveinsdóttir, f. 3. maí 1961. Þeirra dóttir er Agnes, f. 3. febrúar 1985. Hennar sam- býlismaður er Böðvar Stefánsson, f. 3. júní 1981 og er dóttir þeirra Embla María, f. 29. desember 2005. 2) Elínborg Vals- dóttir, grunnskólakennari, f. 14. febrúar 1968, gift Aðalsteini Há- konarsyni, f. 30. janúar 1965. Fyrr- verandi sambýlismaður Elínborgar er Hermann Jón Einarsson, f. 28. febrúar 1961, og eiga þau þrjú börn, Valdísi, f. 1. júlí 1989, Einar Bjarna f. 1. desember 1995, og Jó- hann, f. 5. nóvember 1997. 3) Ólafur Valsson, kerfisfræðingur, f. 10. október 1969. Hans kona er Sigríð- ur Kristín Sigurðardóttir, f. 28. Ástkær móðir mín er látin. Þetta er erfitt að meðtaka þó svo hún hafi átt við veikindi að stríða undanfarin ár. Hún bar sig alltaf vel og tók mótlæt- inu sem verkefni sem þurfti að klára enda alltaf harðdugleg og fylgin sér í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún lifði lífinu lifandi og gerði allt af mikl- um áhuga. Mamma vann við sauma þegar við systkinin vorum lítil og virtist nota sína gríðarlegu listrænu hæfileika í það eins og annað sem hún gerði. Það var sama hvaða flík fólk langaði í, mamma spurði bara hvernig flík og hvenær viltu fá hana. Ef það var ekki til snið, þá bjó mamma það til og hannaði föt eftir óskum hvers og eins. Ég held samt að það hljóti stundum að hafa verið erfitt að vinna svona heima með þrjú lítil börn í kringum sig. Nú síðustu ár fannst mömmu verst að hafa ekki heilsu til að sauma á barnabörnin eins og hana langaði til en þau voru hennar líf og yndi. Flest- ar afmælis- og jólagjafir til barna- barnanna voru hannaðar af mömmu og hún eyddi löngum stundum í að út- færa t.d. peysur, rúmteppi, buxur, boli, kjóla, húfur og vettlinga. Mamma hafði mikinn áhuga á öllum hannyrðum og lagði sig fram um að kynnast eins fjölbreyttum starfsað- ferðum við þær eins og hún framast gat, ekki síst á meðan hún starfaði við hannyrðakennsluna í Grunnskólan- um á Hellu. Hennar listræna hlið var samt víðtækari og náði út fyrir hann- yrðir. Hún málaði mikið og þá á allt sem hendi var næst, steina, trékubba, gler, léreft o.fl. Steinarnir hennar eru, eins og allt annað, algjör listaverk. Hún málaði m.a. maríuhænur, sveppi, rósir, froska, skordýr og hús á stein- ana sem hún svo dreifði út um garð- inn hjá sér með dyggri aðstoð barna- barnanna. Núna síðasta árið hellti hún sér út í að mála málverk á léreft og hún hefði örugglega fundið þessari listrænu hlið á sér nýjan farveg hefði hún haft lengri tíma til þess. Tónlistin skipaði stóran sess í lífi mömmu. Hún byrjaði að spila á hljóð- færi um leið og hún komst í tæri við það fyrsta. Hún var þá kornung en þá varð ekki aftur snúið. Hún og tónlistin áttu svo samleið í gegnum lífið. Hún spilaði eftir eyranu lengi vel á mörg hljóðfæri, en ákvað þegar hún var komin á miðjan aldur að það væri gott að kunna nótur. Þá lærði hún fyrst á klarínett en síðan á harmoniku. Harmonikan skipaði alltaf stóran sess hjá mömmu og var hennar helsta áhugamál til margra ára. Hún var í harmonikufélagi, harmonikuhljóm- sveit og var gjarnan upptekin við að spila á böllum um helgar. Heilsan tak- markaði að einhverju leyti þetta