Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 1
fimmtudagur 23. 11. 2006 viðskipti mbl.is viðskipti Fræðslustjórinn sem hefur farið á rjúpnaveiðar frá fjórtán ára aldri » 20 TEKJUMÖGULEIKAR MEÐ GÓÐU GENGI Á VELLINUM OG FJÁRFESTINGUM GÆTU TEKJUR WEST HAM STÓRAUKIST » 8 „Ég held að þetta sé eitt stærsta skrefið sem við höfum stigið hvað varðar þróun bankans. Við erum mjög ánægðir með þá alþjóðlegu fjárfesta sem við fáum til liðs við okkur, en þeir eru 110 talsins. Flest stærstu sjóðastýringarfyrirtæki heims tóku þátt í útboðinu,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka, í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar jákvæð niðurstaða hlutafjárútboðs bankans meðal alþjóðlegra fjárfesta lá fyrir. Hlutabréf Kaupþingsbanka féllu um ...% í gær. Hreiðar Már segir að það séu viðbrögð markaðarins við því, að í útboðinu var veittur um 7% afsláttur frá lokagengi í sænsku kauphöllinni í fyrrakvöld, þannig að hver hlutur var seldur á 750 krónur, eða 75 sænskar krónur. Hreiðar Már segir að með þessu útboði hafi bankinn, í fyrsta sinn í sögu Kaupþings banka, náð að sýna fram á að hann hafi gott aðgengi að alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. „Við teljum að með þessum hætti aukist seljanleiki bréfanna okkar. Þrír stórir bankar, Citygroup, Morg- an Stanley og Fox-Pitt, Kelton eru nú að hefja greiningu á hlutabréfum okkar,“ sagði Hreiðar Már. Hreiðar Már sagði að þetta útboð myndi styðja við innri vöxt bankans. „Þrátt fyrir töluverðan ólgusjó í kringum íslenskt efnahagslíf og ís- lenska banka, hefur Kaupþing banki vaxið um 22% á fyrstu 9 mán- uðum ársins. Jákvæð niðurstaða þessa útboðs styður við innri vöxt bankans og það gefur okkur einnig tækifæri til þess að taka yfir aðra erlenda banka,“ sagði Hreiðar Már. Verð á hlut í útboðinu nam 750 krónum eða 75 sænskum krónum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Kaupþingi banka var umframeftir- spurn eftir hlutum í útboðinu og þeim hefur verið úthlutað til breiðs hóps alþjóðlegra fagfjárfesta. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands frá í gær kemur fram að heildarafrakstur af útboðinu nem- ur 49,5 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 547 milljónum evra. Stjórn Kaupþings hefur sam- þykkt að auka hlutafé bankans um 66.000.000 hluti. Þar eru þó ekki taldir með þeir nýju hlutir, allt að 9,9 milljón hlutir (sem þegar hefur verið úthlutað til alþjóðlegra fag- fjárfesta), sem kunna að verða gefnir út vegna umframsöluréttar (e. over-allotment option). Eitt stærsta skrefið í þróun bankans 110 alþjóðafjárfestar tóku þátt í útboðinu  Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka ánægður með hlutafjárútboð bankans Photo/Kristinn Ingvarsson Forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson segir Kaupþing banka hafa sýnt fram á að hann hafi gott aðgengi að alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is GENGI íslensku krónunnar hélt áfram að lækka í gær. Við upphaf viðskipta var gengisvísitalan skráð 126,3 stig en hún endaði í 126,95 stigum og nemur lækkunin 0,51%. Líkt og undanfarna daga var mikil velta á millibankamarkaði í gær eða 23,7 milljarðar króna. Þá voru töluverðar sviptingar á gengi krón- unnar yfir daginn; krónan veiktist hratt um morgunin og fór geng- isvísitalan hæst í 127,7 stig. Segir Greining Glitnis að verðgildi krón- unnar gæti hæglega rýrnað enn frekar á næstunni. Hlutabréf lækkuðu sömuleiðis í viðskiptum gærdagsins. Úrvals- vísitalan lækkaði um 1,54% og var skráð 6.197 stig við lokun viðskipta. Velta á hlutabréfamarkaði nam 8.604 milljónum króna. Hlutabréf Vinnslustöðvarinnar hækkuðu mest eða um 2,22% og bréf Alfesca hækkuðu um 0,4%. Mest lækkuðu bréf 365 eða um 3,4% og bréf Kaupþings um 3,1%. Gengi krónu og hlutabréfa lækkar ÁKVEÐIÐ hefur verið að segja upp 17 starfsmönnum hjá Actavis á Íslandi og verður 10 þeirra boðin önnur störf innan samstæðunnar. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri hjá Actavis, segir að ákveðnar skipulagsaðgerðir hafi verið gerðar hjá Actavis á Íslandi og segir félagið sífellt vera að leita leiða til að auka samkeppnishæfni félagsins sem oft hefur í för með sér tilfærslur á störfum innan sam- stæðunnar. Uppsagnir hjá Actavis á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.