Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 35 reynsla, áhugi, kraftur Kristján í 2.sætið - Allir velkomnir Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Ný tækifæri á varnarsvæðinu - Hvað er framundan hjá nýju hlutafélagi? Frummælendur: Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ. Kristján Pálsson f.v. alþingismaður. Fundarstjóri: Gunnlaugur Kárason, Heimi félagi ungra Sjáfstæðismanna. Sunnudaginn 29. október kl.13:30 boðar Kristján Pálsson til fundar um framtíð varnarsvæðisins og hvert stefnir í atvinnumálum svæðisins. www.kristjanpalsson.is Fundarstaður: Kosningaskrifstofan Hólagötu 15, Reykjanesbæ. SNYRTISETRIÐ h ú ð f e g r u n a r s t o f a sími 533 3100 – Domus Medica CELL RESTRUCTURE Eyðir línum og hrukkum Yngjandi meðhöndlun Árangur strax Betra en Botox!? 20% afsláttur af 10 tíma kortum Snyrtisetrið – líttu vel úti i lí l mjög sjaldgjæf en ég man eftir lifandi ísbirni á Sædýrasafninu sem var í pínulítilli og djúpri gryfju.“ Bryndís og Mark hafa í listsköpun sinni skoðað hugmyndir mannsins um náttúruna og umhverfið með því að rannsaka samband hans við dýr. Dýrin sem slík eru hinsvegar ekki til staðar í verkunum sjálfum. „Ísbjörnin sem fyr- irbæri í náttúrunni hefur fangað hugmynda- flug fólks og vakið spennu, enda komast fáir í návígi við hann. Ísbirnir eru miklir einfarar sem ferðast ótrúlegar vegalengdir á degi hverjum og heimkynni þeirra eru hvít og köld. Þeir eru nánast samlitir umhverfi sínu og vegna þess hvað þeir eru stórir og framandi, þá er mannfólkið hrætt við þessar fallegu skepnur. En yfir þeim er goðsagnakenndur blær og allir hafa heyrt ævintýralegar sögur um hvítabirni og samskipti þeirra við menn. Það virðist líka vera einhver karlmennsku- ímynd tengd því að fella stórar skepnur.“ Urðu geðveikir í dýragörðum Bryndís segir að þó ætlunin hafi verið að leita uppi alla uppstoppaða hvítabirni í Bretlandi, þá leynist þar eflaust fleiri en þessir þrjátíu og fjórir sem þau Mark höfðu upp á. „Flesta fund- um við á söfnum, marga í geymslum, aðra á einkaheimilum fólks og þá oftast hjá aðalsfólki. Þessir ísbirnir spanna yfir 200 ára tímabil. Sá elsti er frá 1786 en við fundum hann á einka- heimili, nánar tiltekið í Blair kastala í Pert- hshire, þar sem hann stendur heldur óhrjálegur í stigagangi hjá fornum herklæðum Samuraia. Yngstu birnirnir eru frá seinni hluta tuttugustu aldarinnar og höfðu orðið brjálaðir af því að búa í dýragörðum og því verið drepnir og stoppaðir upp. Kannski ekkert skrítið að skepna sem er einfari og kemur úr víðáttumiklu umhverfi norðurskautsins þrífist illa í dýragörðum.“ Bryndís segir að hlutverk þessara uppstopp- uðu ísbjarna sem þau Mark fundu, hafi verið margvíslegt. „Sumir voru notaðir í kennslu- stundum á menntastofnunum, aðrir sem heim- ilsprýði og einn hafði lengi verið á læknabið- stofu og haldið á lampa. Tveir var staðsettir í dýragarði sem einskonar kennsluefni og börn fengu að sitja á þeim. Og einn ísbjörn fundum við á krá. Hann var reyndar aðeins með haus, herðar og framloppur, því hann hafði eyðilagst í sprengingu þjóðverja árið 1940 þegar hann stóð sem stáss á hóteli sem hét White Bear Hotel. Þessi björn hafði verið skotinn á Alaska árið 1901.“ Hættulegir hungraðir Stellingarnar sem ísbirnirnir eru stoppaðir upp í eru misjafnar. „Þeir sem voru frá lokum nítjándu aldar og byrjun þeirra tuttugustu, virðast oftar vera ógnandi og í árásarstell- ingum, kannski líka til að sýna hvað menn höfðu lagt mikið á sig til að fanga þá. En þeir yngstu í hópnum eru frekar í vinalegum stellingum, eins og þeir séu jafnvel að leika sér og minna svolítið á Kóka kóla auglýsinguna, enda eru það birnir sem höfðu verið í dýragörðum og fólk upplifað þá sem góða og sæta.