Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 53

Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 53 hann að fara í sína árlegu golfferð til Ameríku með henni Dóru sinni og vinafólki. En svo komu fréttirnar um að Gulli hefði látið lífið í umferðar- slysi. Við Gulli erum bæði nágrannar og samstarfsmenn hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum síðan hún var stofn- uð í nóvember 1981. En árið 1988 gerðist ég sameignarmaður hans í fyrirtækinu ásamt fleiri góðum mönn- um. En það er alveg á hreinu að vinnustaðurinn verður aldrei sá sami án þín. Því í dag sé ég hvað ein mann- eskja getur skipt vinnustað miklu máli. Ekki vorum við Gulli alltaf sam- mála, það kom fyrir að ég skellti hurð- um þegar mér fannst hann ósann- gjarn, en við létum ekki svoleiðis smámuni spilla vináttu okkar, jú, við stefndum að sama takmarkinu, að láta fyrirtæki okkar ganga sem best, sem voru reyndar ekki aðeins í Eyjum heldur líka á Selfossi og Hvolsvelli. Hugur Gulla til vinnustaðar síns var bæði heill og hollur. Ekki var Gulli skaplaus maður, hann lét ekki vaða yfir sig en hann var heldur ekki ósanngjarn. Hann hafði skoðanir og þær voru réttar. Allavega var maður ekkert mikið að reyna að breyta þeim. Gulli var félagslyndur, var m.a. fé- lagi í Kiwanis- og Golfklúbbi Vest- mannaeyja. En fyrst og síðast var Gulli mikill fjölskyldumaður, vildi að fjölskyldu sinni liði vel og einhvern veginn held ég að fjölskyldan hafi litið á hann sem sinn foringja. En lífið lék ekki alltaf við Gulla og hans fjölskyldu, því þau misstu unga dóttur sína í bílslysi. Nú þegar ljóst er að leiðir okkar skilja í bili er maður ekki sáttur, því hvenær er nokkur viðbúinn þeirri stund þá er vinur er kallaður burt, ég tala nú ekki um svona snöggt, því er það svo sárt, því er það svo þungt. Þú ert kallaður burt án fyrirvara, án orða, án þess að nokkurn hafi órað fyrir að nú væri stundin komin. Ég og fjölskylda mín viljum senda Dóru og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðj- ur okkar, ég veit að foringjans er sárt saknað. Farðu í friði, kæri vinur. Þinn samstarfsfélagi til margra ára, Stefán Örn Jónsson. Það var í hádeginu 16. október sl. að ég fékk þá hræðilegu frétt að hann Gulli Axels væri dáinn. Við slíka frétt leitar hugurinn til baka og samskipti okkar Gulla í gegnum árin rifjast upp. Ég kynntist Gulla þegar ég hóf nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Völ- undi vorið 1971. Gulli var þá forstjóri Völundar og einn af eigendum ásamt þeim Tryggva Jóns, Friðþóri, Tryggva Jónasar og Ella. Það hófst ótrúlega fljótt vinskapur milli mín og Gulla, þ.e. forstjórans og peyjans frammi á gólfi. Í gosinu 1973 hóf Vélsmiðjan Völ- undur rekstur í Kópavogi þar sem verkfæri höfðu verið flutt úr Eyjum og menn tilbúnir að taka slaginn á höfuðborgarsvæðinu, eða þar til að flutt yrði heim aftur. Vann ég þar fram á haust eða þar til ég fluttist aft- ur heim til Eyja. Þegar foreldrar mín- ir fluttu heim aftur í byrjun septem- ber stóð þannig á hjá mér í vinnunni að ég gat ekki flutt með. Varð ég þá að redda mér gistingu. Gulli sagði það ekkert mál, ég yrði bara hjá honum og Dóru. Gisti ég hjá fjölskyldunni í einn mánuð og kynntist ég þá nýrri hlið á Gulla sem heimilisföður og var hún ekki síðri en forstjórans. Það var mjög ljúft að gista hjá þeim og vildu þau allt fyrir mig tvítugan peyjann gera. Árið 1976 fórum við Gulli saman í „útgerð“ ásamt þeim Tryggva Jónas- ar og Hrafni Steindórs vinnufélögum okkar. Festum við kaup á nýrri þriggja tonna trillu og fóru páskarnir það ár í að standsetja trilluna, setja niður vél, smíða stýrishús o.fl. Trillan var skírð Fjarki VE 444 og fórum við félagarnir ófáa túrana á skak eða skytterí. Þegar ég byrjaði að byggja húsið mitt 1978 var gott að eiga Gulla í