Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 293. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KALLIÐ MIG EGIL RUGLAÐ SAMAN VIÐ SÖGUPERSÓNU SÍNA Í NÝRRI ÍSLENSKRI BÓKMENNTASÖGU >>LESBÓK HVÍTABIRNIR SORGLEGT OG FYNDIÐ Í SENN HÖNNUN >>34 Nairobi. AP. | Embættismenn Sam- einuðu þjóðanna segja í nýrri skýrslu að þúsundir hermanna frá Eþíópíu og Erítreu séu í Sómalíu og það auki líkurnar á styrjöld í þessum heimshluta. Íslamskir róttæklingar, sem njóta stuðnings stjórnvalda í Erítreu, héldu nokkra fjöldafundi í Sómalíu í gær til að hvetja til heilags stríðs gegn Eþíópíumönnum og banda- mönnum þeirra í sómölsku bráða- birgðastjórninni. Aðeins einn bær í Sómalíu, Baid- oa, er á valdi bráðabirgðastjórnar- innar, en íslömsk hreyfing hefur náð yfirráðum yfir öðrum svæðum. Svartsýnir á friðarviðræður Í skýrslu embættismanna SÞ kemur fram að Eþíópíumenn hafa sent 6.000–8.000 hermenn til Sómal- íu og Erítreumenn 2.000. Bráða- birgðastjórnin nýtur stuðnings stjórnvalda í Úganda og Jemen, auk Eþíópíu, en íslamska hreyfingin hef- ur fengið aðstoð frá Íran, Líbýu, Sádi-Arabíu og Persaflóaríkjum. Fulltrúar fylkinganna koma sam- an í Súdan í næstu viku en frétta- skýrendur eru svartsýnir á að sam- komulag náist um frið. Þeir óttast að styrjöld blossi upp í Sómalíu og við landamæri Eþíópíu og Erítreu ef friðarviðræðurnar fara út um þúfur. Reuters Í stríðshug Sómalskir íslamistar á mótmælafundi gegn Eþíópíu í gær. Vaxandi líkur á styrjöld Tvö grannríki senda hersveitir til Sómalíu ARNA Pálsdóttir og Jóhann Krist- ján Eyfells eiga von á barni, dóttur, eftir um það bil þrjá mánuði og í gær sáu þau um sex mánaða gamalt fóstrið í þrívídd í fyrsta sinn. Það var þegar þau fóru í ómskoðun hjá fyrirtækinu „9 mánuðum ehf.“ í Kópavogi. Ekki er um greiningu að ræða eins og til dæmis í ómskoðun á Landspítalanum, heldur skoðun fyrir foreldra. Þau Arna og Jóhann voru mjög spennt fyrir skoðunina en þó var það ekki þannig, að þau vissu alveg við hverju þau mættu búast. Undr- unarsvipurinn leyndi sér hins vegar ekki meðan á skoðuninni stóð og þegar barnið þeirra og fóstrið setti hönd undir kinn eins og það væri að stilla sér upp fyrir myndatöku, sagði Arna: „Hún er fljót að læra og er lík- lega bara fædd fyrirsæta. Það vildi líka svo til, að ég var einmitt að horfa á America’s Next Top Models í gær.“ | 4 Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Hún er fædd fyrirsæta“ Svipur Þau Arna Pálsdóttir og Jóhann Kristján Eyfells með þrívíddarmynd af ófæddri dóttur sinni. Washington. AP. | Repúblikanar í Bandaríkjunum virð- ast hafa tapað miklu fylgi meðal millistéttarfólks og það gæti orðið til þess að þeir misstu meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ef marka má nýja skoð- anakönnun á vegum fréttastofunnar AP og fréttavefjar AOL. Könnunin bendir til þess að 56% þeirra, sem eru lík- legir til að mæta á kjörstað 7. nóvember, ætli að kjósa frambjóðendur demókrata í kosningum til fulltrúa- deildarinnar. Aðeins 37% sögðust ætla að kjósa repú- blikana. Demókratar voru með 10 prósentustiga for- skot samkvæmt sams konar könnun fyrr í mánuðinum en munurinn hefur nú aukist í 19 prósentustig. Kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni og 33 sæti af 100 í öldungadeildinni. Flestir þeirra sem tóku þátt í könn- uninni sögðu að stríðið í Írak og efnahagsástandið í Bandaríkjunum væru helstu kosningamálin. Könnunin bendir til þess að að- eins 38% kjósendanna séu ánægð með störf George W. Bush Banda- ríkjaforseta og enn færri, eða 23%, eru sátt við störf þingsins. Tveir þriðju Bandaríkjamanna telja að landið sé á rangri braut.  Umdeildar kosningaauglýsingar | 20 Demókrötum spáð sigri Millistéttin í Bandaríkjunum snýr baki við repúblikönum George W. Bush Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is EIGENDUR Iceland Express, Fons eignar- haldsfélag, stefna að stórauknum umsvifum í farþegaflugi, fyrst og fremst milli Skandinavíu, Íslands og Norður-Ameríku þar sem þeir munu væntanlega bjóða upp á lágfargjaldaflug í sam- keppni við stór flugfélög á borð við Icelandair og SAS. Fons ræður þegar yfir öflugu sölukerfi í gegnum Iceland Express, Ticket í Svíþjóð og Hekla Rejser í Danmörku. Í dag var greint frá kaupum Fons á meiri- hluta hlutafjár í breska flugfélaginu Astraeus sem er með tíu Boeing 737- og 757-farþegaþot- ur í rekstri og flytur um átta hundruð þúsund farþega á ári. Fons kaupir 51% hlutafjár Astra- eus, stjórnendur félagsins eiga 24,5% og Aber- deen Private Equity, stór skoskur fjárfestinga- sjóður, á 24,5%. Astraeus mun verða rekið áfram sem sjálfstætt félag en verður í náinni samvinnu við Iceland Express og fastlega má gera ráð fyrir að Boeing 757-vélar Astraeus, sem taka 233 farþega, verði notaðar í áætl- unarflug yfir hafið til Norður-Ameríku. Þá má einnig ganga út frá því að Astraeus muni sækja um íslenskt flugrekstrarleyfi innan skamms en Iceland Express hefur ekki slíkt leyfi. Hug- myndir eru um að fljúga vestur um haf frá Ósló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn og þá með viðkomu á Íslandi og bjóða upp á lægra verð en keppinautarnir. „Menn er þegar sestir niður að skoða mögu- leikana,“ segir Matthías Páll Imsland, stjórn- arformaður ferðaskrifstofanna Ticket og Heklu. „Við erum með mjög sterkt sölunet til þess að bakka þetta 100% upp. Ticket selur gríð- arlegan fjölda flugmiða og við sjáum fram á að í samstarfi við Ticket séu miklir möguleikar á því að Iceland Express og Astraeus taki skandinav- íska markaðinn í flugi til Bandaríkjanna, með viðkomu í Keflavík, meira eða minna til sín. Það er gamla Loftleiðamódelið,“ segir Matthías. Lággjaldaflug til Ameríku Í HNOTSKURN » Breska flugfélagið Astraeus flýgurmeð um átta hundruð þúsund farþega á ári. » Astraeus er með tíu Boeing 737- og Boeing 757-farþegaþotur í rekstri og flýgur til fjölda áfangastaða í Evrópu, Asíu, Miðausturlöndum, Norður-Ameríku og Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.