Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 1

Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 293. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KALLIÐ MIG EGIL RUGLAÐ SAMAN VIÐ SÖGUPERSÓNU SÍNA Í NÝRRI ÍSLENSKRI BÓKMENNTASÖGU >>LESBÓK HVÍTABIRNIR SORGLEGT OG FYNDIÐ Í SENN HÖNNUN >>34 Nairobi. AP. | Embættismenn Sam- einuðu þjóðanna segja í nýrri skýrslu að þúsundir hermanna frá Eþíópíu og Erítreu séu í Sómalíu og það auki líkurnar á styrjöld í þessum heimshluta. Íslamskir róttæklingar, sem njóta stuðnings stjórnvalda í Erítreu, héldu nokkra fjöldafundi í Sómalíu í gær til að hvetja til heilags stríðs gegn Eþíópíumönnum og banda- mönnum þeirra í sómölsku bráða- birgðastjórninni. Aðeins einn bær í Sómalíu, Baid- oa, er á valdi bráðabirgðastjórnar- innar, en íslömsk hreyfing hefur náð yfirráðum yfir öðrum svæðum. Svartsýnir á friðarviðræður Í skýrslu embættismanna SÞ kemur fram að Eþíópíumenn hafa sent 6.000–8.000 hermenn til Sómal- íu og Erítreumenn 2.000. Bráða- birgðastjórnin nýtur stuðnings stjórnvalda í Úganda og Jemen, auk Eþíópíu, en íslamska hreyfingin hef- ur fengið aðstoð frá Íran, Líbýu, Sádi-Arabíu og Persaflóaríkjum. Fulltrúar fylkinganna koma sam- an í Súdan í næstu viku en frétta- skýrendur eru svartsýnir á að sam- komulag náist um frið. Þeir óttast að styrjöld blossi upp í Sómalíu og við landamæri Eþíópíu og Erítreu ef friðarviðræðurnar fara út um þúfur. Reuters Í stríðshug Sómalskir íslamistar á mótmælafundi gegn Eþíópíu í gær. Vaxandi líkur á styrjöld Tvö grannríki senda hersveitir til Sómalíu ARNA Pálsdóttir og Jóhann Krist- ján Eyfells eiga von á barni, dóttur, eftir um það bil þrjá mánuði og í gær sáu þau um sex mánaða gamalt fóstrið í þrívídd í fyrsta sinn. Það var þegar þau fóru í ómskoðun hjá fyrirtækinu „9 mánuðum ehf.“ í Kópavogi. Ekki er um greiningu að ræða eins og til dæmis í ómskoðun á Landspítalanum, heldur skoðun fyrir foreldra. Þau Arna og Jóhann voru mjög spennt fyrir skoðunina en þó var það ekki þannig, að þau vissu alveg við hverju þau mættu búast. Undr- unarsvipurinn leyndi sér hins vegar ekki meðan á skoðuninni stóð og þegar barnið þeirra og fóstrið setti hönd undir kinn eins og það væri að stilla sér upp fyrir myndatöku, sagði Arna: „Hún er fljót að læra og er lík- lega bara fædd fyrirsæta. Það vildi líka svo til, að ég var einmitt að horfa á America’s Next Top Models í gær.“ | 4 Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Hún er fædd fyrirsæta“ Svipur Þau Arna Pálsdóttir og Jóhann Kristján Eyfells með þrívíddarmynd af ófæddri dóttur sinni. Washington. AP. | Repúblikanar í Bandaríkjunum virð- ast hafa tapað miklu fylgi meðal millistéttarfólks og það gæti orðið til þess að þeir misstu meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ef marka má nýja skoð- anakönnun á vegum fréttastofunnar AP og fréttavefjar AOL. Könnunin bendir til þess að 56% þeirra, sem eru lík- legir til að mæta á kjörstað 7. nóvember, ætli að kjósa frambjóðendur demókrata í kosningum til fulltrúa- deildarinnar. Aðeins 37% sögðust ætla að kjósa repú- blikana. Demókratar voru með 10 prósentustiga for- skot samkvæmt sams konar könnun fyrr í mánuðinum en munurinn hefur nú aukist í 19 prósentustig. Kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni og 33 sæti af 100 í öldungadeildinni. Flestir þeirra sem tóku þátt í könn- uninni sögðu að stríðið í Írak og efnahagsástandið í Bandaríkjunum væru helstu kosningamálin. Könnunin bendir til þess að að- eins 38% kjósendanna séu ánægð með störf George W. Bush Banda- ríkjaforseta og enn færri, eða 23%, eru sátt við störf þingsins. Tveir þriðju Bandaríkjamanna telja að landið sé á rangri braut.  Umdeildar kosningaauglýsingar | 20 Demókrötum spáð sigri Millistéttin í Bandaríkjunum snýr baki við repúblikönum George W. Bush Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is EIGENDUR Iceland Express, Fons eignar- haldsfélag, stefna að stórauknum umsvifum í farþegaflugi, fyrst og fremst milli Skandinavíu, Íslands og Norður-Ameríku þar sem þeir munu væntanlega bjóða upp á lágfargjaldaflug í sam- keppni við stór flugfélög á borð við Icelandair og SAS. Fons ræður þegar yfir öflugu sölukerfi í gegnum Iceland Express, Ticket í Svíþjóð og Hekla Rejser í Danmörku. Í dag var greint frá kaupum Fons á meiri- hluta hlutafjár í breska flugfélaginu Astraeus sem er með tíu Boeing 737- og 757-farþegaþot- ur í rekstri og flytur um átta hundruð þúsund farþega á ári. Fons kaupir 51% hlutafjár Astra- eus, stjórnendur félagsins eiga 24,5% og Aber- deen Private Equity, stór skoskur fjárfestinga- sjóður, á 24,5%. Astraeus mun verða rekið áfram sem sjálfstætt félag en verður í náinni samvinnu við Iceland Express og fastlega má gera ráð fyrir að Boeing 757-vélar Astraeus, sem taka 233 farþega, verði notaðar í áætl- unarflug yfir hafið til Norður-Ameríku. Þá má einnig ganga út frá því að Astraeus muni sækja um íslenskt flugrekstrarleyfi innan skamms en Iceland Express hefur ekki slíkt leyfi. Hug- myndir eru um að fljúga vestur um haf frá Ósló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn og þá með viðkomu á Íslandi og bjóða upp á lægra verð en keppinautarnir. „Menn er þegar sestir niður að skoða mögu- leikana,“ segir Matthías Páll Imsland, stjórn- arformaður ferðaskrifstofanna Ticket og Heklu. „Við erum með mjög sterkt sölunet til þess að bakka þetta 100% upp. Ticket selur gríð- arlegan fjölda flugmiða og við sjáum fram á að í samstarfi við Ticket séu miklir möguleikar á því að Iceland Express og Astraeus taki skandinav- íska markaðinn í flugi til Bandaríkjanna, með viðkomu í Keflavík, meira eða minna til sín. Það er gamla Loftleiðamódelið,“ segir Matthías. Lággjaldaflug til Ameríku Í HNOTSKURN » Breska flugfélagið Astraeus flýgurmeð um átta hundruð þúsund farþega á ári. » Astraeus er með tíu Boeing 737- og Boeing 757-farþegaþotur í rekstri og flýgur til fjölda áfangastaða í Evrópu, Asíu, Miðausturlöndum, Norður-Ameríku og Afríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.