Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2006 19 viðskipti/athafnalíf SAMBAND íslenskra auglýs- ingastofa, SÍA, hefur öðru sinni efnt til samkeppni um Effie- verðlaunin svonefndu og verða þau afhent á morgun, föstudag. Verðlaunin eru veitt í 23 löndum í fjórum heimsálfum fyrir afburða árangur í auglýsinga- og markaðs- starfi en voru fyrst afhent hér á landi árið 2003. Að þessu sinni bárust í keppnina 17 tilnefningar um auglýsinga- herferðir, sem unnar voru fyrir eft- irtalin fyrirtæki í stafrófsröð: Avion Group, Bernhard (Honda), Glitni, Happdrætti DAS, Happ- drætti SÍBS, Íslenska getspá, Já (símaskrá.is), KB banka, Netbank- ann, Olís, P. Samúelsson (Toyota), Póstinn, Símann, Sjónarhól, Sorpu, Spron Verðbréf og Trygginga- miðstöðina. Við athöfnina á morgun mun Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra af- henda Effie-styttur fyrir bestu aug- lýsinga- og markaðsherferðirnar á árinu. Veitt eru gull-, silfur- og bronsverðlaun en það fer þó eftir niðurstöðum dómnefndar og mati hennar á gæðum herferða hversu margar styttur eru veittar. Í dóm- nefndinni sitja forkólfar í íslensku viðskiptalífi ásamt fulltrúum á SÍA auglýsinga- og birtingastofum, alls 26 manns. Verðlaunaathöfnin fer fram á Nordica hóteli á morgun og hefst kl. 12. Í tengslum við verðlaunin mun Patrick Collister, virtur aug- lýsingamaður frá Englandi, flytja fyrirlestur um samhengi skapandi vinnu í auglýsingum og árangurs af markaðsherferðum. Effie-verðlaunin afhent öðru sinni TENGLAR .............................................. www.effie.is FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH, efnir í dag til há- degisverðarfundar á Nordica hóteli um neikvæða umræðu í tengslum við íslenskt atvinnulíf og fjárfestingar Íslendinga í Danmörku. Yfirskrift fundarins er Ísland-Danmörk: Hvað er málið? Ritstjóri danska Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, David Trads, kemur sérstaklega til landsins til að halda erindi um þetta tiltekna málefni. Aðrir frummælendur eru Hafliði Helgason, ritstjóri Markaðarins, og Þórður Pálsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Kaupþings banka. Fundurinn hefst kl. 12 og að lokn- um erindum fara fram pallborðsum- ræður. Fundarstjóri er Kristján Kristjánsson hjá FL Group. FVH með fund um við- skipti Íslendinga og Dana MATTHÍAS Imsland hefur tekið við af Birgi Jónssyni sem framkvæmda- stjóri lágfar- gjaldaflugfélags- ins Iceland Express. Í tilkynningu frá félaginu kem- ur fram að Birgir muni á næstunni taka við starfi framkvæmdastjóra erlendrar starf- semi eignarhaldsfélagsins Kvosar, móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Matthías mun sinna nýja starfinu tímabundið ásamt öðrum verkefnum fyrir eignarhaldsfélagið Fons, sem er í aðaleigu Pálma Haraldssonar. Matthías er jafnframt stjórnarfor- maður sænsku ferðaskrifstofunnar Ticket og breska flugfélagsins Astreaus og situr í ýmsum stjórnum stórfyrirtækja fyrir Fons. Í tilkynningu er haft eftir Birgi Jónssyni að síðustu tvö ár hafi verið viðburðarík og skemmtileg. Það hafi verið einstök reynsla að fá að taka þátt í uppbyggingu Iceland Express á þeim tíma. Þakkar hann eigendum og starfs- fólki gott samstarf og óskar fyrir- tækinu góðs gengis í framtíðinni. Hið sama gerir Matthías í tilkynn- ingunni, þakkar Birgi góð störf fyrir Iceland Express og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Birgir fer frá Iceland Express til Kvosar Birgir Jónsson                               !  "# $$   %& "! ! '!    ()  *+   , +! &!  ! , *+  * ! (,  !- !"  ,     .!"   Jóhann Ólafsson Löggiltur FSS GSM 863 6323 johann@vidskiptahusid.is Jón S. Sigurjónsson Hld. &Löggiltur FSS GSM 893 003 jon@vidskiptahusid.is Ágúst Skúlason Sölumaður fasteigna GSM 863 5220 agust@vidskiptahusid.is Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Meginmálstexti Fyrirsagnarletur Letur-undirfyrirsögn F A S T E I G N I R • F Y R I R T Æ K I • S J Á V A R Ú T V E G U R Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími: 566 8800 • E-mail: vidskiptahusid@vidskiptahusid.is • www.vidksiptahusid.is Jóhann Ólafsson, löggiltur FFS, gsm 863 6323 Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl & löggiltur FFS, gsm 893 3003 Hörður Hauksson, viðskiptafræðingur, gsm 896 5486 Fyrirtækjasvið Viðskiptahússins aðstoðar við kaup, sölu og sameiningu fyrirtækja Einnig aðstoðum við fyrirtæki við sölu á rekstrareiningum og fjármögnun á keyptum rekstrareiningum og fyrirtækjum. Einnig leitum við fyrir milligö gu kaupenda að rekstrareiningum s.s. í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, innflutningi á rafmagnsvörum og tölvum, matvöru og ýmiskonar framleiðslu og þjónustu. - Framleiðsla á vélum og þjónusta við sjávarútveginn. - Gjafavöru- og húsgagnaverslun á höfuðborgarsvæðinu. - Tískuvöruverslun á landsbyggðinni. - Prentsmiðja. - Matvælavinnsla, fullunnar fiskafurðir. - Innflutningur og sala fyrir byggingariðnaðinn. - Bílainnflutningur. - Bílasala notaðra bíla. - Verslunarrekstur í Kringlu og Smáralind. - Byggingafélag fyrir íbúðarhúsnæði. - Innflutningu á efnavörum f. fiskiðnaðinn. - Verslunarrekstur, kvöld og helgarsala. FÉLAG FASTEIGNASALA Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími: 566 880 • E-mail: vi ski t i i i tahusid.is • .vids iptahusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.