Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 67

Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 67 menning Til sölu nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir í grónu hverfi 2ja, 4ra og 5 herbergja • Tveggja herbergja 80 m² • Fjögurra herbergja 135 m² • Fimm herbergja 143 m² Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum. Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum. Stofurnar eru 30-40 m². Á gólfum eru flísar og gott eikarparket. Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni. Stutt í golfvöll. Hrauntún ehf. byggir Uppl. gefur Örn Ísebarn, byggingameistari, í símum 896 1606 og 557 7060. Dæmi um 2ja herbergja íbúð EITT sinn skal hver deyja segir í frægri vísu sem býður mönnum að herða upp hugann and- spænis endalokunum. Segja má að hugsanir um dauðann hafi snemma sótt á Jón Sæ- mund Auðarson, sem nú sýnir á Sequences- myndlistarhátíðinni í Galleríi Turpentine við Ingólfsstræti, en hann greindist ungur með eyðnismit. Á þeim u.þ.b. 12 árum sem síðan eru liðin hefur Jón Sæmund- ur gert „Dead“ að vöru- merki (þar sem sést hauskúpa) í tengslum við hönnun, m.a. fatnaðar, og verslunarrekstur en með þeirri athafnasemi leitast hann við að vinna gegn fordómum gagnvart alnæmissjúkdómnum. Á heimasíðu, þar sem svartur litur er allsráð- andi, kemur einnig fram að „þeim sem óttast dauðann sé ekki unnt að njóta lífsins“. Á sýningunni „Longplay“ birtast hugleiðingar listamannsins um dauðann, vonina, hið andlega – og listina. Sýningin hefur gotneskt og leikrænt yfirbragð, dálítið yfirdrif- ið, og er svarti liturinn áberandi í málverkum þar sem sjá má hrafna, ábúðarmikið mannsandlit og beina- grind sem heldur á hauskúpu. Á vegg þar sem getur að líta sviðs- mynd gjörnings sem framinn var við opnun sýningarinnar sést stór svört málningarsletta, uppstopp- aður hrafn, þakinn svörtu olíulakki, og á svartmáluðum stólum, sem standa á bláu teppi, eru myndir af hauskúpum. Hvítmálaðar mál- aratrönur standa þar hjá. Á öðrum stað getur að líta nautshöfuð á vegg og rjúpu á stöpli, hvort- tveggja innsiglað í hvítu lakki – hvítu sem tákni vonarinnar? „Íkonógrafískt“ myndmálið er víða hrátt, jafnvel um of, svo sem í táknum dauða og þjáningar (beina- grind, hauskúpu, svartri litanotk- un). Líkt og svartur litur tengist sá hvíti í senn upphafinu og endinum. Túlka mætti dramatíska táknnotk- un listamannsins sem skírskotun í sköpunarferlið – eyðileggjandi öfl og endurfæðingu – í ýmsum skiln- ingi: í sálrænum og listrænum átökum eða í stærra samhengi fyrir lífið sjálft. Niðurrifsáhrif mannsins í náttúrunni koma jafnvel við sögu þar sem óheillakrákur umlykja mynd af Kárahnjúkavirkjun. Jón Sæmundur beinir einnig sjónum að andlegum málefnum en í tveimur grafískum málverkum sést andlit enska dulspekingsins Alist- ers Crowleys, annað baðað birtu og hita frá níu kösturum – í hinu rýnir Crowley út úr svartri málning- arþekjunni líkt og listamaðurinn rýnir ef til vill sjálfur í endalokin. Hvað tekur við – guðdómlegt ljós eða tómið eitt? Svarthvít endalok MYNDLIST Gallery Turpentine Til 28. október 2006 Opið þri.–fö. kl. 12–18, lau. kl. 12–16. Ókeypis aðgang- ur. Longplay – Jón Sæmundur Auðarson Morgunblaðið/Kristinn Jón Sæmundur Á sýningunni Longplay birtast hugleiðingar listamannsins um dauðann, von- ina, hið andlega – og listina. Anna Jóa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.