áhugamál hennar hin síðari ár en hún fór samt á mörg harmonikumót á sumrin, þar á meðal nú í sumar, og þá hjálpaði til að mamma og pabbi hafa lengi átt húsbíl. Reyndar hafði mamma mjög gaman af að ferðast. Hún fór um allt landið með pabba, þau klifu saman fjöll og klifu m.a. Hvannadalshnúk. Fjallgöngurnar voru eitthvað sem mamma byrjaði á eftir að hún veiktist af berklum og komst til heilsu aftur. Hún þurfti nefnilega að byggja sig upp og þá var það gert af þessum krafti. Þetta lýsir mömmu best, óendanleg lífsgleði og kraftur. Elínborg Valsdóttir. Nú blundar fold í blíðri ró, á brott er dagsins stríð, og líður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð. (J. Helgason) Elskuleg systir mín Sigrún Bjarna- dóttir er látin langt um aldur fram. Minningarnar streyma um hugann þegar ég hugsa um liðna tíð. Lítil stúlka með hrokkna lokka, létt og kvik, leikur sér í hlaðvarpanum heima. Hún fæddist á fögrum sólbjörtum degi þegar leið að því að fagna skyldi lýðveldinu 1944. Hún átti létta lund og henni fylgdi vorblær, stundaði hefðbundið skólanám og fór síðan í Kvennaskólann í Reykjavík. Þar var hún hjá móðursystur okkar og frænda á Brekkustíg 8 sem ein af þeirri góðu fjölskyldu. Síðar lauk hún réttindanámi kennara og útskrifuðust þær saman mæðgurnar Elínborg og Sigrún. Sigrún var gæfumanneskja í sínu einkalífi, átti frábæran eiginmann, yndisleg börn, tengdabörn, barna- börn og litla langömmustelpu. En lífið var ekki alltaf dans á rós- um. Hún tókst á við erfið veikindi í mörg ár af mikilli hetjulund. Áhugamálin voru mörg, meðal ann- ars spilaði hún á harmoniku, samdi lög og texta, málaði myndir, saumaði og prjónaði. Síðastliðið sumar ferðuð- ust þau hjónin um landið, m.a. til Eg- ilsstaða að heimsækja Elínborgu dóttur sína. Sigrún starfaði með Harmoniku- félagi Rangæinga frá stofnun þess, var formaður í nokkur ár og í forystu- sveit félagsins alla tíð og formaður Landssambandsins í þrjú ár, svo og starfaði hún í Kvenfélagi Oddakirkju og Ungmennafélaginu Merkihvoli á sínum unglingsárum. Fyrir hönd okkar systkina vil ég þakka ástkærri systur samfylgdina og bið góðan guð að styrkja eigin- mann og börnin öll. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Guð blessi þig, elsku systir. Guðríður Bjarnadóttir. Nú hefur Sigrún kvatt þessa jarð- vist og alltof snemma. Þrátt fyrir að ljóst væri að það kæmi að þessu er maður alltaf óviðbúinn. Það er svo stutt síðan þau Valur sátu hjá mér eitt kvöldið og hún hress og kát. En það er ekki spurt að leikslokum. Sigrún var ótrúleg kona. Ekkert vafðist fyrir henni hvað sem hún gerði. Dreif sig í skóla á fullorðinsaldri til að fá kennsluréttindi og fór létt með. Listræn á alla vegu hvort sem var að spila eða semja tónlist, yrkja, mála, föndra. Og flinkari klæðskera veit ég ekki um. Í orðsins fyllstu merkingu lék allt í höndunum á henni. En nú er komið að leiðarlokum. Sumarið er liðið en það er gott að vita að þau Valur áttu gott sumarfrí og gátu ferðast um landið og notið þess. Mikið hvað heimsóknin þeirra til mín í Hrísey í sumar gladdi mig. Ég kveð nú elskulegu Sigrúnu mína með þakk- Sigrún Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.