Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fræðsla|upplýsingar FYRIR KL. 9.00. FYRIR KL. 12.00. EKKERT STÖÐVAR OKKUR. DHL kemur sendingum til Bandaríkjanna eftir mörgum leiðum. DHL er með heimsins stærsta flutn- ingsnet og kemur pakkanum þínum fljótt á áfangastað. Á réttum tíma. Þess vegna er DHL álitið eitt áreiðanlegasta flutningafyrirtæki í Bandaríkjunum. Ekkert fær stöðvað okkur. Ráðgjafar okkar eru í viðbragðsstöðu núna, það er ekki eftir neinu að bíða. HRINGDU Í SÍMA 535 1100 EÐA HEIMSÆKTU VEFINN OKKAR, WWW.DHL.IS, TIL AÐ SENDA PAKKANN AF STAÐ NÚNA. <$ "                                                                     !   !   " # $    & '    !               (          !  '  "    )!    **     +   ,     -             !     *  Ósamhverfar upplýsingar eru eitt mesta vandamál nútíma fjármála- markaða, en þeim mun verri sem upp- lýsingagjöfin er, þeim mun meiri eru líkurnar á hrakvali, þ.e. að fjárfestar taki ákvarðanir sem ekki byggjast á nægilega góðum upplýsingum. Áður hefur verið fjallað um ósamhverfar upplýsingar á þessum vettvangi, nán- ar tiltekið þann 10. ágúst síðastliðinn, en nú er ætlunin að fjalla um hvernig markaðsaðilar reyna að taka á þessu vandamáli. Góðir og slæmir starfsmenn Um er að ræða það sem á ensku heitir „signaling“ og gæti útlagst merkja- gjöf á íslensku. Árið 1973 birti bandaríski hagfræð- ingurinn Michael Spence kenningu um hvernig tveir, eða fleiri, aðilar á markaði gætu reynt að komast hjá vandamálinu sem ósamhverfar upp- lýsingar eru, með því að senda hver öðrum merki. Spence, sem notaði vinnumarkaðinn sem grundvöll kenn- inga sinna, gaf sér dæmi þar sem til eru tvær tegundir starfsmanna. Góðir starfsmenn og slæmir starfsmenn. Atvinnuveitendur eru venjulega til- búnir að greiða góðum starfsmönnum betri laun en þeim slæmu en þeir eiga oft við þann vanda að stríða að eiga erfitt með að greina á milli í ein- stökum tilvikum. Þetta veldur slæmu starfsmönnunum engum heilabrotum þar sem þeir teika hina góðu, ef svo má að orði komast, en truflar hins vegar góðu starfsmennina sem vita að þeir eiga skilið að fá hærri laun fyrir sína vinnu. Misdýr menntun Hvað er þá til ráða fyrir góðan starfs- mann, er eðlilegt að einhver spyrji. Jú, hann sendir atvinnuveitandanum merki um að framleiðni hans sé betri en slæma starfsmannsins. Í dæminu sem Spence notaði bætir góði starfs- maðurinn við menntun sína. Það er hagfræðinga siður að gefa sér alltaf einhverjar forsendur, við getum kallað það hald, og Spence er þar engin undantekning. Hann gaf sér að aukin menntun skilaði ekki framleiðniaukningu en eitt af lykil- höldunum í kenningu hans er að ein eining af menntun kostar minna þeg- ar góðir starfsmenn eru annars vegar. Niðurstaða Spence var sú að þrátt fyrir að menntun auki ekki framleiðni séu góðir starfsmenn tilbúnir til þess að kaupa menntun til þess að gefa at- vinnuveitandanum til kynna að þeir séu líklegri til að auka framleiðni sína. Lélegir starfsmenn eru hins vegar ekki tilbúnir til þess kaupa menntun – sem er þeim dýrari en góðu starfs- mönnunum – og þiggi því lægri laun. Kenning Spence var vitanlega mun flóknari en það sem lýst er hér að ofan en í mjög einfaldri mynd virkar merkjagjöf til markaðar á þennan hátt. Þess á geta að árið 2001 hlaut Michael Spence Nóbelsverðlaun í hagfræði auk tveggja annarra hag- fræðinga, en allir höfðu þeir unnið brautryðjandi rannsóknir um ósam- hverfar upplýsingar. Notaðir bílar Ef við lítum nú á hvernig merkjagjöf virkar á mörkuðum má nefna að fyr- irtæki gefa fjárfestum oft merki til þess að efla traust á fyrirtækinu. Af samkeppnisástæðum mega þessi merki þó ekki vera of greinileg – það gæti einfaldlega veitt keppinautum of verðmætar upplýsingar – og því eru merkin oft óskýr. Eitt dæmi er þó mjög oft notað til þess að útskýra vandamálið ósam- hverfar upplýsingar og það er mark- aðurinn fyrir notaða bíla. Segjum sem svo að einhver vilji kaupa notaðan bíl en sé þó í vafa um ágæti ökutækisins. Hann krefst þess að bíllinn fari í sölu- skoðun áður en kaupin fara fram. Neiti seljandinn er hann að gefa kaupandanum merki um að eitthvað sé í ólagi en samþykki hann að láta skoða bílinn er hann að gefa jákvæð- ara merki. Þannig virkar merkjagjöf á mark- aði. Merkjagjöf til markaðar LAUN hér á landi hækkuðu að jafnaði um 0,5% í október sam- kvæmt launavísitölu Hagstofu Ís- lands. Hafa þau þá hækkað um 11% síðastliðna tólf mánuði. Kaupmáttur launa hefur aukist um 3,8% á síðustu tólf mánuðum þar sem tólf mánaða verðbólga mældist 7,2% í október. Í Hálf fimm fréttum greining- ardeildar KB banka segir að það komi ef til vill ekki á óvart að laun hafi hækkað mikið á síðustu miss- erum enda mikil spenna á vinnu- markaði. Launavísi- tala hækkar um 0,5% Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Spenna Mikil spenna hefur verið á vinnumarkaði hér á landi. viðskipti/athafnalíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.