for- stjórastólnum í Völundi því oft stóð illa á og þörf fyrir pening þegar staðið er í húsbyggingu. Ósjaldan fékk mað- ur fyrirfram eða jafnvel smá lán til lengri tíma. Já, hann Gulli reyndist mér mjög vel á þessum árum. Árið 1981 sameinuðust Völundur og Vélsmiðjan Magni og úr varð Skipalyftan. Vann ég þar með Gulla sem forstjóra til ársins 1990, en þá stofnaði ég lítið verkstæði sjálfur, eitt- hvað varð það að heita og leitaði ég því til Gulla og hinna fyrrverandi eigenda Vélsmiðjunnar Völundar og spurði hvort þeim væri ekki sama þótt verk- stæðið mitt héti Vélsmiðjan Völund- ur, jafnvel þótt ég væri í smá sam- keppni við þá í Lyftunni. Samþykktu þeir það strax. Gulli sagði þá nokkuð við mig sem mér þótti afar vænt um: „Ef þetta nafn á einhvers staðar heima þá er það hjá þér, Halli minn.“ Kynni mín af Gulla síðastliðin 35 ár hafa einungis verið ánægjuleg enda ekki annað hægt þegar slíkur maður eins og Gulli átti í hlut. Elsku Fríða Dóra, Bóbó, Jóhanna, Halldór og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Far í friði, vinur. Hallgrímur Tryggvason. Kveðja frá Golfklúbbi Vestmannaeyja (GV) Í dag kveðjum við okkar góða fé- laga til margra ára, Gunnlaug Axels- son, Gulla Axels. Segja má að saga Gulla og GV sé um margt samofin. Gulli fæddist árið 1940 og GV var stofnað árið 1938 og einn af stofnend- um var faðir Gulla, Axel Halldórsson. Gulli var snemma byrjaður að fylgjast með golfinu og spila sjálfur og hefur gert alveg til dagsins í dag. Í dag eru barnabörnin byrjuð í golfinu og fylgd- ist afinn vel með þeim og studdi í æf- ingum og leik. Gulli fylgdist vel með og tók virkan þátt í starfi GV, var góður kylfingur og fáir voru betur að sér um reglur og siði golfsins. Gulli var í öldungaliði GV hin seinni ár, mikilvægur hlekkur í lið- inu sem vann fimm Íslandsmeistara- titla. Gulli gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir klúbbinn í gegnum árin. Hann var formaður GV árin 1972- 1973 og árið 1977 og tók m.a. þátt í uppbyggingu og hreinsun vallarins í Herjólfsdal eftir gos. Hin síðustu ár var Gulli í mótsnefnd fyrir hið vinsæla Volcano Open golfmót og átti sinn þátt í því að gera það að því stórmóti sem það er orðið í dag. Gulli var veislustjóri og sá um verðlaunaaf- hendingu í mótinu og gerði það með miklum sóma enda glæsileg fyrir- mynd, myndarlegur á velli, kominn í blazerinn og stjórnaði dagskránni. Nýlega kláraði Gulli að setja upp nýja heimasíðu fyrir klúbbinn og skilaði þeirri vinnu vel frá sér. Undanfarin ár höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa haft lífsförunaut Gulla, hana Fríðu Dóru, til að sjá um veitingasöluna í golfskál- anum. Oft kom Gulli í heimsókn í golf- skálann að hitta sína heittelskuðu og spjalla við félagana um golfið og ann- að sem var að gerast í þjóðfélaginu. Undirritaður fékk þar oft góð ráð og ábendingar um það sem vel væri gert og það sem betur mætti fara. Gulli og Fríða Dóra fóru árlega í golfferðir til útlanda og höfðu góð sambönd víða og var gott að leita til Gulla um að taka á móti gestum á vegum klúbbsins. Mikill er missir okkar félaga í GV en mestur er missirinn hjá fjölskyldu Gulla og ástvinum. Um leið og við kveðjum okkar góða félaga og þökk- um fyrir allt, sendum við Fríðu, börn- unum og öðrum ástvinum samúðar- kveðjur. Minningin um frábæran félaga lifir. F.h. Golfklúbbs Vestmannaeyja, Helgi Bragason, formaður. Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli Enn á ný þurfum við Kiwanismenn í Vestmannaeyjum að sjá á bak góð- um félaga, því að einn af okkar traust- ustu mönnum, Gunnlaugur Axelsson, félagi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, lést af slysförum að morgni 16. októ- ber sl. Gulli gekk ungur til liðs við Kiwanishreyfinguna, en hann var einn þeirra er tóku þátt í að klúbbur var stofnaður í Eyjum 1967 og starf- aði óslitið fyrir hann alla tíð síðan. Hann átti eðlilega stóran þátt í að móta og byggja upp starf Kiwanis- klúbbsins Helgafells, ásamt því að taka virkan þátt í þeim fjölmörgu verkefnum sem Kiwanismenn í Eyj- um hafa unnið að síðustu 40 árin. Gulli gegndi á sínum ferli flestum embættum innan klúbbsins og var sá eini er sat tvö ár sem forseti, það er 1972 til 1974, en vegna Heimaeyjar- gossins 1973 var ekki skipt um stjórn það ár. Hann var svæðisstjóri Sögu- svæðis 1984–1985. Gulli var mjög traustur Kiwanis- maður, sem mat mikils þau gildi er hreyfingin stendur fyrir. Hann var duglegur og ákveðinn, gekk í þau verk er vinna þurfti, án þess að orðlengja hlutina. Hann var góður samstarfs- maður og mikill fjölskyldumaður, auk þess að vera einn af forystumönnum í atvinnulífinu í Vestmannaeyjum, þannig að stórt skarð er höggvið í rað- ir okkar allra við skyndilegt fráfall þessa góða drengs. Við Helgafellsfélagar kveðjum nú mætan félaga og vin um leið og við þökkum það óeigingjarna starf sem hann vann fyrir Kiwanishreyfinguna. Við sendum hans góðu konu, Fríðu Dóru, börnum þeirra og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Helgafellsfélaga, Ólafur H. Sigurjónsson. Elskuleg móðir og amma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 22. október. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 30. október kl. 15.00. Halldóra Ólafsdóttir, börn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudag- inn 24. október. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 31. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Auðbjargar er bent á Félag einstakra barna. Guðmundur Arnaldsson, Arnhildur Gríma Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Elín Tryggvadóttir, Grímur Nói og Eva Elínbjört, Edda Margrét Guðmundsdóttir, Valtýr Stefánsson Thors, Guðjón Gunnar og Helga, Vala Védís Guðmundsdóttir, Simon Halink. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS JÓNSSON frá Lækjarbotnum, Hæðargarði 33, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. október kl. 13.00. Inga Ísaksdóttir, Friðrik Axel Þorsteinsson, Helga Þ. Einarsdóttir, Steinunn Jóna Matthíasdóttir, Ísak Jakob Matthíasson, Hulda Gunnarsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, STEFANÍA ARNFRÍÐUR HEIÐAR SIGURJÓNSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 26. október. Jarðarför auglýst síðar. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, Jóna Hildur Jósepsdóttir, Þorgerður Jósepsdóttir, Gyða Álfheiður Jósepsdóttir, Jósep Hjálmar Jósepsson og fjölskyldur þeirra. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, BÖÐVARS ÞÓRIS PÁLSSONAR, Hringbraut 77, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Ásta Vigdís Böðvarsdóttir, Kristján Vilhjálmsson, Margrét Böðvarsdóttir, Einar Bergsson, Anna Þóra Böðvarsdóttir, Lúðvík Smárason og afabörnin. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÞORSTEINN Ó. THORARENSEN bókaútgefandi og rithöfundur, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 26. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurlaug Bjarnadóttir, Ingunn Thorarensen, Björn Thorarensen, Björg Thorarensen og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR SNÆBJÖRNSSON, Höskuldsstöðum, Eyjafjarðarsveit, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 26. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður að Munkaþverá. Rósa Árnadóttir, Snjólaug Sigurðardóttir, Matthías Henriksen, Snæbjörn Sigurðsson, Elva Sigurðardóttir, Árni Sigurðsson, Hrefna Laufey Ingólfsdóttir, Ingólfur Sigurðsson, Bryndís Lúðvíksdóttir, Elín Kristbjörg Sigurðardóttir, Hafþór Hreiðarsson, Margrét Sigurðardóttir, Pálína Stefanía Sigurðardóttir, Freyr Aðalgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.