Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 43                                                 !"# ÞÓR Whitehead, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands, ritaði grein í síðasta sunnudagsblað Morg- unblaðsins, „Hver vissi hvað og hve- nær?“ Í henni var fjallað um álitamál sem hafa vaknað um örygg- isþjónustu lögregl- unnar í Reykjavík á tímum kalda stríðsins. Upphafshluti grein- arinnar varðar mig vegna þess að Þór hafnaði því að ýmsar spurningar sem ég vakti máls á í fjöl- miðlum fyrir skemmstu væru réttmætar. Allt hjóti að liggja ljóst fyr- ir þegar kunnum stað- reyndum sé raðað saman og réttar ályktanir dregnar. Ég er þessu ósammála. Spurn- ingar mínar snerust um starfsemi ör- yggisþjónustu lögreglunnar í Reykjavík og tengsl hennar við vald- hafa. Breyttust þau tengsl þegar hér sátu vinstri stjórnir? Þá sátu jú þeir í stjórn sem öryggisþjónustan vildi fylgjast með. Þessar vangaveltur voru sjálfsagðar í framhaldi af þeim merku upplýsingum sem komu fyrst fram í ágætri grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmál en um hana var ég beðinn að fjalla í fjölmiðlum. Engin annarleg sjónarmið réðu mínum spurningum. Þór Whitehead á allt gott skilið af minni hálfu og það er mér að meinalausu að nefna hér að ég hefði kannski kosið að orða mínar spurningar skýrar en ég gerði. Mér finnst ýmsar röksemdir hans í áð- urnefndri Morgunblaðsgrein sann- færandi og tek þær til greina. Annað væri kjánaleg þrjóska. Ég hef líka séð heimildir núna sem gefa til kynna að Ólafi Jóhannessyni, forsætis- og dómsmálaráðherra árin 1971–74, hafi verið kunnugt um flesta þætti í starfsemi öryggisþjónustu lögregl- unnar. Enginn er óskeikull og telji einhverjir að þeir hafi fundið hina einu réttu niðurstöðu í þessari sögu, þar sem afar fáar skriflegar heim- ildir eru tiltækar og ályktanir verða að ráða, fara þeir hinir sömu villir vegar að mínu mati. Þar að auki tek ég alls ekki á mig sök af því að ýmsir fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn hafa ákveðið að tala um „leyniþjónustu Sjálfstæðisflokks- ins“. Sjálfur leiðrétti ég þá mistúlkun fljótt og vel, eða um leið og ég var bú- inn að fullvissa mig um að það væri alls ekki sanngjarnt að misskilja orð mín á þann hátt sem reynt var. Sú leiðrétting hefur blessunarlega dug- að nær öllum hingað til. Það væri líka stórkostlegt ofmat á nokkrum opn- um spurningum og vangaveltum eins sagnfræðings að rekja til þeirra alla þá umræðu sem verið hefur um Sjálf- stæðisflokkinn og öryggisþjónustu í kalda stríðinu. Til samanburðar má nefna að þegar símahleranir og per- sónunjósnir á tímum kalda stríðsins komust í hámæli í Noregi var Verka- mannaflokkurinn vitaskuld í eldlín- unni frekar en aðrir flokkar því hann var lengst af í stjórn. En ég segi það aftur hér svo það fari ekki milli mála: „Leyniþjónusta Sjálfstæðisflokks- ins“ er að mínu mati rangnefni yfir máttlitla öryggisþjónustu lögregl- unnar í Reykjavík, svo máttlitla í raun að ráðamenn gátu nær aldrei farið offari þegar öryggi ríkisins þótti vera í veði. Það er líklega helsti munurinn á því sem gerðist hér og þeim viðamiklu persónunjósnum sem voru stundaðar á valdaskeiði jafn- aðarmanna í Noregi og Svíþjóð, svo nærtæk dæmi séu tek- in. Að mínu mati hefur umræða um símahler- anir og eftirlits- starfsemi stjórnvalda stundum lent á villigöt- um síðustu vikur og mánuði. Senn eru liðin fjögur ár síðan ég fór að grafast fyrir um heim- ildir um þessi efni. Á þeim tíma hafa ýmsir orðið mér að liði og ég nefni til að mynda Björn Bjarnason dóms- málaráðherra sem hefur aldrei sýnt mér annað en fyllstu hreinskilni. Hann getur verið innilega ósammála mínum ályktunum og niðurstöðum en ég fæ ekki séð að honum hafi nokkru sinni dottið í hug að leggja stein í götu mína. Mér þykir að vísu súrt í broti að hafa ekki fengið að- gang að gögnum um símahleranir sem eru nú á Þjóðskjalasafni Íslands en synjun um það barst ekki úr ráðu- neytinu heldur frá safninu sem hefur nú hætt að taka ákvarðanir um að- gang að „viðkvæmum“ gögnum í vörslu þess. Allt frá því í mars 2005 hafa aðrir en ég ekki fengið aðgang að dóms- úrskurðum um símahleranir sem liggja nú hjá Þjóðskjalasafni. Ég hef aldrei ráðið neinu um þessa stöðu mála og finnst hún orðin mjög óþægi- leg og ankannaleg. Ég mun sjálfur gera mitt til þess að sá einlægi vilji stjórnvalda rætist að ekkert verði falið í þessum efnum. Sagan öll skal sögð eins vel og unnt er. Er það ekki vilji allra? Veit einhver allt? Guðni Th. Jóhannesson fjallar um starfsemi öryggisþjónustu lögreglunnar í Reykjavík og svarar grein Þórs Whitehead » Að mínu mati hefurumræða um síma- hleranir og eftirlits- starfsemi stjórnvalda stundum lent á villigöt- um síðustu vikur og mánuði. Guðni Th. Jóhannesson Höfundur er sagnfræðingur. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.