“ En sýningin með ljósmyndunum af uppstopp- uðu ísbjörnunum er stærra verkefni, því Bryn- dís og Mark hafa í tengslum við hana gefið út bókina nanoq: flat out and bluesome. Þar eru allar myndirnar og ýmsar greinar tengdar efn- inu. „Við vorum líka með ráðstefnu í tengslum við verkefnið þar sem rædd var staða dýra í myndlist, veiðar og fleira,“ segir Bryndís og bætir við að hvítabirnir séu friðaðir en á Græn- landi megi þó skjóta ákveðinn fjölda þeirra ár- lega. „Ef fólk kemst í hættu í návígi við björn, þá má auðvitað skjóta hann, enda geta þeir ver- ið mjög grimmir ef þeir komast mjög hungraðir til mannabyggða og þá eru þetta hættulegar skepnur.“ Ísbirnir uppi í rúmi hjá gestunum Bryndís segir að það hafi verið mjög skemmtilegt að koma inn á heimilin þar sem uppstoppaða ísbirni var að finna. „Til dæmis voru hjón á miðjum aldri í Somer- set með brosandi ísbjörn á ganginum hjá sér og hann var með fangið fullt af lýsandi gervitúlí- pönum. Heimilisfaðirinn hafði fengið björninn í afmælisgjöf þegar hann var tuttugu og eins árs frá systur sinni. Við fundum líka tvo uppstopp- aða ísbirni í forstofunni hjá gömlum lávarði sem var mikill indælis maður. Hann var mjög stoltur af þessum skepnum enda hafði faðir hans skotið þær á sínum tíma. Hann gaf okkur líka leyfi til að birta í bókinni okkar myndir sem teknar voru í veiðileiðangrinum, einstakar myndir sem aldr- ei fyrr hafa verið birtar. Karlinn faðir hans skaut hvorki meira né minna en fimmtíu og fimm ísbirni í þessari ferð,“ segir Bryndís og bætir við að hann hafi sagt þeim skemmtilegar sögur af matarboðum þar sem húsráðendur léku sér með birnina. „Þeir voru settir upp í rúm hjá gestunum til að hrekkja þá og fleira í þeim dúr. Blessaður Lordinn átti margar skemmtilegar minningar tengdar þeim og hafði svolitlar áhyggjur af framtíð þeirra, vegna þess að hann var að fara að flytja af óðalinu í hús á landareigninni, en einkasonur hans á að taka við óðalinu. Hann var ekki viss um að sonurinn kynni að meta ísbirnina og ætlaði því jafnvel að taka þá með sér í nýja húsið.“ Morgunblaðið/Kristinn Ísbjarnarkona Myndlistarkonan Bryndís Snæbjörnsdóttir hugsar til hvítabjarnarins í kuldanum við opið haf á Íslandi. Ljósmynd/Snæbjörnsdóttir/Wilson Hálfur björn Þessi ísbjörn er á krá og sómir sér vel innanum flöskurnar. Ísbjörnin sem fyrirbæri í náttúrunni hefur fangað hugmyndaflug fólks og vakið spennu, enda kom- ast fáir í návígi við hann. Ísbirnir eru miklir ein- farar sem ferðast ótrúlegar vegalengdir á degi hverjum og heimkynni þeirra eru hvít og köld. frá Kunst- håndverken í Kaup- mannahöfn árið 1963. Er munur á að vinna að vöru- hönnun á Íslandi og í útlöndum? „Ég hef unnið að hönnun í Svíþjóð, Ítalíu, Bretlandi, Asíu og Þýskalandi auk Íslands. Það er jafngott að fá hug- myndir hér og annars staðar, hér er gott rými fyrir skapandi anda. Hins vegar er erfiðara að fá efnivið til hönnunar eða keppa við er- lenda framleiðendur í verði. En hugmyndir, þær ferðast ekki í efni.“  Katrín Pétursdóttir Young, út- skrifaðist frá ESDI í París árið 1980. Tinna Kollar úr trefjagleri sem hönnuðurinn hefur nefnt Paint Balls. Gunnar Borðstofuborðið Edda er áratugagömul hönnun en sígild. TENGLAR ..................................................... www.rjomi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.